Morgunblaðið - 16.02.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.02.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 16. febrúar 1945. Geysibreið súlnagöng, með þriggja hæða háum súlum, skrýddum gróskumiklum, ilm- andi blómum, lágu upp að and- dyrinu. í súlnagöngunum úði og grúði af fólki, því að þetta var um nónbil, og aldrei fleiri á ferli þar en þá. — Þegar vagninn nam stað- ar fyrir framan súlnagöngin, litu menn fyrst kæruleysislega á hann, hægðu á ferðinni, námu síðan alveg staðar og störðu, með hinni ósvífnu, amerísku forvitni, á vagn Bart Van Steed og farþega hans. Bart- holomew Van Steed, hinn ófor- betranlegi piparsveinn, örvænt ing öllum mæðrum, er vildu gifta dætur sínar — eltur á röndum af öllum gjafvaxta meyjum — keyrandi að gisti- húsanddyrinu um hábjartan dag í fylgd með kvenmanni — meira að segja ungum, falleg- um og ókunnum kvenmanni! Það var stórkostlegt! Niður úr vagninum komu dvergvaxin vera, klædd ein- kennisbúningi með gyltum hnöppum, virðuleg, skrautbúin svertingjakona, sem helst leit út fyrir að vera drotning í út- tegð frá Núbíu, Bart Van Steed og gráklædd, ung kona. Þau gengu upp sOlnagöngin, inh í anddyrið, og á eftir þeim kom hópur af þjónum, sem báru hattaöskjur, ferðatöskur og annan farangur. — Konurnar tóku eftir bún- ingi Clio, kjól hennar og hatti, en karlmennirnir tóku eftir á-. völum, þokkaríkum línum lík- ama hennar, svörtu hárinu, dökkum augunum og grönnum öklunum, er gægðust niður und an pilsfaldi hennar. „O, bölvaður hundurinn!“ hugsuðu þeir. „Þessu hefði jeg aldrei trúað um hann! Hann þóttist ætla að fára að taka á móti móður sinni!“ Nú kom Roscoe Bean, gisti- hússtjórinn, á móti þeim, með miklu írafári, svo að frakkalöf hans stóðu beint út í loftið. „Greifafrú —“, stundi hann. „Greifafrú! Við áttum ekki von á yður fyrr en á morgun“. „Nafn mitt er frú De Chan- fret“, sagði hún kuldalega. „Já, auðvitað — fyrirgefið! í brjefi yðar stóð — —“. Hún gekk að afgreiðsluborð- inu, sem var í'einu horni and- dyrisins, án þess að líta á há- vaxna manninn, sem stóð og hallaði sjer letilega upp að einni súlunni þar rjett hjá. Hún skrifaði nafn sitt í gesta bókina með djarflegri, því nær karlmannlegri rithönd, meðan gistihússtjórinn hjelt áfram að barma sjer. „í brjefi yðar stóð, að þjer kæmuð ekki fyrr en þann 15, frú de Chanfret. Sjáið þjer til! Hjerna ei1 brjefið! Herbergin, sem þjer báðuð um, losna snemma í fyrramálið. Það er hræðilegt, að slík mistök skuli geta komið fyrir“. „Jeg hefði ef til vill heldur átt að fara á eitthvert annað gistihús“. ,,Frú de Chanfret! Nei, nei! Við getum látið yður fá bráða- birgða húsnæði í einu af litlu húsunum--------“. „Litlu húsunum!“ „Það eru mjög glæsilegar íbúðir að húsabaki —“. „Jeg! Að húsabaki!" „Já, en þessi litlu hús eru ekki lítil — þ. e. a. s. þar eru glæsilegustu íbúðirnar, sem við höfum. Margir okkar göfugustu gesta vilja ekki sjá herbergi annars staðar — t. d. hr. Vand- erbilt, Jay Gould — og jafnvel Bandaríkjaforseti sjálfur —“. Hún hristi höfuðið og sneri sjer frá honum. Þá heyrði Van Steed sjálfan sig segja, sjer til mikillar furðu: „Þetta er frá- leitt! Þjer verðið að reyna að hjálpa frúnni eitthvað. Sjálfur er jeg fús til þess að láta af hendi herbergi mín-------“. Nú var kominn heill hópur af fólki í kringum þau — skrif- stofustjóri gistihússins, yfir- þjónn, aðstoðarþjónar, þjón- ustustúlkur — og ringulreiðin hafði náð hámarki sínu, ná- kvæmlega eins og Clio hafði ætlast til. — Kaka stóð rjett fyrir aftan hana, með skart- gripaskrínið í fanginu. Cupide hallaði sjer kæruleysislega upp að einu ferðakoffortanna og horfði í kringum sig í anddyr- inu. Nokkrir kolsvartir lyftu- drengir stóðu með galopinn munninn og störðu á hann, og ranghvolfdu í sjer augunum af undrun yfir þessu furðuverki. Þótt dvergurinn væri orðinn því vanur, að gónt væri á hann, gramdist honum 1 þetta sinn athygli sú, sem hann vakti. Hann tók alt í einu að gretta sig ægilega og afskræma, fetta sig allan og bretta, með ýmis- konar dularfullum tilburðum, svo að negradrengirnir forðuðu sjer hið skjótasta úr augsýn hans. I súlnagöngunum fyrir utan hvíslaðist kvenfólkið á: — Þetta er þessi greifafrú — jeg hjelt, að hún kæmi ekki fyrr en á morgun — sástu dverg inn — jeg hjelt að þetta væri smástrákur, þangað til jeg á framan í hann — jeg hitti Bart í morgun, og þá sagðist hann eiga von á móður sinni í dag — hvað skyldi frú Van Steed segja, þegar hún frjettir þetta — hann fær aldrei að snúa sjer við fyrir henni — frú de Chan- fret — það er sagt, að hún kæri sig ekki um að vera kölluð greifafrú — jeg þarf að skreppa inn í anddyrið. —r — Við afgreiðsluborðið hjeldu afsakanir og útskýringar á- fram. Maroon. Maroon. .Mar- oon ofursti hefir þessi her- bergi. En í fyrramálið-----. Hávaxni maðurinn, sem stað ið hafði og hallað sjer upp að súlunni, gekk nú að borðinu, tók ofan hvítan, barðastóran hattinn og sagði: „Afsakið, frú mín. Nafn mitt er Maroon — Clint Maroon frá Texas. Jeg heyrði það, sem þið------“. Clio Dulaine leit á hann, sneri sjer síðan áð Bart Van Steed, vandræðaleg á svip. „Þetta er nokkuð —“. „Þjer megið ékki móðgast, frú“, drafaði í Maroon. Bart Van Steed varð nú að leika hlutverk frelsandi ridd- ara, er kemur fagurri, saklausri og varnarlausri ungmeyju til hjálpar. „Þjer getið ekki ávarpað þannig konu, sem þjer hafið aldrei sjeð áður, Maroon“, sagði hann, strangur á svip. „Viljið þjer þá ekki gjöra svo vel að kynna okkur hvort fyrir öðru, svo að alt sje eins og það á að vera. — Mig langar til þess að hjálpa frúnni. Hún get- ur fengið þessi herbergi, éf hún kærir sig um“. Nauðugur viljugur varð Van Steed að kynna þau. Clio Du- laine rjetti Clint smágerða hönd sína, og hann hneigði sig með miklum glæsileik. „Jeg get hreint ekki fengið af mjer að reka yður úr her- bergjunum, hr. Maroon“. „Hugsið ekki um það, frú“. Hann færði sig nær henni og slepti ekki hönd hennar. „Jeg hefi ekkert að gera við þessi herbergi. Þjer getið flutt þang- að þegar í stað, ef þjer viljið“. „Þakka yður kærlega fyrir, hr. Maroon“, ansaði hún og brosti elskulega. Hún kallaði á Kaka og Cup- ide, og sagði þeim að taka sam an farangurinn. Síðan sneri hún sjer að Bart Van Steed. „Hvernig fæ jeg þakkað yð- ur, herra Van Steed? Þjer haf- ið verið svo góður, að mjer finst við nærri því vera gaml- ir vinir“. Varfærnissvipur kom á and- lit Van Steed. Hann h'neigði sig stirðbusalega og sagði, fremur kuldalega: „Það er ekkert að þakka, frú. Mjer hefir verið það sönn ánægja að hafa get- að hjálpað yður“. Girnilegt! Brngðgott! 3 mínútna hafraflögunar eru bakaðar í verksmiðjunni í 12 stundir. Þessvegna hafa þær hveitikeim! Þessvegna eru þær svo lystugar og heilnæmar! Hafið þær í matinn á morgun. Ollum þykja þær góðar. 3-MINUTE OAT FLAKES Æfintýr æsku minnar Cftir Jf. C. ^LL erSen 3. vitið. Konan flutti þá með soninn til Odense og þar ljet hún drenginn, sem var vel gefinn, fara að læra skósmíði, annað var ekki hægt, þótt hann ætti enga ósk heitari, en að komast í latínuskóla. Nokkrir efnaðir borgarar höfðu einu sinni verið að hugsa um að skjóta saman, svo hann hefði nóg fyrir fæðinu, og gæti þannig komist áfram á þeirri braut, sem hann sjálfur vildi ganga, en af því varð ekkert, veslings faðir minn sá ekki sína þráðustu ósk rætast, en honum leið þetta heldur aldrei úr minni. Jeg man það, að þegar jeg var lítill, sá jeg einu sinni tár í augum hans, þegar einn af nemendunum í latínu- skólanum hafði komið og pantað stígvjel handa honum, sýnt honum bækurnar sínar og sagt honum frá öllu, sem hann lærði. „Þenna veg átti jeg líka að fara einu sinni”, sagði hann og kysti mig. En svo var hann mjög hljóður allt það kvöld. Hann umgekkst jafningja sína sjaldan, þótt ættfólk hans og kunningjar kæmu heim til okkar. Á vetrar- kvöldin var hann heima eins og áður er sagt, og las eða smíðaði leikföng handa mjer, á sumrin fór hann út í skóg á hverjum sunnudegi eða því sem næst og jeg með honum. Hann talaði fátt þar úti í skóginum, sat hljóður og hugsaði meðan jeg hljóp um og Ijek mjer, týndi jarð- arber eða fljettaði blómsveiga. Aðeins einu sinni á ári, það var í maí, þegar skógurinn var nýútsprunginn, fór móðir mín með okkur, það var hennar eina árlega skemtiganga, og þá var hún í brúnum kjól með stórum rósum, sem hún fór annars ekki í, nema þegar hún var til altaris, og sem þannig var eina flíkin, sem jeg man eftir, að hún notaði spari í öll þessi ár. Þegar við fórum svo heim úr skógarförinni, tók hún alltaf mikið af nýj- um birkigreinum með sjer og þær voru settar á bak við ofninn. Jónsmessublómum stungum við inn í rifurnar milli bjálkanna og áttum við að geta sjeð af þeim hvort við yrðum langlíf eða skammlíf. Þannig skreyttum við litlu stofuna okkar, sem mamma hjelt svo vel hreinni. Hún gætti þess afar vel, að lökin og litlu hvítu glugga- tjöldin væru tandurhrein. Viðskiftavinur: — Þetta hár- meðal, sem' þjer selduð mjer, hpfir ekki gert mikið gágn. Það sjest ekki stingandi strá á skallanum á mjer. Rakarinn: — Það getur ver- ið, en það kælir yndislega, þeg- ar það rennur niður með eyr- unum. Finst yður það ekki? ★ Þjóðverji nokkur spurði norskan verkamann, hvaða álit hann hefði á Bretum. — Jeg vil heldur vinna fyrir Þjóðverja en Breta, sagði mað- urinn. — Já, er það ekki, sagði Þjóð verjinn. — Hvað gerirðu ann- ars? — Jeg er grafari í kirkjugarð inum, svaraði Norðmaðurinn. ★ Þrír kunningjar voru að koma í áætlunarbíl frá Þing- völlum. „Þetta er Stardalur“, sagði einn. / „Jæja, jeg hjelt að það væri sunnudagur", sagði annar. Þá bætti sá þriðji við: — Jeg líka. Við skulum koma'út og fá okkur einn“. ★ •— Andi konunnar yðar er hjer, sagði miðillinn. Viljið þjer tala? — Það er óþarfi. Ef það er konan mín, þá er jeg viss um, að hún byrjar að fyrra þfragði. ★ Sigurður var að kaupa sjer föt. Klæðskerinn var altaf að barma sjer og sagði, að Sigurð- ur hefði fengið fötin undir fram leiðsluverði. Sigurður vissi bet ur, en leiddist þó rausið og sagði: — Þú segir þetta í hvert sinn, sem þú selur föt. Á hverju lifirðu, maður, sem altaf tapar? — Jeg hefi dálítið upp úr umbúðapappírnum, og svo græði jeg líka nokkuð á teygj- unum. ★ A loftvarnaæfingu kom eft- irfarandi tilkynning frá hverf- isstjóra til aðalstöðvarinnar: • — Sprengja lenti á áfengis- versluninni. Enginn særður. Ekkert, sem gefur til kynna, að gas hafi verið notað. Áfengi flýtur í stríðum straumum. Við gerum okkar besta til að reyna að stöðva lekann. Ef Loftur s:etur það ekki — bá hver?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.