Morgunblaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.12.1942, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 9. des. 1942. JfíorgtmMitMd Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, aug-lýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 6.00 á mánubi innanlands, kr. 8.00 utanlands í lausasölu: 40 aura eintakiö. 60 aura með Lesbók. TISKUSYNING FRÚ HENNY OTTÓSSON Aðrar leiðir" EGAR ríkisstjóri sendi frá *■ sjer tilkynningu á mánu daginn var, þess efnis, að störf átt-menninga nefndarinnar hefði engan árangur borið, gat ríkisstjóri þess jafnframt, að nú yrðu reyndar „aðrar leiðir“ til myndunar nýrrar ríkisstjórn ar. En hverjar eru þessar aðrar leiðir?, spyrja menn. Ekkert hefir verið látið uppi um þetta. Telja má þó víst, að hjer sje ekki um þá leið að ræða, sem orðuð hefir verið, að ríkis^ stjóri myndi ópólitíska stjórn —- embættismannastjórn svo- nefnda — er skipuð verði mönn um utan þings og starfi á á- byrgð ríkisstjóra. Blað Sósíal- istaflokksins upplýsir, að upp- ástungan um slíka stjórn sje frá þeim komin og. hún hafi fengið góðar undirtektir hjá Framsóknarflokknum. Hinsveg ar hafi Sjálfstæðisfíokkurinn og Alþýðuflokkurinn eindregið tjáð sig andvíga hugmyndinni. Við höfum áður hjer í blað- inu minst á þessa hugmynd og talið hana frágangssök með öllu. Með því væri Alþingi að afsala sjer allra afskifta af framkvæmdavaldinu og væri t»á skamt eftir yfir í fullkomið einræði. Það má því telja víst, að þæn „aðrar leiðir“, sem ríkis- stjóri er nú að reyna gangi í hina áttina, að mynduð verði þingræðisstjórn. Enda er það svo, að þótt ekki hafi náðst samkomulag um myndun sam- stjórnar allra flokka, eru marg ir möguleikar aðrir til mynd^. unar þingræðisstjórnar. Ganga verður út frá, að flokkarnir finni til þeirrar skyldu, sem á þeim hvílir í þessu efni. Þeir e>ru ekki lýðræðisflokkar, ef þeir standa í vegi fyrir þvi, að mynduð verði þingræðis- stjórn í landinu. Alþýðublaðið bendir rjetti- lega á í gær, að þrír flokkarnir hafi lagt fram stefnuskrár, sem sjeu mjög svipaðar í öllum verulegum atriðum. — Tíminn kemur einnig inn á þetta sama ©g spyr: „Hvers vegna er ekki hægt að mynda slíka stjórn?“, þ. e. þriggja flokka „vinstri“ stjórn, undir forystu Framsókn arflokksins. Ekki er ósennilegt, að einmitt þetta sje ein leiðin, sem ríkisstjóri sje nú að kanna. Hvað sem þessu líður, er þess . að vænta, að flokkarnir bregð- ist ekki skyldunni við þingræð- ið. En það gera þeir vissulega, ef grípa verður til óábyrgrar embættismanna stjórnar, til þess að fara með framkvæmda valdið. Allir kjólarnir íslenskir N ýlega hjelt frú Henny Ott- ósson viðskiftavinum sínum tískusýningu að Hótel Borg. Sýn- ingin var mjög vel sótt og að öllu leyti hin vandaðasta. Margir kjól- anna voru afar frumlegir og sjer- kennilegir. Allir' kjólarnir voru íslenskir og allur perlu- og pali- ettusaumur einnig. Ásamt kjólun- um voru sýndir hattar frá Hatta- og Skermabúðinni Austurstræti 1 og sjerstaklega fallegir náttkjólar og sloppar frá Sigríði Guðmunds- dóttur, Stýrimannastíg 10. I tilefni af þessu sneri tíðinda- maður blaðsins sjer til frú Ottós- ' son og fjekk hjá hanni nokkrar Lillablár kjóll (Raffinement) með upplýsingar viðvíkjandi kjóla- mislitum steinum í hálsinn og nið- saumj hennar og tískunni. ur að framan. Takið eftir sniðinu á pilsinu að neðan. Síðari að aft- an og framan. Iljer fara á eftir orð hen»ar: ★ — Oft koma mjög góðir við- skiftavinir til »iín, eftir að þeir hafa fengið kjóla hjá mjer, til þess að láta í ljósi ánægju sína yf- ir þeim, og til frekari áherslu hafa þeir tekið fram, að enginn hafi viljað trúa því, að kjólarnir væru gerðir hjer á Islandi — við þá hefði verið sagt: — Þú hlýtur að hafa fengið kjólinn frá Ame- ríku“. — Þetta gaf mjer hug- myndina um að halda sjerstaka tískusýningu. Ef við getum feng- ið alt það, sem nauðsynlegt er til að búa til kjólana hjer á landi, þá geta kjólar unnir hjer staðist alla samkepni við erlenda kjóla —- meira að segja hafa þeir ýmsa yfirburði: 1) Saumaskapurinn er hafinn yfir allan samanburð við erlenda kjóla, 2) Efnið er venju- lega betra, 3) Eru allir þeir kjól- ar, sem jeg bý til, „model“, því jeg bý aðeins til einn kjól af Blágrár að lit með bláu og silfr- hverri tegund. Endk þótt erlendir uðu ísaumi. Ikjólar, sem hingað koma, sjeu venjulega nefndir erlend „model“ og eru að vísu þeir einustu sinn- ar tegundar hjer, er erlendis fjöldi þeirra á markaði. Saumastofur hafa við mikla erfiðleika að stríða hjer. Iljer er skortur á góðum saumastúlkum, og verða menn að greiða þeim hátt kaup í hlutfalli við kaup erlendis. Þetta gerir saumaskapinn auðvitað dýrari. Það er yfir höfuð mjög ánægju- legt að klæða íslenskar konur. Oftastnær vita þær nákvæmlega hvað hentar þeim best og best fer. Sjeu konnr í vafa, eru þær mjög fljótar að taka þeim bend- ingum og ráðleggingum, sem við eiga. Tískan er eins og kunnugt er mjög breytileg, en þó að vjer höfum nú sem stendur ekkert samband við miðstÖð tískunnar, París, þá fylgjumst við nú með tískunni í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Bretland er miðstöð klæð- skerasaumaðs fatnaðar (tweed), en annars er að mestu sniðið eftir kjólatísku Bandaríkjanna. í Ame- ríku eru nú sjerstök lög vegna stríðsins, hin svonefndu L. 85, sem ákveða vídd kjólanna o. s. frv. Þessvegna hafa komið fram hin svonefndu „peg-top skirts“, þ. e. a. s. kjólar með fellingum frá mjöðmum, „draperað“ og inn- dregið. Hvað litum viðvíkur verða náttúrulitir helst fyrir valinu, til þess að spara litarefni. Helst ber á „draplit“, hvítu og „beige rose“. Yfir höfuð er tískan mjög kven- leg nú, enda er það ósk hverrar konu að vera sem kvenlegust og er tíska þessa árs sjerstaklega vel til þess fallin. Þannig farast frú Henny Ottós- son orð. „Sirocco“ blár kjóll (Marokko) með arabiskum paliettusaumiíðum höfuðdúk. Rauður kjóll úr ullarjersey, skreyttur rauðum hnöppum og hvítum pífum. „Draperaður" " á mjöðmunum. Kjólar tískusýningarinnar sýndu það greinilega, að í fjöl- breytni og frumleika standa ís- Æ® - 1 lenskir kjólar að engu leyti er- £ í./ '\ 4 ffS| 1 lendum að baki. Á frúin þökk skilið fyrir tilraun sína til a(5 tj sanna gildi íslenskrar framleiðslu. * * míl&lll Allir hljóta að skilja, hve miklum ' ’ erfiðleikum það er bundið að sauma nógu marga kjóla til fjöl- t 1 breyttrar tískusýningar, þegar • ' Bj ' ~<:A. 'jJfifÆ jKmbI skortur á vinnuafli er jafn ti1- ||p||lfpr -í' ?gj p? finnanlegur og nú er rann á. Auk > þess eru mjög fáar, tæpast nokk- !< y * ur íslensk stúlka vön því að sýna • n * ' i 1 . . . -jraBÁ, * kjóla, og því er erfiðleikum bund- ■ - ■ . * 1 ið að velja stúlkur til þess. ’ ' jÉU i | : | f? i | IHWI ★ *s, 1 n> JÉ x. Á sýningunni voru sýndir bæði S ' 11®- dagkjólar, kvöld- og samkvæmis- kjólar á bæði ungar stúlkur og lÉ? pr*' frúr. 'Cf Ilandavinna var mildl á kjól- 1 unum, perlu og paliettusaumur ^ >■ •- ■' - - ■, appliceraöur meö Ijoiuoiau. xaKio eiiu ausKonar, neai og íeoursaumur. --- „—--- v—— rykkingunum framan á blússunni. Eru hjer birtar myndir af nokkr- merei). Beltið lagt grænum paliettum, en ermaínar Myndirnar tók V. Sigurgeirsson.1 um kjólanna. gyltum. „Draperaður" í annari hliðinná.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.