Morgunblaðið - 21.12.1941, Page 3

Morgunblaðið - 21.12.1941, Page 3
Sunnudagur 21. des. 1941. MORGUNBLA.ÐIÐ 3 Ný bók Bókin um Evu Viva Liitkin: Eva. Guðjón Guðjóns&on þýddi. Útg.: Barna- blaðið „Æskan“. etta er saga um unga stúlku, Evu, er misti móður sína 12 ára gömul og varð eftir það bæði stóra systir og mamma tveggja bræðra sinna, er báðir voru miklu yngri. Pabbi þeirra misskildi litlu stúlkuna, lengi vel. Það var henni hugraun, en hún gafst ekki upp. Síðan kom ágæt stjúpa á heimilið og Eva fór í vist til prófessors eins. Kona hans var málari. Voru þau hjón mjög einkennileg, en gáf- uð og listelsk. Þar reyndist Eva ágætlega. Og í fylgd með þeim hjónum fer hún svo til Ítalíu. Þau lenda í ýmsum æfintýrum á leiðinni og mesta æfintýrið bíða Evu þar syðra, á hinni sól- gullnu strönd hins fornfræga lands. — Saga þessi er fyrst og fremst rituð fyrir ungar stúlkur, ;enda lítt frábrugðin ýmsum skáldsögum, sem hafa komið út hjer síðustu árin. Nefna má þó, að sagan greinir frá óvenjulegri og skilningsgóðri stjúpmóður. Þær eiga þó venjulega ekki upp á háborðið í skáldsögunum. En hér er ein, sem allar stjúpur — og reyndar mæður líka — gætu tekið sér til fyrirmyndar. Sagan gefur öllum, sem við uppeldi fást, nokkurt umhugsunarefni. Jeg hefi ekki lesið bók þessa á frummálinu og get því ekki dæmt um þýðinguna. En frá- sögnin er fjörleg og ýmsir kafl- ar bókarinnar bráðskemtilegir. Málið er yfirleitt gott. Orðtækið „je minn“, hefði þó mátt vanta! — Prentvillur eru ekki margar, en útlit og frágangur bókarinn- ar í besta lagi. J. Jóhannesson. Maður skadd- ast á höfði Maður einn gaf sig í fyrra- kvöld fram við lögregluna. Var hann nokkur særður á höfði og var fluttur á Landspítalalnn. Kvaðst maðurinn hafa fengið á- verkann af byssusting hermanns. Málið er í rannsókn. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Bankastræti 7 (hjá Ráðningar skrifstofu Reykjavíkurbæjar). Þar er tekið á móti gjöfum til starf- seminnar. Sími 4966. Pjetur Most er tilvalin jóla- gjöf handa tápmiklum, fjör- uffum drengjum. AUGI/ÝSINGAl^ aC jafnaOl aö vera konnar tyrlr I kl 7 kvöldlnu A8ur en bla818 ken 'ir öt. Ekkl eru teknar au^lýalngar þai len afKrei8«lunni er ætlafi a8 vtaa á augrlýsanda. TilboC og umsöknlr elgra augrlýa endur aC aækja sjálflr. BladC veitir nldrel neinar uppiÝa- Ingar ua augflýaendur aem vllla fá ■ krifleir avdr viC aug:lýaing:u*i aínun. Dagbók I. O. O. F.3— 12312228 = E.K. Helgidagslæknir Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturlæknir er í nótt 'Gísli Pálsson, Laugaveg 15. Sími 2474. Aðra nótt Gunnar Cortes, Selja- veg 11. Sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðimni. Jón E. Sigurðsson kaupmaður á Akureyri er fimtugur á morgun, 21. des. Silfurbrúðkaup eiga á morgun frú Karítas Jónsdóttir og Sigvaldi Sveinbjörnsson pípulagningar- meistari, Lindargötu 49. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband nngfrú Sigrúu Guðbrandsdóttir prófasts Björns- sonar og Armann Halldórsson skólastjóri. ísl. fyndni fæst á afgreiðslu Morgunblaðsins. Meðal alls þess fjölda af barna- leikföngum, sem gefur að líta í verslunum nú, er lítil bók, sem börnunum þykir áreiðanlega gam- an að. Hún beitir Mýsnar og mylluhjólið og er gat í gegnum hana miðja. Mýsnar og kötturinn eru ljóslifandi í þessari litlu, smekklegu þarnaþók. í grein minni um frú Jóhönnu Frímannsdóttur 16. þ. m. var rangt stafsett nafn á Mayoþræðr- um (ekki Mio), læknum í Banda- ríkjunum (ekki í Winnipeg). Þeir bafa nafnfræga lækningastofnun, sem Ófeigur Ófeigsson lælmir starfaði við eftir 2gja ára fram- haldsnám í Canada. Er jeg nefndi konnr þeirra Ófeigssona, Tryggva, Ólafs og Björns, fjell lir kona Ófeigs læknis, Ragnhildur Ás- geirsdóttir Ásgeirssonar prófasts í Hvammi. Bið jeg þá, sem gáfu greininni gaum, að athuga þetta. Kr. Dan. Eimreiðin, 4. hefti þessa ár- gangs, er komin út og flytur rit- gerðir, sögur, kvæði, ritsjá um nýjar bækur, fjölda mynda o. m. fl. Frú Barbara W. Árnason hefir gert teikningar við tvö jólalög, og eru teikningar þessar afbragðs vel gerðar. Helstu greinar í heftinu eru: Skáldið við Sjálfanda eftir Böðvar frá Hnífsdal. Um npprnna Ásaheita eftir 'Guðmund Einars- son, Lyndiseinlcunnir fuglanna eft ir ísólf Pálsson, Fjáröflun og fegrunarvörur, Um áður óprentað brjef og kvæði eftir dr. Stefán Einarsson, Áður óprentað brjef og kvæði eftir Matthías Jochumsson, Jarðstjórnarfræðistöðin í Mún- chen, Náttfari og ambáttin eftir Bjartmar Guðmundsson o. fl. Hljómar þess liðna heitir saga í heftinu og önnnr Minnisleysi. Þá eru þarna myndir þær, er verð- laun hlutu í ljósmyndasamkeppni Eimreiðarinnar í ár, kvæði eftir Kára Tryggvason, Eirík Hrein, Þráin og Þórð Einarsson. Lárus Sigurhjörnsson skrifar grein nm loikkonuna Gunnþórunni Halldórs dóttnr, og fylgja sjö myndir af henni í ýmsum hlutverkum. Enn ern í heftinu ýmsar greinar, radd ir frá lesendunum, ritsjá eftir ýmsa, o. s. frv. Til Hallgrímskirkju í Reykjavík. Áheit 10 kr. frá J. G. Bestu þakk- ir. — G. J- . Til Vetrarhjálparinnar afhent Morgunbl.: J. S. 20 kr. „K.“ 25 kr. N. N.. 5 kr. Til Strandarkirkju: N. X. (gam alt áheit) 15 kr. N. 5 kr. Harald- ur Þórðarson 5 kr. Gamalt áheit 5 kr. Gamalt áheit 0. B. 10 kr. Á. T. 10 kr. S. S. 15 kr. Gamalt áheit 5 kr. Sjómannsmóðir 10 kr. E. E. 13 kr. Nafnlaust 20 kr. G. R. 10 kr. Sjúklingur 2 kr. S. E. 5 kr. L. G. (gamalt áheit) 6 kr. Gamall mað- ur 5 kr. Ónefndur (gamall mað- ur) 30 kr. B. S. (gamalt áheit) 5 kr. í. F. 10 kr. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- nr á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Starfsfólk á skrifstofu Eim- skipafjelags íslan,ds 230 kr. Starfs fólk á skrifstofum Reykjavíkur- bæjar 215 kr. N. N. 10 kr. Jónína 10 kr. Magnús Haraldsson, Bald- ursg. 20, 2.50. F. E. 50 kr. Olíuv. íslands 45 kr. C. Proppé 50 kr. Verslun O. Ellingsen h.f. 150 kr. Starfsfólk hjá verslun O. Elling- sen 98 kr. Nýja Bíó 300 kr. Jón Þorsteinsson 4 kr. Major C. A. Hamlin 46. Th. F. A. 5 kr. Dou- glas Lee Crame, L. C. Dl. 1. Starfs menn á vinnustofunni Vatnsstíg 10 100 kr. S. J. 50 kr. J. L. G. 200 kr. Árni Jónsson, Norðurst. 7, 50 kr. H. L. H. 50 kr. Ó. J. 30 kr. N. N. 50 kr. N. N. 50 kr. G. Briem 10 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetr- arhjálparinnar, Stefán A. Pálsson. Gjafir til Mæðrastyrksnefndar: O. 'G. N. 15 kr. og fataböggull. N. N. 50 kr. Svana 10 kr. Jón Ililm- ar 10 kr. Lalla 5 kr. Ekkja 10 kr. Móðir 10 kr. N. N. 500 kr. Starfs- fólk Lands. 105 kr. Einar Jónsson 40 kr. Lúðvík Jónsson 50 kr. S. G. S. H. J. M. 30 kr. N. N. 30 kr. Afh. af J. Ólafss. 10 kr. Davíð, Gyða, Erla 300 kr. Steinn 10 kr. R. B. 10 kr. Starfsfólk hjá G. Helgason & Melsted 225 kr. — Kærar þakkir. — Munið Mæðra- styrksnefndina Þingohltsstræti 18, opið kl. 2—6. Opið verðnr um fólin 4ns og hjer segir: í kl. 7,30 f. h. — 3 e. h. Fyrir bæjarbúa* 5 e. h. Fyrir hermenn. 10 e. h. Fyrir hæjarbúa. 7,30 e. h. Fyrir hæjarbúa* 10 e. h. Fyrir hermenn. 12 á h. Fyrir hæjarbúa. 3 e. h. Fyrir alla karlm. Lokað allan daginn. 12 á h. Fyrir bæjarbúa. 3 e. h. Fyrir bæjarbúa* 5 e. h. Fyrir alla karlm. Lokað allan daginn. ATH. Aðra daga opið sem venjulega. — Látið börnin koma fyrri hluta dags. — Miðasalan liættir 45 mínútum fyrir hermanna- og lokunartíma. — *K1. 7,30—10 f. h. einnig fyrir yfirmenn úr hernum. Geymið auglýsinguna! SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR. Mánud. 22. des. Þriðjud. 23. des. Miðvikud. 24. des. -Fimtud. 25. des. Föstud. 26. des. Miðvikud. 31. des. Fimtud. 1. jan. — 3 e. h. — 5,15 e. h. — 7,30 f. h. — 7,30 e. h. — — 7,30 f. h. — 1 e. h. — — 9 f. h. — — 7,30 f. h. — — 3 e. h. — Vinum og vandamönnum tilkynnist, að hjartkær litla dótt- ir okkar ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR andaðist að heimili okkar, Laugaveg 46 B að morgni 20. des. Fyrir mína hönd og f jarstadds eiginmanns Sigrún Eyþórsdóttir. Maðurinn minn c JÓN JÓNSSON verðnr jarðsettur þriðjudaginn 23. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju á heimili okkar, Setbergi á Bráðræðisholti, kl. 10 árd. — Jarðað verður í Fossvogi. Ef einhver hefði hugsað sjer að gefa hlóm eða krans, er vinsamlega mælst til að láta heldur Slysavarnafjelag íslands njóta andvirðisins. Ingveldur Jónsdóttir. Jarðarför EMILS GUNNARS ÞORSTEINSSONAR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 23. þ. m. og hefst með húskveðjn frá heimili hans, Flókagötu 15, kl. 1 e. h. Sigrið Þorsteinsson, fædd Mogensen. Lára og Þorsteinn Sigurðsson. Ingehorg og Peter Mogensen. Jarðarför fóstnrföður míns, JÓNS JÓNSSONAR frá Skjálg, fer fram mánudaginn 22. þ. m. kl. 10 árdegis, frá heimili mínu, Bergþórugötu 45. Fyrir hönd vandamanna. Erlendur Erlendsson. Hjartanlega þökkum við auðsýnda hluttekningu við and- lát og jarðarför ÞÓRLAUGAR ÞORV ARÐ ARDÓTTUR. Aðstandendur. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlnttekningu við fráfall sonar míns og bróðnr okkar BJARNA INGVARSSONAR, sem fórst með botnvörpungnum Sviða. Guðrún Einarsdóttir og börn. Ilnnilegustu þakkir færi jeg öllum þeim, sem auðsýnt hafa mjer og barni mínu hluttekningu við fráfall unnusta míns, LÁRUSAR Þ. GÍSLASONAR, er fórst með b.v. Sviða. Anna Guðmundsdóttir. Innilegustn þakkir fyrir auðsýnda samúð við hið sviplega fráfall okkar hjartkæra eiginmanns og föður, GUÐMUNDAR HALLDÓRSSONAR, sem fórst með b.v. Sviða. Guðrún Sigurgeirsdóttir og börn. Innilegt þakklæti til þeirra, sem sýndu vinarhug við andlát og jarðarför JÓNASAR H. JÓNSSONAR fasteignasala. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir vináttu og hluttekningu, sem mjer hefir verið sýnd við hið sviplega fráfall mannsins míns ERLENDAR HALLGRÍMSSONAR loftskeytamanns, er fórst með b.v. Sviða. Sigríður Sveinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.