Morgunblaðið - 19.03.1943, Side 2

Morgunblaðið - 19.03.1943, Side 2
t MOEG UNBLAÐIÐ Pöstudagur 19. mars 1943. Rússum miðar vel áfram til Briansk og Smolensk Bandaríkj amenn taka Gafsa pjóðverjar viðurkenna að þeir mæti harðaril mótspyrnu hjá Donetz f Stokkhólmi í gærkveldi. Einkask. til Mbl. frá Reuter. EFTIR BELARD VALERY. RÚSSAR hafa sótt fram og náð miklum árangri á miðvígstöðvunum, einkum hef ir suður fylk- ingararmur hersins sótt fram í áttina til Bri- ansk, með því að ná á sitt vald járnbrautinni milli Such- inchi og Smolensk hjá Zanoznaya, sem er um 85 km. fyrir norðan Briansk. Mótstaða Rússa er einnig stöðugt að aukast á Khar- kov-vígstöðvunum og játa Þjóðverjar þetta sjálfir, eftir því, sem Berlínarfrjettaritari sænska blaðsins Dagens Ny- heter, símar blaði sínu í dag. Honum var sagt, að Rússar hefðu teflt fram miklu varaliði á Kharkov-vígstöðvunum. SÓKNIN TIL SMOLENSK Rússar halda enn áfram sókn sinni til Smolensk og sækja að borginni úr tveimur áttum, norðri og austri. Eru Rússar nú komriir að þýðingarmikilli járnbrautarskiftistöð, Durovo, sem er á aðaljámbrautarlínunni milli Vyasma og Smolensk, um 70 km. áustur af Smolensk. Annar herinn sækir fram meðfram járnbrautinni frá Nikitinka og er aðeins um 35 km. frá Durovo, en hinn her- inn sækir fram meðfram aðal- járnbrautinni beint í vestur frá Vyasma. Rússar þurfa að brjótast í gegnum gríðarlega sterkar varnarlínur áður en þeir kom ast til Smolensk og auk virkj- anna er skóglendi, sem nær yfir 75 til 120 km. breitt svæði Þjóðverjar eru stöðugt á und-t anhaldi, en verjast þó vel á undanhaldinu. Einkum virðast Þjóðverjar reyna að halda velli við ámar, . enda oft best til vamar á þeim stöðum. RtJSSAR bæta aðstöðu sína hjá donetz Paul Winterton, frjettaritari News Chronicle í Moskva, sím- ar 1 kvöid (fimtudag): „Það er mjög áberandi hve Rússar hafa bætt aðstöðu sína á Kharkovvígstöðvunum und- anfarna tvo daga. Það er of snemt að fullyrða að Rússar hafi stöðvað sókn Þjóðverja, eða að halda því fram að hin gríðarþunga sókn Þjóðverja hafi náð hámarki, en eins og nú standa sakir, virðast Þjóð- yerjar ekki geta sótt frekar fram. Þjóðverjar gera alt, sem þeir geta, til að hindra Rússa í því að koma sjer upp föstum vamarlínum í norðurhluta Don etzhjeraðs. Þjóðverjar hafa orðið fyrir miklu manntjóni í þessari sókn sinni og einnig hafa þeir tapað miklu af hergögnum. Þeir tefla samt stöðugt fram nýju vara- liði, en Rússar hafa hrundið hverju áhlaupinu á fætur öðru. Sjerstaklega harðar orustur urðu um tvo staði, sem ekki eru nafngreindir, á hægri bakka Dontzfljótsins. Þjóðverj- FRAMH. Á SJÖTTF SÍÐU. ÞJóðverjar „smala" ungum mflnnum um alt Frakkland Eftir Reginald Langford, frjettaritara Reuters í Zurich. Einkaskeyti til Morgunblaðáin?;. Hersveitir Þjóð^erja og ítala hika enn við að ráðast gegn urigu Froklcunum, sem hafa flúið ppp í Savoy-A Ipana, én eftir því, sem síðustu fregnir herma, en ekki er búist við að lengi drag ist úr þessu, að Þjóðverjar láti til skarar skríða. Nokkrar sveitir ríkislögregl- unnar frönsku hafa farið frá Thonon, senver Frakklandsmegin á strönd Genfarvatns. Ekki er vitað hVert ferð þessara deilda er heitið. Um 2000 hermenn hafa tekið sjer bólfestu í nálægum þorpum. Fregnir þær, sem bárust á dög- unum, um að hundruð föðurlands vina hefðu gefist upp éru nú bornar til baka og ságt að það hafi verið flóttamenn, sem voru að reyna að komas.t upp í fjöllin, sem gáfust upp fyrir Þjóðverj- um. Svissneska blaðið „Curiex“ segir, að uppreisnarandi sje að magnast um alt Frakkland. — Blaðið segir: „Gestapolögreglan handtekur unga menn um alt Frakkland og „smaJar" þeim ,eins og fjenaði upþ í farartæki og síðan er ekið með þá áleiðis til Þý?kalands. FRAMII. 1 SJÖTTU SÍÐU. Giraud hefir grenst Nýjústú myndir, ■ sem teknar hafa verið áf Giraud, hers- höfðingja, sýna að hann hefir lagt mjög af frá því í byrjun ófriðarins. Á myndum, sem teknar voru af honum áður en hann var tekinn höndum í bardögunum um Frakkland, var hann feitlaginn og pattaralegur. Myndin hjer að ofan er ein af nýjustu myndum, sem teknar hafa verið af Giraud. Með honum er fuíltrúi hans. 8. tierinn bætir að stððu sfna Churchill vlll ráða . ingmaðúr eirin í neðri mál- stofunni beindi þeirri spurningu til Winstoris Chur- chills forsætisráðherra, hvort hann myndi ekki sjá sjer fært, að segja nú álit sitt á tillögum Sir Williams Beveridge í út- varpsræðu þeirri, sem hann væri sagðúr ætla að flýtja á næstunni. Churchill svaraði: „Herra minn! Jeg vonast til þess, að mjer verði leyft að semja sjálfur mína eigin út- varpsræðu“. >o<><><><> <><><><><><><><><> <><r>o Kaiser ætiar að o byggja sex flug- vjelaskip á mánuði Washington í gær- kveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Henry J. Kaiser, skipa- smiðurinn frægi, skýrði blaðamönnum frá því í dag, að verið væri að byggja nýja tegund af flugvjelamóðurskipum og í lok yfirstandandi árs myndi verða bygð sex slík flugvjelamóðurskip á mán uði hverjum. Þessi skip verða ýmist notuð sem flugvjelamóður- skip eða flutningaskip fyrir flugvjelar. 0 OOOOOOOOOOOOOOOOOO Útvarpið í Algeirs skýrði frá því í gærkveldi að franska ný- lendan Franska Guiana (í Suður Ameríku) hafi gengið í lið með Giraud hershöfðingja. Reuter. Ame Iskar ttugvielar gera árás ð ÞýsKa- tand f bjortu London í gærkveldi. h að var opinberlega tilkynt * hjer í kvöld, að amerískar sprengjuflugvjelar hafi í dag far- ið til árása á kafbátastöðina Vegesack, sem er skamt frá Bremen. Þýska frjettastofan skýrði frá því, að amerískar flugvjelar hefðu í dag komið til árása á etaði í norðVeríur strandhjenið- um Þýskalands. Segir frjettastof an, að komið hafi til mikilla loft-i bardaga og að átta amerískar flugvjelar hafi verið skotnar nið- ur. Breski flugherinn fór til árása á stöðvar á meginlandinu. Meðal staða, sem árásir voru gerðar á var Maasluis í Hollandi, sem er smá fískiþorp, en sém Þjóðverj- ar nota, sem flotabækistöð og olíubirgðastöð. — Reuter. London í gær. Einka- skeyti til Morgunblaðs- ins frá Reuter, PAÐ VAR OPINBERLEGA tilkynt í gærmorgun, að Bandaríkjahersveitir í Mið- Túnis hefSu sótt fram um 50 km. og náS á sitt vald bænum Gafsa, en það er þýðingarmikill samgöngubær. Með Ameriku- mönnum voru franskar herdeild ir. Þjóðverjar veittu litla mót- spyrnu og hörfuðu undan aust ur á bóginn. Er talið, að Þjóð- verjar muni taka sjer varnar- stöðvar við bæinn E1 Guettaf. David Brown, frjettaritari Reuters í Túnis, segir að her- flutningar allir sjeu miklum erfiðleikum bundnir sökum undanfarandi rigninga. Hefir verið stöðug rigning á þessum slóðum undanfarandi 12 klukku stundir. Það virðist ekki ætla að verða neitt lát á rigningunni og vegir allir eru fullir af vatni. 1 slíku veðri er erfitt að halda uppi hernaðaraðgerðum og það eina sem hermennirn- ir geta igert er að grafa sig niður í skotgrafir og reyna að leita sjer skjóls gegn hinuro kalda vindi og rigningu. Lítið hefir verið um hernað- araðgerðir í lofti sökum veðr éttunnar. , FRAKKAR TAKA FANGA I OUSSELITA 1 frönsku herstjómartilkynn- FRAMH. AF SJÖTTT7 SÍÐU. NasUtar í Ameríku avifitr borjíar* rfeltindum NEW YORK í gærkveldi: — Fyrverandi formaður þýska fjelagsskaparins 1 Bandaríkj- unum (German American Bund), Fritz Kuhn og tíu aðr- ir meðlimir þessa fjelagsskap- ar hafa verið sviftir amerísk- um borgararjettindum. 1 desember 1039 var Kuhn dæmdur í 21/2 til 5 ára fang- elsi fyrir svik og önnur brot. Hann er í Sing Sing fangels- inu. — Reuter. Sigmiu frfeldlff: HernaOarástand IMarseille oskvaútvarpið skýrði frá því í kvöld, að hernaðar- ástand ríkti nú í Marseille, Föðurlandsvinír kveiktu í tveimur járnbrautarlestum, sem voru fullar af eldiviði og 85 járnbrautarvagnar eyðilögðust, Sprengju var varpað inn í gistihús, þar sem þýskir liðs- foringjar bjuggu. ÞJÓÐVERJAR YFIRGEFA SUÐUR-SERBÍU. O eint í gærkveldi bárust þser fregnir frá Kairo, að Þjóð>. verjum í Suður-Serbíu hefði verið sikpað að flytja úr landi vegna þess, að yfirvöldin treystu sjer ekki lengu” til að ábyrgjast öryggi þeirra. Talið er að þetta bendi til, að Þjóð«- verjar óttist nú mjög innrás bandamanna á Balkanskaga. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.