Morgunblaðið - 27.04.1945, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.04.1945, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐItí Föstudagnr 27. apríl 1945. Á SAMA SÓLARHRING Eftir Louis Bromfield 30. dagur Söngurinn var á enda, og dynjandi lófatak heyrðist utan úr myrkrinu. Rósie hneigði sig lítið eitt og gekk síðan í áttina til hornborðsins. Hreyfingar hennar voru ljettar og fjaður- magnaðar, þótt líkami hennar væri svona mikill um sig, og hún virtist ekki kæra sig hót um það, þótt allra augu mændu á eftir henni. Fagnaðarlætin virtust ekki hafa nein áhrif á hana. Og svo upphófst jazzinn, ísmeygilegur og órólegur. Ljósin voru kveikt aftur. Menn ruddust út á dans- gólfið, sem var lítið, og innan stundar var orðið svo þröngt þar, að menn komust hvorki á- fram nje aftur á bak, stóðu kyrrir á sama stað og fettu sig og brettu með tilburðum, sem hefðu fengið hárin til þess að rísa á höfðinu á hvaða fagur- fræðingi sem var. 3. Rósa settist við hornborðið og sagði ástúðlega: „Gott kvöld, gamli minn“. Hún sá, að viský- flaska stóð fyrir framan hann, og hann var þegar allmikið drukkinn. „Mjer líður vel. En þjer?“ Rödd hans var dálítið óskýr. „O-o," mjer líður ekki sem best“. „Hvað er að?“ Hún andvarpaði þungan. — „Jeg veit ekki. Ekkert sjerstakt. Hefir þú fengið nóg?“ „Jeg ætla bara að Ijúka úr þessu glasi". Hún hellti viský í glas, og fjekk sjer vænan sopa. „Það er seigdrepandi að vera hjer“. „Hvað er að þjer?“ spurði hann aftur. Hann langaði til þess að vera í góðu skapi, og gramdist dálítið, að hún skyldi vera svo hnuggin. Hún strauk þykkt, svart hár- ið frá enninu og kveikti sjer í vindlingi. „Ekkert. —Franconi er altaf að ybba sig eitthvað. „Hversvegna?" „Æ — það er gamla sagan. Jeg kom ekki hingað á mið- vikudagskvöldið“. „Hann færi á höfuðið, ef þú værir ekki hjer“. „Já. En það er þreytandi, þetta eilifa jag og nöldur. Það h'ður ekki á löngu, áður en jeg fer hjeðan“. Þau sátu þögul stundarkorn, og reyktu. Svo leit hún á hann og mælti: ,,Já. Það er mjer að þakka, að þetta svokallaða hefðarfólk er farið að venja komur sínar hingað“. Hún þagnaði andartak, en hjelt síð- an áfram: „Þjer er ef til vill verr við að láta sjá þig hjer nú, þegar þú getur átt á hættu að rekast á einhvern vina þinna“. Hann svaraði ekki. Hún vissi mætavel, að hann hjet ekki Wilson, og átti heima meðal hefðarfólksins. En hún reyndi ekki að forvitnast um hagi hans. Hann var prýðisnáungi, sá besti, sem hún hafði nokkru sinni þekt. Hún þurfti á mikl- um peningum að halda, og hann var mjög örlátur. Hann fyrtist aldrei við hana, reyndi aldrei að misþyrma henni, var aldrei afbrýðissamur, og þegar hann gerðist mikið drukkinn, krafðist hann ekki einu sinni blíðu hennar. Hún hafði einu sinni sjeð mynd af manni, að nafni Towner, í einhverju blað- anna, og hún var viss um, að það væri Jim. En hún spurði einskis. Það var ýmislegt í lífi hennar sjálfrar, sem hún kærði sig ekki um, að menn væru að hnýsast í, og þess vegna sá hún enga skynsamlega ástæðu fyrir því að spyrja menn um það, sem þeir ekki vildu tala um að fyrra bragði. „Já“, endurtók hann draf- andi röddu. „Franconi myndi fara á höfuðið, ef hann hefði þig ekki“. „Hvað hefir þú gert þjer til skemtunar í kvöld?“ spurði hún. „Jeg var í veislu — og það var sú langleiðinlegasta veisla. sem jeg hefi nokkru sinni kom- ið í“. „Er það þess vegna, sem þú hefir þegar fengið einum of mikið?“ „Jeg geri ráð fyrir því, já“. „Þú hefðir getað beðið eftir mjer. Jeg hefði einhvern veg- inn ekkert á móti því að drekka mig þreifandi fulla í kvöld. Mjer líður ekki of vel“. Hann tók í hönd hennar og leit á hana. „Viltu brosa?“ Hún hnyklaði brúnirnar og hristi svarta lokkana. „Nei. Ekki í kvöld“. „Hvers vegna ekki?“ „Því í fjandanum ætti jeg að brosa? Hvaða ástæðu hefi jeg til þess að brosa og vera kát?“ Jim varð vandræðaleg- ur á svipinn. Rödd hennar var þrungin svo miklum ofsa, að hann vissi ekki, hverju svara skyldi. Hún fjekk sjer aftur sopa úr glasinu, hallaði sjer á- fram og strauk blíðlega ljóst hár hans. „Kærðu þig kollótt- an um það, sem jeg segi, gamli vinur. Jeg verð bráðum komin í betra skap“. Hún vafði lokk úr hári hans um fingur sjer. „Jeg er ekki reið við þig“. „Við hvern ertu reið?“ „Veit það ekki — Franconi, pabba gamla, bræður mína, sjálfa mig — alla þessa fávita, sem hringsnúast á dansgólf- inu — alla í heiminum, nema þig. Þú ert svo góður við mig“. Hún kysti hann á kinnina og spurði: „Kemur þú heim með mjer í kvöld?“ Hann hafði aðeins heyrt orð og orð á stangli af því, sem hún sagði. Hann sat þögull stundarkorn, og mælti síðan: „Veist þú, Rosie, að þú ert eina mannveran í heiminum, sem ert mjer góð? Allir aðrir eru orðnir dauðleiðir á mjer fyrir löngu“. Hann var eitthvað svo hjálp- arvana, að hana langaði til þess að faðma hann og kyssa. Hann var eini sjentilmaðurinn, sem hún hafði þekt um ævina, og prúðmenska hans vakti hjá henni löngun til þess að geta elskað hann meira en hún gerði. Því að þótt hún elskaði hann með öllu því, sem gott var og göfugt í fari hennar, hafði hún elskað aðra karl- menn miklu meira, blygðunar- laust og ofsalega, með líkama sínum, og henni fanst stund- um hún svíkja hann, því að nálægð hans tendraði ekki þann eld 1 henni, sem líkamar annara manna gerðu. Hún spurði aftur blíðlega: „Kemur þú heim með mjer í kvöld?“ Hann kysti á handlegg henn- ar. „Já“. Þjónn kom alt í einu til þeirra, beygði sig yfir Rosie og hvíslaði: „Hann er kominn aft- ur. Þeir geta ekki losnað við hann í þetta sinn“. „Jeg kem“, svaraði hún. Jim leit á hana. „Hvað er að?“ „Ekkert. Það er bara Fran- coni“. Jim gerði heiðarlega tilraun til þess að rísa á fætur. „Á jeg ekki að koma með þjer?“ „Nei. Það myndi aðeins gera ilt verra“. Hann settist aftur og horfði á eftir henni. Hún ruddi sjer braut milli borðanna að grænu dyrunum, hinum megin í saln- um. 4. Hún vissi, að það var ekki Franconi, sem beið hennar frammi. Hún hafði skrökvað að Jim af ásettu ráði. Hún vissi, við hvern þjónninn átti, þegar hann sagði: „Hann er kominn aftur“. Kvöld eitt, fyrir rúmum mánuði, þegar Jim hafði ekki látið sjá sig og hún hafði set- ið að sumbli með Tim Jersey og Reichenbach, sem báðir voru smyglarar, hafði þessi sami þjónn komið til hennar og hvíslað í eyra hennar, að maður biði hennar frammi, er ekki vildi segja til nafns síns, segði aðeins, að hann væri góð- ur vinur hennar. — Henni datt þegar í hug, að það væri ein- hver af fyrri elskhugum henn- ar, er vildi endurnýja kunn- ingsskapinn nú, þegar hún var orðin fræg. Hún hafði breytt um nafn til þess að losna við þá. Hún hafði yfir nöfn þeirra í hug- anum og komst að þeirri nið- urstöðu, að það gæti ekki ver- ið nema einn þeirra, sem vissi, að Rósa Dugan væri Rosie Healy. En þegar hún opnaði dyrnar að móttökuherberginu, sá hún, að það var einmitt sá eini elskhugi, sem hún hafði gleymt, er beið hennar þar. Límir húsgögn best. íinrimirinnnniMiiimnmmmimimminmnnfflim Æfintýr æsku minnar Sftir JJ. C. ^LL eróen 54. sem mjer sýndist svo lítið, og sem jeg hafði þekkt þegar jeg var lítill drengur. Þá fanst mjer jeg standa á hátindi hamingjunnar. Einn daginn fór jeg á bát eftir ánni með fjölskyldum Guldbergs og biskupsins, og móðir mín grjet af gleði yfir því, ,,að farið væri með mig eins og greifabarn". — En öll þessi hrifning var slokknuð og horfin frá mjer, þegar jeg kom aftur til Slagelse. Jeg get sagt það með góðri samvisku, að jeg var mjög iðinn og var mjer þessvegna, straks og gerlegt var, hleypt upp í hærri bekk í skólanum, en þar sem jeg var aldrei nægilega þroskaður orðinn fyrir næsta bekkinn, þá varð þetta ákaflega erfitt fyrir mig, oft og mörgum sinnum baðaði jeg höfuðið á mjer úr köldu vatni, þegar jeg ætlaði alveg að sofna yfir bókunum á kvöldin, eða hljóp út í garðinn til þess að kæla mig, þangað til jeg var vaknaður aftur og gat haldið áfram að lesa. Rektor- inn, sem var lærður og gáfaður maður, er gefið hefir þjóðinni margar ágætar þýðingar, var þrátt fyrir þetta alt saman ekki fær um að ala upp unglinga. Kenslan var honum þraut, og okkur ekki síður, flestir lærisvein- arnir voru hræddir við hann, jeg þó hræddastur, ekki vegna þess, hve strangur hann var, heldur vegna hæðni hans, og uppnefnanna, sem hann gaf okkur. Ef kýr voru reknar eftir götunni, og einhver fór að horfa á þær út um gluggann, meðan rektor var að kenna, var hann vís til að skipa okkur öllum út að glugganum, „til þess að sjá systur okkar fara framhjá“, eins og hann komst að orði. Og ef mönnum gekk treglega að svara á prófi, þá hætti hann stundum að spyrja þann sem uppi var, sneri sjer að ofninum og fc'r að spyrja hann. Það var það hræðilegasta, sem fyrir mig gat komið, að vera gerður hlægilegur, þessvegna var jeg alveg lamaður af ótta, þeg- ar kenslustundir rektors byrjuðu og hann kom inn, og þá svaraði jeg öllu öfugt, svo það var alveg rjett hjá rektor, þegar hann sagði, að jeg svaraði ekki orði af viti. Jeg örvænti um sjálfan mig og eitt kvöld, þegar jeg var sokk- inn í svartasta þunglýndi, skrifaði jeg Quistgaard yfir- kennara og bað um x-áð hans og hjálp, þar sem jeg liti svo á að jeg væri það treggáfaður, að jeg gæti hreint $/nuJ Pokerspilari einn hafði þann leiða vana, eins og fleiri, sem leggja fyrir sig þá skemtun, að koma seint heim á kvöldin. Eitt kvöld bar svo til, að hann kom óvenju seint heim. Hann sagði kunningjum sínum eftirfarandi sögu um tilraunir sínar til þess að sleppa inn án þess að eftir honum væri tekið: •— Þegar jeg var kominn inn í forstofuna, þá dró jeg skó mína af fótum mjer, læddist inn í svefnherbergið og ætlaði að fara að læðast upp í rúm. En konan mín á hund, sem bú- ið er að venja á þann ósið að skríða undir sængina, þegar kalt er. Svoleiðis, að þegar jeg er að breiða ofan á mig, hald- ið þið þá ekki, að frúin rumski, snúi sjer að mjer og segi: „Farðu burtu, seppi“, — en þá sá jeg mjer leik á borði, dreng- ir, og sleikti bara á henni hönd- ina, og þá sofnaði hún aftur á augabragði. Hún: — Jeg er ekki með sjálfri mjer í kvöld. Dóninn: •— Þá ættum við að geta skemt okkur sæmilega. ★ A: — Jeg sje hjerna í blað- inu, að konsertinn í gærkvöldi hafi tekist prýðilega. B: — Já, og jeg sem hafði enga hugmynd um, að við hefð um skemt okkur svona vel. ★ Læknirinn er að sýna gest- inum spítalann: — Og hjerna höfum við þá, sem eru með bíladellu.. Gesturinn: — Já, en hjer er enginn maður sjáanlegur. Eru þá engir sjúklingar hjer? Læknirinn: — Jú, þeir eru allir undir rúminu að gera við. ★ — Er hann góður bílstjóri? — Jæja, það er hreinasta til- viljun, þegar vegurinn beygir á sama tíma og hann. ★ Ekillinn: — Bíllinn bíður við dyrnar. Eigandinn: — Já, jeg heyri hann meira að segja vera að banka. ★ Sá nýgifti: — Úr því að við erum nú gift, þá geri jeg lík- lega rjett í því að benda þjer á nokkra af göllum þínum. Frúin: — Ó, blessaður vertu ekki að því, góði, jeg veit alt um þá. Það eru einmitt þessir gallar, sem hafa orðið til þess, að jeg náði ekki í betri mann (en þig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.