Morgunblaðið - 23.01.1942, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1942, Blaðsíða 1
VIWWIICTrtnVITVTM 10/10 _ 1 K1»X VikublaS: ísafold. Föstudaginn 23. janúar 1942. ísafoldarprentsmiðja h.f. Morgunblaðið og vinnustöðvun prentara. Pjelur Benediktsson skipaður sendiherra í London. Ávarp tíl Sjálfstæðísmanna í Hafnarfírð*, Kosningabrella Alþýðuflokfersins, sem mistókst. í þrjár vikur hefir útkoma Morgunblaðsins stöðvast. Að- eins einu sinni í sögu blaðsins hefir útgáfa þess tafist svo lengi, í prentaraverkfallinu í ársbyrjun 1923. Þá kom fyrsta blað árgangsins út þ. 13. febr. Eins og almenningi nú er kunnugt var verkfall Hins ísl. prentaraf jelags,, er hófst um ára mót, gert fyrir tilstilli Alþýðu- yflokksins, sem þáttur í undir- búningi þess flokks undir bæjar stjórnarkosningarnar hjer í Reykjavík. Foringjar Alþýðuflokksins sáu sem var, að eina von þeirra, til þess að forðast geipilegan ósigur við þessar kosningar, var, ef takást mætti að láta Alþýðu- blaðið eitt allra blaða koma út frá nýjári til kosninga. Þessi alveg einstæða áróðurs- aðferð Alþýðuflokksins hefir, að því er snertir Reykjavík, ver- ið kveðin niður. Þó allir prentarar landsins sjeu í Hinu íslenska prentara- Launastjettirnar sam- einast gegn fylgis- mönnum dýrtíðarinn- ar, Alþýðuflokknum og kommúnistum. fjelagi, nær vinnustöðvun prent- ara aðeins til Reykjavíkur. Alls- staðar annarsstaðar á landinu eru prentarar starfandi, enda til verkfallsins stofnað sjerstaklega vegna eymdarástands Alþýðu- flokksins í höfuðstaðnum. Hjer sáu Alþýðufl.foringjarnir það eitt ráð til að forðast hrun flokks síns, að koma því til leið- ar, að prentfrelsið, undirstaða lýðræðisins, fengi ekki notið sín. í þetta sinn er ekki tækifæri til að ræða þetta mál til hlýtar. En þessari nýstárlegu áróðurs- aðferð Alþýðuflokksins verður ekki gleymt. Verkfalli Hins ísl. prentara- fjelags hefir verið aflýst, sem ólöglegu. En prentarar hafa ekki tékið upp vinnu. Það er því með öllu óvíst, hvernig tekst um útkomu Morgunblaðsins í næstu framtíð. En reynt verður, eftir því sem föng eru á, að gefa út smáblöð, sem það er hjer birt ist, til þess að kynna fyrir les- endum blaðsins helstu umræðu- og dagskrármál þjóðarinnar. í þetta sinn birtist hjer stutt- orð greinargerð um dýrtíðarmál in, nauðsyn þjóðarinnar á því, að settar verði hömlur á að dýr- tíðin aukist frá því sem orðið er, og þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hefir gert til þess að stöðva hækkun verðlags á nauð- synjavörum og draga úr verð- Pjetur Benediktsson. Pjetur Benediktsson hefir verið skipaður sendiherra í London. Frá utanríkisráðuneytnu barst í gær tilkynning um þetta, svo- hljóðandi: Rikisstjóri íslands skipaði þann 13. des. 1941 herra Pjetur Benediktsson, áður sendifulltrúa Islands í London, til að vera sendiherra Islands og ráðherra með umboði í Stóra-Bretlandi. Sendiherrann mun í gær (21. jan.) hafa afhent konungi Bret- lands embættisskilríki sín. Mtiníð, að framfaramáltim ykkar er best borgíð í höndttm Sjálfstæðísmanna Góðir Hafnfirðingar! Sjálfstæðismenn ganga nú til kosninga í Hafnar- firði undir þeim skilyrðum, sem þeir aldrei hafa haft áður, að hafa ekki blaðakost á móti andstæðingnum. Þið vitið allir hver á sök á slíkri ósvinnu. Þið vitið líka, að svo vissir voru jafnaðarmenn hjer um ósigurinn um ára- mótin, að þeir urðu að grípa til þessara lítilmannlegu vopna. En hver ærlegur kjósandi ætti að stuðla að því, að slíkt vopn yrði þeim sjálfum til falls. Þeir hafa í því sambandi þyrlað upp hinu mesta moldviðri vegna bráða- birgðalaganna og vilja telja mönnum trú um, að um þau sje barist í bæjarstjórnarkosningunum. En vjer erum þess fullvissir, að mikill meiri hluti bæjarbúa lætur ekki blekkjast af slíku og þvílíku. Bæjarbúar vita, að það er um bæjarmálin, sem er barist. Það er barist um það, hverjum betur sje treyst- andi til að fara með málefni bæjarins á næstu fjórum árum, Alþýðuflokksburgeisunum 5 úr stjórn Hrafna- flóka eða Sjálfstæðismönnunum, sem hafa m. a. sýnt sinn rjetta hug til verkamanna með því að setja verka- mann þann, sem þeir hafa mestar mætur á og sem þeir í 2 undanfarin ár hafa kjörið formann í Verkamanna- fjel. Hlíf, í öruggt sæti, en jafnaðarmenn setja sinn verkamannafulltrúa í 8. sætið, en stórútgerðarmanninn Ásgeir Stefánsson í 4. sætið! Um leið og bæjarbúar'hafa það hugfast, að Sjálf- stæðismenn hafa átt frumkvæðið að og beitt sjer fyrir því, að hafist væri handa að þeim stórfeldu verklegu framkvæmdum, sem byrjað er á hjer í bænum, þá vita þeir líka, að framkvæmd þeirra og annara nýrra aðkall- andi þarfamála fyrir bæinn er best borgið, ef Sjálfstæð- ismenn hafa hreinan meirihluta í bæjarstjórninni. Þess vegna fylkja þeir sjer fast um B-LISTANN og stuðla að því að hann sigri glæsilega. Af öllum þeim fáránlegu kosningablekkingum, sem Al- þýðuflokkurinn hefir frá önd- verðu flutt í áróðursskyni, eru þær hjákátlegastar, að Alþýðu- blaðið berjist nú fyrir hagsmun- um launastjettanna. Barátta Alþýðuflokksins snýst nú gegn ráðstöfunum ríkisvalds- ins til þe'ss að stöðva dýrtíðar- flóðíð, sem rýrir vefðgildi pen- 'inga, jétur upp allar launahækk aílir, hrindir þjóðfjelaginu út í hrun og eyðileggingu verðbólg- unnár. Þéir, sem bérjast fyrir stöðv- un dýrtíðarflóðsins, stöðvun verðhækkunarinnar, berjast með launastjettunum. En Alþýðuf lokkurinn vill eng- ar hömlur á dýrtíðinni, vill að verðlag á nauðsynjum hækki óhindrað, kaupmáttur krónunn- ar þvörri dag frá degi, launa- stjettirnár fái verðminni pen- inga í hendur og átvinnuvegum landámanna sje stefnt í glötun. Allir launþegar í landinu sam einast gegn þcim mönnum, Al- þýðuf lokkrtúm og kommúnist- um, ef vilja gefa dýrtíðinni laus ' áil taum. bólgunni. SKIPSSTRAND Síðastliðinn mánudag var maður á Pjeturseyjarf jöru í Mýrdal og sá hann þá ferlíki mikið í brimgarðinum, sem líkt- ist skipsflaki, en þó var ekki nein yfirbygging á því. Var sýslumanni þegar gert aðvart og sendi hann strax menn á fjöru. Þeir stóðu þarna vörð allan daginn og næstu nótt. Um nóttina og næsta dag skolaði flakinu upp í fjöru og reyndist þetta þá vera olíutankskip, þó þannig, að ekki eru neinar hreyfivjelar í skipinu og það sýnilega bygt þannig, að það hefir verið dregið af öðru skipi. \'ar þetta mikið ferlíki, 70 metr- ar á lengd, 12 m. á breidd, en dýptin hlutfallslega minni. Alt er skipið úr járni, hólfað sund- ur og í því ýmiskonar olíur, en þó aðallega bensín. Allmikið mun hafa lekið úr skipinu og lak áfram úr því. Enginn maður var á skipinu og ekki annar mannabústaður þar sjáanlegur en lítill klefi aft- an til, en hann var fullur af sjó. ★ Pjetur Benediktsson sendi- herra er kornungur maður, fædd ur 8. des. 1906, sonur Benedikts Sveinssonar fyrrum alþingis- forseta. Hann tók embættispróf í lögfræði 1930. Gekk í þjónustu utanríkisráðuneytisins og var í henni þangað til 1939, lengst af í Kaupmannahöfn, en eitt ár á Spáni og á Frakklandi. Haust- ið 1939, er stríðið braust út var hann sendur til London og varð þá brátt aðstoðarmaður ísl. samn inganefndarinnar, sem falið var að semja um viðskiftamál lands- ins. Síðar varð hann fulltrúi Bresk-íslensku viðskiftanefndar innar í London. 1 apríl 1940 var hann skipaður sendifulltrúi í London og hefir gegnt því satrfi síðan. Þann stutta tíma, sem Pjetur Benediktsson hefir verið sendi- fulltrúi í London, hefir hann unnið mikið og gott starf fyrir íslensku þjóðina. Hann er orð- inn þaulkunnur utanríkismálum, gætinn og laginn við samninga og má vafalaust mikils af hon- um vænta í hinu nýja, ábyrgðar- mikla starfi. Verkaskifting ráðherranna. Laugardaginn 17. janúar var Stefán Jóh. Stefánsson leystur frá ráðherrastörfum. Um leið var gerð breyting á verkaskift- ingu ráðherranna, þareð þeir fjórir, sem nú eru í stjórninni. þurftu að skifta með sjer störf- um þeim, er Stefán hafði haft. Hermann Jónasson tók við heilbrigðisrúálunum, Ólafur Thors, utanríkismálin, Jakob Möller bæja- og sveitastjórna- málin og Eysteinn Jónsson trygg ingamálin. Auk þess var sú breyting gerð að Eysteinn Jónsson tók við póst og síma, strandferðunum, vita- cg hafnarmálum og síldarútvegs málum, vegna aukinna starfs ólafs Thors, er hann tók utan- ríkismál. En Ólafur Thors hefir sem fyr sjávarútvegsmál öll, nema síldarútvegsmál, vegamál, siglingar, nema strandferðir, auk fjölda annara mála, sem heyrt bafa undir atvinnumála ráðuneytið. Gerðardómurinn. Gerðardómurinn í kaupgjalds og verðlagsmálum hefir fengið nokkur mál til meðferðar. Eru þetta ýmis atriði varðandi laun og verðlag. Ekki hefir gerðar- dómurinn enn afgreitt neitt mál frá sjer og ekki kveðið upp úr- skurð í máli. AlþýðublaSið heldur því fram, að Sjálfstæðismenn hafi viljað fresta bæjarstjórnarkosningum hjer í Reykjavík vegna hræðslu við kosningaúrslitin. Hvar er nú lýðræðisstefna Alþýðuflokks- ins? Hvar er umhyggjan fyrir málfrelsi og prentfrelsi? Hvað var það annað en hræðsla A,l- þýðuflokksins við lýðræðiskosn- ingar, sem fjekk flokkinn til að stöðva útkomu blaðanna í bæn- um í trausti þess að Alþýðublað- ið eitt kæmist út? Sjálfstæðismenn, sem farið Úr bænum. Munið að kjósá hjá lög- manni áður en þið farið. Allar upplýsingar viðvíkj andi ItÓSning unum á skrifstofu flokksins í Varðarhúsinu, — sími 2áaÖ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.