Morgunblaðið - 06.09.1945, Qupperneq 10
10
'wmm
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 6. sept. 1945
„ .. ..
(7*9 er ■
JÓNATAN SCRIVENER
<d^tir CCiau.de —JCoucfliti
Stríðsherrann á Mars
2)
renffjaiacja
Eftir Edgar Rice Burroughs.
17.
Jeg hefi sjálfsagt staðið grafkyrr í heila mínútu, eftir
að jeg var kominn upp í bátinn. Hann hafði ruggað dá-
lítið, er jeg steig í hann, en þó hefði urg hans við börð-
stokk báts míns helst átt að berast bátverjum, ef ein-
hverjir voru, að eyrum.
En enga breytingu hafði jeg heyrt í bátnum, og rjett
á eftir var jeg búinn að leita um allan bátinn. Hann var
tómur.
Jeg fálmaði nú um klettana, sem báturinn lá bund-
inn við, og fann þar mjótt þrep, sem jeg vissi, að hlaut
að vera leiðin, sem bátverjar höfðu farið eftir. Að það
gætu engir verið aðrir en Thurid og fjelagar hans, var
jeg viss um af stærð og byggingu báts þess, er jeg hafði
fundið.
Jeg kallaði á Woola og steig upp á þrepið. Hinn risa-
vaxni, grimmi hundur kom á eftir mjer, liðugur eins og
köttur.
Um. leið og hann fór yfir bátinn, sem Thurid og f jelag-
ar hans höfðu verið í, urraði hann illilega, og þegar hann
kom til mín upp á klettasilluna, fann jeg að hárin risu
á honum af reiði. Jeg held að hann hafi fundið á sjer,
að óvinir mínir hafi verið nýlega á þessum stað, því jeg
hafði gkkert gert til þess að reyna að gera honum skiljan-
legt, að við værum að elta einhvern, sem mjer væri illa
við.
Þetta flýtti jeg mjer nú að gdra, og að sið grænu mann-
anna á Mars, gerði jeg það aðallega með hugsanaflutningi
þeim, sem er orðinn mjög þroskaður þar á hnetti, en að
öðru leyti í orðum, að við værum að reyna að finna þá,
sem til skams tíma höfðu verið í bátnum, er við gengum
yfir.
Woola gaf í ikyn með lágu urri, svipuðustu kattarmali,
að hann hefði skilið þetta, • og bauð jeg honum nú að
fylgja mjer og beigði til hægri handar eftir klettaþrepinu,
en varla hafði jeg gert það, fyrr en jeg fann að hann tog-
aði í herklæði mín. (Herklæði Marsbúa eru úr leðri, alsett
gimsteinum hjá aðalsmönnum).
Heimamaður:
Af bverju
17. dagur
„Þegar maður fær skýrt og
skorinort svar við spurr.ingu,
sem maður hefir enn ekki tjáð.
Þjer eruð dálítið þreytandi. Jeg
hringdi í raun rjettri tii þess að
segja yður, að jeg verð að heim
an í einn eða tvo daga Við verð
um að hittast, þegar jeg kem
aftur. Hvernig líkar yður lífið
1 íbúð Scrivener?“
,,Prýðilega“.
„En það svar — drottinn
minn! Þjer hafið aðeins einn
hæfileika. Vitið þjer, hver hann
er?“
„Nei — hefi ekki minstu hug
mynd um það“.
„Yður tekst að korrta því inn
hjá fólki, að öruggt sje að gera
yður að trúnaðárvini. Ef það
væri í raun rjettri öruggt,
myndi alt horfa öðru vísi við. Ef
til vill tekst yður einn góðan
veðurdag að sannfæra mig um,
að svo sje“.
„Jeg mun ekki reyna það“,
svaraði jeg. „En það er öruggt“.
„Hversvegna? Notfærið þjer
yður það ekki, þótt einhver gefi
yður trúnað sinn?“
„Nei“.
„Mjer heyrist helst, að þjer
munið vera prýðilegur áhorf-
andi. Hvaða eiginleikar eru
nauðsynlegir, til þess að geta
orðið góður áhorfandi?“
„Má jeg hugsa mig um í eina
mínútu?“
„Já — eina mínútu“, svaraði
hún.
„Til þess að geta orðið góður
áhorfandi verður maður að vera
hlutlaus — maður má ekki láta
tilfinningarnar koma neitt við
sögu“.
„Þá get jeg aldrei orðið góð-
ur áhorfandi. — Jeg hitti yð-
ur þegar jeg kem aftur til bæj-
arins. Jeg hefi hugsað mikið
um yður og mig langar til þess
að tala við yður. Þjer verðið að
heimsækja mig. — Góða nótt“.
- „Góða nótt“.
Jeg lagði heyrnartólið á og
bað gesti mína afsökunar.
— Samræðurnar gengu frem
ur stirt. Middleton mælti ekki
orð af munni, en jeg tók eftir
því, að hann starði án afláte á
Pálínu, eins og hún væri vera
úr Öðrum heimi, í hvert sinn
sem hann hjélt að hún tæki eigi
eftir því. — Ef henni varð litið
á hann, flýtti hann sjer að líta
niður fyrir sig. Þannig liðu tíu
mínútur. — Þá reis Míddleton
á fætur.
„Nú verð jeg að fara. Það var
ákaflega fallegt af yður, að
bjóða mjer inn fyrir“. Hann
sneri sjer að Pálínu, og bauð
henni góða nótt.
Jeg fylgdi honum fram í and
dyrið. Um leið og jeg hafði lok
að dyjrunum að bókaherberginu
vatt hann sjer að mjer.
. „Hver er hún? Jeg veit, að
það er dónalegt að spyrja svona
■— en hver er hún?“
„Hún er vinkona Scrivener“,
svaraði jeg.
„Það getur ekki verið. Hún
er vinkona yðar, eigið þjer við“.
„Nei — Scriveners".
Hann horfði þegjandi á mig.
Svo sagði hann snöggt:
„Jeg sá að hún hjelt á lykli“.
„Já“, sváraði jeg. „Hún hef-
ir lykil að útidyrunum hjer“.
„Guð minn góður! Eigið þjer
við, að hún sje frilla hans?“
„Nei. Jeg á ekki við það“.
„Hvernig vitið þjer, að hún
er það ekki?“ spurði hann, og
bar ótt á.
„Hún sagði mjer það“.
„Drottinn minn! Og þjer trú
ið orðum hennar?"
„Já. Jeg hefi enga ástæðu til
annars“.
Hann leit á mig, og einkenni
legt bros ljek uro varir hans.
„Nei — ef til vill ekki. 'Við
erum bersýnilega mjög ólíkir.
Einu sinni var jeg á því, að all-
ir segðu satt. Nú hallast jeg
fremur að því, að allir ljúgi“.
„Þjer trúið því þá sennilega
ekki, þegar jeg segist vonast.til
þess að sjá yður aftur?“
, Hann gaf frá sjer þennan
stutta, gleðivana hlátur. „Þjer
eruð fífl að segja það“.
„Hversvegna?“ spurði jeg.
„Það eru aðeins fífl, sem
bjóða þeim, sem einmana eru,
að heimsækja sig“.
„Það gæti verið, að fíflið, sem
hjer á í hlut væri einmana líka.
Þjer skulið a. m. k. koma, ef
þjer kærið yður um“.
Þegar hann var farinn, gekk
jeg aftur inn í bókaherbergið.
Pálína reis á fætur og gekk
á móti mjer með útrjettar hend
ur — eins og hún væri að gefa
til kynna, að við hefðum ekki
getað heilsast alménnilega í naer
veru Middleton.
„Gestur yðar er einkennileg-
ur maður“, sagði hún, sinni
hreinu, hljómfögru röddu. —
„Hann er mjög óhamingjusam-
ur — er það ekki?“
„Hversvegna haldið þjer
það?“ spurði jeg.
„Jeg rjeði það af því, hvern-
ig hann hló“, svaraði hún. —
„Hann vakti forvitni mína“.
„Af hverju? En áður en þjer
segið mjer það, skulið þjer fá
yður sæti“.
Hún settist aftur við arininn.
Það leit ekki út fyrir, að hún
væri neitt tímabundin. Það var
einkennilegt að vera hjer einn
með henni og hafa á tilfinning-
unni, að maður þekkti hana vel
— þ,ví að, þegar öll kurl voru
komin til grafar, vorum við al-
ókunnug hvort öðru. Hún sat
keik og það var eitthvað fjar-
stæðukent við barnslegan al-
vörusvipinn á andliti hennar og
glæsilegan kvöldkjólinn, sem
sýndi fínar, mjúkar línurnar í
hálsi hennar og ávala fegurð
axlanna.
„Af hverju horfið þjer svona
á mig?“
Jeg kipptist við. Óafvitandi
hafði jeg starað á hana. — Jeg
svaraði:
„Vegna þess, að þegar jeg
horfi á yður, hefi jeg altaf á
tilfirmingunni, að veroldin sje
samkvæmi, sem yður hefir ver
ið boðið í. Og það er undarlegt
samkvæmi — það viðurkenni
jeg. Þjer eruð úr einhverjum
öðrum heimi — jeg veit ekki,
hvaða heimi — en þjer hafið
orðið að klæðast fötum þessa
heims, í kurteisisskyni við gest-
gjafa yðar, og það er eins og
þjer sjeuð að bíða eftir því, að
einhver komi og flytji yður aft
ur þangað, sem þjer eigið
heima“.
„Þetta væri eins vel hægt
að segja um yður“, sagði
hún og brosti. „Engu að síður
er það satt, — að nokkru leyti.
En jeg ætlaði að segja yður,
hversvegna gestur yðar vakti
fofvitni mína. Hvað heitir
hann?“
„Andrjes Middleton. Hvers-
vegna vakti hann áhuga yðar?“
„Vegna þess, að mjer finnst
einhvernveginn að hann sje á
rangri hillu í lífinu. Lífsferill
hans hefði átt að vera mdrkaður
— ákveðinn — frá öndverðu,
en hann hefir — hann
hefir —
„Orðið strandaglópur?“
„Já — hann hefir orðið
strandaglópur“, endurtók hún
hægt. „Það er eitthvað við þetta
herbergi“, hjelt hún áfram,
„sem gerir það að verkum, að
maður hikar við að fitja upp á
því, sem maður ætlaði í raun
rjettri að ræða um áður en mað
ur kom inn í það. Þjer voruð
að tala við kónu í símann áðan
— var ekki svo?“
„Jú“.
„Þjer skilgreinduð pýrðilega,
hvað það væri, að vera góður
áhorfandi“.
„Þegar þjer hafið lesið eins
mikið og jeg, ungfrú Mande-
ville — —“.
„Pálína — og við ættum að
þúast“.
„Þökk fyrir. Þegar þú ert bú
in að lesa eins mikið og jeg,
Pálína, getur komið fyrir, að þú
vitnir óafvitandi í bækur“.
„Jeg vissi ekki, að þú ættir
neina kunningja í Lundúnum".
„Jeg á það ekki“, svaraði jeg.
„Jeg var að tala við vinkonu
Scrivener — frú Francescu
Bellamy".
Jeg sá þegar í stað, að hún
kannáðist við nafnið. Hún sat
þegjandi stundarkorn — og
mjer fanst alt í einu jeg sjá
mynd Francescu við hlið henn-
ar. Það var næsta furðulegt, hve
ólíkar þær voru, og þegar jeg
hugsaði til þess, að það skyldi
hafa verið Scrivener, sem kynti
mig þessum ólíku manneskjum,
Pálínu, Francescu og Middle-
ton, var jeg gripinn tilfinningu,
sem átti eitthvað skylt við ótta.
Mjer fanst það alt í einu óheilla
vænlegt, að maður, sem jeg
þekkti ekkert og hafði aldrei
sjeð, skyldi þannig vera ráð-
andi afl í lífi mínu.
Málafintnings-
skrifstofa
Einar B. Guðinnndssci.
Goðlangtir Þorláksson.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
— Það stendur hjerna í blað
inu, að í New York sje ekið yf
ir mann á hálftíma fresti.
— O, sussu, sussu, aumingja
maðurinn.
★
— Hvað kallið þið eiginlega
þetta sull, kaffi eða te? spurði
bálreiður gestur. — Mjer finst
það helst vera eins og bensín á
bragðið.
— Ef það er eins og bensín
á bragðið, svaraði þjónninn, þá
get jeg fullvissað yður um, að
það er kaffi, því að teið okkar
er nefnilega eins og uppþvotta-
vatn.
★
Hann: — Jeg er eins og jeg
væri tveggja ára gamall í dag.
Hún: — Meinarðu hest, barn
eða egg?
★
Sísí: — Jeg eh oft að hugsa
um, hvað karlmenn tala um,
þegar þeir eru einir.
Dídí: — O, ætli þeir tali ekki
um það sama og við.
Sísí: — Hvað þeir geta verið
andstyggilegir.
★
Sá ókunnugi: — Svona nokk-
| uð myndi nú þýða slagsmál
heima hjá mjer.
slærðu mig þá ekki?
Sá ókunnugi: — Af því að
jeg er ekki heima hjá mjer.
★
— Þú þarna niðri, hrópaði
faðirinn ofan af lofti, klukkan
er orðin þrjú, heldurðu, að þú
getir verið hjer í nótt?
— Þakka yður fyrir, svaraði
hinn rólyndi elskhugi dóttur-
innar, en þá verð jeg að hringja
heim fyrst.
★
Eins og kunnugt er reiddust
Frakkar ákáflega yfir því, að
fá ekki að vera meðal þeirra
þjóða, sem fyrst tóku atómo-
orkuna í notkun og fengu heið
urinn af því að hafa fyrst klof-
ið atómið. Nú er sagt, að de
Gaulle sje að dunda við það í
frístundum sínum, að kljúfa
atómið með fallöxi.
'k
Ljettlyndur kaupmaður opn-
aði verslun, en ekki tókst betur
en svo, að skömmu síðar varð
hann að loka með því að við-
skiptavinirnir urðu aldrei nógu
margir. Hann setti eftirfarandi
auglýsingu á búðarhurðina: —
Opnað vegna misskilnings.