Morgunblaðið - 21.02.1943, Side 2

Morgunblaðið - 21.02.1943, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. febr. 1943. ••MnnamiHHiNiiHfiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiHifincniuia draea úr sók Hjðtpin til Klnverja niH’ Washington 19. febr. KtNA er mikilvægur aðili í því starfi að sigra Japan. — Án samstarfs við Kínverja myndu allar áætlanir um að sigra Japana, vera óáreiðan- legri en ella. Kína er einnig mikilvægur liður í öryggi Kyrrahafssvæðisins að ófriðn- um loknum. Þótt ýmsir Kínverjar sjeu ekki vonglaðir nú um stundir, þá hafa Bandaríkin nú og í framtíðinni allan hug á því að hjálpa Kínverjum. Viðburðir síðustu tíma og núverandi á- stæður sýna, að allt það, sem Bandaríkjamenn hafa ekki gert fyrir Kínverja, stafar ekki af vanrækslu, heldur af óvið-* ráðanlegum aðstæðum, ásamt erfiðleikum annarstaðar, sem fyrst verður að yfirvinna. Segja má að öll Bandaríkja-* þjóðin hafi fagnað frú Chiang Kai Shek, óg eftir ræðu henn- ar í þinginU koma áreiðanlega frám raddir um það, að Kín- verjum sje látin meiri hjálp 1 tje. Tillögur í þessa átt hafa þegar komið ffam í umræðum í þinginu um aukningu láns- og leigUhjálparinnar. Hefir komið fram í umræðum þess- um, hve sorglega lítil aðstoð hefir verið veitt Kínverjum, miðað við þá miklu hjálp, sem Bretum og Rússum hefir fallið j í skaut. En fögnuður yfir hraustum samherjum ætti ekki að hafa áhrif á raunhæfar á- kvarðanir. Nokkur5 gagnrýni kom fram1 eftir ræðu Churchills í síðustu vikú, þar sem hann skýrði frá því, að ákveðið hefði verið að sigra Þjóðverja fyrst, en ráð- ast síðan á Japana. Roosevelt forseti reyndi í ræðu þeirri, er hann síðar hjelt, að þagga j þessa gagnrýni niður, með því að segja, að stefnan gagnvart JapÖnum væri hin sama og gagnvart Þjóðverjum, — að berjast af kapþi á öllum víg- stöðvum og sigra eins fljótt og hægt er. Sannleikurinn er sá, að við getum lítið aðhafst 1 Kína, fyr j en við hófum þangað samgöngj ur á Iandi og sjó. Við getum ekki einu sintti gert miklar loft árásir á Japan, án áðflutninga leiða fyrir sprengjur og ben-j sín. Enda þótt loftárásir verði, að vera margar og harðar, til þess áð koma að haldi' þá mun um við gera það sem hægt er með samgöngum í lofti. En það er Ijóst, áð veruleg hjálp til Kínverja verður að FRAJVIH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Gagnáhlaup Þjóðverja fara eínníg harðnandí Rússar tóku tvo bæi í gær London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. RÚSSAR gáfu út aukatilkynningu í kvöld, þess efnis, að herir þeirra hefðu tekið tvo bæi, er nefndir eru Krasnograd og Pavlograd. Er Krasnograd um 30 km. vestur af Losovaya, en Pavlograd nokkru norðar. Poul Winterton, frjettaritari News Chroniele, símar í dag, að tvær ástæður sjeu fyrir því, að sókn Rússa sje hægari nú, en áður. Segir hann, að í fyrsta lagi hafi Þjóð- verjar nú komið miklum skriðdrekaf jölda til vígstöðvanna, ásamt öðru varaliði, og í annan stað hafi þíðviðri, sem eru állmikil á suðurhluta vígstöðvanna, tafið framsókn Rússa. Loks segir Poul Winterton, að hinar lengdu aðflutninga- ieiðir Rússa sjeu farnar að gera þeim erfitt fyrir. Skíðaafrek norskra stúdenta Fregnir sem borist hafa til norska blaðafulltrúans hjer, skýra frá því, að all- margir norskir stúdentar við háskóla í Sviss hafi tekið þátt i skíðahlaupum og orðið þar hlutskarpastir. Þrír norskir stúdentar, Rolf Lonnevig (son- ur Rolf Lonnevig majors, sem nú er með norska hernum á Is- landi), Einar Anvik og Nilsen Moe, sem allir eru þektir skíða garpar, urðu fyrstir í saman- lagðri göngu og stökki. 1 33 km. boðhlaupi varð sveit norskra stúdenta fyrst, 9 mínútum á undan næstu sveit. Tíminn var 2 klst., 23 mín., 38 sek. Svissnesku íþróttablöðin ljetu í ljós það álit, að Norðmenn- irnir væru framúrskarandi í í- þróttinni. Llðan Gandhi íei enn versnandi Samkvæmt tilkynningu, sem út var gefin í Bombay í gær, er líðan Gandhi sögð „mjög alvarleg" á þessum ell- efta degi föstu hans. Tvö hundruð þektir stjó'rn- málamenn hafa komið saman í Bombay, til þess að skora á stjórnina, að láta Gandhi laus an skilyrðislaust. Álitið er, að þeirri kröfu verði ekki sinnt, en hinsvegar er sú skoðun uppi að ef Gandhi deyi nú, muni allt samkomulag milli Ind- verja og Breta vera mjög hæp ið í íramtíðinni. Winterton segir enn fremur frá því, að nálægt Kursk og Krasnoarmeisk hafi Þjóðverjar gert áhlaup með miklu skrið- drekaliði og náð nokkru land- svæði af Rússum. í Kákasus er mikil hláka, og hefir þar aðeins verið um staðbundna bardaga að ræða. Einnig er mikill vatnaflaumur af leysingum fyrir vestan Ro- stov, og leiðir allar mjög ó- greiðfærar. Ekki er álitið í Rússlandi, að þetta sjeú upptök vorleysinga, til þess sje enn of snemt, en hinsvegar er sagt, að slíkt sje alls ekki útilokað, svo mildur sem þessi vetur hafi verið. FÓLKIÐ I KÁKASUS Berlínarfregnir hermdu í dag, að herjum Þjóðverja í Kákasus hefði orðið miklu erf- iðara um undanhaldið þar, vegna þess, að íbúar margra hjeraðanna hefðu heimtað að komast á brott með þýska hern um, „til þess að komast ekki aftur undir ok bolsjevismans“, eins og það er orðað. Segir enn fremur, að þýski her- inn hafi tekið eins mikið af þessu fólki, sem sje af mörgum mismunandi þjóðflokkum, með sjer, og hægt hafi verið, en auðvitað hafi þess enginn kost- ur verið, að flytja það allt. LOFTÁRÁSIR Á MURMANSK Þýska herstjórnin segir, að bæði í nótt og fyrrinótt hafi verið gerðar loftárásir á Mur- ! manskborg og höfnina þar. — Steypiflugvjelar gerðu þessar árásir, og kom til nokkurra loft bardaga. Æskulýðsvika K. F. U. M. og K. hefst í kvöld með almennri æsku- lýlssamkomu kl. 8x/% í húsi fjelag anna á Amtmannsstíg 2 B. Sjera Bjami Jónsson, formaður K, F. U. M. talar. Síðan verða sam- komur á hverju kvöldi alla vik- *una. Mikill söngur og hljóðfæra- sláttur verður á hverri sam- komu. Allir eru velkomnir með- an húsrúm leyfir. Fveim áhlaupum Þjóðverja í Tunis hrundið Stórskotaliðsviðureignir við Medenin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. BÁNDAMENN hafa nú endurskipulagt víglínu sína í Suður-Tunis, og hafa þeir stöðvar í hæðum nálægt landamærum Algier. Þjóðverj- ar gerðu í gær tvö áhlaup gegnum skörð í hæðir þessar, en þeim var báðum hrundið. Mikil stórskotaliðsorusta er háð milli áttunda hersins og hersveita möndulveldanna, nálægt Medenin, en þar hefir verið mikið um sandstorma, sem hamlað hafa mjög hem- aði í lofti á þessum slóðum. Alerander hershöfðingi hefir nú tekið við stjórn herj- anna í Norður-Afríku, sem undirmaður Eisenhowers, og herma fregnir að hann hafi nú bækistöðu við vígstöðvarnar í Tunis. Ctiurchili veikur Lundúnafregnir herma, að Churchill, försætisráðh. Breta, liggi nú rúmfasturj og hafi verið allþungt haldinn. 1 dag er líðan hans sögð nokk- uru betri, hitinn minni en áð- ur, en nokkur bólga sögð í öðru lunga ráðherrans. Loftárás á Wilhelmshafen Breska flugmálaráðuneytið tilkynti í gær, að miklir árásarleiðangrar hefðu verið farnir af sprengjuflugvjelum Breta í fyrrinótt. Var mesta 'árásin gerð á Wilhelmshafen, en á þá þorg hafa oft verið gerðar árásir upp á síðkastið. Áðrar flugvjelar rjeðust á raf magnsstöðvar við Leirufljót í Frakklandi, bg enn aðrar á ýmsa staði í Vestur-Þýskalandi Segir 1 tilkynningunni, að árásirnar hafi verið mjög harð ar, og ennfremur, að ein þýsk næturorstuflugvjel hafi verið skotin niður. Fjórtán breskar flugvjelar komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Þá tilkynti flugmálaráðu- neytið, að nokkrar þýskar flug vjelár hefðu í fyrrinótt varpað sprengjum á Austurströnd Skotlands, og hefði þar orðið manntjón og eigna. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína Elísabet Tilkynning frá aðalbæki- stöðvum Frakka i Norður-Af- ríku í kvöld, segir frá því, áð illviðri hafi verið þá um dag- inn á vígstöðvum þeim, sem Frakkar verja, og urðu Jmr eng ar breytingar, þótt árás væri gerð á stöðvar þeirra síðari hluta dags. Frakkar hrundu þessari á- rás með aðstoð bandamanna sinna, og gátu Þjóðverjar ekk ert sótt fram. Voru þarna eyði- lagðir fyrir þeim ellefu skrið- drekar. Hörfuðu þeir til sinna fyrri stöðva aftur. Norðar á vígstöðvunum gerðu breskar sveir skyndi- áhlaup, og tókst að valda mönd ulveldasveitum, sem þar voru fyrir, nokkru tjóni. Breskir varðliðsmenn gengu sjerlega ‘ vel fram við það að hrinda j áhlaupum Þjóðverja, sem fyr var getið. í fyrradag gerðu Þjóðverj- ar hatramlegt áhlaup fyrir vestan Kairouan og tókst að ná þar litlu sveitaþorpi á sitt vald. Japanar gleiðir Talsmaður japanska hermála ráðuneytisins ljet svo um mælt í gær, að ekki væri nema tímaspursmál, hvenær Japanar gengju algerlega milli bols og höfuðs á Kínverjum. Fregnir í gær hermdu, að harðar orustur geysi nú víða um Kína, og hafi Japanar náð þar einni þýðingarmikilli borg á sitt vald. Sjúklingar á Vífilsstöðum biðja blaðið að færa harmónikuleikur- unum-Braga Hlíðberg og Halldóri Helgadóttir frá Lafirði og Stef- Einarssyni þakkir fyrir skemtun án Guðmundsson, Hafnarfirði. Mna, föstudaginn 12. þ. mán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.