Morgunblaðið - 22.11.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1941, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Laugardagur 22. nóv. 1941. SKRIÐDREKAORUSTA í VESTURSANDAUÐNINNI Darlan og Gðring sagðir ætla að Varnir Frakka í Norður-Afríku Fregn frá New York hermir að ráðgert sje að Darlan aðmíráll hitti Göring einhvers staðar í hinum hernumda hluta Frakklands í næstu viku. Hefir jafnvel heyrst (segir í þessari N. York-fregn) að Petain mar- skálkur verði í för með Darlan. Síðar getur komið til greina, að allir þrír, Darlan, Petain og Göring ræ$i við Hitler. Fregn þessi barst í kjölfarið á þeim tíðindum, að Vichystjórn- in ætlaði ekki að láta dragast að setja á stoí'n stjórnarskrif- stofuna,,f5em fara á með mál ný lendnanna í Norður-Afríku. Eldri liðsforingjar í franska hernum voru sagðir hafa komið í hópurn til Algier frá Vichy í gær í London hefir það vakið sjerstaka athygli að það eru eldri liðsforingjar, sem ’Darlan hefir valið til að starfa fyrir sig í; Norður-Afríku, því að vitað er, að þeir eru traustari stuðn- ingsmenn heldur en hinir yngri, sem margir hallast að de Gaulle Tíðindi þessi vekja ekki síst athygli vegna hinnar nýju sókn- ar Breta í Libyu. Er litið svo á, að Þjóðverjar leggi kapp á, að hafa, sem traustasta Vichymenn í frönsku nýlendunum í Afríku, ef svo skyldi fara, að Bretum tækist að brjótast fram alla leið að landamærum Tunis. Meðal frönsku hershöfðingj- anna, er komu til Aigier í gær, var Bergeret hershöfðingi, flug málaráðherra Vichy-stjórnar- innar. Hitler viðstaddur dtfðr Udets f Berlfn Hitler var viðstaddur útför hins kunna þýska flughers- höfðingja, Ernst Udet, í Berlín í gær. Minningarathöfn fór i'ram í Flugmannahöllinni í Ber- iín, og flutti Hermann Göring bar nokkur minningarorð „um fjelaga sinn Ernst Udet“. Göring talaði um hinn óbil- andi kjark Udets, sem m. a. hefði komið í ljós, er hann skaut niður 62 óvinaflugvjelar í síð- ustu styrjöld. * Bretar segja að gangi „afar Ölluni gagnáhlaup- im Kommels Iicrs- r hölðingja hrundiðM orustan vel6í ORUSTAN er byrjuð. Feiknarleg skriðdreka- orutsa hófst í vestursandauðninni á fimtu- daginn, og í fregnum frá Kairo í nótt var sagt, að orustan stæði á hámarki. Fulltrúi bresku herstjórnarinnar í Kairo sagði í gær- kvÖldi, að Bretar hefðu stöðugt forustuna, og gð bardag- arnir gengju „afar vel“. Fulltrúinn sagði, að aðstaða þýska yfirhershöfðingj- ans Rommel væri nú verri en áður. Engar fregnir hafa borist um að umsátrið um Toþruk hafí verið rofin, en Dudley Pound, yfirmaður breska flotans sagði í| gær, áð búast mætti fljótlegá við því, að setuliðinu í Tobruk bær-j ist hjálp í tilkynningu ítölsku herstjórnarinnar í gær, var skýrt frá ákafri stórskotahríð á báða bóga hjá Tobruk. Fulltrúi þýsku stjórnarinnár viðurkendi í gær, að um alvar- legar orustur væri að ræðá í Nofður-Afíku. Hann sagði, að breska sóknin væri „ekki gerð aðeins í áróðurskyni“. íVrstu fregnirnar af hinni miklu skriðdrekaorustu bárust méð tilk bresku Kairoherstjórnarinnar í gær, er hún skýrði frá því, að bresku herirnir hefðu á tveim dögum sótt hratt fram og skipað sjer í hentuga bardaga-aðstöðu, og að síðdegis á fimtudag hefði orustán hafist. Herstjórnin skýrði frá þvi, að 130 þýskir skriðdrekar hafi verið eyðilagðir í þessum fyrstu orlstum. Frjettaritarar skýra frá því til viðbótar, að 120 ítalskir skrið- drekar hafi verið eyðilagðir. Því er haldið fram í Kairo, að skriðdrekatjón öxulsríkjanna sje þrisvar sinnúm meira heldur en skriðdrekatjón Bréta. eJ 6obTT\ L I/ B Y fTCapuzzor MifsaidÁ ufn, í W Miles '> * Því var haldið fram að í gærmorgun hefðu Þjóð- verjar verið búnir að missa þriðjunginn af skriðdrek- um sínum og í gærkvöldi hafi þeir ekki átt eftir nema helming af því, sem þeir áttu í upphafi orust- unnar. Bardagarnir eru háðir á yíg- línu, sem nær frá Tobruk til landamæra Egiptalands, Fyrstu átökin urðu á bakk- anum hjá Sidi Rezegh, um 16 km. fyrir sunnan Tobruk. — Þjóðverjar eru sagðir háfa mist þar 70 skriðdreka og 33 brynvagna og hörfað síðan undan í austurátt. í Kairofrjettum er skýrt frá því, að sókn Breta til flugvall- arins við Sidi Rezegh ,,en það- an er aðeins 12 klst. ganga til E1 Adem, hinnar miklu flug- stöðvar öxulsríkjanna“, hafi verið svo hröð að 50 flugmenn og starfslið þeirra, hafi ekki vitað fyr en þeir voru króðir inni. 60 í VIÐBÓT Samtímís orustunni við Sidi Rezegh, hófst bardagi nokkuð austar, nær landarhærum Eg- iptalands og Libyu um 70 km. fyrir vestan Capuzzo. Þjóð- verjar höfðu sent þar fra'm skrið dreka frá Bardia og Gambut og í fyrstu viðureigninni voru 26 þýskir skriðdrekar eyðjlagðir,, en Bretar segjast hafa mist 20. Þjóðverjar hörfuðu undan, en nokkru síðar tókst þarna orusta óg segjast Bretar þá hafa eyði- lagt 34 þýska skriðdreka Frjettaritari Reuters í Kairo .sjmaði í gærkvöldi, að Þjóðverj- ar hafi gert þrjú gagnáhlaup á þessum vígstöðvum, hvert á eftir öðru, en orðið frá að hverfa. Er talið að þýsku hersveitirn- ar muni nú reyna að búa um gig í Bardia. Gagnáhlaup þessi er túlkuð svo í London að Rommel hers- imfðingi sje að reyna að brjót- ast út úr breska hringnum til þess að geta komis tundan vest- ur á bóginn. Samtímis þessum orpstum halda bardagar áfram í varnar- línum Þjóðverja og ítala á landamærunum milli Sollum og Sidi Omai', þar sem Bretar sækja fram að vestan. 1 Lundúnafregnnm er þessi varnarlína kölluð Maginot.-iína iix- FSAMH. Á SJÖTJNDU BÍÐU Eden og Maisky um bresk-rúss- neska samvinnu jp DEN, utanríkismálaráðherra Breta, og Maisky, sendiherra Rússa, töluðu í gær um bresk-rúss- neska samvinnu nú og eftir stríð- ið, í ræðum, sem þeir fluttu í bresk-sovjetrússneska fjelaginu í gær. Edén férðaðist fýrir’ h<">nd breskn stjórnárinnar til Rússiands árið 1935, og í ræðu sinni í gær mintist hann þess. að iiann og Staliii: hefðu þá gefið út sameig- iulega yfírlýsingvi úm að engin ágreiningsefni væru milli Breta og Rússa í alþjóðasl jórum,álum. Því, sem lýst hefði vérið yfir árið 1935, væri staðreynd árið 1941. Eclen lýsti yfir þ\ í. að Bretar vildti hafa seiii nánasta samvinnu við Rússa nú og eftir stríðið. Hann sagði. að Bretar óskuðu eftir að finna griiiidvöli undir varanlega samvinnu við Rússa. Maisky svaraði og sagði, að Rnssar vildu liafa sem allra nán- ast saiustarf við Breta. En það væri tilgangslaust að neit.a því, af nokkrir örðugieikar væru á því, sem yfirstignir myudu verða. Sainvinnan yrði fyrst og fremst að byggjast á þrennu: 1) sameiginlegum hernaðarleg- um og pólitískum v-ígstöðvnm, svo að hægt yrði að flytja liðsaulca frá öðrum vígstöðvurn til hiiína, eftir því sem henta þætti. 2) menn vrðu að gera sjer fulla grein fyrir að Þýskaland væri landveldi og það yrði ekki sigrað nema með því að tortíma þýska landhernum. 3) rnenn yrðu að gera sjer ijóst. að hafa vrði hraðann á. í súðvestur Austurvígstöðvarnar. Rússar segja Ttila í hættu T71 regnir frá London í gærkvöldi hermdu, að bardagárnir við Tula, fyrir sunnan Moskva, færu vaxandi. Moskva-útvarpið sagði í gærkvöldi, að horfurnar væru orðnar ískyggilegar frá Tula. Blaðið Rauða stjamau skýrði frá því í gær, að árásir Þjóðverja við Tula væru að’]>essi simji öfl ugri, hejdur en tvær undangengn- ar árásir á sönm slóðuni. I tilkynningit rússnesku her- stjórnarinnar í nótt, var skýrt frá því, að bardagar hefðu vérið harð- astir hjá Tula, og ennfremur við Volokoiamsk og Rotsov. Þýska hérstjórnin hefir gætt al- gerrar 'þagnar um aðstöðuna við Rostov, frá því að hersfjórnin til- kynti að Taganrog iiefði verið tekin fyrir nökkrúm vikum. En undanfarnar vikur hefir í rúss- Ueskum fregnúni: vérið talað urn itarða bardaga hjá Rostov. og í gær var skýrt fvá því í Lundúna- fregnum, sem bygðar voru á, fregn um frá Moskva, að Þjóðvferjár væru að safna nýju liði til árása á Rostov. Þýska herstjórnin skýrði í 'gær áðeins frá því, að bardöguinim á Donétz-svæðinu og á miðhluta vígstöðvatnia. sennilega hjá Moskva, miðaði áfrom. Rússar geta hinsvegar ekkert um bardaga á Donetz-svæðinu->! Á Krímskaga segjast Rússar iiafa hrundið tveim öflugum /trás- um Þjóðverja, sennilega hjá . Se- bastöpol. ' , 11 o; í , ■" ' ■’ ' v' t'i- '«*, uiiiiHimmiiiiuiuiiimiiiiiiiimiimmiiiiiuiumiimiHiufiiiNin isa , ... i I Fimm mánuðir I í dag iuiiiiiniiiiimiiniiii IIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIII! Sonur Molótoffs tekinn til fanga Q onur Molotoffs hefir verið M tekinn til fanga á austur- vígstöðvunum, að því er skýrt hefir verió frá skv. áreiðanleg- um heimildum í Berlín. Idag eru liðnir rjettir fimm mánuðir frá því að stríðið á austurvígstöðvunum hófst, Þjóðverjar gerðu í gær upp reikningana, hvað áunnist hefði á þessum fimm mánuðum Unnist hefir: Þýski herinn hefir lagt undir sig 1,700,000 ferkm. lands- svæði. A landssvæði þessu búa 75 miljónir manna. Teknir hafa verið (þar til 20. nóv.) 3,792,600 fangar. En eyðilagðir hafa verið 389 rússnesk herfylki, svo að falln- ir, særðir og fangar rússneskír, nema um 8 miljónum. Teknir hafa verið eða eyði- iagðir yfir 22 þúsund skrið- drekar, 27,200 fallbyssur og 15,874 flugvjelar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.