Morgunblaðið - 21.02.1943, Page 5

Morgunblaðið - 21.02.1943, Page 5
Sunnudagur 21. febr. 1943. SsSÞ' Reykjauíkurbrief Útgel. <!H.t Árvakur, Reykjavlk Framkv.atJ.: Slgfú» Jönsson. Btf«tjðrar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBam. >, Augrlýsingar: Árnl Óla. Bttstjðrn, auglýsing^r og afgretð«l» áusturstræti 8. — Slmi 1600. IjBkrtftargjald: kr. 6.00 6. mánuBt innanlands, kr. 8.00 utanland* 9 tausasölu: 40 aura eintakiB. 60 aura meG Lesbðk Hirrnalfregi i ÆjIR hefir enn þá einu sinni krafið íslensku þjóðina þungbærrar fórnar, ef til vill þungbærari en nokkru sinni fyr. JÞrír tugir fullvaxinna manna og kvenna ásamt einu barni hafa látið líf sitt í stríði við hamslaus náttúruöf L Þegar slíkir atburðir gerast hlýtur svo að fara, að öll þjóðin, sameiginlega, kenni hins sárasta harms. Hún sjer stórt skarð „op- ið og ófullt standa“. Hún sjer að þessu sinni, ekki aðeins á bak vöskum sjómönnum, heldur og stórum hóp borgara sinna, hús- mæðrum frá kyrrlátu heimilis- starfi, ötulum forystumönnum úr atvinnulífi lítils þorps og barni í frumbernsku. En enda þótt þjóðin í heild: kenni biturs harms við Þormóðsslysið, verður þó sorgin sárust og tjónið óbæt- anlegast þeim, sem ástvini sína eiga nú í hinni votu gröf. Frá Bíldudal, sem hefir um 350 íbúa hafa farist 22 menn, karlmenn og konur. Þar hefir því stórt skarð orðið fyrir skildi. — Fjöldi heimila í *þessu litla vest- firska þorpi hefir beðið óbætan- legt afhroð og hvert einasta heim ili á nánum samstarfsmönnum, vinum og kunningjum á bak að sjá. Til þessa staðar sorgar og saknaðar streymir nú hljóðlát samúð allrar íslensku þjóðarinn- ar. Sama máli gegnir um öil þau íslensku heimilin, sem nú sitja í sorg eftir ástvinamissi af völd- um ægis. 1 öðru vestfirsku sjávarþorpi, Súðavík við Isafjarðardjúp, hef- ir einnig nýlega orðið tilfinnan- legt sjóslys. Þar fórust 5 ungir og dugandi sjómenn fyrir nokkr- um dögum, er þeir voru í fiski- róðri. Einnig þar ríkir söknuður og sorg. En þegar hugurinn hvarflar frá ótíðindum þessum, verður sú staðreynd ljósari en fyrr, við hve ömurlegt ástand Vestfirðingar búa nú um samgöngur við höfuð- borg landsins. Ferðir strndferða- skipa við þennan landshluta eru svo strjálar, að fjarri fer að við- unandi sje. Smáþorpin á Vest- fjörðum hafa vikum og jafnvel mánuðum saman orðið að Vera ári þess að strandferðaskip komi þar við. Skipaútgerð ríkisins hef- ir því orðið að leigja ýms smá- skip til vöruflntninga til og frá þessum stöðum. Með þessum smá skipum verða svo oft og einatt •fleiri og færri farþegar að taka sjer far. — Það er auðsætt að enda þótt þessi skip sjeu hin traustustu, fer þó fjarri því, að ferðalög með þeim um hávetur, hafi upp á það öryggi að bjóða, sem hin stærri strandferðaskip. Verður vissulega að athuga hvort unnt er að bæta úr þessum ; samgönguvandræðum. Breytingatímar. Dýrtíðarfrumvörp ríkisstjóm- arinnar eru ekki komin fram, þegar þetta er ritað. En þau hljóta að vera á næstu grös- um. Tímabil verðlagsstöðvunar- innar, er stjómin setti í uppháfi, er langt liðið. Nú kemur til á- takanna um þá löggjöf, sem þarf að stöðva verðbólguna. Verða menn að vænta þess, að upp úr þeim tveggja mánaða undirbúningi komi einhver þau ráð, sem þingið getur fallist á. 1 ræðu og riti hefir mikið verið talað um, að á þessum við- sjártímum þurfi landsmenn að færa fómir. En nokkurs skoð- anamunar hefir gætt um það, hvemig ætti að jafna þeim nið- ur, hverjir ættu að bera byrð- amar, og hverjir að komast hjá þeim. Jafnframt því, sem menn hafa sjeð kaupmátt krónunnar þverra, láta sumir leiðtogamir eins og almenningur eigi að treysta krónufjöldanum umfram alt, en ekki kaupmætti hennar. .Kommúnistar tala mest um fómir. Þeir lesa um slíkt í frá- sögnum af styrjöldinni. En jafn- framt brýna þeir það fyrir fóm- fúsum flokksmönnum sínum, að þeir megi aldrei láta slíkt henda, að hverfa hænufet frá kröfun- um um fylstu vísitöluhækkun í kaupi í krónutali. Hingað til hefir almenningur hjer á landi haft takmarkaða trú á þeim kenningum, sem ís- lenskir kommðnistar hafa tekið upp úr fræðum rússneskra flokksbræðra sinna. En skyldu þeir, sem nú hafa lengi barist og fórnað öllu, austur á sljettum Kússlands, vera kröfuharðir um fullar launabætur fyrir störf sín? Eða hugsa þeir sjer að fá laun, sín á annan hátt? Hættan. Sannleikurinn er sá, að við íslendingar, hvar í flokki sem við stöndum, höfum ekki enn gert okkur grein fyrir þeirri hættu, eða þeim margvíslegu hættum, er yfir okkur vofa. Við höfum talað um þær, meira og minna utangarna, eiii lifum enn í þeirri fölsku trú, að þær kunni að líða hjá, eins og vindurinn, sem enginn veit hvaðan kemur eða hvert fer. Meðan þessi ljettúð ríkir, í skini þess skjótfengna gulls, sem þjóðinni hefir borist, er hætt við, að varúðarráðstafanir allar og umbætur fari í hgnda- skolum. En athygli stjetta og flokka beinist að því, að gera strandhögg riiikil í eignir og auð, sem menn hyggja í annars garði. Þegar Jón Sveinsson, hinn víð- frægi sagnahöfundur heimsótti [ Island sumarið 1930, eftir langa fjai-vist, ljet hann í ljósi undr- un sína yfir því, hve okkur tókst hjer heima að belgja út smá- vægileg ágreiningsatriði, og mynda um þau harðsnúna flokka. Látið ekki svona, ?agði gamli maðurinn Þið viljið allir eitt og hið sama. Þið viljið ættjörðinni vel. Nokkuð hefir á því borið, að menn sæktu sjónarmið sín í þjóðmálum út fyrir landsteina. En meginþorri allra landsmamia getur áreiðanlega aðhylst þessa skoðun „Nonna“ — einkum þeg- ar að því kemur, að landslýður sjer, að þjóðin er í hættu stödd — ekki sáður en ýmsar þær, sem nú verja „eigið land með Blóði og höndum“. Tilraunin. T hinni stórmerku bók Sigurð- * ar Nordal „Islensk menn- ing“, nefnir hann einn kaflann: Tilraunin. Þar lýsir hann að- stöðu smáþjóðarinnar á útjaðri hins byggilega heims, og líkir atvikunum að bygging og sögu þjóðarinnar sem tilraun í hinni miklu og dularfullu örlagasmiðju rfiannlífsins. Þar segir m. a. í niðurlagi: „Sumum gestum, sem til „sögu- eyjarinnar" koma, finst jafnvel, taka út yfir allan þjófabálk, að þurfa að horfa upp á hinar lif- andi kynslóðir, sem rekja ættir sínar til slíkra afreksmanna og spekinga, sem fyrrum bygðu' þetta land“. 1 Ennfremur segir þar: „Ýmiskonar freistingar hafa steðjað að, freistingar til valda, sem áður hafa varja verið dæmi til í þessu landi, freistingar til jarlneskra muna, sem kynslóð harðærisins 1880—1890 hefur þótt furðulegt æfintýri. Á einum vormorgni er einangrun tíu alda rofin svo hastarlega, að hamingj- an má vita, hversu mörg ár Þymirósa verður að nudda stír- umar úr augunum. Enn virðist alveg ný tegund tilraunar vera að byrja“. Ábyrgðin. TT ve mörg ár verðum við að * * „nudda stírumar úr aug- unum“? Og hvemig verður um- horfs í landinu, þegar þjóðin er alvöknuð, skynjar og skilur þau aldahvörf, sem styriöldin hefir leitt yfir okkur? Á forráðamönn- um þjóðarinnar hvílir mikil á- byrgð. Svefnrofin verða að vera sem' styst. Við verðum sem fyrst að skilja til fulls, að hjer þarf ný átök, með nýjum við- fangsefnum. Með nýjum tímum þarf að skapast ný djarfhuga framsýn þjóð, er varðveitir með kostgæfni foman menningararf, en lærir af tækni nútímans að nota sjer sem skynsamlegast gæði lands og sjávar. Þeir. sem vaka yfir menning vorri, á hinu andlega sviði, og hinir, sem fremst standa á sviði hinna verklegu framkvæmda, verða að vinna saman sem bræð- ur, að andlegri og líkamlegri velferð landsmanna, vel minnug- ir þess, að hverskyns ójöfnuður er smáþjóðinni hættulegur. Tífiindalítið. Síðan atkvæðagreiðslu lauk þinginu um fjárlögin hefir verið fremur tíðindalítið þaðan. Afgreidd voru lögin um hjeraða- bönn, samkv. ósk bindindis- manna. Eru þau lög, eins og frá þeim er gengið, einhver hin fá- ránlegustu, að því leyti, að tek- ið er fram í lögunum, að athuga skuli hvort þau brjóti ekki í bág við milliríkjasamninga. Reynist svo að vera, virðast þau eigi að vera að vettugi virt. En skyldi það ekki hafa verið viðkunnan- legra, að löggjafinn athugaði þá mílliríkjasamninga sem til greina, geta komið, áður en lögin voru samþykt, og láta hjá líða að samþykkja þau og afgreiða, ef samningarnir gera þau óhæf til framkvæmda? Leiðinlegt mál. T T ndanfarin ár hefir hvað eft- ' ir annað bólað á leiðinlegu máli milli jarðeiganda í Selvogi og sandgræðslustjóra. Er það nú til meðferðar á Alþingi. • Selvogur er meðal þeirra sveita á landinu, sem verst eru leiknar af uppblæstri og sandfoki. Stór landspilda austan við Selvogs- hverfið var girt og friðuð fyrir nokkrum árum. Hefði sú friðun ekki komist á, og landspjöll feng- ið þar að halda áfram, var full- komin landáuðn þar yfirvofandi. í þessu friðlandi sandgi-æðslunn- ar sem öðrum hefir gróðri far- ið örar fram, en menn gátu vænst, einkum á þeirri spildu, sem næst er bæjahverfinu. Nú vill svo leiðinlega til, að einn eða fleiri Selvogsbændur vilja fá þá spildu tekna undan friðlandinu, þar sem mestur sjest árangur friðunarinnar, enda þótt landið sje, sem vonlegt er, Jangt frá því enn að vera full- gróið. Og fái þetta land, sem er að gróa upp, ágang búfjár að nýju, kemur þar upp sandfok, sem ógnar bygðinni. Hjer er seilst eftir stundar- hag, á kostnað framtíðarinnar,, þvert ofan í þann tilgang sand- græðslunnar að vernda gróður landsins, til varanlegra hagsbóta fyrir bændur og búalýð. í þeim anda eru sandgræðslulögin sett, og í þeim anda hefir þeim ver- ið framfylgt víða með undra- verðum árangri. Leiðinlegt, ef Alþingi ætlar að rífa það niður, sem bygt hefir verið upp í þessu máli. Því ef á einum stað verð- ur farið að seilast eftir nýgræð- ingi friðlanda til sauðbeitar, ef hætt við að ýtt verði undir aðra eins skammsýni . víðar. Gunnlaugur Kristmundsson sandgi'æðslustjóri hefir unnið svo mikið og gott verk við sand- græðslu og verndun gróðurs í sveitum landsins, að þingi og stjórn er óhætt að hlíta ráðum hans. Hann á þá tiltrú skilið. *siHuiiiiiiiiiiiiiNiiiiiuuuuDuiuinnt 20. febr. aiiiiiiiinmiiniiuiiiiiiiiiiiiiiiuninui Nýtt landnám. C* yrir forgöngu Árna G. Ey- * lands forstjóra hafa verið keyptar til landsins stórvirkar skurðgröfur' af annari gerð, en hjer hafa áður sjest, og hafa reynst vel. í sambandi við þessa reynslu hefir verið gerð breyt- ing á kafla jarðræktarlagaxma um vjelasjóð, þess efnis m. a., að vjelasjóður annist starfrækslu skurðgrafa, þar sem hæfilegt verkefni er fyrir þær, og sje framkvæmd slíkra jarðbóta með því betur trygð en álur. En einmitt með þessum hætti ætti að mega vænta þess, að fleiri og fleiri mýraflæmi verði tekin til framræslu, þurkuð svo þau geti með tímanum breyst í hin bestu ræktarlönd. Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri hefir í hinni eftirtektar- verðu grein sinni í síðasta árs- riti Skógræktarfjelagsins bent á það með skýrum rökum, hve gróðurlendi lands vors er í mik- illi hættu vegna þess, hve ágang- ur búfjár er niikill, landið víða ofsetið. En ef fjármagn er til 1 land- inu, til þess að ræsa fram mýr- arnar, breyta þeim i valllendi og auðunnin ræktarlönd, þá fæst þar með tímanum mikill gróð- urauki til stofnunar nýbýla, sem ætti að geta verið vel borgið. Fastari tök. Kvartað hefir yeriö vfir því nú um skeið. og það með fullum rökum, að altof mikla af nýræktirini í sveitum landsins sje ábótavant. Qhentugt land tekið til ræktunar og landið ekki nægilega vel unnið, meðalafrakst- ur nýræktarinnar of lítill. Nú ætti að vera kominn tími til að kippa þessu í lag, með' þfí að gera þeim, sem jarðrækt- arstyrks njóta, að skyldu, að finna ræktunarstörfin eftir full- nægjandi reglum. Helst ætti það að vera svo, að á hverju býli væri nýræktin framkvæmd eftir ákveðnum fyrirmælum trúnaðar- manna, þar sem trygt væri, að hentugasta landið væri valið til ræktunar, og reglur settar um ræktunaraðferðina á hverjum stað. Með því móti yrði afrakst- urinn best trvgður í framtíðinni Járnsmiðir og vjelsljórar óskast. Upplýsingar hjá verkstjóra, sími 1369. Vjelsmlðiao HjeiHno ti,f. ðurstavörur Höfum allar tegundir af heimilisburstum. Heildvershm JÓH. KARLSSONAR & Co., Sími 1707 (2 línur).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.