Morgunblaðið - 20.02.1943, Síða 2

Morgunblaðið - 20.02.1943, Síða 2
2 MORGÍUNBLAÐiÐ Laugardagur 20. febr. 1943. Þorméðs- slysið Framhald af 1. síðu. inni aðallega togararnir Gyllir, Arinbjörn hersir og Rán, auk „Sæbjargar4'. Ennfremui* flug- vjelar frá ameríska flugliðinu og íslenska flugvjelin (örn Johnson). Leitarskilyrði voru ákaflega erfið. BRAK FUNDIÐ. EINNIG EITT LÍK Síðdegis á fimtudag fundu togararnir Gyllir og Arinbjörn hersir brak úr skipi ca. 7 mílur austur af Garðskaga. — Gyllir fann einnig eitt lík af konu þar á floti. Símuðu tog-< ararnir til Sæbjargar og báðu hána að koma á staðinn. Var svo ákveðið að Sæbjörg færi til Reykjavíkur með lík-J ið og tvö allstór stykki úr skipi, sem þarna fundust. ,,Sæbjörg“ kom hingað kl. um 2 í gær. Hafði hún sent skeyti áður og bað fram- kvæmdastjóra Slysavarnafje-* lagsins og kunnugan mann frá skrifstofu Gísla Jónsson, að koma til móts við skipið á ytri höfnina. Sæbjörg hafði með- ferðis: Lík t'rú Jakobínu Pálsdóttur, konu Ágústar Sigurðssonar, .vérslunarstjóra, Bíldudal. Stórt stykki úr þilfari og annáð álíka úr byrðing. Vafa- laust hvorttveggja úr ,,Þor- móði“. Talsvert af smærra spýtna braki var einnig í sjón- um á sömu slóðum. Björgunarflekinn hefir hins- vegar ekki fundist ennþá. Leitinni var haldið áfrarn. REKALD Á STRÖNDINNI • í gær fanst talsvert af rek- aldi á fjörunum milli Sand- gerðis og Stafness. M. a. fanst afturhluti af björgunarbát, matvælageymslukassi (sem var á þilfari skipsins), vatnskútur, niðursuðudósir (sennilega úr björgunarbát; eða björgunar- fleka). Haldið verður áfram leit á fjörunum. M.sí „I»ORMÓÐÚR“ M.s. „Þormóður" (áður ,,Alden“) var 101 tonn, bygt 1931. Fiskveiðafjel. Njáll í Bíldúdal (Gísíi Jónsson), keypti skipið 1942. Var þá ný- búið að, setja í skipið 240 ha. díeselvjei, svo og nýja hjálpar vjel. Skipið var útbúið öllum fullkomnustu tækjum, svo sem dýptarmæli, talstöð o. fl. — Hafði það skoðunarvottorð til millilandasiglinga. Þetta var önnur ferð skipsins eftir gagn gerða viðgerð, (klpssun). REKIST Á SKER’ Að lokum skal þess getið, að sjerfróðir menn, sém í gær skoðuðu stykki þau úr „Þor- móði“, sem ,Sæbjörg“ kom með telja greinileg merki þess, að .skipið hafi tekið niðri. Er því giskað á, að skipið hafi orðið of grunt fyrir og rekist á svo- nefnda FIös ,við Garðskaga og brotnað þar í apótL Hámarkshraði bifreiða iækkað- ur í 45 km. á k!st. RIKISSTJÖRNIN hefir ákveðið að setja bensín- skömtun og gengur hún í gildi í dag. Um leið hefir dómsmálaráðuneytið birt auglýsingu þar sem hámarkshraði bifreiða er ákveðinn 45 km. á klukku- stund og er það gert til að spara bílbarða, en sú vara er nú illfáanleg eins og kunnugt er. Þrátt fyrir bensínskömtunina munu strætisvagnar, sjerleyfis- bifreiðar og vörubifreiðar geta haldið áfram eins og hingað til, en þyngst mun skömtunin koma niður á þeim, sem eiga einkabíla. Visftlalan: 262 stig Kauplagsnefnd og Hagstof- an hafa reiknað út vísi- tölu febrúarmánaðar. Er hún 262 stig, eða einu stigi lægri en í janúar. Vjelbátinn „Helga Hávarðarson“ rekur i land IGÆRMORGUN slitnaði vjel- báturinn „Helgi Hávarðar- son“ frá Seyðisfirði upp af leg- unni í Sandgerði. Rak bátinn upp í fjöru og brotnaði mikið. „Helgi Hávarðarson“ slitnaði upp um sex leytið í gærmorgun. Rak hann upp á klappir innan- vert í Sandgerði. — Á fjörunni í gær voru gerðar tilraunir til þess að rjetta hann af, en á flóð- inu brotnaði hann svo mjög, að líklegt þykir, að ekki verði hægt að stunda róðra meira á honum á 'þessari vertíð. „Helgi Hávarðarson“ var bygður árið 1939, 27 smálestir að stærð. — Eigandi hans er Há- varður Helgason, útgerðarmaður á Seyðisfirði. ....-------— Sókn Rússa he’dur áf am Rússai- birtu aukatilkynn- ingu í gærkvöldi, þar sem þeir skýrðu frá því, að þeir hefðu hertekið borgirnar Lubotin, Me- refa og Oboyan. Segjast Rússar hafa tekið mikið herfang og marga fanga. Samkvæmt þessu hafa Rússar á valdi sínu járn- brautarlínuna milli Kursk og Kharkov. Lubotin er rúmlega 40 km. fyr ir vestan Kharkov víð járnbraut- ina til Poltava. Merefa er um 25 km. suðvestur af Kharkov við járnbrautiná til Luzovaya. — Oboyan er um 65 km. suður af Kursk. Gandhigetur ekki talað Qandhi er nú Qrðinn svo máttf&rinn að hann má ekki mæla. Er honum var sagt frá því, að þrír ráðherrar ind- versku stjórnarinnar hefðu sagt af sjer brosti hann aðeins. Mönnum hefir verið ráðlagt frá því að heimsækja Gandhi. 17,000 manns í Nýju Delhi hafa farið fram á að Gandhi verði látinn laus Gefnar verða út baékur með skömtunarseðlum og verður í bækur þessar skrifað tegundar- heiti bifreiðar og eigenda ásamt tölum á hraðamæli bifreiðarinn- ar, sem sýna hve marga kíló- metra bifreiðinni hefir verið ek- ið. Fyrsta skömtunartímabilið nær í 100 daga. Gerir stjórnin sjer vonir um, að hægt verði að auka skömtunina eitthvað yfir sumar- í mánuðina, ef bensínskömtunin > gengur vel þetta fyrsta tímabil. Vilhjálmur Þór atvinnumála- ráðherra boðaði blaðamenn á sinn fund í gærdag og skýrði þeim frá bensínskömtuninni. — Kvaðst ráðherrann vona, að bif- reiðastjórar tækju skömtuninni vel og færu í öllu eftir settum reglum. Einkum væri ástæða tii að brýna fyrir bifreiðastjórum að halda vel ákvæði um hámarks- hraðann, því mjög væri nauð- synlegt að spara og- fara vel með bílbarða. Rannsóknii- hefðu leitt í Ijós, að bílabarðar eyddust minna, ef hægt væri ekið. HVERNKÍ SKÖMTUN- INNI ER HAGAÐ. Bílum er skift í 7 flokka og fá bensínskamt eftir því til hvers þeir eru notaðir. Strætisvagnar í Reykjavík og Ilafnarfirði fá 4600 lítra hver bíll til 1. júni. Sjerleyfisbílar, sem notaðir eru til fólksflutriinga, hálfkassabif- reiðar og mjólkurflutningabílar fá 2300 lítra. Leigubifreiðar. 4 til 6 manna fá 1400 lítra. Einkabifreiðum er skift í fjóra ílokka: Læknabifreiðar fá 400 lítra, eða, sem svarar 4 lítrum á dag, einkabifreiðar fá 200 lítra, eða sem svarar 2 lítrum á dag. Smábifreiðar, 3—4 manna fá 150 lítra, eða iy2 líter á dag. Bifhjól fá 30 lítra. Vörubifreiðar, 2 tonna og stærri fá 1650 lítra, iy2 tonns 1400 lítra og smávörubifreiðar 200 lítra. Sjerstök reglugerð verður sett um bensín handa fiskbátum. UNDANÞÁGUR FRÁ SKÖMTUN. Samkvæmt reglugerð, sem birt var í Lögbirtingablaðinu í gær um benalínskömtunina eru bifreið ar ríkisstjórans, ríkisstjórnarinn ar, svo og bifreiðar útlendra fulltrúa erlendra ríkja undan- þegnar bensínskömtuninni. Enn fremur getur atvinnumálaráðu- neytið aukið bensínskamt til bif- reiða og annara vjela, sem eru eignir' ríkisstofnanna, eða bæjar- og sveitarfjelaga, eða teknar eru á leigu af þeim og eingöngu notaðar í þágu þeirra. Fyrsli fundur Menlamálaráðs Mentamálaráðið nýja hjelt fyrsta fund sinn í gær. Formaður ráðisns var kjör- inn Valtýr Stefánsson, ritstjóri, varaformaður Vilhjálmur Þ„ Gíslason og ritari Barði Guð- mundsson. -- ♦ ----- r Obreytt ástand * np • i f unis L> rjettir frá Norður-Afríku, * seint í gærkvöldi hermdu, að engin breýting hefði orðið á hernaðaraðstöðunni. Breskar og franskar hersveitir hafa gert árásir á stöðvar Þjóðverja og oi’ðið vel ágengt. Hafa Þjóð- verjar beðið mikið manntjón, en bandamenn náð á sitt vald föngum og hergögnum. í fjalllendinu fyrir suðvest- an Pont du Fahs gerðu Frakki ar áhlaup og tóku 50 fanga. Meðal þeirra voru margir liðs- foringjar. --— ♦ —--- tldsvoli I Dan- mörku P regnir , frá Stokkhólmi »• herma að verksmiðjubygg-i ingar Burmeister & Wain verksmiðjanna í Frederikshavn hafi gersamlega eyðilagst í eldi. Verksmiðjur þessar fram- leiddu kafbátavjelar fyrir Þjóð verja. Eldur kom upp í verk- smiðjunum á mörgum stöðum í einu og þykir það benda til að um skemdarverk sje að ræða. Gasgeymar sprungu í loft upp og sprengingar voru svo miklar að verkamenn leit-i uðu til loftvarnaskýla, þar sem þeir hjeldu að Bretar væru að gera loftárás. Best að auglýsa i M^rpnlbUSbitt. Næturlæknir er í nótt Úlfai Þórðarson, Sólvallagötu 18. Sími 4411. Næturvörður er í Ingólfs Apo- teki. Messur í dómkirkjunni á mot& un kl. 11 sjera Bjarni Jónsson, kl. 5 sjera Friðrik Hallgrímssou- Á Elliheimilinu kl. 1.30, sjeía Sigurbjöm Á. Gíslason. Hallgrímssókn. Kl. 11 f- Barnaguðsþjónusta í Austui- bæjarskólanum. Sjera Jak0** Jónsson; kl. & messa á sama sta° sjera Sigurbjöm Einarsson. Kl- 10 f. h. sunnudagaskóli í Gag'11' fræðaskólanum við Lindai'g0^11' Nesprestakall. Messað á moi'íi' un í Kapellu Háskólans kl. 2- Laugarnesprestakall. Messað^1 Laugamesskólá á morgun kl- • Barnaguðsþjónusta í Lauga> nesskóla á morgun kl. 10. Fríkirkjan. Bamaguðsþj011113 u‘ kl. 1.30, sjera Ámi Sigurðss011; Kl. 5 síðdegismessa, sjera Aia Sigurðsson. Frjálslyndi söfnuðurinn. í Fríkirkjunni í Reykjavík morgun kl. 11. Jón Auðuns. í Kaþólsku kii-kjunni. Háwessa kl. 10 og bænahald kl. 6y2 sl I Hafnarfirði, hámessa kl- 9 bænahald kl. 6 síðd. Það er ekkí að undra, þott vilji láta ýmislegt heita þessari stúlku, meira a° ja_ stöðuvatn. En það gerðu a egö ríkjamenn í Alaska, vegna ^ lwe vinsæl hún var or^^ga þeirra. Hún skrifast a vl° ! f‘ún þeirra, og suma þeirra he ir aldrei sjeð. Lfsakið, en getið Þi®r , hvar pósthúsið er’ ^ íei, því miður, jeí? e . 0 að leita að því, en jeg íkki að vinna saman' sur- í norður, en þjer ^t, þegar við hittums ir annar hvor okkar fundið það“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.