Morgunblaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.10.1942, Blaðsíða 7
Lauffardagur 17. okt. 1942. MORGtfNBEAÐIÐ 7 k ' Attræour: Agúst Helgason í Birtingaholti! Agúst í Birtingaholti á í dag áttræðisafmæli. Hann er nú einn á lífi þeirra Birtingaholtssystkinanna 14, sterkur, traustur stofn, sem gott er að horfa á til efling ar vonunum um framtíð ís- ensku þjóðarinnar. Helgi, faðir hans, kostaði hann ekki í skóla eins og hina fcræðurna, er komust á fullorð- insár, en því mun það eitt hafa valdið, að hann ætlaði honum búskapinn eftir sig í Birtinga- hoiti. — Atgervismaður var hann á borð við hina. Sjera Magnús Hélgason bar þá stund um saman bræður sína, og ekki treysti hann sjer til að !kveða upþ neinn dóm um það, hver þeirra væri mestur maður- inn. Hann sagði aðeins: Guð- mundur gáfaðastur, Ágúst dug legastur, Kjartan bestur. Þéir verða margir, sem ieggja leið sína að Birtinga- holti í dag, og þó margfalt fleiri; sem hugsa þangað þrátt fyrii* koshingaþytinn, er fer nú iim land alt. Það er hvíld og hressing innan um alt orða-< skvaldrið að hugsa til þcirra, er inna af -höndum í kyrþey mik ið og veglegt æfistarf, sem ekki verður um deilt, að reynist iandi og lýð til heilla og heið- urs. Hjer er ekki rúm til þess að lýsa margþættu æfistarfi Ágústs: Búskap í Bírtingaholti, hrepp stjórn og öðrum trúnaðarstörf- um fyrir sveit hans og sýslu, setu í yfirfasteignamatsnefnd <og á Alþingi, formensku í Kaup íjelagi Árnesinga, og Slátur- fjelagi Suðurlands óslitið síðan 1907. Þau störf eru löngu þjóð. kunn að ágætum, og ýmsum þeirra gegnir hann enn í dag, og þykir vel borgið í hans hönd um. Gáfur hans, gætni og at- orka njóta sín hið besta, þótt aldur hans sje orðinn svo hár. Ágúst er gæfumaður mikill, og mun þakka gæfu sína næst Guði, Móeiði konu sinni, sem hefir veitt honum meira en hájfa öld trausta fylgd, líkt og Bergþóra Njáli. Það er bjart yfir þeim í Birtingaholti í dag með barnahópinn umhverfis sig. Vinnan er Ágústi heilsulind og orkugjafi. Verði hann las- inn, batnar honum ekki aftur til fulls, fyr en hann er aftur íarinn að vinna. — Heilræðið forna hefir gefist honum vel: Þú skalt iðja og biðja. Ef lýsa ætti Ágústi með einu orði, þá myndi jeg segja: Manndómsmaður. Og þar þarf ekki að draga neitt frá að mínu viti. Sje hann viss um það, að skoðun sín sje sönn og rjett, þá víkur hann ekki hársbreidd frá henni, hversu fast sem aðrir kunna að leggjast á móti, og hvað sem það kostar. Það er fátt, sem hún þarfnast eins, þessi öld, er á firnin öll af þrælum — manna, sem bera af að manndómi, eru höfði hærri en allur lýður. Fyrir þetta á þjóðin að þakkd Ágústi sjerstaklega í dag, er hún minnist starfa hans og ósk' ar honum og ástvinum hans allrar blessunar. Á. G. ★ Mynd sú, sem fylgir grein þess- ari, er af brjóstlíkneski, sem stjóm Sláturfjelags Suðurlands ljet gera af Ágústi í tilefni átt- ræðisafmælis hans, og verður lík- neskið afhent honum í dag. Fram til sigars -- FKAMH. AP ÞKJÐJU SÍÐU. Ef Sjálfstæðismenn í Reykja- vík fylkja liði í þessum kosning- um, vinna þeir tvöfaldan sigur: I»eir tryggja kosningu íveggja þjwðknnnra ágætia manna. Jieirra Pjrturs Magnússwnar og ffailgríms Brnriliktsswnar — wg Þeir trvggja FOflVSTlJ Sjálfstæðisflokksins á \I- þingi wg í ríkisstjwrn næsta kjörtímabi! wg hindra uin leið, a«l nýtt vaiiiai ímaiiil Framswknarflwkksins renni up|> ad lwknnm kosning- u ni. Er n»khur .**» Sjáltsímðis maður til í þrssu batjarfjr- laqi. srm ekkirill slaála aA þrí. aft þrssir siqrar rinn- ist"! Frum til siqurs Sjálfsttró ismvnnt Kjásum öll ff-listann. Jaröarför 6uðmundar á Hraunum Y dag verður Guðmundur Da- • víðsson frá Hraunúm jarð- sunginn að Stór-Holti í Fljótum. Hann andaðist 1. þ. m. — Varð hann bráðkvaddur. Mun æfiatriða þessa mérka og elskulega manns verða minnst hjer í blaðinu. Skrifstofa lögmanns, þar sem fólk kýs fyrir kjördag, er í Alþingishúsinu. — Opin kl. 10—12, kl. 1—5 og kl.. 8 y2—9%- Bæjaibðkasafnið seinasta blaði „Tímans“ er * sagt, að Bæjarbókasafn Reykjavikur sje vanhirt og að það muni eiga að loka því, og enginn forstöðumaður sje þar, síðan Sig urgeir heitinn Friðriksson fjell frá. Þetta eru staðlausir stafir. Borgarstjórinn í Reykjavík, hr. Bjami Benediktsson hefir allaf látið sjer mjög ant um safnið, vöxt þess og viðgang, og hvorki honuhn nje öðrum ráðamönnum bæjarins mun nokkuru sinni hafa komið til hugar að því yrði lok- að. Þetta tel jeg mjer skylt að upplýsa, þar sem jeg hefi haft forstöðu safnsins síðan Sigurgeir Friðriksson andaðist. Reykjavík, 16. okt. 1942. Lára Pálsdóttir. flwauMwaccsi Dagbóh □Edda 594210207 — Fyrl.: Atkv. Unglingar óskast til að bera Morgunblaðið til kaupenda. — Hækkað kanp. Næturlæknir er í nótt Kjartan Guðmnndsson, Sólv. 93. Sími 5351. Messnr í dómkirkjunni 4 morg ún: Kl. 11 sjera Friðrik Hallgríms son. Kl. iy2 barnaguðsþjónusta, sjera Fr. Hallgrímsson. K. 5 sjera Bjarni Jónsson. HallgrímsprestakalL Barnaguð- þjópusta kl. 11 x. h., sjera Jakob Jónsson. Ki. 2 e. h. messa, sjera Sigurbjörn Einarsson. Laugarnesprestakall. Barnaguðs þjónusta í Laugarnesskóla á mox’gun kl. 10 f. h. Fríkirkjan í Reykjavík. Messað á morgun kl. 2, sr. Árni Sigurðs- son. Frjálslyndi söfnuðurinn. Mess- að á morgun kl. 5 (vetrarkoman). Sjera Jón Auðuns. Kálfatjamarkirkja. Barnaguðs- þjónusta á morgun kl. 2, sjera Garðar þorsteinsson. Frú Guðrún Þórðardóttir, Sól- bakka, Garði, verður 75 ára á morgun, sunnndaginn 18. okt. 50 ára er í dag, 17. október, frú Sigríður Ástrós Sigurðardótt- ir, Laufásveg 58. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Bjarna Jónssvni, ungfrú Petra Ásmunds- dóttir og Arnór Gíslason, stýri- maðxxr. Heimili þeirra verður á Reynimel 38. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Guðrún Böðv- arsdóttir, Garðastræti 2] og Georgé Kane, U. S. N. Alþýðuskólinn verður settur í kvöld ld. 8 í Stýrimannaskólan- um. Kennsla hefst strax eftir helgi. Námsgreinar eru íslenska, danska, enska, reikningur og bókhald. Skólinn starfar frá 20 til 22 alla virka daga, nema laxig- ardaga. Bilar. Þeir, sem ætla að aka bílum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á morgun, geri svo vel að mæta við Varðarhúsið í fyrramálið kl. Sy>. Útvarpið í dag: 20.40 Upplestur: „Áin góða“, smá- saga eftir Pearl S. Buck (Björn Guðmundsson frá Fagradal). 21.10 Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir): Sex andlegir söngvar eftir Beethoven. K-x-x-x*c-x-x~x-x~:-x-x-x-x—x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-x't'' x X Þakka hjartanlega öllum, sem heiðraðu mig á 75 ára | afmælisdegi mínum með gjöfum og skeytum. t Margrjet Sigurðardóttir frá Höskuldsstöðum. V •> Kjðrfundur til að kjósa alþingismenn fyrir Reykjavík fyrir næsta kjörtímabil, átta aðalmenn og átta til vara, hefst sunnu- daginn 18. október n. k., kl. 10 árdegis. Kjósendum er skipt í 35 kjördeildir. 1.—28. kjördeild eru í Miðbæjarbarnaskólanum, 29.—34. kjördeild í Iðn- skólanum og 35. kjördeild í Elliheimilinu. Skipting í kjör- deildir verður auglýst á kjörstað. Undirkjörstjórnir mæti í Miðbæjarbarnaskólanum, 1 skrifstofu yfirkjörstjórnar, stundvíslega kl. 9 árdegis. Talning atkvæða hefst í Miðbæjarskólanum, mánu- daginn 19. október, kl. 24. Yfirkjö^stjórnin í Reykjavík, 14. okt, 1942. Bjöm Þórðarson, v ■ / ; ; ... • 1 : ; ' . " . ; ' ': -i* " Einar B. Guðmundsson, Stþ. Guðmundsson. Nokkrir verkami helst vanir byggingarvinnu, óskast ni inn i þegar. Almenna byggingarfjelagiO h. f. LækjargÖtu 10 A. ■ Kouan mín og móðir okkar, ODDBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist að heimili sínn Ytri-Njarðvík, 15. þessa mánaðar. Jónas Jónasson og börn. Það tilkynnist hjer með að sonur okkar GUÐMUNDUR JÓNSSON, andaðist 16. október. Guðrún Jakobsdóttir, Jón Guðmundsson, Rámargötn 12. Elsku hjartans litli drengurinn okkar, KRISTJÁN HAUKUR, andaðist aðfaranótt 16. október. Norðnrbrant 3, Hafnarfirði. Sigrún Gissurardóttir, Kristján Steingrimsson. Innilegt þakklæti fyrir anðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, MAGNÚSAR ÞORSTEINSSONAR, járasmiðs frá Kolsholtshelli. Böra, stjúpdóttir, fósturbara, tengdabörn og baraaböra. Þökkum hjartanlega auðsýnda saanúð við andlát og jarðarför, GUÐRÚNAR J. ÞORSTEINSDÓTTUR. v Gnðmundur Hallsson og böra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.