Morgunblaðið - 02.09.1942, Side 5

Morgunblaðið - 02.09.1942, Side 5
Miðvikudagur 2. sept. 1942, Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavík. Framkv.stj.: SigfQs Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Aug-lýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 5,00 á mánuði innanlands, kr. 6,00 utanlands. í lausasölu: 30 aura eintakið. 40 aura með Lesbók. Púkinn á fjósbitanum 'C’ ramsóknarflokkurinn linn- ir ekki látum í upp- Jausnarhjali sínu. En hann læt- ur ekki við hjalið eitt sitja. — Alt frá því að flokkurinn fór í stjórnarandstöðu s. 1. vor hefir hann gert alf, sem hann gat til þess að skapa hjer upplausn- arástand. Nægir í því sambandi að benda á sviksemi hans í dýr- tíðarmálunum, hvernig foringj- ar hans vógu aftan að þei'rri löggjöf, sem þeir sjálfir höfðu sett. Sannaðist sú staðreynd best með yfiriýsingum Her- manns Jónassonar í útvarps- umræðunum í vor. Brottför Vilhjálms Þórs úr dómnefnd- inni og síðan þrjóskan gegn því að eiga þátt í sáttaumleit- unum í kaupgjaldsmálunum, sannar það sama. En alt þetta, öll þessi sviksemi, var liður í viðleitni Framsóknar' til þess að skapa öngþveiti. — Framsókn mundi eftir þjóðsögunni um púkann á fjósbitanu'm. — Eins og púkinn fitnaði af blótsyrð- om fjósamannsins, eins ætlaði hún sjer að fitna af væntanlegu ■öngþveiti og upplausn í þjóð- fjelaginu. í skjóli reyksins frá blekk- ingarvaðli Tímans, átti að villa fólkinu í landinu sýni. — Valdataka Framsóknar- flokksins að nýju átti síðan að rísa í hillingunni, sem hið fyrirheitna landið til þess að "bjarga þjóðinni úr upplausn- inni. .Vandamál þjóðf jelagsins verða ekki leyst af foringjum, sem með slíkum hug starfa að þjóðmálunum. Hlutverk slíkra foringja er ekki að koma í veg fyrir vandræðin eða leysa. þau, heldur að kynda að glæð- um upplausnar. — Þetta verð- ur íslenska þjóðin að athuga og taka ákvörðun sína í samræmi við þá athugun, þegar hún geng ur til kosninga á komandi hausti Hún verður þá að gera upp á milli þeirra manna, sem í nokkra mánuði hafa gert alt sem unt er til þess að skapa öngþveiti, og þeirra, sem eftir bestu getu hafa mætt vand- kvæðunum og reynt að leysa þau. Ef að þjóðin þekkir vitjun- artíma sinn í þessum efnum fer með svipuðum hætti fyrir Fram sóknarflokknum og söguhetju þjóðsögunnar. Honum tekst ekki að fitna af hinu lítilmótlega upplausnarhjali ’sínu, heldur verður hlutur hans rýrari og rýrari. En nokkuð hefir þó unnist með því. Þjóðin hefir greinilegar en áður kynst hinu mórauða sið- ferði og samvisku foringja lians. Löndunarerfiðleikarnir Síldarverksmiðjum ríkisins ,'“Z 1“Eftir Guðmund Sveinsson Norðurlandi hefir sent blaðinu eftirfarandi grein til birtingar. . hverju sumri, er síld- veiðin hefir verið það mikil, að síldarverksmiðj- urnar hafa ekki getað ann- að afgreiðslu skipa, lesum við sjómenn margra dálka greinar í blöðum landsins um stórkostlega aukningu á verksmiðjunum, sem á að koma á næsta ári á eftir. Þetta er búið að endurtaka sig síðan Ríkisverksmiðjurnar tóku fyrst til starfa: Hve lengi eiga sjó- menn að bíða eftir því að fá að losa þennan afla eins og annan strax er að landi kemur ? 5. júlí í smnar auglýsa verk- smiðjurnar, að þær taki á móti síld. 10. júlí hefst veiðin og til 10. ágúst má heita að oftast hafi skip beðið eftir löndun, þó hefir 8 daga veiðibann verið á þessu tímabili. Sú hliðin, sem okkur sjómönn- um er tilfinnanlegust, er löndun síldarinnar, og skal hún tekin til athugunar hjá S. R. Á Siglufirði hefir altaf verið landað í málum, þar til í sumar að 4 kjaftar voru notaðir við hana. Um haustið 1939 var einn tekinn í notkun og lof- aði stjórn S. R., að þeir skyldu vera komnir á allar bryggjur ár- ið eftir. En En 1940 og 41 var enginn, og þessi eini var fluttur til Raufarhafnar. Er þessir kjaft- ar voru teknir í notkun í sumar, þurfti marga menn til að opna þá í hvert skifti, svo illa voru þeir smurðir. Fyrst áttu þeir að vera á tveim bryggjum, en er átti að lyfta þeim báðum í einu, hreyfð- ust þeir ekki. Kom þá í ljós, að leiðslurnar til vindanna voru óf mjóar og fluttu ekki nógu mikla gufu, það hafði gleymst, að kjaft- arnir voru þyngri en málin. Nú voru þeir fluttir á fjórar, þar sem lengra var að keyra í þrærnar. Gufuvindurnar á bryggjunum eru allar gamlar, og svo miklir garm, ar, að það er mjög vont að koma þeim af stað og stöðva þær, og oft hefir það komið fvrir, að þær stöðvast á leiðinni vegna gufu- skorts. Við Pauls verksmiðju eru raf- magnsvindur, en aðeins ein af fjórum var í lagi 5. júlí, og síðan liafa tvær komist í lag. Þá hefir það komið fyrir, að ,,bómurnar“ hafa fallið niður í hívingu, vegna þess að vírinn, sem heldur þeim ixppi, var ryðbrunn- inn, en sem betur fer hefir ekk- ert slys af þessu hlotist. Fyrra veiðibaiinstímabilið not- uðu mörg skip til söltunar, en máttu ekki koma með meira en eitt til tvö hundruð tunnur í einu. Nú fengu skipin oft stærri köst og hirtu þau, en það var aðeins til þess að moka afganginum í Siglufjarðarkrókinn. En á sama tíma tekur S. R. allan síldargrút- inn. sem er á plönunum, til að halda einni verksmiðjunni við síð- ustu tvo sólarhringana af veiði- banninu. Við komum til Raufarhafnar 13. júlí. Þá biðu þar nokkur skip eft- ir löndun. Nú var búið að landa úr fimm skipum við kjaftinn. Þá var vírinn í honum kominn í sund- ur vegna þess að hjólið efst á „bómunni“ snerist ekki. Verksmiðj an átti engan vír til að skifta. En maður þar á staðnum átti vírrúllu, sem hann hafði boðið S. R. til kaups í mars, en því var þá neit- að. Nú var hlaupið til hans í of- boði og rúllan keypt. Gárungarnir sögðu, að maðurinn hefði heimtað fulla tryggingu fyrir því, að hann fengi rúlluna borgaða. Á Raufarhöfn eru flutningabönd sem flvtja síldina í þrærnar, og er síldin mæld. Við þennan kjaft er stór trekt, sem síldin rennur um í mælikerið. Síldin fellur því með miklu afli í það, svo útkoman á síldinni er mjög vond, miðað við Siglufjörð, en þar er síldin vegin. Ein skipshöfn tók sig til og vikt- aði upp úr mælikerinu, og var út- Skemtileg meðmæli Jeg hefi vikið að því í blaða- grein og útvarpsræðu, að eitt helsta næriiigarefni Framsóknar- flokksins á undanförnum árum hafi verið það, að rægja menn og stjettir, sveitir og kaupstaði hvað gegn öðru. Þetta er sagt af þekkingu og í fullri alvöru. Ef einhver maður í landinu væri svo viljugur og hefði svo góðan tíma, að hann legði sig í það að lesa öll blöð, sem út hafa komið af Tímanum frá því hann hóf gongu sína 1917 og fram á þenna dag, mundi honn ekki finna eitt einasta, sem ekki væri í ein- hver rógur, einliverjar skammir um einstaka menn eða einstakar stjettir. Þetta getur ekki verið nein til- viljun. Bestu menn þjóðarinnar, sem lifað hafa á þessu tímabili, hafa notið einna mestrar um- hyggju í þessu efni: Jón Þorláks- son, Magnús Guðmundsson, Jón Magnússon, Ólafur Thors, Pjetur Magnússon, Þorsteinn Briem og margir fleiri. Nú á síðustu árunum hefi jeg notið þeirrar ánægju að fá meira hnútukast og skammir í Tíman- um,1 en flestir menn aðrir. Mjer hefir verið þetta mikil gleði, og ber það til, að í því felst sönnun, sem jeg hefi ekki fengið á annan hátt um það, að jeg væri á rjettri leið í pólitískum skilningi. Jeg minnist þess nú ekki, að hafa sjeð á þessum slóðum við- leitni til málefnislegrar rökræðu gegn því, sem jeg hefi sagt um. afstöðu mína og annara manna til málefna þjóðfjelagsins. Nei, þetta hefir verið alt annars eðlis. Stundum hefir Tíminn kallað mig flón, stundum kálf, stundum fífl, stundum pestargemling o. s. frv. Fyrir skemstu fann liann upp þau snilliyrði, að líkja mjer við „ill- menni í liði brennxxmanna", sem brendu inni Njál Þorgeirsson og syni hans, og nú síðast í dag er rnjer líkt við Otkel eða öllu held ur Skammkel í Njálssögu. Alt gengur þetta í eina og sömu átt. Alt er það gleðilegur vottur þess, að Tíminn og aðstandendur hans telja/ mig verri mann og hættu- legri en jeg liefi sjálfur ætlað. Þetta er þannig að skilja, að þeir menn, sem að uudanförnu hafa verið líklegastir til áhrifa gegn þeirri alkunnu stjórnmálaspill- ingu, sem Tímaliðið hefir orsakað í þessu landi, þeir eru óalandi og óferjandi. Þeir eru á Tímans máli fífl eða illmenni, landráðamenn og pestargemlingar. Alt er þeim illa gefið og engu málefni skulu þeir koma fram, ef Tímaliðið mætti ráða. Þegar um mig er að ræða, þá er þetta ekki nema að Iitlu leyti ætlað Austur-Húnvetningum, þó tmdarlegt sje. Þessir menn vita, að fólkið þar þekkir mig of vel til þess, enda er þar vana viðkvæðíð í Framsóknarmálinu það, að jeg fái engu að ráða fyrir öðrum verri mönnum. En þessar áuægjulegu Tímalýsingar erix ætlaðar f jarlæg- ari hjeruðum, sem fylgjast minna með og þeim sem vita á mjer eng- íu deili önnur en þau, sem Tíminn lýsir. Þrátt fyrir þetta vil jeg nú samt flytja þá ósk til aðstandenda Tímans, að þeir lialdi sem best á- fram með þetta. Jeg vil helst ekk- ert Tímablað þurfa að sjá, að minsta kosti í kringum kosningar, án þess, að þar sje að finna ein- hver snilliyrði af þessari tegund um mig og mína starfsemi innan þings eða utan. Jeg lxefi lengi vilað, að Hannes Hafstein flutti spakmæli eins og oft endranær, þegar hann gei'ði vísuna alkunnu: Taktu ekki níðróginn nærri þjer, það ný og gömul er saga, að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga. 29. ág. 1942 Jón Pálmason. Góustöðum koman 30 kg. meiri á mál en átti að vera. Það erfiðasta við löndunina hjá S. R. er keyrslan á Siglufirði. Sjó- menn vita vel, að þar er ekki hægt að koma við krönum, vegna öldu- gangs sem er stundum við bryggj- urnar. Því þá ekki að nota kjafta og setja flutningabönd á þær. S. R. kvað eiga á Siglufirði nóg efni í bönd á allar bryggjur. Vantar vilja til að setja þau upp? Menn geta ímyndað sjer það erfiði og aflraun, sem þarf til að aka þess- um S. R. kerrum upp bryggjurn- ar, sem eru oftast sleipar af grút og hreistri, t. d. í rigningu hleðst hann utan um hjólin og neðan á stígvjel manna sem krap væri. Síðan farið var að nota kjaft- ana, viktar síldin í lierrunum 450 til 500 kg. og kerran 150 kg. Þá getur hver sjeð, hvílík þrælavinna þetta er. Á hverju ári hefir því verið lofað að fá breytingu á þessu, en engar hafa efndirnar orðið. Það er ömurlegt til þess að vita, að á 20. öldinni skuli vera í notkun tæki, sem í fornöld var beitt fyrir vinnixdýrum, en er nú dubbað upp og menn látnir aka því. Á meðan slíkt kerrusjónar- mið ríkir í síldarmálum okkar ís- lendinga er ekki von að vel fari. Við vonum í lengstu lög, að þetta sjónarmið hverfi sem fyrst, að annað mótað af rneiri skilningi á þeim tíma, sem nú er, verði lát- ið ríkja í náinni fi*amtíð. Somir Roosevelts i strandhöoosterð gegn Japönum Pearl Harbour, Hawaii, 31. ágást. Ijl vans F. Carlson ofursti off ^ James Roosevelt major, sem stjórnuðu strandhögginu á Makineyju, sem er undir yfirráð um Japana, lýstu því í dag, hvem ig þeir eyðilögðu japanska sjó- flugvjelastöð og allan útbúnað- hennar og þrjár útvarpsstöðvar eyðilögðu þeir, einnig 1,010 tunn. ur af amerísku flugvjelabensíni. Roosevelt major, elsti sonnr Roosevelts forseta sagði að þeir hefðu orðið fyrir sjö japönskum loftárásum, en japönsku flugvjel amar hæfðu oftar sína eigfn menn en landgönguliðið. Aðeins tveir af 300 til 350 japönum á eyjunni komust lífs af. „Japanar voru stöðugt á verði', sagði Roosevelt major. Leyniskyttur hjeldu til efst uppi í toppunum á 70 feta háum kókostrjám í fleiri daga, sögðu hinir innfæddu okkur. Roosevelt major skaut tvær slíkar skyttur. Eitt 3500 smálesta japanskt herflutningaskip og eitt 1000 smá lestalesta japanskt eftirlitsskip voru einnig eyðilögð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.