Morgunblaðið - 07.06.1942, Blaðsíða 3
Sunnudagur 7. júní 1942.
MORGUNBLAÐIÐ
3
JL
Islendingar og sjómennirnir
Framboð Irinna
flokkanna
TJ ramboðsfrestur til alþingis-
* kosninganna 5. júlí var út-
runninn í gær.
Getfcð hefir verið framboða
Sjálfstæðisflokksins. En fram-
boð hinna flokkanna eru sem
hjer segir:
Reykjavík: Fjögur efstu sætin eru
skipuð þessum mönnum: Framsókn-
arfl.: Ólafur Jóhannesson lögfr., Ei-
rikur Hjartarson kpm., Jóhann Hjör-
leifsson, verkstjóri, Guðm. Ólafsson
Tungu. AlþýSufl.: Stefán Jóh. Stef-
ánsson hrm., Sigurjón Á. Ólafsson
alþm., Jón Blöndal hagfr., Guðm. R.
Oddsson forstjóri. Sósíalistafl.: Ein-
ar Olgeirsson alþm., Brynjólfur Bjarna
son alþm., Sigfús Sigurhjartarson rit-
stjóri, Sigurður Guðnason, verkam.
Fimti listinn er fram kominn í Rvík,
frá „Þjóðólfs“-mönnum og þessir 2
efstir: Bjarni Bjamason lögfr., Valdi-
mar Jóhannesson ritstj. Loks hefir
Sigurður Jónasson forstj. lagt fram
lista í Rvík með sjálfan sig efstan.
Utan Reykjavíkur eru framboð
hinna flokkanna þessi:
Borgarfjarðarsýsla: Sverrir Gísla-
son, bóndi, Hvammi í Norðurárdal
(F), Sigurður Einarsson (A), Stein-
þór Guðmundsson, kennari (K).
Mýrasýsla: Bjarni Ásgeirsson (F),
Jóhann Kúld, rith. (K), Alþýðufl.
engan í kjöri.
Snœfellsn. og . Hnappadalssýsla:
Bjami Bjarnason, skólastjóri (F),
Ólafur Friðriksson (A), Guðmundur
Vigfússon (K), Ásg. Ásgeirsson frá
Fróðá |og Alexander Guðmundsþon,
hafa og lagt fram framboð.
Dalasýsla: Pálmi Einarsson, ráðu-
nautur (F), Gunnar Stefánsson, leik-
ari (A), Jóhannes úr Kötlum (K).
BarSastrandarsýsla: Steingrímur
Steinþórsson, búnaðarmálastjóri (F),
Helgi Hannesson, kennari (A), Albert
Guðmundsson, kaupfjelagsstj. (K).
Vestur-ísaf jarðarsýsla: Halldór
Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli (F),
Ásgeir Ásgeirsson (A), kommúnistar
hafa engan i kjöri.
ísaf jörður: Guðm. Ingi Kristjáns- \
son, bóndi, Kirkjubóli, Önundarfirði
(F), Finnur Jónssón (A), Sigurður
Thoroddsen, verkfræðingur (K).
Norður-ísaf jarðarsýsla: Kristján
Jónsson frá Garðsstöðum (F), Barði
Guðmundsson, þjóðskjalavörður (A),
kommúnistar hafa engan 1 kjöri.
Strandasýsla: Hermann Jónasson
(F), Björn Kristjánsson, bifreiðarstj.
(K), Alþfl. engan í kjöri.
Vestur-Húnavatnssýsla: Skúli Guð-
mundsson (F), Amgrímur Kristjáns-
son, skólastjóri (A), Elísabet Eiríks-
dóttir (K).
Austur-Húnavatnssýsla: Hannes
Pálsson, bóndi, Undirfelli (F), Frið-
finnur Ólafsson, viðskiftaÁæðangur
(A), Klemens Þorleifsson, kennari
(K).
Skagafjarðarsýsla: Pálmi Hannes-
son, rektor, og Sigurður Þórðarson,
kaupfjelagsstjóri (F), Ragnar Jó-
hannesson, blaðamaður eg Ármann
Halldórsson, skólastjóri (A) Þóroddur
Guðmundsson, Siglufirði og Pjetur
Laxdal, Sauðárkróki (K).
Akureyri: Vilhjálmur Þór, banka-
stjóri (F), Jón Sigurðsson, erindreki
(A), Steingrímur Aðalsteinsson (K).
Eyjaf jar'ðarsýsla: Bernharð Stef-
FRAMH. Á SJÖTTTJ 8ÍÐT
Avarp Magnúsar
Jónssonar atvinnu-
málaráðherra
fiygging stúdenta-
garðs ð góðum
cekspol
Það stóð til að Magnús Jónsson atvinnumálaráðherra
flytti ávarp á Sjómannadaginn, en það það ekki orðið,
vegna fjarveru hans úr bænum. Morgunblaðið fjekk
ávarpið til birtingar og fer það hjer á eftir.
Bæfarráð lcggur til
að bærhm katipi 5
herberyi
að hefir verið sagt am ís-
lendinga, að þeir þættust
allir vera af konungnm komnir.
Og ef til vill er einhverju meira
um okkur logið en því.
En hvað sem um það er, þá
er annað víst, og það er það, að
við erum allir af sjómönnum
komnir.
Eitt af skáldum Rómverja
sagði, að sá maður hlyti að hafa
liaft hjarta varið eik og þreföld-
um eiri, sem fyrstur hætt.i skipi
sínu út á hið sollna haf. Og þó
hafði skáld þetta ekki fyrir sjer
annað haf en Miðjarðarhafið.
Hvað skyldi hann hafa sagr,
um forfeður vora, sem hrundu eik
á flot og ljetu Oamminn geisa út
á Norður-Atlantinn, með öllum
hans hafvillum og heiftarveðrum ?
En það er víst, að hingað til
lands komu engir aðrir en þeir,
sem tekið höfðu þessa miklu
vígslu sægarpsins. Á opnum fleyt-
nm þeirra fornu tíma, án annara
siglingatækja en eigin eftirtekt
og safnaðri reynslu, þeindu þeir
stöfnum til hafs og ljettu ekki
fyrri en þeir sáu Fjallkonuna
fæðast, úr hafinu eins og gríska
fegurðardís. Og þá fann sækon-
ungurinn ylinn færast um sig
allan, því að hann fann strax
Áð hans hafði hún beðið þar öll
þessi ár
og alt til þess hamingjudags.
Af sægörpum eru við komin.
Það er vissa. Sönnunin liggur enu
fyrir augum okkar: Hið mikla
haf umhverfis landið.
★
Síðan hefir altaf eitthvað af
þessu sjómannablóði runnið í
æðum hvers íslendings. íslending-
ar voru seinir til stjettargrein-
ingar. Sagan sýnir okkur, að sjó-
menn voru til í öllum stjettum.
Jafnvel meðal biskupanna voru
sægarpar, og þarf ekki lengra að
leita en til Gizurar biskups ís-
leifssonar, er vár farmaður áður
en hann varð biskup og stje beint
af skipsfjöl upp í biskupsstólinn.
Og Ogmundur biskup Pálsson var
skipstjóri Skálholtsstaðar.
Er ekki íslendingseðlið einmitt
að sumu leyti sjómannseðli, með
kostum þess og ókostum? Þrekið
og þrautseigjan að öðrum þræði
en nýjungarlöngunin og happa-
hneigðin jafnhliða. íslendingurinn
vill afla og eyða, hann vill moka
inn og sóa
Eg vil ærlegan gróða
eða botnlaust tap,
segir Örn Arnarson og snertir
þar með sinni meistarahendi einn
st'reng í íslendingseðlinu.
En þjóðin hefir samt sem áður,
þrátt fyrir alla jafnaðarhugsun,
ekki komist hjá því, að skiftast
eftir atvinnu og umhverfi. Land
og sjór liggja sitt, á hvora hönd.
Fjallkonan á sjö syni á landi og
sjö í sjó. Líf þjóðarinnar hefir
hlotið að verða nokkurskonar
hjónaband þeirra Njarðar og
Skaði, og þetta hefir mótað líf
hennar að ýmsu leyti og það því
meira, sem á hefir liðið.
Hann Njörður var ættaður utan
frá sjó
en ofan úr dölum var Skaði.
Njörður undi ekki nema við sævav
hljóðið, en Skaði þráði fjöll og
dali.
Þessi árekstur, þetta reiptog lífs
ins er uppistaða allra mikilla lista-
verka. Þess vegna er hjónabandið
heimsins mesta listaverk, gleðleik-
ur eða harmsaga og alt þar í milli,
eftir því sem efni standa til. Og
þess vegna er líf íslensku þjóðar-
innar ekki aðeins „eilíft krafta-
verk“ eins og Davíð kemst svo
fágurlega áð orði \ hátíðarljóðum
sínum, heldur líka „eilíft lista-
verk“. Njörður og Skaði togast
á. Sjór og sveit seiða sitt í hvora
átt og veitir ýmsum betur. Stuna-
um kemur til árekstra, enda til
þeir vondu menn, sem ekki hlífast
við að egna þessi hjón livort á
móti öðru. En þetta er ljótt verk
frá hvorri hliðinni, sem það er
unnið. Við skulum heldur vona,
að öll sundrung milli svo góðra
aðila sjatni og að með þessum
hjónum, sem saman verða að búa,
megi að fornum sið „takast ástir
góðar“.
★
Frá upphafi hefir líf sjómanns-
ins mótast af starfi hans, umhverfi
og lífskjörum.
Hann á að skifta við volduga
aðila: Haf og himin. Vald þeirra
ör svd mikið, máttur þeirra svo
óþrotlegur, að ekki tjóar að malda
í móinn. Það er sagt, að sjómenn
fáist ekki um sjávarföll. Sjó-
maðurinn lærir að beygja sig fyrir
því, em verða vill og ekki verður
móti staðið.
Enn ek ekki
eiga þóttumk
sakar afl
við sonar bana
kvað Egill Skallagrímsson. Og
líkt fór þeim, er enn var voldugri
en Egill. Ægir hefir hlegið, —
ef honum hefir þá þótt taka því
— þegar voldugasti konungur
jarðarinnar ljet lemja hann svip-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU
Qenfugrl bygging en
liin fyrri
Afundi bæjarráðs í fyrradag
var samþykt að gera þá
tillögu til bæjarstjómar, að bæj-
arsjóður legði fram 50 þús. kr.
til hins nýja Stúdentagarðs.
Lá umsókn fyrir fimdinum frá
bygginganefnd garðsins.um þetta
framlag, svo og um að bærinn
gengi í 50 þús. kr. ábyrgð.
Ríkissjóður hefir lagt fram 150
þús. kr. og ábyrgst aðra eins
upphæð.
Bæjarráð taldi rjett að 50 þús.
kr. tillagið yrði veitt í því formi,
að bærinn keypti 5 herbergi í hin-
um nýja garði. En herbergið kost-
ar þar kr. 10 þús. I gamla garði
kostaði herbergið 5 þús. kr.
Fengju Reykvíkingar þá forgang
að þessum 5 herbergjum.
Blaðið hefir átt tal við for-
mann byggingarnefndarinnar, Al-
exander Jóliannesson prófessor.
Hann sagði m. a.:
— Nú um helgina verður feng-
io nákvæmt yfirlit. yfir, hvað bygg
ingin muni kosta. Er það Sigurð-
ur Jónsson byggingameiátari, sem
hefir tekið að sjer að stjóma
verkinu, en hann bygði háskól-
ann, sem kunnngt er, í fjelagi við
Einar Kristjánsson. Sóffónías
Árnason annast trjesmíðina á
garði.
Búist hefir verið við, að bygg-
ingin kostaði 750 þús. Húsið verð-
ur svipað og gamli garður, nema
álma verður engin úr bakhliðinni,
en aftur á móti rishæð, með íbúð-
arherbergjum, svo alls verða þar
60—70 stúdentaherbergi.
Verða lítil eldhús á hverri hæð,
þar sem stúdentarnir geta sjálfir
hitað sjer kaffi o. þessh.
Ekki eru nema 40 á gamla
garði.
Það eru aðallega stúdentar, sem
við bygginguna vinna nú.
Yfirmaður dðnskti
sjálfboðaliðssveítar
ínnsr fallínn
Stokkhólmi," lauKard.
að hefir verið opinberlega
tilkynt í Danmörku að yfir-
maður þýsku sjálfboðaliðasveit-
arinnar á austurvígstöðvunum,
von Schallburg, hafi flallið í or->
ustu. Renthe Finck, ríkisfull-
trúi Þjóðverja í Khöfn hefir tjáð
dönsku stjórninni samúð þýsku
stjórnarinnar.
45 ára er á morgun frú Arndís
Kjartansdóttir, Jófríðarstaðaveg 9
Hafnarfirði.
Fjórlr Reykvfk-
Ingar kaupa sfld-
arbræðsluna ó
Seyðlsfirðl
Eigendaskifti hafa orðið á
Síldarbræðslunni á Seyðis-
firði. Hafa þeír Hafsteinn Berg-
þórsson útgerðarm., Ingvar Vil-
hjálmsson litgerðarm., Jón Sveins-
son útgm. og Bernhard Petersen
stórkaupm. keypt verksmiðjuna
og einnig frystihúsið.
Hinir nýju eigendur hafa í
hyggju að gera ýmsar umbætur á
verksmiðjunni. Hafa þeir aukið
hlutafjeð úr 44 þús. upp í 150
þús. kr. Síldarbræðslan á Seyðis-
firði vinnur nú úr 800 málum á
sólarhring.
Framboðið í
Mýrasýslu
U riðrik Þórðarson, fulltrúi,
-*■ Borgarnesi, verður í kjöri
í Mýrasýslu af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins.
Hefir þá verið getið allra fram-
boða flokksins.
Fiskekla hér í
bænum í sumar?
Vegna þátttðkunnar
í síldveiðunum
C ®aji vitnaðist um væntan-
^ legt síldarverð í bræðslu á
komíandi vertíð, eru útgerðar-
menn mjög farnir að hugsa til
síldveiðanna.
Fisksalar hjer í bænum, sem
eru manna kunnugastir útgerð-
inni hjer, telja jafnvel mögu-
legt, að flestallir bátar, sem
stundað hafa veiðar hjer og í
nálægum verstöðvum muni fara
á síld, svo erfitt verði |að fá fisk
í soðið handa' bæjarbúum. Um
miðjan mánuðinn verður þetta
sjeð með vissu, því síldveiðar
byrja um mánaðamót, en mót-
taka í síldarbræðslu hefst þ. 5.
júlí.
Ef svo skyldi fara, að hjer
yrði fyrirsjáanleg fiskekla í
bænum til neyslu, vegna þess,
að bátjar, sem nú eru notaðir við
veiðar sópast norður á síld, má
vera að bæjarstjórn þyrfti að
gera ráðstafanir til þess, að
tryggja fiskaðflutninga til bæj-
arins. Til dæmis með því, að fá
Þór til fiskveiða, og yrðu fisk-
salar að hafja hlutfallslegan að-
gang að kaupum á aflja hans, eft
ír viðskiftamagni hvers fyrir
sig. En sem sagt, um miðjan
mánuðinn verður sjeð hvernig
þetta horfír við.
Það eru 5—7 tonn, sem bæj-
arbúar nota af fiski í soðið á
dag.