Morgunblaðið - 18.02.1942, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.1942, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 18« febr. 1942. Bandalao opinberra starfsmanna stofnaO ulltrúar frá 14 f jelögum opinberra starfsmanna kómu saman á fund í Austur- bæjarskólanum s.l. laugardag og stofnuðu Bandalag starfs- manna ríkis og bæja. Á fund- inum yoru einnig fulltrúar bankaf jelaganna, en fjelög þeirra hafa til íhugunar hvort þau skuli ganga í sambandið. Forseti þin'gsins var kjörinn Ágöst Jcséfsson heilbrigðisfull- trúi og varaforsetar Sveinn Sæ- rnuhdsson yfirlögregluþjónn og Stelndór Björnsson frá ,Gröf. Ritarar voru kjörnir Ársæll Sigurðsson og Jónas B. Jóns- * son og vararitarar Rannveig borsteinsdóttir og Helgi Hall- gríihsson. Einnig var kosið í nefijidir. FUndir hófust aftur á sunnu- dag og var haldinn fundur klul^kan 2 og 8 e. h. Voru sam- þykt lög fyrir sambandið og rætt álit launamálanefndar. Ulin hlutverk bandalagsins segiii svo í lögum þess: lji Að hafá forystu í málefnr um fijelaga slnna. 2) Að aðstoða fjelögin í við- leitnj þeirra til að auka rjett- mdi ,pg bæta starfskjör fjelag- anna. 3) ; Að efla fræðilega starf- semi jinnan fjelaganna og gefa it blað eða tímarjt þegay á- stæður leyfa. Álit launamálanefndar var samþykt einróma og samþykt að béra fram áskorun tii Al- þingis og annara hlutaðeigenda um bætt kjör og hlunnindi op- inberum starfsmönnum til handa. Er áskorun þessi í 8 greinuip og allítarleg. Þinginu var slitið í gær eftir að kosjn hafði verið stjórn, en hana sljcipa: Sigurður Thorlacius skóla- stjóri, ifó'rmaður, Lárus Sigur- björnssoa rith., varaformaður. Meðstjórnendur: Guðjón Bald- vinssoh skrifstofum., Ásmundur Guðmundspon prófessor, Þor- valdur Árnason bæjargjaldkeri i Hafnaj-firði, Guðmundur Pjet- ursson símritari, Sigurður Guð- mundsson skólameistari. Vara- stj órn: Nikti íás Friðri ksson, Kristinn Andrjesson yfirkenn- ari, Ingimar Jóhannsson kenn- ari og Syeinn G. Björnsson póst- fulltrúi. Rommel hugsar sig um tilkynningu Kairoherstjórn- arinnar í gær var skýrt frá því, að Rommel hefði haldið burtu með könnun- arsveitir sínar, sem skýrt var frá í gær að sæktu að hersveit- um Breta á aldeyðunni fyrir vestan Gazala. En öxulsríkin eru sögð hf^a allmikinn herafla nokkuð vest- ar, hjá Mekili. í tilkynningum öxulsríkjanna í gær var sagt, að engar hernað- araðgerðir hefðu átt sjer stað á landi í Cyrenaica í fyrradag. Breska flotamáíráðuneytið tiikynti í gær, að tundurskeyta- flugvjelar hafi á sunnudaginn gert árás á öfluga ítalska flota- deild í Jóniska hafinu Og hæft tvö beitiskip og eipn tundur- spillir. Eldur sást koma upp í einu beftiskipinu, og olíubrák sást á sjónum. UmræOurnar I breska þingina FRAMH. A? ANNASI 8ÍÐB gæti þeim Ijóst, hve alvarlegar horfurnar raunverulega væru. Árbækur Reykja- víkurbæjar FRAMH. AF FIMTU 8ÍÐU afleiðingar viðburðanna, sem snerta landsins hag, nema eftir ágiskun. En þessar ágiskanir eru svo óvissar í alla staði, og óáreið- anlegar, að menn mega heita að vaða j vi'llu og svíma fyrir þær, og það því heldur, sem menn verða að beita þeim meira, það er að segja; Því ahnennari sem hugsun rnanna verður um laudsins hag, og því oftar sem menn verða kallaðir til ráðaneytis um landsins almennu málefni“. Gandhi og Gtiaog Kai Shek hittast /T ikla athygli vekur fundur I.tJ. tveggja þjóðarleiðtoga, sem taljð er að nú standi yfir í Kalkutta í Indlandi. 1 fregn frá New Delhi í Ind- landi í gær var skýrt frá því, að Gandhi, leiðtogi 240 miljón Indverja væri kominn til Kal- kutta. Nokkru síðar barst fregn um, að Chiang Kai Shek, leið- togi 400 miljón Kínverja, væri kominn til borgarinnar. Það er einig kunnugt, að Je-‘ hawalra Nehru, forseti Mnþ- verska kongres,sflokksins, ér staddur í Kalkutta. Chiang Kai Shek hefir und- anfarna daga dvalið í New Del- hi og rætt þar við varakonung Breta, Linlithgow lávarð. Skíðaskðli við Isafjörð FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍI5U reglu einnig haldið á þessum ■' etri. Verður ekki eingöngu um skíðakenslu að ræða, heldur og kenslu í meðfero skíða, með- ferð áttavita og landabrjefs, hjeðsla og útbúnaður snjóhúsa Ggloos) og loks hjálp í viðiög- um. Verður þessi kensla hin þarflegasta öllum, sem skíðaí- brótt vilja stunda. Áformað er að skólinn starfi frá 1.-—15. ma^s, 16,—31. mars og frá 6. apríl — að skíðavik- unni aflokínni —- til 21. apríl. Skólinn mun sjá þeim, sem þess óska fyrir fæði og húsnæði, er þá kostnaður ætlaður kr. 160.00 fyrir hálfsmánaðar- kenslu. Skólrstjóri og aðalkenn- ari verður Guðmundur Hall- grímsson frá Grafargili Ön- undarfirði, en hann hefir dval- ið við nám í Storlien í Svíþjóð, og er nú þektur sem ágætur skíðakennari víða um lanci. Skemstur kens’utími er hálf- ur mánuður, en nemendur eíga kost á mánaðar eða sex vikna kenslu. ef þeir óska þess. hershöfðingi (og hvílík naúðSyh það væri áð gæta varúðar í öllum atriðurn. íi upphafi máls síns, er hann ræddi um þýsku skipin, skýrði hann frá því, að frá því að skip- in komu til Brest í mars og maí í fyrra. hefðu verið varpað nið- ur 3299 sprengjum 1 loftárás- um á skipin. Bretar hefðu mist i þessum árásum 247 flugmenn < g 43 flugvjelar. Hann sagði, að breska flótá- málaráðuneytið hafi haft all- miklar áhyggjur, vegna veru skipanna í Brest, því að þau ' oru rjett við siglingaleið Breta til Austurlanda og einnig gat svo farið að Þjóðverjar reyndu að senda þau til Miðjarðarhafs- ins. íFlqtamálaráðuneytið hafi þejss vegna óskað þess, að sem tíðastar árásir yrðu gerðar á skjpin í Brest. Það er vitað, sagði Churchill, að skipin voru oft hæfð, og Þjóðverjar hafa nú talið nauð- synlegt að flytja þau heim þar sem endanleg viðgerð getur far ið fram á þeim í kyrðinni 1 Eystrasalti. Við heimflutninginn hefðu Þjóðverjar haft um tvær leiðir að velja, Ermarsundsleiðina og leiðina vestur fyrir England til Noregs. Síðari leiðin var á marg an hátt hættulegri, það gat far- ið svo, að flugvjelar hefðu upr>- götvað skipin og hæft þau, svo að dregið hefði úr ferð þeirra, rl.g þá hefðu beðið þeirra sömu örlög bg Bismarcks. | Á hinn bógiiin hefðu þeir getað sent skipin norður Erinarsund. eí’t ir að könnunarfbmvjelar þeirra höfðn verið búnar að ganga úr skugga um, að þar væru engin stór bresk herskip, svo að þeir þurftu ekki að óttast árásir, nema frá tUndurspillum og smáherskip- um. bar hafi þeir einnig getað ’sent öfluga fhigvjelavernd með skipunum. Bretar hefðu á hinn bóginn ekki getað látið stór her- skip standa vö"ð í Errnarsundi, bæði vegna þess, að þá hefðu þau sætt sömu árásum úr lofti og þýsku skipin urðu f.yrir, og svo einnig vegna þess, að það hefði dregið úr vernd þeirri, sem yeita Verður mikilvægum skipaflotum annarsstaðar í Atlantshafi, óg ennfremur var nauðsynlegt að hafa auga með öðrum þýskum herskipum, „Tirpitz“, „Liitzow“ og ..Behrer“. RANNSÓKN Churchill rómaði framgöngu flugmannanna. sem gerðu árás á, skipin í sundinu og sagði að hið eina. sem væri ekki að fúllu upp- lýst í Jiessu máli, væri, hversvegua skipiií* voru ekki uppgötvuð strax um dögun ög ennfremur það, hvort næg samvinna hafi verið milli flughers og éjóhers, Hann kvaðst hafa skipað sjerstaka nefnd, til þess að rannsaka þetta mál. En hann kvaðst engu geta um !>a(T lofað. hvort niðurstöðúr þessarar nefndar vrðu nokknrn- tíina birtar. 4-,. þingi og þjóð kynni að þykja það undarlegt, þá liti flotamála- ráðuneytið svo á, og S.jálfur væri hann áömu skoðunar, að horfurn- ar í Atlantshafi væru talsverr betri, eftir burtför þýsku skip- anna frá Brest, hættunni væri bægt frá mikilvægri siglingaleið fíreta, engin iiætta væri lengur á því að skip þessi rjeðust inn í Miðjarðarhaf, og breski flugher- ihii gæti nú hætt loftárásuri á Brest og hert löftárásir sínar á þýskar borgir, þar sem sprengj- urrtar, sem ekki hæfðu alveg í mark, hittu þýsk íbúðarhús ekki frönsk. en Skipin hefðu verið liæfð og þyrftú viðgerðar og um það bil, sem þau vrðu að fullu orustuhæf aftur, myndi bæði breski og amer- íski flotinn hafa bætt við sig' þýð- ingarmiklum stórskipum. TTm Singapore sagði Cliurehill að liann hefði engu við það að bæta, sem staðið hefði í blöðunum. Missir borgarinnar væri mikið á- fall, en við þessu liefði verið búist unclanfarið og hann hefði búið þingið imdir þessi tíðincU, er hann bað um traustsvfirlýsing- una fvrir þrem vikum. I Rússland tilkynningu rússnesku her- stjórnarinnar í nótt var skýrt frá því, að rússneski herinn hefði „háð sóknarorustur í gær og haldið áfram framsókn sinni og- náð mörgum bygðum bólum á sitt vald“. t Í Í 1 fyrradag segjast Russar hafa skotið niður 17 þýskar flugvjelar í loftbardögum, ein liafi verið skotin niður af loftvarnabyssum og fimin eyðilagðar á jÖrðinni. Sjálfir segjast þeir hafa mist 10 flugvjelar. Sama dag segjast Þjóðyerjar hafa skotið niður 48 rússnéskar fi ugv.jtílar en mist sjálfir 4. IJm bardagana á austurvígstöðv unum segir þýska herstjórum að öðru leyti: „I bardögunum á miðvígstöðv- nmnn hafði óvinunum tekist að rjúfa víglínu okkar 80 krn. í suð- vestur frá Vyazma. í gágnárás tókst okkur, eftir harða bardaga, að króa óvinaherinn iiini og gjör- eyða , honum, að undanteknúin 1848 föngum, sem teknir voru. Teknir voru eða eyðilagðir 17 skriðdrekar og ;68 fallbyssur, auk annara minni hergagna. Fimm þúsund rússneskir her- menn lán fallnir í valnum. Iðnfyrírtæki Gott, tækifteri býðst nú fyrir karl eða konu til að gerast ineðeigandi og forstjóri að mjög þægilegu iðnfyrirtæki með 1. ílokks skilyrðum. 10—15000 kr. áskildar sem framlag. Tilboð auðkent „Framtíðavfyrirtæki“ sendist Mbl. tfvegnm: austurlensk, handofin gólfteppi. Heildsöluverð algengustu stærða 1500,00—3000,00 kr. Magsi Guðmundssoo Hsilúverslun Sími 1676. Að loRiim saír Aðvöíun tll skuldsbrjefaelgenda Þeir eigendur skuldabrjefa bæjarsjóðs Reykja- víkur, sem hafa útdregin skuldabrjef í vörsl- um sínum, eru hjer með aðvaraðir um, að eng- ir vextir verða greiddir af útdregnum brjefum frá 1. jan. 1942. Reykjavík, 16. febr. 1942. BORGARSTJÓRINN. •OOOOOOOOOOOOOOOOOOOCxOOOOOOOOOOOOOOOO IAIHVeiB Látið mig pressa fatnað yðar og gera við, ef eítt- hvað smávegis er að þeim. Fatapressun P. W. BIERING, t Smiðjustíg 12. Sæki Sími 4713. Sendi. ði haim, að þétf xýoooooOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.