Morgunblaðið - 05.04.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1945, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 5. apríl 1945 Útg-: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Bltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands, kr. 10.00 ulanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. „Eysteins Rauðka íí „ÓFEIGUR” Jónasar Jónssonar er nýútkominn. Er hann nú meiri fyrirferðar en áður hefir verið og skrifað- ur í ferlegasta þjóðsagnastíl. Þar segir af berserkjum og meiri háttar stríðsmönnum á hinum íslenska vígvelli. Meðal margs annars segir þar svo: „Fyrir utan hina sögulegu Siglufjarðarrauðku Lárusar Jóhannessonar koma við sögu landsiná fjórar nefndir með Rauðku heiti. Eru þær allar kendar við fjóra meiri háttar pólitíska afl- raunamenn. Er sú fyrsta kennd við Hjeðinn Valdimars- son, önnur við Hermann Jónasson, hin þriðja við Ólaf Thors. Alt eru þetta ríkisfyrirtæki, en auk þess kom Eysteinn Jónsson sjer upp einkafyrirtæki með nokkrum ,,hugsuðum” sem unnu kauplaust fyrir föðurlandið. Allar þessar Rauðkur hafa átt og eiga að endurskipuleggja mannfjelagið og skapa ný hagkerfi. Hermanns Rauðka tók sjálfa sig af lífi skömmu fyrir jól þegar hún sá hilla undir Ólafs Rauðku og hafði þá nefnd Hermanns kostað ríkið um 140 þús. kr. Áttu flestir nefndarmenn þó inni allmikið fje nema fulltrúar verkamanna, Jón Blöndal og Haukur Björnsson, en þeir náðu 20 þús. kr. í þóknun fyrir störf sín. Það er sameiginlegt fyrir nefndir þeirra Hjeð- ins, Hermanns og Eysteins að þessir leiðtogar hafa hver um sig búist við að þeir mundu með nefndarstörfunum finna nýja Ameríku. Einn af nefndarmönnum Eysteins skýrði frá því í fyrravetur á fundi í Reykjavík, að hans Rauðka mælti með að fella íslensku krónuna um 25%. Skyldi ríkið síðan leggja sína hönd á 100 miljónir króna af erlendum innstæðum þjóðarinnar og nota það fje til að leggja í ýmis konar fyrirtæki. í hinum nýju sveitabygð- um áttu 10 fjölskyldur að vera saman um eitt eldhús. — Komst ræðumaður svo að orði, „að í þessu landnámi vrði alt sameiginlegt, nema kvenfólkið”. ★ Þessi kafli úr hinum nýju bardagasögum er vafalaust nokkuð vandskilinn fyrir almenning. — Kunnugir vita nokkuð hvað við er átt, enda þótt nýstárlegar samlík- ingar og þjóðsögukendar sjeu vafðar utan um kjarnann. Hjeðins Rauðku og Hermanns Rauðku, kannast flestir við. Einkum er hin fyr talda sögufræg. Átti hún folöld mörg. Voru sum á vetur sett, en öðrum slátrað. Hafa þau. sem lifðu, litlar nytjaskepnur orðið, enda þótt ætterni væri ekki sem verst. Hermanns Rauðka hefir engin folöld átt og munu fæst- ir harma, því af þeirri ætt mundi ekki góðhesta von. Ólafs Rauðka mun eiga að vera „Nýbyggingarráð” og er saga þess engin enn. Jónas spáir þeirri skepnu illrar æfi og lítillar frægðar. Munu flestir telja að spádóms- gáfan sje honum orðin treg í taumi, en „óráðin er fram- tíðar æfi“. ★ Hver er svo þessi Eysteins Rauðka? Það er sú gáta, sem flestum ókunnugum mun þykja torveldast að ráða. Kunn- ugir undrast minna: Mundi ekki þar sú skepna. sem Jón- asi sjálfum hefir reynst einna minst „heillaþúfa um að þreifa”. Bitið hefir hún og slegið, stungið sjer, ausið og prjónað. Við fælni er hún heldur ekki laus. Eitt af hennar fyrstu hrekkjabrögðum var að brenna Tímann forðum og verja Jónasi síðan að fullu þann stall. Á síðasta flokks- þingi Framsóknar reyndist hún svo ill viðskiftis, að ekki stóð við. Þá stakk hún Jónasi til jarðar eftir harðar svift- ingar. Jörund beit hún til skaða, og margt fleira hefir illt af henni hlotist fyrr og síðar. Munu fáir" vænta þess, að folöld af hennar kyni reynist vel. Er og líklegt talið, að hún fari brátt hina sömu leið og frænka hennar, Her- manns Rauðka. Liturinn er sami, ættin sama, uppeldið svipað og má því ætla, að innræti og allt eðlisfar sje af svipaðri tegund. Það er óhætt að segja. að Jónas má muna aðra æfi en þá, að striða við þvílík hrekkjahross. Áður þeysti hann góðhestum, séni támdir voru að fullu. \Jílar ilri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Góðar frjettir. ÞESS hefir verið getið í frjett- um, að nú sje að mestu leyti gengið frá uppdráttum að hinu nýja Þjóðminjasafnhúsi, morgun gjöf lýðveldisins, og hafi því ver ið válinn staður á Háskólalóð- inni. Þetta eru góðar frjettir. — Safnið hefir svo lengi verið á hrakhólum, að allir þeir sem þióðlegri menningu unna, hljóta að gleðjast af því, að nú sjest loks hylla undir varanlegán samastað. Og eiga þeir aðilar, sem upptökin áttu að þessu, vissulega þakkir skyldar fyrir frá þjóðinni allri og einnig Há- skólinn fyrir að taka safnið svo að segja undir sinn verndar- væng, en nærvera þess við Há- skólann getur orðið báðum aðil- um til mesta gagns. • Og ekki má gleyma honum. ÞEGAR rædd eru málefni Þjóðminjasafnsins, má ekki gleyma einum manni, Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði. — Óþreytandi hefir hann verið í baráttunni fyrir því, að óskabarn hans, safnið, sem hann hefir hlúð að svo að segja frá upphafi, fengi viðunandi og fastan sama- stað, en hrektist ekki af einu háa loftinu á annað, eins og það gerði svo lengi. Og gleðiefni er það líka, að ávöxtur iðju hans kem- ur fram í fyrirkomulagi hinn- ar nýju byggingar, enda hefir hann rækilega kynnt sjer og þaulhugsað, hvernig safninu yrði best fyrir komið. • Ilerbergi Jóns verða þar. í HINNI nýju byggingu verð- ur herbergjum fyrir búslóð Jóns Sigurðssonar einnig ætlaður stað ur. Þessar minjar hafa miklu íærri sjeð en skyldi, og kemur }>að af því, að þær hafa verið geymdar annarsstaðar en safnið var til húsa. Þá verða þar einnig söfn úr eigu annarra merkra j marina, svó sem Tryggva Gunn- ' arssonar.Og svo góð sem aðsókn- in var að safninu,meðan það var almenningi opið á Safnahúsloft- inu við Hverfisgötu, þá mun hún | aukast um allan helming, þegar í það verður komið í hina nýju ! og veglegu byggingu, og þá verð j ur einnig margt til sýnis, sem áð- jUr var ekki hægt að sýna vegna skorts á húsrými. Sú hugmynd kom eitt sinn fram, að setja safn ! ið í Þjóðleikhúsið, og var gott að valdhafar þjóðarinnar sáu sóma sinn í því, að vera ekki að hola safninu enn niður í aðra byggingu, en væri fyrir það eitt. • Þetta er alt að koma. ÞAÐ ER nú óðum að lagast með byggingar, sem þurfa til hins ýmsa menningarstarfs þjóð- arinnar, senn verður Þjóðleik- húsið fullgert, bráðum rís tón- listahöll vonandi á góðum stað, svo koma aúðvitað smærri sam- komuhús viðsvegar í hinum ýmsu hverfum bæjarins, jafnóð- um og hann stækkar, því auðvit að er það ekkert vit, að hafa þetta allt á sama blettinum, — í miðbænum, eins og tíðkast hefir. Með vexti bæjarins dreyfast auðvitað þeir staðir, sem menn fara á til þess að lyfta sjer upp, svo ekki þurfi altaf að fara lang ar leiðir. Og væntanlega fær náttúrgripasafnið bráðlega við- unandi byggingu og verður reist einhversstaðar nærri Þjóðminja- safninu. Það er þá hægurinn hjá fyrir gesti að sjá alt í eihu, Há- skólann, Þjóðminjasafnið og Náttúrugripasafnið. • Að sýna trúna í verki. J. G. skrifar um ástandsmálin svonefndu og þykir menn hafa gerst heldur hvassyrtir í deilun- um um þau, og ekki sem skyn- samastir þar á ofan. Honum finst miður, að eytt sje Líma og kröft- (um í blaðadeilur um þau mál, I en gerir það að tillögu sinni, að .hið opinbera láti deiluaðilum í tje tækifæri til þess að sanna skoðanir sínar í verki. Hyggur J. G., að það væri eina leiðin, og myndi tryggja betur en allt ann- að, að „gert væri eftir því, sem vit og snilli legði hverjum til“. • * Það yrði skemtileg tilraun. JEG veit nú ekki fullkomlega, hvernig J. G. meinar þetta. — Ekki býst jeg við, að friðsamlegt yrði innan þeirrar nefndar eða stjórnar, sem það fólk ætti sæti í saman, sem mest hefir deilt um ástandsmálin. Ætli skoðanamun- jurinn myndi ekki halda áfram, ]>ótt út í starfið væri komið. Það hefir nú komið fyrir víða annars staðar, en þar sem hefir verið svona hatrammlega deilt. — En það er best að fullyrða sem minst og vel getur verið að málum þess 1 um yrði best borgið með því að fela stjórn þeirra þeim Guðrúnu Guðlaugsdóttur, Lúðvig Guð- |mundssyni og sr. Gunnari Árna- jsyni. Það má vel vera að deilu- jefnin gleymdust við starf að sameiginlegu málefni. Hvað fær hver marga miða? KONA hefir skrifað mjer til og skýrt mjer frá því, að hún hafi ásamt fólki sínu ætlað að komast í leikhúsið á annan í páskum, komið niður að Iðnó, áður en byrjað var að selja á laugardag, beðið í hálfa aðra klukkustund, verið 15. í röðinni og er að 'miðasölunni kom, gat hún valið um, hvort hún vildi heldur sæti á 1. eða 16. bekk. — Annað væri ekki til. Konan seg- ir, að sjer hafi fundist þetta furðulegt, þar sem hún hafi haldið að engir miðar væru tekn ir frá, og tæpast að þeir, sem á undan henni voru, hafi keypt upp alt húsið. Bað konan mig að koma áfram fyrirspurn til rjettra aðila, hvernig á þessu geti staðið, og geri jeg það hjer með. Á INNLENDUM VETTVANGI | í Morgunblaðinu fyrir 25 árum ALÞINGI kom saman 6. febrúar og gekk þá, eins og oft hefir viljað við brenna, erfið- lega að mynda stjórn. Var all róstusamt á þingi. | í Mbl.’lO. febrúar segir m. a. um væntanlega stjórnarmynd- un: „Heimast j órnarf lokkurinn hefir fengið forseta Alþingis til að leita fyrir sjer meðal þing- manna um það, hve margir þeirra vilji skora á Jón Magn- ússon að mynda nýjt stjórn, þó nieð því skilyrði, að þeir geti fallist á þá tvo menn, er í stjórn verða með honum“. j ★ Alt var svq á huldu með stjórnarmyndunina, þar til loks tókst að mynda hana 23. s. m. — í blaðinu 24. febr. segir um þetta m. a. á þessa leið: „Stjómarfæðingin hefir geng ið nokkuð stirt, enda varð við því að búast, að ýmsir örðug- leikar yrðu þar á, þar sem enn er allmikil riðlun í flokkum í þinginu . . . .“. ,.J(ón) M(agnússon) var í hálfan mánuð að gera tilraun- ir sínar. Hann mun fljótt hafa áttað sig á því, að hann yrði að fá með sjer í stjórnina, ef hann ætti að geta komið henni á laggirnar, einn mann úf ný- mynduðu utanflokkabandalagi á þingi, og hafði þar augastað . á Magnúsi Guðmundssyni, sem nú er reyndur dugnaðarmaður bæði sem þingmaður og skrif- stofustjóri í stjórnarráðinu m. m. Utanflokka-bandalagið hirti þó ekki, í heild sinni, að leggja neitt til málanna um sinn. I annan stað virtist honum vera það mikið í mun, að „fram- sóknarflokkurinn" („Tíma“- !flokkurinn) rjeði einum manni eða gæti felt sig við hann“. ! * „Heimast j órnarf lokkurinn rjett allur samþykti brátt, að hann gengi að því, að J. M. myndaði stjórn með M. G. og Pjetri Jónssyni frá Gautlönd- um. Framsóknarflokkurinn þjarkaði lengi um málið, með bandamönnum - sínum, Sunn- lendingunum fjórum, og er full yrt, að samkomulag hafi þar frá byrjuh eigi verið hið ákjós- ’anlegasta. Eigi treystust þeir til að halda fram neinum úr sínum hópi, en deildu mjög brotum um þá, sem ella væru í boði. Vildu þeir tefla fram Magnúsi kaupmanni Kristjáns syni, landsverslunarforstjóra, þótt hann enn teljist til ann- ars flokks, sem sje heima- stjórnarflokksins“. ★ Utanflokkabandalagið var mjög á móti, að M. K. ætti sæti í stjórninni. Segir síðan: ,^Tók nú J. M. það ráð, að leita atkvæðis þeirra sjerstak- lega, er á hann höfðu skorað í upphafi um þetta mál. Fór svo að stjórn með M. K. fjekk ekki nægt íylgi. Rak þá að því — þar sem þolinmæði þingmanna var að þrotum komin og J. M. var settur ákveðinn frestur, að „framsóknarflokkurinn“ átti að segja sitt lokaorð um það, hvort hann sætti sig ekki við P. J. (eða stjórn J. M., M. G. og P. J.) og laust nú i hina skæðustu borgarastyrjöld í her- búðunum“. Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.