Morgunblaðið - 21.05.1943, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1943, Blaðsíða 2
* M0RGUNJ8LAÐIÐ Föstudagur 2L maí 1943. Stórlsga unnið i þýsku kaf- bðtunuin Skipatjónið íer miög minkandi Eden boðar: Loftsókn bandamanna dag og nótt London í gærkvöldi. Einka- skeyti til Morgunblaðsins, frá Reuter. Skipatjónið af völdum kafbáta hefir verið svo að segja óverulegt undan- farið. Herskip og flugvjelar eru á kafbátaveiðum bæði dag og nótt og stöðugt berast fregnir af því, að kafbát- um hafi verið sökt. I>að er alment skoðun sjerfræðinga í sjóhemaði að sameiginleg fylgd og vörn skipalesta á sjó og úr lofti hafi reynst afar vel og að unnið hafi verið að mestu á þeirri hættu, sem skipum bandamanna hef- ir stafað af kafbátum Þjóð verja, sem ráðist hafa í hópum á skipalestirnar. t * 10 Norðmenn teknir af lífi Frá norska bl&ðafulltrúanum: f-x JÓÐVERJAR tóku tíu norðmenn af lífi í fyrra- dag. Sex þeirra voru Godtfried Leirvaag, Arvid Knudsen, Her^ man Thingstad Gustav Berg-i quist, Thorleif Dahl og Egil} Modstad. Þeir voru allir kærð-! ir fyrir „að nafa' gert hernað-i i arlegan undirbúhing til að ganga óvinunum á hönd, ef til innrásar kæmi“. Aðrir þrír, Odd Nielsen, Thorleif Olsen og Johan Elones, voru ákærðir fyrir, „að hafa ekki tilkynt um þénna undirbúning og að hafa hjáípað hinum sex“. Sá tíundi, Peder Morsett, var kærður fyr- ir „ofbéldi gegn þýska hern- um og fyrir að hafa gert til- raun til að flýja land“. Térboven landstjóri neitaði að náða hina dauðadæmdu. 72 flugvjelar Þjóðverja eyðilagðar við Miðjarðarhaf ANTHONY EDEN, utanríkismálaráðherra Breta sagði í ræðu, sem hann flutti á aðalfundí íhaldsflokksins breska í gær, að bandamenn myndu auka lofthernað sinn gegn Þjóðverjum og ráðisf yrði á þá úr lofti bæði dag og nótt. Rússar myndu hjálpa til að ráðist yrði á Þýskaland úr öllum áttum. „ítölum verður heldur ekki gleymt“, sagði Eden. Fregnir af lofthernaðinum síðustu dagana bera með sjer, að ummæli Edens voru ekki orðin tóm. Stöðugur straumur flugvjela hefir undanfarna daga haldið frá flug- völlum Englands. til árása á Þýskaland og hernumdu lönd- in og við Miðjarðarhafið halda flugsveitir bándamanna uppi árásum á stöðvar í Ítalíu frá flugvöllum í Tunis og á Malta. 70 FLUGV.TELAR Á MÓTI 4. FREGNIR bárust um það í gær, a ðflugmenn banda- manna hefðu í gærmorgun eyðilagt alls 72 flugvjel- ar fyrir Þjóðverjum í árásum, sem gerðar voru á Sikiley og, Sardiniu. Fluglið Þjóðverja hefir lítið látið á sjer bera frá [ því bardögum 1 Norður Afríku lauk, þar til í gærmorgun.; Þá rjeðust. um 50 þýskar orustuflugvjelar á sveit ameriskra fljúgandi virkja, sem voru að gera loftárás á flugvöll einn á Sikiley. ________ Loftsókn bandamanna Bandamenn auka stöðugt loftsókn sína á þýskar borgir og hefir verkum verið skift milli Breta og Bandaríkjanna þannig, að breskir flugmenn gera sinar árásir aSallega aS næturlagi, en Bandarikjaflugmenn í björtu. Hjer birtist uppdráttur, sem gefur hugmynd um afstöðuna milli flugvalla Ehglands og megin- landsins. Kristján konung- ur heiil heilsu T fregn frá skrifstofu sendi- • herra Dana hjer í bænum segir, að Kristján konungur X. sje nú orðinn heiil heilsu aftur og haff á ný tekið við stjórnar- taumunum. Konungur hefir haldið ræðu í útvarp til þjóðar sinnar. Kon- ungur hvatti þegua sfna til að . halda uppi röð.og reglu og gat þess að það væri aðalatriðið á núverandi alvörutímum, eins og álmenningur hefði og sýnt að honum væri Ijóst. Að lokum þakkaði konungur | öllum fyrir þá samúð, sem sjer hefði verið sýnd í veikindunum. ! Virkin höfðu lokið við árás- ina og voru á l^eið heim til stöðvar sinnar, er þýsku flug- vjelamar rjeðust að þeim. —- Tókst þarna ákafur loftbardagi sem endaði með því, að 10 flug vjelar Þjóðverja voru skotnar niður. Ljósmyndir, sem síðar voru teknar af flugvellinum á Sikiley, sem vírkin höfðu ráð- ist á, sýndu að þau höfðu eyði- lagt 37 flugvjelar á jörðu niðri, auk flugvjelaskýla. Flugvjelar, sem bækístöðv- ar hafa á Malta voru einnig í leiðöngrum í gær yfir ítölsk- um eyjum og lenti í kasti við þýskar orustuflugvjelar. Þær eyðilögðu 25 flugvjelar fyrir Þjóðverjum í loftbardögum og á jörðu niðri. Bandamenn mistu 4 vjelar í þessum árásum. Loftárás var gerð á Berlín í fyrrinótt. Mosquito sprengju- flugvjelar gerðu árásina. •— Einnig voru gerðar árásir á samgönguleiðir Þjóðverja, bæði innan Þýskalands og her- numdu Iöndunum. Var einkum ráðist á járnbrautarlestir og margar þeirra eyðilagðar. •— Bretar mistu enga flugvjel í árásum sínum í fyrrinótt. LOFTÁRÁSIR ÞJÓÐVERJA Þjóðverjar hafa>* gert loft- árásir á Bretland með fáeinum flugvjelum. í fyrrinótt voru gerðar árásir á Suður EngJand og London, en Bretar segja, að tjón hafi verið lítið. Loftvarna- merki var gefið í London í gærkvöldi. en það stóö stutta stund. Seisslnquart lýs ir alt Holland I harnaHarðstand Seiss-lnquai-t, landstjóri Þjóð verja í Hollandi, hefir lýst alt landið í hemaðarástand. I ræðu, sem Seiss-Iuquart hjelt* sagði hann, að þetta væri gert vegna þess að búast mætti við innrás í landið og vegna spell- virkja, sem framin væru í land- inu. Landstjórinn sagði, að her- rjettirnir í Hollandi ættu við erfiðleika áð stríða vegna þess að spellvirkjamir kæmu ekki fram í dagsljósið sjálfir, held- ur væru þeir, sem til næðust verkfæri í hendi Hollendinga í London, sem skipulegðu spell virkin. Seiss-Inquart sagði, að Þjóð- verjar myndu ekki þola neina mótspyrnu og talaði um að ef til kæmi myndi þýski herinn beita sínum „stærri vopnum“ í baráttunni gegn spellvirkjun- um. Það væri satt. að orðið „Af- ríka“ virtist hafa einhver dul- arfull áhrif á almenning í Hol- landi. Sama máli væri að gegna að nokkru leyti í Þýska- landi sjálfu, en hann neitaði því algerlega, að Þjóðverjar hefðu beðið nokkurn meiri hátt ar ósigur í Afríku. Þjóðvcrjar búast víð stimarsókn Rússa ■ ■' • ' " * " .; ; ; ; . i \ ■ , Segja mikinn viðbúnað hjá Orel u TVARPIÐ í Berlín skýrði frá því I kvöld, að Rúss- ar hefðu nú mikinn viðbúnað undir allsherjar sum- arsókn og mætti búast við að hún hefðist hvaða dag, sem væri. Þjóðverjar búast við að sókn þessi verði hafin á Orei- vígstöðvunum, fyrir sunnan Moskva. í þýskum fregnum er skýrt frá miklum ifer og stórskotaliði í Kursk-hjeraði fyrir sunnan Orel. í fregnum frá Rússlandi er lítið, sem ekkert getið am bardaga, en öllum fregnum ber saman um að bæði Þjóðverjar og Rússar hafi mikinn vfðbúnað undir störsókn. Sænskur sendiherra við hirð Hákonar Nor- egtkonunos í Loodoo SÆNSKA ríkisstjómin hefir ákveðið að senda sendi- herra til hirðar Hákonar Nor- egskonungs í London, en Sví- ar hafa ekki haft sænskan sendiherra hjá norsku stjórn- inni síðan Noregur fjell. Norska blaðafulltrúanum hjer barst skeyti um þetta í gærkvöldi. I skeytinu segir, að samkvæmt Stokkhólmsíregnum hafi Beck-Friis barón, sem starfað hefir sem sendiherra Svía í Portúgal, verið falið að fara til London til að taka upp starf sitt, sem sendiherra við hirð Hákonar Noregskonungs. Beck-Friis barón var starf- andi sendiherra við hirð Ilá- konar konungs fyrir hernám Noregs. Vorkfall í Ghrysler- varksmiðjunom Detroit í gærkvöldi. DREMUR verksmiðjum í Chryslerverksmiðjukerfínu sem vinna að hergagnafram- leiðslu, var lokað í dag vegna verkfalls. Um 14,,^00 manns vinna í þessum verksmiðjum Óttast er, að fleiri verk- smiðjur verði að hætta fram- leiðslu vegna verkfalla. Er óttast að verkföllin geti náð til 85,000 verkamanna. VERKFÖLL í KOLANÁMUM Þá bárust fregnir um það í gær, að verkföll hafi verið gerð í kolanámum í Ohio. Ná verk- föllin til 6000 kolanámuverka- menn. Fjórtán kolanámum hefir verið lokað. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.