Morgunblaðið - 07.08.1943, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.08.1943, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 7. ágúst 1943. * Örþrifaráð Hitlers Framh. af bls. 8. sem gerir það að verkum að óhugsandi verður að setja landamæri í Austur Evrópu sem yfirleitt verði samþykt, hefir orðið þess valdandi að hinir ábyrgu leiðtogar Balk anþjóðanna, — bæði þeir í heimalandinu og þeir, sem ' eru í útlegð — eru fúsari en áður að fallast á hugmynd- ina um bandaríki Balkan- þjóðanna, og sama máli mun skifta um hina skyndilega breyttu afstöðu Rússa til þessarar sömu hugmyndar. Einnig hefir óttinn við fjár hagslegt hrun, sem myndi leiða af endurreisn iðnaðar kerfisins, sem var við iíði fyrir stríðið, haft þau áhrif að vinna hugmvndinni um aukna samvinnu á viðskifta sviðinu fylgi raeðal evróp- ískra stjórnmálamanna, kaupsýsluraani;a og verka- mannalclð cga. En jafnvel þótt oss tkaist að lokum að snúa gereyðingarvopnum haturs og sundrungar gegn Hitler sjálfum, munu af- leiðingar þess böls sem hann er nú að brugga sjálfsagt loða við oss lengi eftir fall hans. Augun jeg hvíli með gleraugum frá Týlihl Tilkynning K. F. U. M. Trúarsamkoma annað kvöld kl 8,30. Allir velkomnir. H JÁLPRÆÐISH ERINN Sunnudag: Siamkomur kl. 11, kl. 4 og kl. 8,30 Kape- lan Ingebrigtsen talar kl. 8,30 Allir velkomnir. ^»***4*»«*M***'»***«^H*««*nt»**M**4**«*M**«*««*******t«*»«**f Kaup-Sala KÝR TIL SÖLU ung, á að bera 20. sept. Til- boð merkt ,,Kýr“ sendist b(laðiny. (Uppl. piíg'ranesl- bletti 30. NOTUÐ HÚSGÖGN keypt ávalt hæsta verði. — Sótt heim. Staðgreiðsla. — Sími 5691. Fornverslunin Grettisgötu 45. KÁPUR ávalt fyrirliggjandi í Kápubúðinni, Laugaveg 35 Vinna STÚLKA vill taka að sér að sjá um einn mann, gegn herbergi. Tilboð merkt ,,reglusöm“ sendist blaðinu fyrir 10. þ. m. UNGLINGSSTÚLKA óskast til að gæta drengs á 3. ári. Gott kaup og hús- næði. Uppl. í síma 2290. Göring skoðar skemdir London í gærkveldi. Til'kynnt var íBerlín ú gær, að Göring marskálkur sem að undanförnu er sagð- ur hafa dvalist í aðalbæki. stöðvum Hitlers á Austur- vígstöðvunum, hafi komið heim til Berlínar, en farið þaðan til Hamborgar, til þess að skoða skemdir þær sem borgin hefir orðið fyrir í loftárásum. Ræddi Göring við Kaufman,hjer- aðsleiðtoga Hamborgar, um það hvað gera bæri vegna skemdanna og illra ástæð- na fólksins í Hamborg. Reuter. BRUNABÓTA- GJÖLDIN, ÁKVÖRÐ- UN FRESTAÐ FRAMLENGING á samn ingi við Sjóvátryggingarfje- lag íslands um brunabóta- tryggingar á húsum í Reykjavík var til umræðu í bæjarstjórn í gær, en fjelag ið hefir, eins og áður hefir verið skýrt frá, farið fram á, að á samningnum yrðu gerðar nokkrar breytingar, ef hann yrði framlengdur. Borgarstjóri skýrði frá því, að hann hefði falið hagfræðingi bæjarins, dr. Birni Björnssyni, að athuga þessa uppástungu fjelagsins um breytingar á samningn- um. En hann gat ekki fyrir þenna bæjarstjórnarfund lokið athugunum sínum. Og því yrði ákvörðunum frest- að um það, hvort bæjar- stjórn vildi endurnýja ’samn inginn, er rennur út 1. apríl næsta ár, ellegar bruna- tryggingarnar yrðu boðnar út. Skipaútgerð ríkisins. Esja Hraðferð til Akureyrar fyrri part næstu viku. Vöru- móttaka á Patreksfjörð, ísa- fjörð og Siglufjörð á mánudag og til Akureyrar á þriðjudag. Viðkoma Bíldudal í báðum leiðum vegna farþega. „Ármannu Vörumóttaka til Vestmanna eyja á mánudag. ■^Yaair GEYSISFERÐIN Munið að lagt verður á stað kl. 8 í fyrramálið frá G. T. húsinu. Hert á aga á Ítalíu London í gærkveldi. Tilkynnt hefir verið í Róm að ítalska stjórnin. hafi á fundi sínum í gær rætt um það meðal annars, hvernig herða mætti á aga í landinu. Var einnig sagt, að stjórn Badoglios vildi vera hægfara umbótastjórn. Reuter. Manntjónið á Sikiley Washington. — Stimson hermálaráðherra Banda- ríkjanna sagði í dag, að 100.000 möndulveldaher- menn hefðu nú alls verið teknir til fanga á Sikiley, og að möndulveldin hefðu beð- ið æði mikið hergangnatjón. Flestir fanganna eru ítalsk- ir. Ráðherrann sagði enn- fremur, að Bandaríkjamenn hefðu þann 22. júlí verið búnir að missa 6000 manns í bardögunum á eynni, og höfðu af þeim fallið 741, særst höfðu 3.000 og 2.300 týnst. Hann sagði einnig að manntjón Breta væri nokkru meira, og manntjón- ið eftir 22. júlí væri ekki mikið. 2> ci a L ó lz Einvígi í Argentínu Bufinos Ayren í gærkveldi. Þrát fyrir eftirlit lögregl- unnar auðnaðist tveim heið- ursmönnum hjer í borginni að heyja einvígi í morgun í hermannaskálum hjer við borg ina. Þetta voru þeir Taborda og Viera, en hinn síðarnefndi er fyrverandi útgefandi blaðs ins Cabildo, sem hlynnt var möndul veldunum. Einvígið, er háð var með sverðum stóð skamma hríð, áður en Ta- borda særðist tvisvar, og var síðan hætt. Taborda, sem er fyrverandi þingmaður hafði áður reynt að berjast við Viera, en lög- reglan kom að þeim, er þeir ætluðu að fara að útkljá sak ir sínar út í skógi. Reuter. FUNDUR í KYRRA- HAFSRÁÐINU London í gærkveldi. Tilkynnt var opinberlegá hjer í London í gær, að Kyrra. hafsráðið hefði setið á fundi þá um daginn. Á fundinum voru: Churchill, utanríkis- ráðherra Kínverja, Sóong, hollenski flotaforinginn 1 Tel- frich og sendiherrar Kínverja og Hollendinga í London. Reuter. 219. dagur ársins. Árdegisháflæði kl. 9. Síðdegisháflæði kl. 21,20. Næturlæknir í læknavarð- stofunni. Sími 5030. í dag. Nesprestakall. Messað í kaphellu Háskólans kl. 2 á mogun. Hafnarfjarðarkirkja. Mess- að á morgun kl. 2. Sr. Garðar Þorsteinsson. Jónína Hannesdóttir kona Halldórs Jónssonar sótara, Nönnugötu 5 á 55 ára afmæli Kaþólska kirkjan í Reykja vík. Hámessa kl. 10 og í Hafn arfirði kl. 9. Hjónaband. í dag verða gefin saipan af sr. Jóni Thor- arensen, Kristjana Jónsdóttir Bjargarstíg 6 og Ólafur Finn bogason Barónsstíg 80. lleim- ili ungu hjónanna verður að Reykjavíkurvegi 25, Skerja- firði. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband af sr. Jóni Auðuns, ungfrú Sig- ríður Þorleifsdóttir Jónsson- ar skrifstokustjóra, Hverfis- götu 39 Ilafnarfirði og llall- dór Baldvinsson Halldórsson- ar skipstjóra Austurgötu 16 Ilafnarfirði. Ileimili ungu hjónanna verður á Ilverfisg. 39 Ilafnarfirði. Sveinn P. Scheving fyrv. lögregluþjónn í Vestmanna- eyjum andaðist að heimili sínu Iljalla 3. ágúst s. 1., 81 árs að aldri. Sveinn var þektur maður í Eyjum og hafði gegnt mörg- um trúnaðarstörfum. Hallgrímskirkja í Saurbæ. Seyðfirðingur 20 kr. Áheit 75 kr. X. Z. 25 kr. ♦!**1* *X**!‘ •!• *X**X**X**X**X**X**!* •*♦ Útvarpið í dag: 20.00 Frjettir. 20.30 Útvarpstríóið: Tríó Op. 42, eftir Beethoven. 20.50 Gamanþáttur: „Verð- launaleikritið“, eftir Þor- lierg Þorsteinsson, Brenni- borg (Gunnþórunn ITalldórs dóttir, Friðfinnur Guðjóns- son). 21.20 Illjómplötur: Endurtek- in lög. x. Wmn ðxurruú, douc^ ; Vefnaðarvöruverslun í Hafnarstræti t il sölu Nánari upplýsingar gefur GUÐLAUGUR ÞORLÁKSSON Austurstræti 7. Sími 2002. t T T t t t t V Í t .♦» ♦*♦»•»»% ♦*m,m*»«*»»*m’» .*♦ •*• **• .*. *. • • *. ,*.,*, ♦ ,*. A • T ♦ .♦..». ♦ ». ♦., ♦, SEX SKIPUM SÖKKT London í gærkveldi. Þýska frjettastofan sagði í kvöld, að þýskir kafbátar hafi nýlega .sökkt 6 skipum | bandamanna úr vel varðri skipalest á Atlandshafi, og hafi þau verið 43.000 smálest- ir að stærð. Ennfremur lösk- uðust tvö skip. Reuter. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vin- semd við andlát og jarðarför SIGURÐAR NORÐFJÖRÐ SIGURÐSSONAR verslunarmanns. Eva Andersen. Sigurður Grímsson Þorsteinn J. Sigurðsson Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för konunnar minnar Guðmundur Andrjesson og böm Borgarnesi Ástúðlegar alúðarþakkir færum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur hluttekningu og hjálp við fráfall og jarðarför okkar elskulegu móður, systur, ömmu og tengdamóður GUÐRÚNAR HALLDÓRU CYRUSDÓTTUR Guð blessi yður öll. Fyrir hqnd aðstandenda Guðbjörg S. Bergmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.