Morgunblaðið - 15.02.1942, Page 3
Simnudagur 15. febrúar 1942
MORGUNBLAÐIÐ
3
Alþingi sett
á morgun
Heimdallur er vígi
siálfstæðis-æskunnar
A lþingi verður sett á morgun
og hefst sú athöfn með
guðsþjónustu í dómkirkjunni
kl. 1 e. h. Síra Jón Þorvarðsson
prófastur í Vík í Mýrdal prje-
dikar.
Ekki er vltað hvort allir þing
menn verða komnir til þings. I
gær voru margir ókomnir. —
Verði svo á morgun, að margir
þingmenn verði fjarverandi, þá
fer fram aðeins sjálf setningar-
athöfnin, en öllu öðru, forseta-
kosningum o. fl. verður frestað.
Allverulegar breytingar hafa
verið gerðar á þinghúsinu, inn-
an veggja. í anddyrinu niðri
verður fatageymsla þingmanna
og einskonar setustofa að inn-
anverðu.Skilrúmið fyrir Kringlu
hefir verið tekið burtu, en þar
verða veitingar fyrir þingmenn.
lnngangur á pallana er nú
úr þinghúsgarðinum, gengið
inn í garðinn gegnt Dómk.irkj-
unni. Þessum breytingum er
ekki að fullu lokið ennþá.
Sjálfstæðiskvenna-
fjelagið Hvöt
5 ára i dag
C jálfstæðiskvennafjelagið
Hvöt á fimm ára afmæli í
dag, Halda fjelagskonur af-
mælið hátíðlegt með samsæti í
Oddfellow á morgun.
I fjelaginu eru nú á níunda
hundrað konur. Þetta öfluga
fjelag Sjálfstæðiskvenna
Reykjavíkur hefir á hverju ári
haldið afmæli sitt hátíðlegt. —
Hafa þær veislur ávalt verið
skemtilegar og ánægjulegar í
alla staði.
Frú Guðrún Jónasson bæjar-
íulltrúi var kosinn formaður
fjelagsins í upphafi og hefir
hún formenskuna á hendi enn
í dag. Með henni í stjórnni eru:
frú Guðrún Guðlaugsdóttir,
varaformaður, frú Kristín Sig-
urðardóttir, ritari, frk. María
Maack gjaldkeri; meðstjórn-
endur frú Dýrleif Jónsson, frú
Guðrún Pjetursdóttir, og frú
Soffía Ólafsdóttir.
Minkur gerir usla
á Seltjarnarnesi
Vart hefir orðið við mink á
Seltjarnarnesi og hefir hann
þegar gert nokkurn usla í ali-
fuglum á nokkrum búum á nes-
inu.
Fyrir nokkru drap minkur
um 20 hæns í Hrólfsskála, þrjár
endur í Odda og í fyrrinótt
vóru drepin 8—10 hæns í
Hrísakoti.
; Minkafaraldur þessi hefir vak-
ið ugg meðal bænda á Seltjarn-
rirnesi. bví þar er allmikið um
alifuglarækt.
Oflugt og fjölþætt
fjeiagslíf
Heimdíallur, fjelag ungra SjálfstæíSísmanna, verSur 15 ára
á morgun. Hjer er að nokkru getiíS starfsemi fjelagsins
og á 5. sí&u er prentuS stefnuskrá þess.
FJELAGSLÍF HEIMDALLAR hefir á liðnum 15
árum verið á margan hátt ávaxtaríkt og fjöl-
breytt. Heimdallur er elsta stjórnmálafjelag
ungra manna hjer á landi.
En með stofnun Heimdallar hefst vakning unga fólksins í
landinú til þátttöku í stjórnmálabaráttunni. Heimdellingar áttu
þátt í því að stofnuð voru fjelög ungra Sjálfstæðismanna víða
utan Reykjavíkur, en jafnframt risu svo upp fjelagssamtök
ungra manna úr öðrum flokkum, og þannig varð stjórnmála-
þátttaka æskunnar í landinu raunhæf.
Til þess að þátttaka æskunn-
ar í stjórnmálum sje nokkurs
virði, verður hún að byggjast á
bekkingu þeirra mála, sem um
er fjallað.
Ekkert stjórnmálafjelag hef-
ir lagt meiri rækt við pólitíska
fræðslustarfsemi en Heimdall-
ur. í þeim tilgangi hefir f jelagið
gefið út marga bæklinga og rit
þar sem gerð hefir verið grein
fyrir grundvallaratriðum stjórn
málanna, stjórnmálastefnunum
og einkennum þeirra.
Á síðastliðnu hausti gaf fje-
lagið út bók um stjórnmál, þar
sem safnað er s'aman pólitísk-
um ræðum og ritgerðum. Bókin
er á fjórða hundrað síður og í
álla staði hin fróðlegasta fyrir
bá, sem hafa áhuga fýrir að
kynnast stjórnmálum.
Jafnframt þesSu hefir fjelag-
ið öðru hvoru gengist fyrir
stjórnmálanámskeiðum, þar sem
fluttir hafa verið fræðandi fyr-
irlestrar og þátttakendur jafn-
framt æfðir í ræðumensku.
öll þessi starfsemi hefir
bæði styrkt fjelagið stórkost-
lega og aflað málefnum Sjálf-
stæðisflokksins fylgis.
Þá hefir fjelagið öðru hvoru
naldið sjerstaka útbreiðslu-
fundi, þar sem lögð hefir verið
áhersla á að kynna stefnu þess
og baráttumál.
Til þess að gera fjelagslífið
fjölbreyttara og auka kynningu
meðlimanna innbyrðis og með-
al annara flokksbræðra hefir
Heimdallur efnt til fjelagsferða
ú sumrin og farið í heimsóknir
t'l annara fjelaga ungra Sjálf-
stæðismanna í nágrenni Reykja
víkur.
Á fjelagsfundum hafa á
nverjum tíma verið rædd þau
mál, sem valdið hafa átöku:n
rnilli flokkanna og oft gerðar.
ályktanir, sem forráðamenn
fiokksins á þingi og annarstað-
ar hafa svo borið fram.
Þess er sjerstaklega vert að
minnast, að Heimdallur hefir
altaf haldið uppi ötulli baráttu
fyrir þ.jóðernismálum og unnið
djarflega gegn skemdarstefnu
kommúnistanna og flett ofan af
undirlægjuhætti kommúnista
hjer við rússneska kommún-
istaflokkinn. Þegar það viðhorf
: kapaðist, sem nú leiðir af her-
’ öku' landsins, átti Heimdallui’
frumkvæði áð því að mynda
samtök æskulýðsfjelaga bæjar-
ins til sameiginlegs fundarhalds
| í Gamla Bíó og viðbúnaðar í
| þjóðernismálunum. Sú starf-
Uemi var æskulýðsf jelögunum
| +il sóma og fekk tvímælalaust
miklu áorkað.
Yfirleitt hefir starfsemi Heim
dallar verið ötul og markviss.
| Enda eru margir úr hópi Heim-
í dellinga í ábyrgðarmiklum og
i áhrifaríkum trúnaðarstörfum
og hafa átt sæti á Alþingi.
j Aðeins tveir mpnn hafa verið
jkjörnir heiðursfjelagar Heim-
dallar. Jón Þorláksson var kjör-
| inn heiðursf jelagi á aðalfundi
) 20. febrúar 1935 og Ólafur
i Thors á fimtugsafmæli sínu,
þann 19. janúar síðastliðinn. —
Með þessu hefir Heimdallur
vottað þessum tveim aðal for-
vígismönnum Sjálfstæðisflokks-
ins traust og virðinug.
Fjelagslíf Héimdallar stend-
lir nú með miklum blóma.
1 sambandi við 15 ára afrnæl-
ið er ráðgert að halda aðalfund
íjelagsins á afmælisdaginn. —
Afmælisfagnaður er svo ákveð-
inn með borðhaldi og dansleik
fcð Hótel Borg þ. 5. mars. Og
‘oks er í undirbúningi að gefa
út sjerstakt afmælisrlt, sertl hins
vegar hefir tafistiaf skiljanleg-
um ástæðum.
Þess er að vænta að fjelagið
mun hjer eftir sem hingað til
leggja djúgan skerf til lið-
veislu við Sjálfstæðisflokkinn
og málefni hans.
Hjónaband. í gær voru gefin
samau í hjónaband lijá lögmanni
Inga Guðmimdsdóttir, Skóla-
vörðustíg 3,' IGuðmundar Þor-
bjarharsonar múrarameistara a
Seyðisfirði og Geir Gunnarssön
fásteignasali, Laugavegi 19, Gunn-
ars Sigurðssonar lögfr. frá Sela-
læk.
Ludvig Hjálmtýsson,. Baldur
B.jörnsson, varaform., Jóhann
Guðmundsson, gjaldkeri. Hagnai'
Sigurðsson, Hjörtur Pjeturssou,
Stjórn Heimdallar, talið frá vinstri:
Jónsson, Otarr Möller, ritari, Bjarni
Jlafstein. formaður, Guðmuiidur
•Jóiisson, Björgvin
Fáni og merki
ríkisstjórans
| hýúfkömnum Stjórnartíð-
*■ indum eru birtar myndir af
fána og merki ríkisstjóra ís-
lands.
Um gerð fánans segir svo í
ríkisstjóraúrskurði 9. des.:
,,Fáni ríkisstjóra íslands skal
vera hinn íslenski tjúgufáni,
en á hann miðjan ,sje markað
stórt, gullið R í hvítum fer-
strendum reit“.
En um merki rxkiss.tjóra seg-
ir svo:
,,Merki ríkisstjóra íslands
skal vera skjöldur, sem á hvíl-
ir stói*t, gullið R, en á skjöldinn
markaði’r fání íslands. Skjöld-
urinn hefir sama útlit og lögun
og skjöldurinn í skjaldarmei’ki
íslands“.
Ameríkuviðskiftin.
ÚUIutRingsvöriirnar
skíftast í þrjá flokka
Utflutningnum frá Banda-
ríkjunum hingað til Iands
er skift í þrjá flokka.
í einum flokknum eru vörur
sem ekki er hægt að fá hingað,
nema með því að umsóknir um
útflutningsleyfi gangi til sendi-
herraskrifstofu íslands í Wash-
ington, er annast um fyrir-
greíðslu málsins, en áður verða
i.itflutningsbeiðnirnar teknar til
meðferðar af þriggja manna
nefnd íslendinga í New York. fi
þeiri’i nefnd eru þeir Ól. John-
son konsúll, Agnar Klemens
Jónsson ræðismaður Islendinga
í New York og Helgi Þorsteins-
son erindreki S. í. S. ’
1 öðrum flokki eru vörur, er
þarf sjerstök stjórnarleyfi fyrir
vestra (priorities) .Þurfa beiðn-
um þann útflutning að af-
greiðast til þriggja manna
i efndarinnar í New York.
í þriðja flokki eru svo þær
vörur, sem ekkert sjerstakt út-
flutningsleyfi þarf fyrir vestra.
Úr verstöðvunum:
Aflí yfirleítt
tregtír
jC' rá Sandgerði óg Keflavík
voru farnir 4 róðrar síðustu
viku og vár aflinn '5—*13 skpd. í
róðri á bát. eða um 8 skpcl. að
meðaltali í róðri. Fiskmagn hefir
aukist dálítið síðustu viku í ver-
stöðvuniun á Reykjanesskaga. í
fyrra á sama tíma höfðu bátar í
Sandgerði 3—4 sÍTÚúnti meiri afla
en kominn er á lánd mí.
Ovenju mikil síld er í maga
fisksins og kenna margir sjómenn
síldinni um aflalevsið; virðLt>s.jór
i inn í kringum Reykjanes vera
morfullur af síld. • • i J
Á Akranesi hefir vérið roið al-
ment 4 og 5 sinnum síðu.stu viku
og hefir afli þar véríð síéiúileg-
ur, eða 8—14 Skpd. -á bát í róðri,
og er það svipað og á sama tíma
í fyrra. Er allur afli settur í fisk-
flutningaskip og hraðfrystihúsin,
ekkert hefir verið saltað ennþá
hjer við Faxaflóa. ■
Við Jokul og Breiðafjörð hefir
yerið reitingsafli á útilegubáta og
Ijettir tui mikið á útilegubátnfmm
að losna við fiskinn í fisktökuskip,
| við Breiðafjörð, síðan hann var
| opnaður. ;
Við ísafjarðardjúp er ýgíatvir.,
afli, en slæmar gæftir.
Frá Hafnarfirði ganga 6 land-
róðrabátar og einti útílégubátur.
Lítill afli hefir verið á jtessa báta
ennþá.
Frá Reykjavík eru engir land-
róðrabátar þessa vertíð, en 5 eða
6 útilegubátar og línuveiðarar,
sem stunda veiðar hjeðan. Auk
þess eru nokkrir togbátar byrj-
aðir og bætast við þá nokkrir
bátar ennþá. Hefir afli verið treg-
ur enn á þessa báta. sent, af er
þessari vertíð. j,
Nokkrir stórir vjelbátar og
línuveiðarar eru í fiskflutningum
til Englands og sigla sumir þeirra
nieð eigin afla.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni iðunni.