Morgunblaðið - 24.04.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.04.1945, Blaðsíða 6
 MORGUNBLAÐIÐ triðjudagur 24. apríl 1945 UNGLINGA vantar t.il að bera blaðið til kaupenda við Laugaveg (miðhluti) Talið st.rax við afgreiðsluna, Sími 1600. í ía &L& orcjun <'*xj»^<§>#<®>3><^^>«^><§><§><§><^><3><^><§><fc><§><§><§><§><§><£><6><§><^><§><§><§^^ iriipr §ii telpa óskasf tii IJeftra Sac ndiferða. eo <%> m Hlutdeildarskuldabrjef É til 15 ára t-rygð með 1. veðrjetti í nýjum hiisum (á t A <♦> ¥ 1/3 af byggingarkostnaði), höfum vjer 1 i 1 sölu á næst- j? unm.. Ennfremur ríkistrygð skuldabrjef. lasteigna ug verðbrjefasalan , /Lárus Jóhannesson, hrm.) SuSurgötu4. Símar 4314, 3294. i Grasfræið komið EINNIG jurtapottar | Blómabúðin Garður Garðastræti 2. — Sími 1899. i> BHISBIÆyÆONf/LR fyririiggjandi. I. Brynjólfsson & Kvaran Afmælishljómleikar: Samsöngur Karlakórs Reykjavíkur KARLAKÓR Reykjavíkur hefir undanfarið haldið tón- leika í Fríkirkjunni við miklar og góðar undirtektir. Tónleik- ar þessir eru helgaðir söng- stjóra kórsins, Sigurði Þórðar- syni, tónskáldi, sem varð fimt ugur 8. þ. m. og voru eingöngu flutlar tónsmíðar eftir Sigurð. Tónleikarnir hófust með org anleik Dr. Urbantschitsch, sem Ijek tilbrigði um gamall ísl. sálmalag „Greinir Jesús um græna trjeð1, en tilbrigði þessi munu vera alveg ný af nál- inni. Þau eru samin í hefð- bundnum 18. aldar stíl og hinar áheyrilegustu, enda prýðilega flutt. Þá söng kórinn nokkur karla kórslög Sigurðar, fyrst „Greinir Jesús um græna trjeð, og hljóm aði það mjög vel í framhaldi af tilbrigðunum. En mesta athygli vöktu kafl- ar úr ,,Hátíðamessu“, sem enn er í smíðum. Var söngúr kórs- ins allur hinn besti og prýðilega æfður. Það er að vísu í mikið ráðist að skrifa messu fyrir karlakór, en þó tókst höfundi víða vel upp, og þá sjerstak- lega í „Kyrie“, sem mjer fanst ágæt. Að sjálfsögðu hefðu þess ir þættir úr messunni notið sín betur með hljómsveitaundir- leik, enda mun verkið þannig hugsað. Verður fróðlegt að heyra þetta mikla verk i heild síðar meir. Einsöngvarar voru ungfrú Guðrún Á. Símonar og Daníel Þórhallsson, sem bæði höfou síór hlutverk með höndum, Einar Ólafsson, Haraldur Kristj ánsson og Jón Kjartansson, sem höfðu smærri sóló-hlut- verk. Tókst öllum þessum söngv urum vel upp. Einnig aðsloð- uðu þeir Fritz Weisshappel, Þórarinn Guðmundsson og Þór hallur Árnason og fórst það vel úr hendi. Sigurður Þórðarson hefir um áratugi lagt mikið af mörk um í tónlistarlífi bæjarins. Ber þar fyrst að nefna söngsljórn hans, en hann hefir stjórnað Karlakór Reykjavíkur frá stofnun kórsins með þeim á- gæta árangri, sem öllum er | kunnur og leitt hann til sigurs 1 á erlendum vettvangi. En jafnframt hefir Sig- 1 úrður verið afkastamikið J tónskáld. Sætir það .undrun, ' hve mikið hann hefir skrifað, sjerstaklega þegar þess er gætt j að Sigurður vinnur alla virka ' daga venjulega skrifstofu- tíma, en er auk þess bundinn við söngæfingar 2—3 kvöld í | viku allan veturinn. Sem ión- skáld hefir Sigurður ekki ver ið við eina fjölina feldur. — j Hann hefir skrifað fjölda kór- laga, og einsöngslaga, samið fyrstu íslensku óperettuna, skrifað kantötu, tilbrigði og nlessu o- s. frv- En Sigurður i er fyrst og fremst ljóðrænl sönglagaskáld. og hygg jeg. að það sje eðli hans næst að skrifa í ljóðforminu. I slíkum verkum hittir hann altaf hinn rjetta tón, enáa hefir hann þar r.áð miklum vinsœldum. Allir söngvinir óska Sigurði hjartanlega til hamingju með afmælið og vænla þess að mega sem lengst fá að njóta tónlistarslarfs hans. P. í. Fjársöfnun fil björg- unarskútu Vedfjarða Frá frjeltaritara vorum: Karladeild Slysavarnafjelags ins hjer á ísafirði hefir gengið ötullega fram í fjársöfnun til í Björgunarskútusjóðs Vestfjarða j Saínaði deildin 17 þús. kr. í björgunarskútusjóðinn síðastlið | ið ár. Margir hafa gefið stærri og smærri uppbæðir. í gær kom Sigurvin Hansson fyrrum skip- stjóri með 100 kr. gjöf í sjóð- inn í tilefni af 76 ára afmæli cínu. Sigurvin stundaði sjó- mennsku samfleytt 45 ár. Var hann dugandi sjómaður og heppinn formaður. TIL SÖLIJ Hmerískir kjólor lítil númer. Loðkápa, Vetrarkápa, Hattar og Peysur, Jítið notað. Til sýtiis á Víðirnel 49 í dagjOg á ntorgnn kl. 5—7 e.h. t I í MýS®ffS sSeimhús í Austurbæniun 2 hæðir. og kjallari til.sölu milliliða- uLáustí Ein íbúð, 4 herbérgi :og eldhús laus 1. maí n. k. Mikil útborgun nauðsynleg. Tilboð merkt „Sólríkt — 15x2“ sendist blaðinu fyrir föstudagskvöid 27, þ. m. i Fyrsta ársþing í. B. A. Allir íþróttamenn, sem ferðast á vegum í. B. A. skuldbundnir til að neyta ekki áfengis. Frá frjettaritara vorum. FYRSTA ÁRSÞING í. B. A. var haldið á Akureyri dagana 4. og 15. apríl. Þingið sátu 26 fulltrúar frá 6 íþróttaíjelögum auk stjórnar I. B. A. Á þinginu voru rædd mörg mál og auk þessa störfuðu þrjár nefndir á milli þingfunda að undirbúningi ýmissa mála_ Það merkasta, sem gerðist á þing- inu, var þetta: 1) Samin tilhögunarskrá um hátíðahöld 17. júní n.k., sem íþróttabandalagið hefir tekið! að sjer að standa fyrir. 2) Ráð- stafað íþróttamótum á árinu og þeim raðað niður. 3) Samþykt að útvega knattspyrnumann til þcss að veita tilsögn í knatt- spyrnu. 4) Stjórn í. B. A. fal- ið að gangast fyrir stofnun íþróttadómarafjelags, sem svo sjái um dómara við alla íþrótta kepni. 5) Samþykt skuldbind- ing fyrir íþróttaflokka, sem ferðast á vegum í. B. A_ utan bandalagssvæðisins um algert bindindi á áfengi í ferðalaginu og neyta ekki tóbaks í ibúð íþróttaflokka nje heldur þar sem íþrótt.ir fara fram. Enn- fremur að vanda framkomu sína í hvívetna o. fl. 6) Af- greidd fjárhagsáætlun I. B. A. með niðurstöðutölum kr. 8.750.00. 7) Samþykt áskorun til bæjarstjórnar um að fá sem allra fyrst ákveðið og skipu- lagt iþróttasvæði fyrir Akur- eyri_ 8) Formaður Í.B.A., Ár- mann Dalmannsson, var endur kosinn, en meðstjórnendur til- nef'ndir af fjelögum íþrótta- svæðisins, Árni Sigurðsson, Bjarni Halldórsson, Hermann Stefánsson, Steindór Steindórs son, Tryggvi Þorsteinsson og Þórður Sveinsson. 9) Kosnir i hjeraðsdóm: Ármann Dal- mannsson, Friðþjófur Pjeturs- son og Jónas Jónsson. í ræðu, er formaður banda,- lagsins, Ármann Dalmannsson, flutti, ávarpaði hann frjettarit- ara blaða og útvarps, er mætt- ir voru á síðari fundinum sam- j kvæmt tilmælum. Óskaði hann , eindregið eftir stuðningi þeirra við íþróttastarfið yfirleitt. og ! einnig við hátíðahöldin 17. júní, I og í sambandi við ársþing Í.S.Í., ■ sem verður á Akureyri í sum- í ^ -- ar ásamt Islandsglímunni. Á fundinum voru mættir . skíðakóngur íslands, Guðmund I ur Guðmunasson og aðrir þeir ! skíðamenn frá Akureyri, er þátt tóku í landsmóti skíða- manna á ísafirði. Voru þeir hyltir fyrir ágæta frammistöðu. Elísabei 19 ára. LONDON: - Elísabct krón pi-ipsessa Breta varð 19 ára í ga'r. Barst henni mjög mikið 1 af, hamingjnóskum . víðsvegar !að, aðallega frá Bretlandi og ‘Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.