Morgunblaðið - 15.02.1942, Side 5

Morgunblaðið - 15.02.1942, Side 5
Sumtudagur 15. febrúar 1942 5 Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Slgfús Jónsson. Ritstjórar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrg'öarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánuöi innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakiö, 30 aura með Lesbók. Þingið ALÞXNGI kemur saman á morgtín. Er ])að fjárla^a- þing. En auk fjárlaganna fær })ingið að sjálfsögðu mörg stór- mál önnur til meðferðar, þ. á. m. dýrtíðarmálin, sem nú eru efst á dagskrá. Það er skamt síðan þingið fjailaði um dýrtíðarmálin. Það var á aukaþinginu í nóyember s. '!. Gekk all róstulega til þar, sem kunnugt er. Stjórnin fór, en kom aftur, án þess þó að sam- komulag næðist mn lausn deilu- málanna. Ráðherrar Framsóknar fóru inn í stjórnina með þeim skilaboðum, að þeir væru'ábyrgð- . arlausir gagnvart öllum aðgerðum í dýrtíðarmálunum! Þó settu þeir það skilvrði við endurkomu sína, að vísitölunni yrði haldið óbreyttri til næsta þings. Sjálfir rufu þeir þetta heit strax að þinginu loknu, með stórfeldri verðhækkun brýn- wstu nauðsynja. Afleiðingin varð sú, að vísitalan tók stórt stökk upp á við. Á aukaþinginu bundust Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokksmenn samtökum um, að fara hina frjálsu leið í dýrtíðarmálunum. Samkvæmt henni skyldi verðbólg- unni haldið niðri með því, að grunnkaup og afurðaverð lijeldist óbreytt. Þetta samkomulag stóð þó ekki nema til áramóta. Þá sveik Alþýðuflokkurinn og tók að berjast fyrir því, að grunnkaup hækkaði stórlega. Með komu hins nýja árs var þá svo ástatt, að báðir samstarfs- flokkarnir, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn, höfðu svikið loforðin og fyrirheitin, er þeir gáfu á ; aukaþlnginu. Sjálfstæðisflokkurinn hjelt samt baráttunnl áfram og fevndi að ná samkomulagi um lausn dýrtíð- armálarma. Eftir nokkurt þóf 'fókst að ná samkomulagi við Framsóknarflokkínn, þar sem tek- In var upp stefna hinnar frjálsu leiðar, en nú með stuðningi lög- 'gjafar, vegna svika Alþýðuflokks- ins við málstaðinn. Þannfg standa málin nú, er þingið tekur við .þeim. 'Sjálfstæðisflokkurinn hefir korn ’ið hreint frarn í þessum málum. Ilann hefir fengið því áorkað, að xdýrtíðarmálin verða leyst með alþjóðarhag fyrir augnm. Hann íhefir trygt verkamönnum og Xlaunþegum fulla dýrtíðaruppbót, <-ef dýrtíðin vex áfrarn. Hann hef- ir trygt framleiðenduin* hækkað verðlag, ef framleiðslukosti^aður- inn eykst. En alt verðlag, er- lendra og innlendra nauðsynja, verður háð ströngu eftirliti og Siandahófsstarf verðlagsnefnda þar með úr sögunní. Nú er eftir að vita hvort þing- inu tekst að halda áfrani því ;-starfi, sem hafið er. Heimdallur * Avarp formanns Ert þú Heimdellingur? Það er margt ungt fólk í Reykja- vík, sem svarar þessari spurningu játandi, og þar að auki mikill fjöldi, sem áðnr fyrr hefir verið í Heimdalli, en það er lögmál þeirra, er starfa í æskulýðsfjelögum, að hverfa þaðan á ákveðnum tímamörkum. Það eru á morgun, þann 16. febrúar, liðin 15 ár frá stofn- un Heimdallar, fjelags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta eru merk tímamót, er vitna um þá staðreynd, að í 15 ár hefir unga fólkið í höfuðstað landsins haldið uppi fje- lagslegri baráttu fyrir hugsjónnm og framgangi sjálfstæðis- stefnunnar í landsmálum og bæjarmálum. . f þessari baráttu hefir æska höfuðstaðarins verið á hollri framfarabraut. Hún hefir lagt rækt við þá eiginleika, sem eru giftudrjúgir: bjartsýna trú á eigið framtak og atorku- Stefnuskrá Afjelagsfundi Ileimdallar, 13. febrúar 1931, var samþvkt sjerstök stefnuskrá fyrir fjelagið, sem staðið hefir óhögguð til þessa. Nú hefir hiiis vegar þótt ástæða til þess að endurskoða þessa stefnuskrá, vegna þess að kringnmstæður eru á margan hátt breyttar og ýms baráttumál fjelagsins, sem þá voru á oddinum, komin í framkvæmd. Stjórn fjelagsins og sjálfboðaliðið hafa framkvæmt endurskoðun stefnuskrárinnar, og verður hún lögð fyrir aðalfund fjelagsins annað kvöld. Stefnuskráin lýsir djarfhuga fyrirætlunum og felur í sjer mörg og mikil verkefni á næstu árum. Eins og stjórn og sjálfboðalið hafa gengið frá henni, er hún þannig: Markmið fjelagsins er að herjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni, framfarastefnu í landsmálum, með hagsmuni allra stjetta og öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir augum. Grundvöllur stefnu þess er frelsi og sjálfstæði þjóðar og ein- staklings, sjereignarskipulag og jafnrjetti allra þjóðfjelagsþegn- anna. Einkum vill fjelagið beita s.jer fyrir því: 1. Að stofnsett verði lýðveldi á íslandi. 2. Að í því tilefni fari fram grundvallar epdnrskoðun á stjórnar- skránni, er miði að því í hvívetna að endurbæta og tryggja þingræði og lýðræði í landinu. 3. Að lögð sje áhersla á, að kosningalöggjöf og kjördæmaskipun sje færð í það horf, er sje’ lýðræðinu samboðið og tryggi, að þingfylgi sje á hverjum tíma í samræmi við þjóðarfylgi. 4. Að í skólum landsins og með frjálsum samtökum sje hafist handa um raunhæfa þjálfun í lýðræðislegum þegnskap með auk- inni þjóðfjelagslegri fræðslu og meiri þekkingu einstaklinga á stjórnmáMegum viðfangsefnum, sem lýðræðisþjóðskipula.gið grundvallast á. 5. Að íslensk þjóðrækni sje glædd og efld og æska landsins örfuð til viðbúnaðar og varnar gegii þeim hættnm, sem nú steðja að hinum þjóðlegu verðmætum. 6. Að unnið sje ötullega að því, að trvggja fjárhags- og atvinnulífið gegn umróti því, sem leiðir af völdum styrjaldarinnar, með öfl- ugum aðgerðum gegn dýrtíðinni og söfnun fjár í sjóði iil þess að mæta erfiðleikum þeim, sem ætla má, að fyjgi í kjölfar styrjaldarinnar. 7. Að mikil áhersla sje lögð á greiðslu ríkisskulda, sparnað í rekstri þess opinbera, og að fjárveitingavaldið sje raunverulega 1 höndum Alþingis. 8. Að gætt sje fylsta samræmis í aðgerðnm ríkisváldsins gagnvart bæjar- og sveitarfjelögum, sjerstaklega varðandi álögur og styrk- veitingar þeim til handa. 9. Að gagngerð endurskoðun fari fram á alþýðutryggingarlöggjöf- inni og bætt sje úr þeim göllúm, sem á henni eru, og sjúkra- tryggingarnar sjerstaklega endurskoðaðar með það fyrir augum. að gera trvggingarnar ódýrari og þannig úr garði,v að læknis- hjálpin komi að rjettum notum. 10. Að opinberum styrkjum til gamalmenna sje komið á betr: grundvöll en er, með heilbrigðum ellitryggingum, og athugað sje, hvort ekki sje unt, að almennar ellitryggingar komi til framkvæmda fyrr en alþýðutryggingarlögin gera ráð fyrir. 11. Að vegna alþýðutrygginganna og annarar tryggingarstarfsemi í landinu sje sjerstaklega lagt kapp á að, viðhalda stöðugu pen- ingagildi og barist gegn þeim afleiðingum vaxandi dýrtíðar, er leiða að verðhruni peninganna, þar sem iðgjaldagreiðslur til trygginganna og myndun tryggingarsjóða, koma annars ekki að tilætluðum notum. 12. Að aukin tækni og vísindi sjeu fa:rð atvinnuvegunum og lifn- aðarháttum landsmanna fyllilega. í jiyt, einkum jtar sem arðbær framleiðsla hefir reynst atvinnuvegunum örðug. fimtán ára semi, virðingu fyrir heilbrigðri sjálfsbjargarlöngnn og lotn- ingu fyrir frelsi og sjálfstæði. Hún hefir hneigt vilja sinn að því boðorði, sem kemur fram í þessum orðum: „— átakið skapar afl og þrótt, í erfiði dagsins skal gæfan sótt“. Nú steðja meiri hættur að þjóðlífi okkar, en áður fyrr, og sjerstaklega er Reykjavík umsetin margvíslegum voða. Á slíkum stundum er heilbrigt starf í þjóðhollum fjelags- skap ungra kvenna og manna ómetanlegt öryggi hins ís- lenska málstaðar. Um leið og horft er yfir liðin starfsár Heimdallar, er hitt meira um vert, að láta sjer ekki sjást yfir að horfa fram á veginn til nýrra verka og góðra afreka. Heimdallur heitir enn sem fyrr á æsku Reykjavíkur til öfl- ugra samtaka innan f jelagsins. Ef þú ert ekki Heimdellingur, skaltu gerast Heimdellingur. í því felst góður ásetningur um þjóðholt starf. JÓHANN HAFSTEIN. Heimdallar 13. Að ungir memi sjen styrktir til náms erlendis í hélstu nýjungum á sviði atvinnuvéganna, og að efld verði og fullkomuuð deild I íslenskum atvinnufræðum við Háskóla Islaiuls, jafnframt þvi, sem fjölgað verði að öðru levti deildum við Háskólann eftir því, seni þarfir atvinnulífsins krefjast. 14. Að yfirráð atvinnufyrirtækja í landinu verði í höndum ís- lenskra ríkisborgara. 15. Að unnið sje að auknum skilningi og samúð milli verkamanna. og vinnuveitenda, enda verði tafarlaust Ixraðað athugunum og framkvæmdum Alþingis á því, að verkamenn geti öðlast hlut- deild í arði þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við, þar sem því verður við komið. 16. Að hin faglegu stjettasamtök sjeu laus úr öllum tengslum við einstaka pólitíska flokka og meðlimir þeirra njóti hliðstæðra. rjettinda og jafnræðis. 17. Að unnið sje að því að efla heilbrigt samband milli kaupstaða og sveita, er bjrggist á gagnkvæmum skilningi á sameiginlegum hagsmunamálum þessara tveggja aðila þjóðlífsins, að framfara- mál þeirra haldist í liendur, afxxrðasölu og öðrum viðskiftum sldpað með fxillxxm skilningi og jöfnu tilliti til hagsmuna beggja. 18. Að samskipti æskuxinar til kaupstaða og sveita sjeu örfuð með það fyrir augixm, að unga fólkið öðlist senx víðtælcasta þekkingn á þjóðlífihu í heild, með gagnkvænxri kynningu, er jafnframt styrki sanxlxeldni þjóðarinnar. 19. Að trygðir sjeu sem best. má verða markaðir íslenskra sjávar- afurða, þær verkaðar eftir kröfum nútímans-, og að sjávarút- vegurinn ixjóti á hverjum tíma þeirrar aðstöðu af lxálfu þess opinbera, er byggist á fullum skilningi á gruiidvallar þýðingn þessarar atvinnugreinar fyrir efnahagslíf Jxjóðarinnar. 20. Að lagt verði kapp á að efla íslenskan iðnað og iðjn, einkum þar sem hagnýtt eru innlend hráefni. 21. Að stefnt sje *að því, að á hverjmn tíma ríki eins xnikið frelsi í verslnn og víðskiftum og unt er, og algert jafnrjetti' sje ríkjandi fyrir alla aðila viðskiftalífsins, kaupmenn og kaup- fjelög og hverja aðra, enda sje lagður niður sjerhver sá atvinnn- rekstur ríkisins, sem fer í bága við eðlilegt athafnafrelsi ein- stakliuganna. 22. Að bættar sjeu og samræmdar samgöxigur á laudi, sjó og í lofti, og sjerstaklega lögð áhersla á að styðja og efla djarflega þá starfsemi, sem þegar er hafin með flugferðir innanlands. 23. Að gerðar s.jeu öflugar ráðstafanir til þess að gera ungu fólki auðveldara en mj er að korna upp byggingum og að stofna á þaun liátt sjálfstæð heimili. 24. Að strangar kröfur sjeu gerðar til heilbrigðs og frjálslegs rjett- ai’fars í landinu, og að skipaður verði' opinber ákærandi. 25. Að í opinberum embætta- og stöðuyeitingum sje fylgt settum. reglum, þar sem lagt sje til grundvallar mat á hæfileikum og nientun, jafnhliða fenginni reynslu. 26. Að í skólum landsins sje lögð rík áhersla á haldgóða þekkingu, einkum í þjóðlegum og hagnýtum fræðum, skólamálunum komið í fast kerfi og trygt, að hin almenna fræðsla veiti öllum jafna aðstiiðu til lærdóms og mentunar, án þess að misimmandi efna- hagxxr foreldra veiti forrjettindi og sjerstöðu og skapi óheilla- vænlega uppeldisþróun innan veggja skólanna. 27. Að heilbrigðislöggjöfin verði endurbætt og heilbrigðisráð stofnað, er hafi eftirlit með öllum heilbrigðismálum í landinu. 28. Að uppeldismálin sjeu tekin til x-ækilegi-ar rannsóknar og leitast verði við að þroska einstaklingseðli og sjálfstæða hugsun unglinga og bai-na og glæða ættjarðarást þeirra. 29. Að íþróttalífið sje eflt og hætt og æska landsins alin npp í reghxsemi og hófsemi og ræktarsemi við líkamshreysti og heii- brigði, enda njóti öll frjáls og óháð æskulýðssanitök, sem vinna. að þessu nxarki, rækilegs stuðnings þess opinbera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.