Morgunblaðið - 02.09.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1945, Blaðsíða 2
2 MORG UNBLABIB Sunnudagur 2. september 1945 ÞAÐ ÁTTI AÐ KOMA REUMERTSHJÓN- UNUM UNDAN TIL SVÍÞJÓÐAR Þau njóta nú meiri hylli en nokkru sinni fyr Anna Borg fær mikið lof fyrirleik sinn í kvikmyndum Anna Borg. - - Poul Reumert. hú.si sínu um þakglugga og það FRJETTÍR hafa nú borist til ættingja þeirra hjóna Önnu Borg og Pouls Reumert hjer í l)a> um lí'ðan þeii'ra styrjaldarárin. Um tíma voru þau í stöðugri hættu frá I’.jóð verjurn og einu sinni ætlaði frelsishreyfingin að komfl þeim hjónum undan til Sví- jijóðar, þar sem óttast var. að ÍÞjóðverjar mvndu handtaka þau og skjóta sein gisla. En T’oul Reumert neitaði að yfir- gefa landið og í stað þess að flýja land fóru Reumertshjón- in í felur á meðan mesta hætt- an leið hjá. Af dönskum blöðum og frásögnum ferðamanna, sein verið hafa í Danmörku, má sjá, að Reumertshjónin hafa aldrei notið meiri hylli meðat Dana en einmitt nú. .Fyrstu kvikmyndir Önnu Borg Reumert. DFRIÐARÁRIX ljeku Rem- ershjónin stögt hjá Konung- lega leikhúsinu í ýmsum leik- ritum. Síðasta leikritið, sem íni Anna ljek í á Konunglega leikhúsinu mufi hafa verið . Kjartan og Guðrún“, eftír Oelensehlager. Fór hún þar með- hlutverk Guðrúnar Ósvíf- nrsdóttur og hlaut frábæra iblaðádóma fyrir leik sinn. — Þetta lcikrit var leikið seint ú leikárinu, eða í marsmán- uði Um sama leyti Ijek frú Anna fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd. Heitir sú myfid „Affæren Birthe“. Þótti leik- iir hennar þar með afburðum og hefir hún verið ráðín kvik- myndaleikkona hjá kvikmynda fjelaginu ASA og er nú að leika í annari kvikmynd sinui, sem nefnist „Vi lcloge og de gale“. Reumertshjóniii eru nú að æfa í leikritinu Niels Ebbesen e'ftir Kaj Muiik sem verður fyrsta leikrit Konunglega leik- hússins á leikárinu, sem nú fer í hönd. Leikritið, sem Kaj Munk gaf Poul Reumert. SKÖMMU ÁÐUR eu Kaj EMunk var myrtur, sendi hann Poul Reumert leikrit eftir sig, sem heitir „Kongen og Kar- dinalen". Þeir Kaj Munk og Reumert. voru miklir vinir og fór Kaj Munk ekki levnt með, að honum fannst enginn leik- ari túlka verk sín betur en, Reumert. Þegar Munk sendi Reumert, handritið að þessu leikriti skrifaði hann með því þessa stórmannlegu setningu: „Leikritið er yðar eign. — Gerið það sem yður sýnist við það“. Reumert kaus, " „að færa þjóðinni gjöfina, sem elskar og virðir minningu skáldsins og harmar dauða hans“, eins og danskt blað kemst að orði, sjálfur með því að lesa leik- ritið upp. .Lás hann leikritið upji í Oddfellowhöllinni af þeirri snikl, sem'honum einum er lagið og, sem Reykvíking- ar kannast við af upplestrum hans hjer í Reykjavík, t. d. „En Idealist“, sem enginn við- staddur mun gleyma. Dönsku blÖSin lukU upp einum munni um hve frábær þessi upplest- ur á leik riti Munks hefði vef- ið. Tvaupmannahafnarblaðið „Billed-Bladet“ birtir myndir af Poul Reumert í nokkrum hlutverkum leikritsins og auk þess heilsíðumynd af leikar- anum. Má af þeim myndum fá nokkra hugmynd um persónur leikritsins af svipbrigðum leik- arans, sem íklæðir hverja per- sónu holdi og blóði í huga áhorfendanna, þó sjálfur sje hann klæddur kjólfötum á leik sviðinu og lesi einn hlutverk hverrar einustu persónu. Voru í stöSugri hættu. SYSTIvINl frú Önnu Borg Reumert segja, að ekki hafi ])au fengið staðfest í brjefum þá frjett, sem barst hingað til fslands á stýrjaldarárunum, að Poul Reumert hafi verið hnepptur í varðhald, en hitt er r.jett, að Reumertshjónin voru kölluð til yfirheyrslu hjá Þ.jóðver.jum og þau voru í stöðugri hættu öll stríðsárin. Á heimili sínu urðu þau að gera sjerstakar varúðar- ráðstafánir, ef svo skyldi íara að þau yrðu sótt heim. Voru settar skotheldar stálplötur fyrir dyr og glugga og marg- faldar læsingar fyrir allar dyr. Ef þau hefðu orðið Arör við, að taka ætti þau föst var af- ráðið að þau kæmust út úr an inn í næsta hús, en eftir það ætlaði frelsisherinn að sjá þeim fyrir öruggum felustað þar til liægt hefði verið að koma þeim úr landi til Sví- þ.jóðar. En aldrei kom til þess, að þau þyrftu að flýja á þenna hátt. Á lista yfir leikara, sem átti að skjóta, ef VIÐ KONUNGLEGA leik- húsið var - ballettdansari', Leif Örnberg, sem var handbendi nazistíj, illa liðinn af með- leikurum sínum og öllum, sem tii hans ])ektu. Þjóðver.jar ótt- uðust, að í'relsishreyfingiu myndi taka Ömherg af lífi fyrir svik hans og framkomu alla. Til þéss að reyna að koma í veg fyrir þetta, til- kyntu þýsku yfirvöldin, að ef svo færi, að Leif örnberg yrði drepinn, eða tilraun væri gerð til að ráðast á hann, myndi s.jö leikarar við Konunglega Ieikhúsið verða líflátnir í hefndarskyni. Meðal nafna á þessum sjö- mannalista voru Anna Borg Reumert og Poul Reumert. Má geta nærri hvernig fólkinu hefir liðið, sein var á þessum lista, því Þjóðverjar voru ekki vauir að láta sitja við órðin tóm er þeir hótuðu einhverju, cn þessi Leif Örnherg var þekt ur svikari og hafði komið fyr- ir, að menn, sem höfðu minna til saka urmið, hurfu. Kom sjer vel að tala íslensku. SVO VAR það dag nokkurn í vor, er frú Anna var að æfa í leikritinu „Kjartan og Guð- rún“ í Konunglega, að fregn barst um það til leikaranna, að þá um daginn hefði verið gerð tilraun til að ráða „sprellukárlinnb Leif Örnberg af döguiu. Poul Reumert var heima og nú kom það sjer vel fyrir þau hjónin, að kunna íslenskuna. Frú Anna náði í mann sinn í síma og sagði honum á ís- lensku hvernig komið var, en ekki hefði verið örugt að tala dönsku, því símar vortt hlust- aðir, eða að minnsta kosti mátti húast A'ið því. Frú Anna bað mann sinn, að vera rólegan heima og bíða ■eftir sjer. Hún myndi reyna að komast heim í skyndi. —, Gekk það alt vel, en svo fýlgd ust föðurlandsvinirnir í and- stöðuhreyfingunni vel með því sem var að gerast, að er frú Anna kom heim til sín voru komnir föðurlandsvinir til að fara með þau hjón á tryggan feliístáð. Dulbúin á frumsýningu. ÞANNIG STÓÐ Á, að þenna dag var haldin frumsýning í Kaupmannahöfn á fyrstu kvik mynd, sem Auna Borg Reum- ert Ijek í, „Affæren Birthe“, sem áður er getið. Frú Anna vildi helst ekki missa af að s.já sjálfa sig í fyrsta sinni á, kvikmynd. En ekki var óhætt að hún færi þannig að hún þekktist og tók hún því það rað að fara dulbúin á frum- sýninguna. Klæddi hún sig í sínar ]je- legustu flíkur og hafði stór- eflis gleraugu til að gera sig tórkennilega. Gekk það alt að óskuin. í felum. NÚ ÞOTTÍ ekki annað ráð, en að Reumertshjónin hyrfu af sjónarsviðinu í Kaupmannas höfn, eða ,færu undir jörðina% eins og það var orðað. Frels-< isvinirnir, sem voru einskonarj lífvörður fyrir hjónin, lögðtt fast að þeim að fara úr landí til SvíþjóÖar. Það væri búiðl áð undirbúa ferð þeirra. Enl Poul' Reumert þvertók' fyric, að i'ara af landi burt. ílanni kvaðst ekki vilja flý.ja af hólini inum. Ilinsvegar gekk hann inúá! að „fara' í felur“ á meðaú mesti ákafinn væri í Þ.jóðverj-i um og óku föðui'landsvinirniC þeim hjónunúrn á öruggan, stað fýrir utan Kaupmanna-* höfn. En þau voru ekki lengi í felum, því eftir tvo daga heimt aði Reumert bíl og þau óku! aftur til Ilafnar. Fóru þaui beint á góðgerðarskemtun, ]>ar sem þau höfðu áður lofað að( koma fram. Var íhikill fögnuður meðal! Kaupmannahafnarbúa er þaui sýndu sig, því það var þá al-. talað í borginni að Reumei ts- hjónin væru komin yfir um| sundið til Svíþjóðar. — Ekkí varð úr því, að Þjóðverjafl gerðu þeim neitt mein í þettal skiftið. f 1 I Koma ef til vill til íslands að sumri. REUMERTSHJÓNIN . liafaj verið of upptekin við lisfi sína til ]iess, að leyfa sjer að koma hingað til Islands ái þessu sumri; en góðar vonirj standa til þess, að þau heim- sæki landið næsta sumar. —i Mundi því verða fagnað aí fjölda' vinum þeirra lijóná hjer og aðdáendum. Þegar slíka gesti ber aðj garði, verður Reykvíkinguwl hvað tilfinnanlegri skorturj þeirra á sæmilegu leiksviði, þar sem list þeirra hjóna gæt| notið sín. I þau skifti semj Remertshjónin hafa heimsótH ísland, Hafa þau ávalt verifS reiðubiiin til þess, að takaj þátt í leiksýningum á veguml Leikfjelags Reykjavíkur, þóttj heimsóknir þeirra hingað hafí .verið á þeim tíma árs, sem! þau ættu að nota sjer tií hvíldar og hressingar. Áhugai sinn fyrir ísl, leikhúslífi hafá þau sýnt með þessu og því, að er þau dvöldu hjer síðastl Ijeku þau hjer endurgjalds- laust, en heittu sjer fyrir því að ágóðanum af leiksýningumi þeirra yrði varið til styi'ktar- Þjóðleikhússjóðnum. í. G. Glæpur að gefa bita LONDON: Jarlinn af Rose- berry hefir nýlega látið svo urrí mælt í Skotlandi, „að það værl glæpur af þeim mönnum, seiri stríðsfangar vinna hjá, að gefa þeim matarbita“. Skotskum bændum finst þetta heldur harkalega að orði komist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.