Morgunblaðið - 20.11.1941, Side 3

Morgunblaðið - 20.11.1941, Side 3
Fjmtudagur 20. nóv. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Alþingi slit- ið ídag? Sýnilegt var á öllu í gær, að fararsnið var komið á A1 þingi. Skotið var á fundi í sam- einuðu þingi og kosin þingfarar- kaupsnefml. Það er óbrigðulr, merki þess, að þingmenn s.jeu á förum. í efri deild var hafður liinn mesti hraði á afgreiðslu mála í gær. Höfðu þangað borist, nokkur mál frá neðri deild, sem nauðsvn þykir að fái afgreiðslu í þinginu. Vorn því haldnir margir fundir í Ed. í gær og stóðu þeir fram á kvöld. Var ætlunin að ljúka al- veg afgreiðslu mála í þeirri deild í gærkvöldi. í dag verða svo fundir í Nd. og Sþ. og líkur til, að þingslit verði' síðdegis í dag. Ekki var þó sjeð í gærkvöldi, hvort takast myndi að Ijúka þing- störfum í dag. Efri deild gerði breytingu á húsaleigulögunum, sem vitað er að valda ágréiningi i Nd . Skaðabætur fyrir óleyfilegan útburð Maestirjettur kvað í gær upp dóm í málinu Ingibjörg Tómasdóttir gegn Grími Gisla- syni. Tildrög málsins eru þau, að sumarið 1938 eignaðist nefndur Grímur íbúðarhúsið Haukaberg í Vestamannaeyjum. Á þeim tíma bjó Ingibjörg Tómasdóttir matsölukona í húsinu. Hinn nýi eigandi krafðist þess, að Ingi- björg yrði borin út úr húsnæði hennar. Með úrskurði 12. des: s. á. var fallist á kröfuna pg Ingibjörg borin út 12. jan. ’39. Þessum, úrskurði var skotið til Hæstarjettar og hann ógiltur þar með dómi 29. sept. s. á. í máli því, sem hjer um ræð- ir. gerir Ingibjörg kröfu til skaðabóta fyrir alt það tjón, er hún hafði beðið vegna útburð- arins. Voru kröfur hennar í 6 liðum, samtals kr. 2832,60. — Undirrjettur (fulltrúi bæjarfó- getans í Ve.), tók aðeins til greina lítinn hluta eins kröfu- liðsins (75 kr.). Þessu vildi Ingibjörg ekki una og áfrýjaði. Hæstirjettur tók og til greina mikinn hluta annars ki'öfuliðs, þ. e. bætur fyrir þjáningar og miska, 700 kr. I forsendum dóms Hæsta- rjettar segir: „Pallast má á rök hjeraðsdómsins fyrir því að áfrýjanöi eigi ekki kröfu til fjebóta samkvæmt 1—4 töluliðs kröfugerðar hennar. Við niðurstöðu hjeraðsdómarans um 5. kröfuliðinn verður að sitja af þeirri ástæðu, að ekki hefir verið gagnáfrýjað. Kröfu áfrýjanda samkvæmt 6. tölulið um bætur fyrir óþægindi og miska, er út- burðurinn hafi bakað henni, þykir FBAMH. Á SJÖTJNDU iiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiR^ Þessir menn s Ijór na sókn Breta í Líbyu Kir Giaude Auchinleck er yfirhershöfðingi Breta í Mið- Austurliindum. Tók htimt við af Wavell hershöfðingja, er liann fór til Jndlauds. Á myndinni sjest, hann vera að heilsa að her- manna sið á heræfingu. Að baki hoiium er Sir Henry Maitland Wilson, sem stjórnaði sókninni í Libvii í fyrra. A niyndinni til vinstri er Gunmngham bersþöfðingi, sem f stjórnár sókn Breta í Libyu. Myndin er tekin í Addis Abeba 1 eftir sigra háns í Abyssiníu. f 'iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiHiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiimiimiiimmimiimimiiiiiiiiiiimiiimiinimmm«miimMummiiiiiiimimimmmiiimiiiimmmiimimmiimmmmmiiiiiiiiimimmimimiiiiiiimmiiiiiiimmimiin Togarinn „Skut- uil“ seldur Kaupverð 1,2 miljún ísafirði í gær. Bæjarstjórnin samþykti í gær- kvöldi að selja Þórði Ólafs- syni útgerðarmanni í Reykjavík helming hlutabrjefa í h.f. Valur, sem er útgerðarfjelag togarans Skutuls. Aðrir hlutafjáreigendur en ísa- fjarðarkáupstaður hafa einnig selt hlutabrjef sín. Ileil darkaupverð togarans er tólf bundruð þús. og fimm hundr- uð krónur. Kaupandi greiðir út- svör og skatta bjer yfirstandandi ár. Ennfremur.er samið um heim- ilisfang togarans hjer næstu tvö ar. Skipshöfn og skipstjóri verður sá sami' og nú. Arngr. Mikið utn bygg- ingar i Eyjum Vestmannaeyjum í gær. Ovenju mikið hefir verið bygt Iijer á þessu ári og ei'u’ nú í Ifýggingo, eða hafinn undirbún- ingur á byggingu, 9 íbúðarhúsa og að ank 2 hús ætluð sem vinnu- stofur og eiii sölubúð. Mjiig erfitt hefír verið- áð út- vega nauðsynlegt efni til þessara byggingít, og það svo, að oft hefir ekkert verið hægt að vinna við húsin dögum og jafnvel vikum sáman vegna efnisskorts. Ej. Guðm. Dr. Símon Jóh. Ágústsson held- ur fyrirlestur í dag kl. 6.15 í 1. kenslustofu Háskólans. Efni: Um lestur bóka. Öllum heimill aðgang- u r. Fráaðalfundi V.R. Glæsileg starfsemi Eignir V. R. yfir 125 þús. kr. AÐALFUNDUR Verslunarmannafjelags Reykja- víkur var haldinn í Fjelagsheimili V. R. í gær- kvöldi. Fundurinn var vel sóttur. og f ór hið besta fram. Fundarstjóri var Adolf Björnsson. Varaforniaðui’ fjelagsins, Egill Guttormsson, flutti ítarlega skýrslu stjórnarinnar um starfsemi fjelagsins á síðasta starfsári. Stjórnin hjelt 30 fundi, sjö almennir umræðu og fræðslu- fundir og 20 skemtisamkomur hjelt fjelagið. Fjelagsmenn ei'u 891 og hafa gengið í fjelagið á síðasta ári 251 nýr fjelági. Fjelagið mint- ist í upphafi þessa árs hálfrar aldar afmælis síns, og var þgin'- ar hátíðar getið hjer í blaðinu. Á frídegi verslunarmanna urðu öll hátíðarhöld að falla niður vegna skorts á farartækjr um til ferðalaga. Hins vegar mintist fjelagið frídagsins með ræðuhöldum í ríkisútvarpinu. Eitt umfangsmesta mál, sem fjelagið hafði með höndum var samningur urn verðlagsuppbæt- ur fyrir verslunarfólk í Reykja- vík. Tókst mjög skjótlega að ná þeim samningum. Ráðningarstofa fjelagsins staiTaði sem að undanförnu, og ■Var meiri eftirspurn eftir versl- unax’fólki til vinnu en hægt var að ná til. Gjaldkeri fjelagsins las upp reikninga fjelagsins, Fjelags- heimilis V.R. og Frjálsrar versl- unar, en gjaldkeri hússjóðs, reikninga húseigna fjelagsins í Vonarstræti og Tjarnargötu. Samkvæmt aðalreikningi eru skuldlausar eignir Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur yfir 125 þúsund krónur og hafa aukist á árinu um 27 þús. kr. Er þar ekki meðtalin hin mikla verðhækkun sem orðið hefir frá stríðsbyrjiin. v Fjelagsheimili V. R., sem hefir starfað í rúmt ár, er þegar orðið of lítið fyrir starfsemi fje- lagsins. Í! stjóra fjelagsins voru kosn- ir, formaður Égill Guttormsson, meðstjórnandi til eins árs Berg- þór Þorvaldsson, til tveggja ái'a StefánvBjörnsson, Sveinn Helga son og Adolf Björnsson. Fyrir eru í stjórninni Hjörtur Hans- son og Bogi Benediktsson. — I varastjórn voru kosnir Lárus BI. Guðmundsson, Konráð Gíslason og H^ns Hjartarson. Endur- skoðendur Einar Björnsson og Þorst. Bjarnason. í húsnefnd fjelagsins voru end- nrkosnir: Frímann Olafsson, Ey- jólfur Jóhannsson, Ásg. Bjarna- son, Sigurður Árnason og Tómas Pjetnrsson. Ýmsar fleiri nefndir voru kosn- ar á fundimxni. ’ Samþykt var að stofna Styrktar- sjóð Verslunarmánnafjel. Reykja- víkur með framlagi xir fjelags- sjóði. Hjónaband. S.l. þriðjudag voru gefin saman hjer í hæ af síra Jóni Jakobssyni, Bíldudal, ungfrix Hanna Mxiller frá Akureyri og Loftur Jónsson kaupfjelagsstjóri, Bíldudal. Sendihsrra Dana i Wasbington fagnar Ther Thors Skrifstofa sendiherra Dana í Reykjavík skýrir svo frá: Danska sendisveitin í Was- hington hjelt veislu þ. 13. nóv. til þess að bjóða Thor Thors sendiherra og frú hans velkomin í hóp sendisveita Norðurlanda þar í borg. Martha krónprinsessa Norð- manna var viðstödd veisluna á- samt fylgdarliði sínn, sendisveit Norðmanna og Svía- og fulltrúáv íslands í viðskiftanefrrdinni, er semxxi’ við Bandaríkjastjórn, erindi í’ekar Reykjavíkurbæjar, sem fóru vestur vegna Hitaveitumálsins og rafmagnsmálsins, V'algéir Björns- soti bæjarverkfræðingur, K. Látig- vad, Steingrímur Jónsson og Tóxtt- as Jónsson borgarritári; Gxxðm. HKðdal póst- og símamálastjórl, Agnar Jónsson kónsúll o. fl. ís<- lendingar. Alls voru x veislunni 70 manns. Kauffmann sendiherra Ðana komst m. a. svo að orði í ræðn, er hann flutti fyrir Thor Tliors og frú hans, að hann hefði Óskað þess að verða með þeim fyrstxt, er hyði 'velkominn sendiherra íslands í Bandaríkjunum, og lagði áhe.rslu á, hve samstarf Norðurlandaþjóð- anna væri þýðingarmikið. I svarræðu sinni þakkaði Thor Thors sendiherra fyrir þau störf, er hann, sem margra ára vinúr íslendinga hefir unnið x þágu ís- lensku þjóðarinnar. Eftnn fófst annar sœiðist London í gær —: Flotamálaráðu neytið tilkynti í gær, að heildar manntjónið um borð í Ark Royal lrafi verið 1 maður daxxðxxr og 1 alvarlega særður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.