Morgunblaðið - 02.09.1945, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.09.1945, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐiÐ Sunnudagur 2. september 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lenoó*.. Bændur vilja nýsköpun í atvinn urekstri sín um TÍMINN síðastliðinn föstuda'g flytur grein, sem ritstjór- inn nefnir: „Stórútgerðarmennirnir og „nýsköpunin““. — Efni greinarinnar er tuddalegt níð um útgerðarmenn. Fátt er þar rjett hermt. Meðal annars segir, að stórútgerðar- mennirnir taki ekki þátt í nýsköpun útgerðarinnar. Þeir fáist ekki til að leggja fram fje til kaupa þeirra 30 ný- tískutogara, sem ríkisstjórnin hefir nú samið um smíði á í Englandi. En á ákefðinni við það að bera ósannar sakir á útgerðarmennina, leikur ritstjórinn herfilega af sjer. Hann segir m. a.: „Slík lántaka (Bráðabirgðalán ríkisstjórnarinnar til togarakaupanna) hefði verið að öllu eða mestu leyti oþörf, ef stórútgerðarmennirnir væru eins áhugasamir fyrir „ný- sköpun atvinnuvegar síns og bændurnir“. — — — ★ Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Tíminn og fundalegátar flokksins hafa látlaust haldið því fram, að nýsköpunaráform ríkisstjórnarinnar væru ekkert annað en blekking og hjegómi og að bændur landsins muni ekki láta af slíku ginnast. En sannleikurinn er sá, að áróður Tímans gegn nýsköpun atvinnuveganna hefir engin áhrif haft í sveitum ladsins. Engir þrá meir en bændur nýtísku- rekstur atvinnuvegar síns. Hyergi hefir því nýsköpunar- áformum ríkisstjórnarinnar verið fagnað meir en í sveit- unum. Tíminn veit vel, að áróður hans hefir misheppnast. Og nú hrekkur þetta sannleikskorn óvart upp úr hálsi ritstjórans, er hann verður óðamála i rógskirfunum um út vegsmenni na ★ Þeirr sem farið hafa um sveitir landsins á þessu ári, hafa allsstaðar orðið þess varir, og forustumenn Fram- sóknarflokksins og Tíminn hafa slitnað úr tengslum við bændastjett landsins. Veldur því mest hin neikvæða stefna þessa fámenna, valdagíruga en óforsjála hóps. — Engir hafa heldur meiri ástæðu til þess en bændur, að þrá hraðvirkari vinnuaðferðir. Og sökum þess að bændur eru ekki nægilega f jesterkir menn til stórtækra og skjótra umbóta, er ekki óeðlilegt að þeir fagni skilningi og vilja þess opinbera til þess að hrinda umbótunum í fram- kvæmd. Hitt skilst og bændum betur og betur með degi hverjum, að áhugi forustumanna Framsóknar fyrir mál- efnum þeirra, er einkum við það bundinn, að geta að dæmi refsins klifrað upp lúin bök þeirra upp í valda- stólana. ★ Það hefír verið erfitt heyskaparsumar hjá sunnlenskum bændum þetta ár. Fáir eiga velverkaðar töður í hlöðum sínum. Þó má sjá, er menn fara um sveitir Suðurlands, að mismunurinn er furðu mikill, jafnvel á jörðum, sem liggja hver að annari. Veldur þessum mismun að sumu leyti mismunandi kunnátta nágrannanna, en að langmestu leyti þó mismunandi aðstaða. Sumir hafa greiðfær tún og hraðvirkar heyskaparvjelar. Aðrir hafa annað hvort ó- greiðfær tún eða þá að þá skortir hraðvirkar heyskapar- vjelar, nema hvort tveggja sje. Þessir bændur berjast með ónógan vinnukraft og úrelt tæki, og verða alltaf háðir dutlungum náttúrunnar. ★ Forusta Framsóknar fyrir málefnum bænda, hefir reynst illa. Búriaðarfjelagshúsið er að rifna utan af ráðu- nautum, en bændur fá þó litlar hagnýtar ráðleggingar. — Skrifborðsfræðimennirnir í Búnaðarfjelagshúsinu eru á- trúnaðargoð Framsóknar, en bjartsýnum, stórhuga um- bótamönnum, eins og Sigurði heitnum frá Draflastöðum, var ekki gert vært í því húsi, eftir það að Framsóknar- flokkurinn gerði það að sínu ríki. Þetta er afleíðingin af því, að Framsókn hefir alltaf litið á málefni bænda gegnum pólitísk gleraugu. werji shripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sund og: mænuveiki. ÞAÐ ER JEG viss um, að fátt gæti valdið forseta Iþróttasam- bands fslands meiri leiðinda, en ef menn hættu að sækja Sund- höllina og Sundlaugarnar. Það var Benedikt Waage, sem fann upp setninguna, sem lengi stóð í hverju einasta eintaki Morg- unblaðsins - sumarmánuðina: — „Notið sjóinn og sólskinið". Og svo var það eitt haustið, er ekki þótti lengur ráðlegt að hvetja menn til að baða sig í Skerja- firði, að forseti ÍSI fann upp aðra hvatriingarsetningu: „Notið Tjörnina og tunglsljósið". Það er ekki nema eðlilegt, að áhugamenn, eins og Ben. G. Waage, sem í rúmlega 30 ár hafa haft það að aðaláhugamáli, að meðborgarar þeirra iðkuðu íþrótt ir sjer til heilsubótar, verði leið- ir er þeir sjá, að einhver aftur- kippur kemur í íþróttalífið. Forseti ÍSÍ, sem oftast er glað- ur og hressilegur, var eitthvað sorgmæddur á svipinn, er jeg hitti hann á götunni. Aðspurður sagði hann mjer ástæðuna: „Það hefir komið fyrir, að jeg hefi verið einn 1 Sundhöllinni undanfarna daga. Það stafar af því, að menn eru hjæddir við mænuveikina". Óþarfa ótti. WAAGE VAR vitanlega búinn að leita álits lækna um það, hvort nokkur hætta gæti stafað af því, að menn færu i bað við og við og fjekk það svar, að ekki mætti skilja aðvörun lækna á þá leið, að menn ættu að hætta að þrífa sig. Þvert á móti væri alt hreinlæti mjög nauðsynlegt, þegar menn vildu varast far- sóttír. En hitt hafa læknar sagt, að fóik skuli varast að ofreyna sig, t. d. við íþróttaiðkanir, sund par með talið. Ennfremur að gæta þess að ofkælast ekki. I að er því óhætt að bera þessi skilaboð til þeirra, sem hætt hafa Sundhallarferðum vegna ótta við mænuveikina: Það er aiveg óhætt að synda, ef menn gæta þess að ofreyna sig ekki og ennfremur hafa það í huga, að ofkæla sig ekki. Þeir, sem ánægju hafa af sundi, geta hald- ið áfram að veita sjer það, og Benedikt Waage getur tekið gleði : ína aftur. • Þá urðu allir sam- mála. OFT HEFIR mjer borist fjöldi brjefa í sambandi við eitthvert dægurniál. Oftast hefir það ver- ið í sambandi við eitthvað, sem aflaga hefir þótt fara, því menn eru svo gjarnir á að vera fljót- H1 að grípa til pennans, þeg- ar þeim finst eitthvað að, en láta vera að minnast á það, sem vel er gert. En nú virðast allir vera sam- mála um eitt, og það eru göt- urnar í bænurn. Undanfarna daga hefir mjer borist býsnin öll af brjefum frá konum og körlum, ungum og gömlum, sem ráða sjer ekki fyrir ánægju útaf götunum í Reykjavík. Alt eintómt hól og ánægja. Jeg yrði ekki hissa á því, þótt borgarstjóri og bæjar- verkfræðingur væru vinsælustu menn í bænum um þessar mund- ir. Og það er götunum að þakka. Hjer í dálkunum hefir öðru hvoru verið á þetta minst, en sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Rúmsins vegna er ekki hægt að taka nema glefsur úr þeim brjefum, sem borist hafa um „nýju göturnar“, eins og marg- ir kalla þær. En hjer eru nokk- ur sýnishorn: • Betri götur og hreinni. GRÍMUR skrifar t. d.: ...... En hafa Reykvíkingar veitt því athygli, hversu stór- feldum umbótum hinn nýi bæj- arverkfræðingur Bolli Thorodd- sen, ásamt borgarstjóranum, hafa komið á hjer í bænum. Göturnar hafa aldrei verið jafngóðar hjer í Reykjavík, eins og þær eru nú, og eiga þeir báð- ir, bæjarverkfræðingur og borg- arstjóri, þar þakklæti skilið. Bæjarverkfræðingur hefir gengið með mikilli röggsemi að starfi sínu. Hann hefir snúið sjer meira en áður var gert að miðbiki bæjarins og malbikað hverja götuna af annari, sem áður voru eins og forarvilpur. • Erfitt að halda hreinu. „EN BORGARSTJÓRI hefir sjeð um að götur bæjarins hafa verið þrifnar svo sem föng eru á. En það er aldrei hægt að halda hreinú til lengdar, þar sem umgangur er ljelegur, eins og er hjer í Reykjavík. Hjer er venja að henda frá sjer öllu rusli, hvar sem menn standa, og kveður jafnvel svo ramt að þyí, að standi menn í hóp nokkra stund, má ganga að því vísu, að eftir þá liggi væn hrúga af vindlinga- stúfum, hylkjum utan af vindl- ingum, eldspýtur, brjef og ým- islegt annað, sem þeir tína upp úr vösum sínum. Þó hefir bær- inn aldrei verið jafn hreinlegur og nú“. • Betri vinnubrögð'. VESTURBÆINGUR TEKUR mjög í sama streng og Grimur um göturnar og sleppi jeg því þeim kafla í brjefi hans, en um vinnubrögðin hjá verkamönnun um, sem hreinsa göturnar, fer hann nokkrum orðum og segir m. a.: „Samstarfið milli verkfræðinga bæjarins og verkamanna virðist vera ágætt. Vinnuafköstin hafa sjaldan eða aldrei verið meiri og betri en nú. Svona á það að vera. Góðir stjórnendur og á- nægðir verkamenn, þá gengur ait vel“. VesturbæingUr er auðsjáan- lega ekki alveg sammála Grími um hirðusemi bæjarbúa. Hann segir „Göturnar eru einnig orðn ar hreinni en áður. Veldur þar um, að almenningur er nú hirðu samari en áður og svo eru hreins unarmennirnir áhugasamari um verk sitt. Þó tefur það götusóp- unina mjög, hve bílum er raðað þjett við götur miðbæjarins strax á morgnana. En ekki er 'hægt að ætlast til þess, að hægt sje að hreinsa allan miðbæinn á stuttri stund á morgnana. Þetta hlýtur að vera hægt að laga, því nokkur bílastæði eru til, en virðast vera of lítið notuð“. Fleiri brjef frá ánægðum borg arbúum hefi jeg, en bæði er það, að þau hníga flest í þessa sömu átt og svo er hitt, að ekki er meira rúrií til í dag. En það er .sannarlega gleðilegt til þess að vita, að fólk skuli finna, hvað að því snýr, einnig þegar vel er gert. ■.■■•■■■■■■■■■■■■^a A ALÞJOÐA VETTVANGI Afnám láns- og leigulaganna í UM ÞAÐ BIL klukkustund hlustaði Truman Bandaríkjafor- seti á röksemdir fyrir því, að láns- og leigulögin væru ekki úr gildi numin að svo stöddu. Brýna nauðsyn bar til þess, að ákvörð- un um þetta mál yrði tekin taf- arlaust. Til þess lágu aðallega fjórar ástæður: 1) Kínverjar höfðu formlega farið þess á leit, að lögin yrðu ekki numin úr gildi, og utan- ríkisráðherrann, T. V. Soong beið svars. 2) Charles de Gaulle, sem var væntanlegur til Washington til viðræðna við Truman forseta, þegar þetta var ritað, myndi eflaust vilja vita, að hverju drægi í þessu efni. 3) Bretar, sem yfirleitt hafa verið bestu viðskiftamenn Banda ríkjamanna, myndu ekki geta keypt mikið af þeim, nema þeim væri hjálp^ð til þess að koma fjarmálum sínum í lag. 4) Rússar, sem líklegt er að LÍgi mikil viðskifti við Banda- rvkjamenn í framtíðinni, höfðu þegar beðið um 6 biljón dollara lán. ★ Truman hlustaði á röksemdir ráðunauta sinna, en þeir voru m. a. James Byrnes utanríkis- ráðherra, Fred Vinson fjármála- ráðherra og William Leahy flota foringi. Svo skýrði forsetinn frá ákvörðun sinni: hann var því algerega mótfallinn, að Banda- ríkjamenn hjeldu áfram að ausa út fje sínu í gjafir. Hann vildi, að greiðslur samkvæmt láns- og leigulögnnum yrðu samstundis færðar niður í lágmark og al- gerlega lagðar niður hið bráð- a: ta. Ráðunautarnir voru þeirrar s-koðunar, þegar þeir komu til Hvíta hússins, að nauðsynlegt væri að lögin yruð látin gilda nokkurn tíma enn. Þeir hlust- uðu gaumgæfilega á röksemdir forsetans. Að lokum urðu þeir honum sammála um það, að ein- hverjar aðrar leiðir yrði að finna til þess að hjálpa bandamönnum Bandaríkjanna í styrjöldinni. Um eitt atriði varð fullnaðar- ákvörðun: ekki meiri vopn. ★ Þannig varð upphafið að enda lokum laganna, sem sett. höfðu ve"ið fyrir forgöngu Roosevelts. forseta 9 mánuðum áður en Bandaríkin fóru í stríðið. Lögin voru alger nýjung. Safnkvæmt þeim voru matvæli, vopn, verk- færi og vinnuþjónustu látin bandamönnum í tje, óg hafði þetta numið um það bil 40 billj- ónum dollara, þegar lögin voru a'Inumin. Þetta átti drjúgan þátt í sigri bandamanna, en hann er 'kki hægt að meta til fjár. En afnám láns- og leigulag- enr.a hefir ekki í för með sjer neina breytingu á þeirri skyn- samlegu meginstefnu Bandaríkja manna að hjálpa bandamönnum Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.