Morgunblaðið - 29.01.1943, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.01.1943, Blaðsíða 6
1 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. janúur 1943. llUartðnaðurinn Sprengingar heyrast til Svíþjóðar < Frá norska blaðafull-i fulltrúanum: 1 landamærahjeruðum Sví- * þjóðar í Jamtalandi, heyrð- ust á þriðjudaginn var, miklar sprengingar frá Noregi. — Þær voru svo miklar að rúður titr-> uðu í gluggum. Sprengingar þessar byrjuðu um 10 leytið um morguninn, og hjeldu áfram til klukkan 4. Voru sprengingarn-^ ar mjög miklar og heyrðust í fjögra mínútna lotum. Svíar gátu sjer þess til, að skQtíð væri úr fallbyssuum og sprengjum varpað á Þrándheim. Hingað til hefir engin stao- festing fengist á því, að árás hafi verið gérð á þessu svæði. Framiiald af Casa- * bianca-ráðstafsunBi í'ý/í-.? . . ... FTIR að Churchill og Roosevelt voru farnir heim af ráðstefnúnni í Casablanca, var önnur ráðstefna haldin í áðalstöðvum Eisenhowers hers- höfðingja í Norður-Afríku. — Sátu hana margir æðstu hern- aðarlQÍðtogár bandamanna, og er álitið, að þeir hafí þar borið enh frekar saman ráð sín um hgrnaðinn á árinu, og sókn þá, ér bandamenn ætla sjer að hef ja í Evrópu. Voru þarna meðal annara: Aiexander hershöfðingi, yfir- maður breska hersins í hinum nálægari Austurlöndum, Mars- hall, ýfirmaður herforingjaráðs Bandamanna, Eisenhover hers- höfðingi, Sir John Dill. hern- aðarfulltrúi Breta í Bandaríkj- unum, Sir Dudley Pound flota- foringi Brota, King flotaforingi Bandaríkjamanna, Lord Mount batten yfirmaður strandþöggs- sveita Breta, Averill Harri-t mann, fuUtrúi Roosvelts og Arn fold flugforingi Bandaríkjanna. Álitið er að flotaforingjarn- ir hafi rætt um stuðning flot- Ánna í sókn þeirri, sem ráð er igert fyrir. 40 þúsund Astraliu- mann fallnir ILKYNT hefir verið t Can- berra, að Ástralíumenn hafi til þessa mist 39,877 menn fallna í styrjöldinni, en særst hafa 12371 maður. Þá hefir verið tilk-ynt, að manntjón bandamanna í við- ureignunum við Japana á Nýju Guineu, hafi verið vonum minna og miklu minna en manntjón Japana, sem munu hafa mist um 50,000 manns í þeim hern- aði. Er sjerstaklega bent á það í tilkynningunni, að þetta sje einkennilegt að því leyti, að venjulega farist miklu fleiri af sóknarher. FRAMH. AJ*. ÍTMTU SÍÐU íslendingar, myndi eigi fyrir af- arlöngu hafa rannsakað þann fjárstofn vísindalega, sem reynst hefir eins vel og sá íslenski, þrátt fyrir miður góða meðferð og litlar kynbætur. Hvaða þjóð myndi eigi hafa reynt að hlúa að þeim hluta fjárstofnsins, er reynslan sýndi að gæfi bestu ullina, svo að jeg haldi mjer við efnið. Og hvernig fer nú, er mæði veikin hefir sópað burt fjenu úr sumum ullarbestu hjeraðum landsins? Hefir verið reynt að einangra, sem skyldi, besta fjár- kynið, til þess síðar meir að hafa þar fje til kynbóta, að mæðiveik- inni aflokinni, því að einhvern- tíma rjenar þessi pest eins og aðrar pestir. Hefir verið rannsak að hvort ullin skemmist ekki á því fje, er brennur undan bað- lyfjum. Nú fer böðun fram að jafnaði, er innistöðutminn er og mótstöðukraftur fjárins og heilbrigði er minni en á sumrum. —- Viðurkent er, að ónógt fóður og slæm- ur viðurgerningur veikir ullina og gerir hana haldminni og ill- hæringslegri. — Og hvernig er stundum farið með ullina á vor- in? Fjeð er elt upp í haganum, ullin slitin af því, til þess að bóndinn missi hana ekki út í veð- ur og vind. Hjer er aðeins tyllt á nokkrum athugaverðum hlið- um þessa ullarmáls. Mætti nefna ótal fleiri, ef rúm leyfði. „OhT ER ÞÖRF, EN NÚ ER NAUÐSYN“. Aldrei hefir þörfin verið brýnni en nú, að hendur standi fram úr ermum til þess að vinna ullina í allskonar varning, gróf- ari og fínni. Sem efni í skjól- fatnaö á ísl. ullin engan sinn líka og fínu sjölin og hymurnar minna á kniplinga annara þjóða. Það er ekki tilviljun, að ullin, okkar er þrungin lofti, en einnig fitu og mýkt. Hún er vissulega sköpuð fyrir íslenskt loftslag og hráslaga. Það er því synd og skömm að nota hana ekki meir en gert er almennt. íslenskar mentastofnanir ættu að brýna fyrir æskulýðnum að ganga í ull. Mentastofnanir landsins og höfðingjasetur ættu að skapa for dæmi með því að klæða híbýli sín dúkum og teppum úr íslenskri ull meir en gert hefir verið hingað til. En til þess að þetta geti orð- ið, þarf að vanda sem mest til iðnaðarins. Hann þarf að fylgjast með tískunni, hvað gerð snertir og allan frágang. Til þess þak*f þjálfun, sem tekur áratugi. Slíkt gerist ekki á svipstundu. En við- leitnin mun sigra, ef íslenska þjóðin sjer sóma sinn og metnað í því sem íslenskt er. Það sem þarf að stefna að í fi'amtíðinni, er það að í verslunum landsins, þar sem útlendar prjóna og vefn aðarvörur eru seldar, sjeu jafn- framt hlaðar af íslenskum ullar- varningi — vel unnum og vel löguðum. RÖDD ÚR SVEITLNNI. En hverjir vinna ullina núna, munu margir spyrja. Ekki getur fólkið í sveitunum lagt á sig meira en. það gerir, þar vantar vinnuaflið svo átakanlega. Það er að vísu rjett, að aldrei, síðan land bygðist, hefir eins lítið ver- ið alment með vinnukraft og nú er í sveitum. Samt er það vitað, að hyggnir og hagsýnir húsbænd ur finna þó stund og $tund til tó vinnu. Fólkið klæðir sig þar sjálft, nú orðið, að miklu leyti úr ullinni sinni, en fram yfir það er lítið gert að tóvinnu. Borið hefir það við að fólk úr sveitum hefir fengið band og muni hjá Íslenskri ull í Reykjavík. — En óteljandi eru brjefin til skrifstof- unnar, er þakka henni fyrir þá viðleitni, að koma á vinnslu á söluvarningi og greiða fyrir hon- ,um á markaðinum. Leyfi jeg mjer að setja hjer orðrjettan kafla úr, nýkomnu brjefi frá hús freyju einni á Norðurlandi. „Jeg er ykkur sjerstaklega þakklát fyrir það sem þið selduð fyrir mig í fyrra, því að þó að reyndar sje alltaf vinnuekla í sveitinni, þá munar mann ekki svo mikið um að vinna svona ofurlítið fram yfir það, sem þarf til heimilisins, ef verkfærin eru til, en gengið hefir illa að útvega sjer mark- að, fyr en nú“. EN ÞAÐ ERU VÍÐAR HENDUR EN í SVEITINNI. Það hefir oft verið minst á það opinberlega, hve skaðvæn- legt það sje, að alltof mikið af vinnuorku landsmanna, og á jeg' hjer sjerstaklega við kaupstaðar- búa, fari í óheilbrigöa starfsemi. Þarf ekki að tilfæra nein dæmi, því þau eru mörg deginum ljós- ari. Hins má geta, að væri enn betur greitt fyrir framleiðslu landsmanna úr innlendum hrá-; efnum, en verið hefir til. þessa. þá yrði framtíðin öruggari, en' hún er nú, og jafnvægið meira milli sveita og kaupstaða. Nú er svo komið, að mikill hluti landsmanna býr í kaupstöðum. Atvinnufærið er þar fjölþættara, skemtanalífið sömuleiðis. Þetta þarf innlendi iðnaðurinn að nota sjer.. Sjerstakar greinaj- ullariðn- aðarins eru ágíetis ígripavinna og oft koma tómstundir, sem beti'a væri að verja til arðbærr- ar smáiðju eða sjer til skemtún- ar, en til margs annars. Þá ætti og í öllum stærri bæjum og þá fyrst og fremst á stöðum, nærri alfara brautum, þar sem heita vatnið kemur upp úr iðrum jarð- ai’innar, að stofnast iðjuver, þar sem unnið væri að arðvænni fram leiðslu. Þá mun skapast sá þjóð- arauður og sú menning, er land- ið okkar fagra á skilið. Hafist handa um kola- vinslu ð Skarðsstmnú Rannsóknir hafa farið fram á kolalögum í landi bæj- arins Tindar á Skai’ðsstrond, sem leitt hafa í ljós, að þar eru góð kol í jörðu. Árið 1ÍJ41 var stofnað hlutaf jelagið Kol og hefir það látið rannsaka kolalögin. Hafa unnið að því íslenskir jarð- fræðihgar og enskur kolanámu- sjerfræðingur. Nú er amerískur sjerfræðingur að skipuleggja fyrirkomulag vinslunnar og hef- ir verið ákveðið að hefja kola- vinslu í stórum stíl strax og nauðsynleg tæki eru fengin. dr. Trausti Einarsson, sem, rannsakað hefir námasvæðið á Tindum, eftir að námugöngip voru grafin, segir að sá hluti þess, sem nú megi telja full- rannsakaðan, sje rúmir 8 hekt- arar að stærð og á því svæði megi gera ráð fyrir að sjeu um 190 þús. tonn af kolum. H.f. Kol hefir ákveðið að hefja kolavinslu á Tindum í stór um stíl jafnskjótt og nauðsyn- legur umbúnaður og tæki eru fengin, en amerískur kolanámu- verkfræðingur er um þessar mundir að skipuleggja fyrir- komulag og rekstur námunnar og er búist við að starfi hans verði lokið innan fárra daga. Fjelagið hefir ákveðið að auka hlutafje sitt allverulega og hef- ir í því skyni snúið sjer til rík- isstjórnarinnar fyrst og boðið ríkinu þátttöku. Málið verður væntanlega lagt fyrir þetta þing. Hert á vinnuskyldu kvenna I Bretlandi að var tilkynt í breska þinginu í gær, af Ernest Bevin verkamálaráðherra, að hert yrði á vinnuskyldu kvenna í Bretlandi þannig, að allar konur á aldrinum 18—45 ára, sem ekki ættu börn yngri en 14 ára, væru skyldar til vinnu í þágu þjóðarínnar. Ekki er þó hjer um að ræða fullkomna dag vinnu, heldur ígripavinnu, og geta allar þessar konur búist við að verða kvaddar til starfs bráðlega. ÞjóðlelkhÚHið FR.AMH. AF FJÓRÐU SÍÐU þegar róttækar aðgerðir til framdráttar þessu máli, og ef Þjóðleikhúsnefndin tekur upp virka forystu getur hún örugg treyst almennum stuðningi við hverjar þær gagnlegar ráðstaf- anir, sem hún vill gera. Hjörl. Hjörleifsson. Skjaldarglíma Ármanns Skjaldarglíma Ármanns fer fram í Iðnó mánudaginn 1. febrúar. Keppendur verða 12 frá 5 fjelögum. Hjer birtast nöfn þeirra, sem taka þátt í keppninni: Benóný Benediktsson (Árm.)„ Davíð Guðmundsson (U.M.S.K.), Davíð Hálfdánai’son (Árm.), Finnbogi Sigurðsson (Árm.), Guðmundur Ágústsson (U. M, F. Vaka), Haraldur Jónsson (Árm.) Ingólfur Jónsson (U. M. F. Dags brún), Jón Guðmundsson (U. M. F. Dagsbrún), Sigfús Ingimund- arson (U. M. F. Vaka), Sigurð- ur IngaSon (Árm.), Sigurður Hallbjörnsson (Árm.) ög Steinn Guðmundsson (U. M. F. Ingólf- ur). Núverandi skjaldhafi, Krist- mundur J. Sigurðsson (Árm.) getur ekki tekið þátt í keppn- inni að þessu sinni vegna las- leika. Sama er að segja um Kjartán Bergrriann, sem vann fegurðarverðlaunin í fyrra, en hann er nú sendikennari 1. S. í. Þeir, sem taka þátt í keppn- inni að þessu sinni, hafa allir stundað æfingar hjá Ármanni í vetur og ómögulegt að spá neinit um úrslitin, en keppnin verður hörð og tvísýn. Miklar byggingar- framkvæmdir á Akureyri Akureyri í gær. Akureyri voru á síðast- liðnu ári reist 50 íbúðar- hús og 7? nýjar íbúðir bætast við á árinu. Mikið hefir verið um bygg- ingar á Akureyri á síðastliðnu ári. Fimtíu íbúðarhús voru reist, 3 verkstæði, 5 geymslur, 4 við- bótarbyggingar, auk þess gerð- ar ýmsar breytingar á 13 hús- um og vinna hafin við nýtt hús handa Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Nýjar íbúðir á árinu eru 77. Kostnaðurinn við bygging- arnar er áætlaður um krónur 4,100,000,00. Um áramótin vooru mörg hús ekki fullgerð, svo að nokkuð af kóstnaði við þau fellur á árið 1943. Sparnaðarhreyf- ing í Sviþjóð Ifregnum frá Syíþjóð er frá því skýrt, að mikil sparnað- aralda sje þar nú uppi í land- inu, og hefir hehni verið komið á af formælendum ríkisstjórn- arinnar. Byrjaði áróður fyrir almennum splarnaði þar þann 16. þ. m. í fyrsta skifti í átta ár tekur kona nú þingsæti í efri deild sænska ríkisþingsins. Ér það frú Sjöström-Bengtson, sem kjörin var fyrir socíaldemokrata í Gautaborg. Fjelagið Norden hefir stofn-i að til dansks lesmánaðar frá 20, jan. til 20. febrúar þ. á. Aðalfiiodur Slysavarnadeildin Ingólfur heldur aðalfund sinn næstkom- andi sunnudag þ. 31. jan. 1943 í Kaupþingssalnum kl. 5 e.h. Á fundinum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, en auk þess verður rætt um þau mál, er fram kunna að koma. Stjórn Slysavarnadeildarinnar Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.