Morgunblaðið - 22.11.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.11.1945, Blaðsíða 10
10 r* '"»1 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 22. nóy. 1945. S KV G G 0 M M Eftir Thelma Strabel 6. dagur í einu af símasanatölum þeirra hafði hún minst á föt við hann. Hún hafði sagt hon- um, að hún hefði ekkert vit á fötum — hvort hann vildi ekki velja nokkra kjóla fyrir sig. Hann hafði hlegið að henni og sagt, að sjer væri alveg sama, hverju hún klæddist. En ef hún vildi fá sjer eitthvað af nýjum fötum, gæti hún keypt þau þegar hún kæmi til Was- hington. Dink hafði gefið henni dálítið af peningum, og hún hafði farið til Cincinnati, þar sem hún hafði keypt sjer föt, meðal annars brúna kjólinn. Það var snotur kjóll úr góðu efni sem hafði kostað 50 doll- ara. Hún hafði einnig farið á hárgreiðslustofu í Cincinnati. Hún mundi, hvað hann hafði sagt um austurlenska andlits- drætti, og hún hafði látið greiða sjer í samræmi við það. Henni hafði fundist það fallegt þá...... En nú sá hún í stóra spegl- inum, sam þakti nær einn vegginn í stofurini, að útlit hennar var eitthvað öðruvísi, en það átti að vera. íbúðin, sem þau leigðu í gistihúsinu, hafði verið skreytt af frægum húsa- skreytara. Veggirnir í dagstof- unni voru hvítir og gólfið gljá- andi svart. Gluggatjöldin voru afar skrautleg, svört og hvít, og á veggnum, millí glugganna tveggja, var geysistór spegill. I honum sá hún konurnar, sem allar voru glæsilega búnar, samkvæmt nýjustu tísku. Hún heyrði þær tala um föt. Hattie Carnegié. Adrian. Hún sá skrautgripina þeirra glitra í Ijósinu. Og hún sá sjálfa sig í nýja, „snotra“ kjólnum. Hún var al- veg eins og sveitastúlka í fyrstu kaupstaðarferðinni. Hún var ekki eins og hún átti að vera. Og allir tóku eftir því. Var Alan Ijóst, hve hún þjáð ist, þar sem hún sat með þetta bjánalega bros stirðnað á and- litinu? Annað veifið kom hann og settist á stólbríkina hjá henni eða brosti uppörvandi til hennar. Hún elti hann með aug unum hvert sem hann fór. Hann var langfallegasti maðurinn þarna inni og hún var tvímæla laust Ijótasta og klaufalegasta konan! Loks voru síðustu gestirnir að kveðja. Þau stóðu í dyra- gættinni og Alan hjelt utan um axlir hennar. . ,,Það hefir verið okkur svo mikil ánaagja að kynnast yð- ur, frú Garroway". „Þakka yður fyrir“. „Og þið verðið að heimsgekja okkur þegar þið komið aftur úr brúðkaupsferðinni“. „Þakka yður fyrir“. Nú gátu þau lokað dyrunum. Hún hallaði sjer upp að dyra- stafnum. Hún vissi, hvað gest- irnir myndu tala um og furða sig á, þegar þeir kæmu heim^ til sín.... „Alan A!an!“ Hún hljóp í áttina til hans. Hún greip dauðahaldi utan um hann og grúfði andlitið niður að öxl hans. Grátur hennar var ^JJjer er ný jramliaidóóaja um un<ja dúflu, óem ýlftiót ríkum ocj ákrijamilí- i, en jak uar ókujcji á................ um manni., — Djljiót mec> jrá hjrji ijrjun stjórnlaus og ofsalegur. Svona hafði hún ekki grátið síðan móðir hennar dó. Alan bar hana yfir að legu- bekknum og settist þar með hana. „I guðs bænum gráttu ekki svona! Hvað í ósköpunum gengur að þjer?“ Hún reyndi að stöðva grát- inn og þurkaði tárin með vasa- klútnum, sem hann rjetti henni. Þegar hún mátti mæla á ný krafðist hún þess að fá að vita, hvers vegna hann hefði eigin- lega gifst sjer. Var honum ekki ljóst, hve hann hefði gert hræðilegt glappaskot? — Af hverju hafði hann ekki heldur kvænst einhverri af konum þeim, sem hjer voru í kvöld? Hann sagði, að þær væru all- ar giftar, og eiginmenn þeirra hefðu víst lítið kært sig um það. Hún settist upp. „Alan — veistu ekki, hvað fólkið, sem hjer var í kvöld, segir um kon- una þína? Það segir: Hvernig í ósköpunum gat Alan Garro- way dottið í hug að giftast þess ari stúlkukind? Hún er óásjá- leg og kann ekki einu sinni að klæða sig!“ „Var þetta alt og sumt?“ Hann hlóT og klappaði henni á kinnina. „Alt og sumt!“ „Hættu að gráta, ástin mín, og vertu ekki að reyna að telja sjálfri þjer trú um neina vit- leysu“. Hann reis á fætur og náði sjer í vindling. „Á jeg að segja þjer dálítið — við förum í búðir á morgun. Og jeg ætla að svíkja bæði hershöfðingja og stjórnarembættismenn, sem jeg var búinn að lofa að hitta, til þess að geta farið með þjer“. Hann settist aftur hjá henni. Hún hallaði höfðinu að öxl hans og hvíslaði: „Þú ert svo góður við mig, Alan. Mjer tekst víst aldrei að gera þjer skiljanlegt, hvað jeg er þjer þakklát". Umferðadynurinn vakti hana snemma morguninn eftir. Hún dró sængina upp að höku og sneri sjer á hliðina. Alan var vakandi. „Er þjer kalt?“ „Já — hálfkalt“. Hann geispaði og teygði úr sjer. Svo leit hann á hana og brosti: „Hver á þig?“ „Þú“, ansaði hún. „Um alla eilífð. Amen“. Brosið var alt í einu horfið af andliti hans. Hann horfði á hana undan hálfluktum augna- lokunum. „Ef þú gleymir því einhvern tíma“, sagði hann, „þá áttu eftir /að iðrast þess“. Svo hallaði hann sjer áfram og kysti hana laust á ennið. „Reyndu að sofna aftur, elsk- an“. Þegar hún var að klæða sig, heyrði hún, að Alan var að tala í símann. Hann var að tala við eina af konunum, sem hafði komið til þeirra í gærkvöldi. „Já, hún er dálítið feimin, en jeg vil, að þú kynnist henni betur. Þú ætlar þá að tala við hárgreiðslukonuna þína fyrir hana..,.“. Svo heyrði hún hann hringja aftur: „Þetta er Alan Garro- way. Jeg ætla að koma til yð- ar seinna í dag með konunni minni. Við höfum nauman tíma. Gætuð þjer ekki haft til eitthvað af kjólum, í Ijósum litum....“. ★ Klukkan var fimm, þegar þau komu aftur til gistihússins með alla pinklana. Þegar Pála hafði lokið við að búa sig fyrir kvöldverðinn, gekk hún inn í Ragstofuna. Al- an hafði farið niður, til þess að sjá um borð handa þeim: Hún staðnæmdist fyrir framan stóra spegilinn. Hún sá unga konu, í látlaus- um, svörtum kjól með fagra gullkeðju um halsinn. Hár henn ar var skift í miðjunni, og greitt aftur, í mjúkum liðum. Hið sjerkennilega lag augabrún- anna og fylling rauðra varanna kom enn betur í ljós en áður. Nú var hún líka búin að vera hjá fegrunarsjerfræðingi. Hún virti þessa framandi og sjerkennilega fögru konu fyrir sjer með athygli, og var ekki laust við, að hún kendi ótta. Hún gekk nokkur skref frá speglinum, og leit síðan í kring um sig í herberginu. Nú átti hún heima sjer. Spegillinn sagði henni það. Nú leit hún út eins og konu Alan Garroway bar. En þetta var aðeins fyrsta skrefið. Hún ætlaði ekki að láta Alan þurfa að blygðast sín fyrir hana öðru sinni. Hún ætl- aði að læra að semja sig að hátt um og siðum vina hans, alveg eins og hún hafði lært efnafræði formúlur, til þess að geta hjálp að föður sínum. Alm. Fasteignasalan | er miðstöð fasteignakaupa. 1 Bankastræti 7. Sími 6063. = Stríðsherrann á Mars Jt)renjjaóaja Eftir Edgar Rice Burrougiu 75. Tveim dögum seinna stóð loftskipið uppi á varðturn- inum, búið til feroar. Thuvan Dihn og Kulan Tith höfðu boðið mjer allt, sem þjóðir þeirra gátu í tje látið, miljónir iiermanna vildu þeir fá mjer, en skipið bar aðeins tvo menn auk Woola, Um leið og jeg steig á skip, kom. Thuvan Dihn á eftir mjer. Jeg leit á hann spyrjandi og undrandi. Hann sneri sjer að æðsta foringja sínum, sem komið hafði með hon- um til Kaol. „Þjer treysti jeg til þess að koma fylgdarliði mínu heilu heim til Ptarrth”, sagði hann. Þar mun sonur minn stjórna vel í fjarveru minni. Prinsinn af Helium skal ekki fara einn til fjandmannalands. Jeg hefi talað. Lifið heilir!” VIII. kafli. Gegnum hrægöngin. Beint í norður, dag og nótt, stefndi áttaviti okkar á eftir hinu loftskipinu, en á það hafði jeg beint honum þegar er við fórum úr Þernavirkinu löngu áður. Snemma aðra nóttina fórum við að finna, að kólna tók í lofti, og af hinni löngu leið, sem við höfðum farið frá Miðjarðarbaugnum, vissum við, að við hlutum að vera- iarnir að nálgast norðurskautið. Vitneskja mín um hina mörgu leiðangra, sem farið höfðu til þess að rannsaka hið ókunna norðurskaut, bljes mjer varúð í brjóst, því aldrei hafði eitt einasta loftskip komið aftur, sem flogið hafði yfir hin voldugu, ísilögðu íjöll, sem liggja í hring umhverfis heimskautalöndin. Enginn veit, hvað af þeim varð, aðeins það, að þau hurfu að eilífu sjónum manna inn í hið dularfulla heim- skautaland. Fjarlægðin frá fjallgarðinum til skautsins var ekki meiri en svo, að hraðskreytt loftskip hefði átt að kom- •ast þangað á fáeinum klukkustundum, svo gert var ráð íyrir að einhverjar skelfingar hefðu komið fyrir þá, sem komu í þetta forboðna land, eins og Marsbúar alment nefndu það. Verksmiðjueigandi nokkur hafði það fyrir venju að ganga í eftirlitsferð um verksmiðjur sínar á hverjum mánudegi. Honum fjell altaf mjög þungt, ef hann sá menn standa verk- lausa. Eitt sinn sá hann ungl- ing, sem hann hafði ekki sjeð áður meðal verkamannanna 1 verksmiðjunni. Hann stóð þar með hendur í vösum. Verk- smiðjueigandinn gekk til hans og sagði: „Hvað hafið þjer hátt viku- kaup?“ „Jeg fæ 200 krónur“, svaraði drengurinn. „Einmitt það“, sagði eigand- inn, um leið og hann skrifaði eitthvað á blað. „Farið með þetta til verkstjórans“, hjelt hann áfram, „og hjerna fáið þjer 200 krónur". Þegar verksmiðjueigandinn var farinn, fór drengurinn himinlifandi af fögnuði að tala um það, hvílíkur öðlingsmaður hann væri. „Vertu ekki svona kátur“, sagði einn verkamaðurinn. —• „Þetta þýðir, að það er búið að segja þjer upp hjer“. „Já, en jeg vinn alls ekki hjerna“, svaraði drengurinn, „jeg var bara sendur hingað með smávegis11. ★ Á skipsfjöl. „Mjer þykir það- leitt, frú“, sagði stýrimaðurinn við mið- aldra konu, „en þjer verðið að borga fult gjald fyrir þennan dreng“. „Nei, það geri jeg aldrei“, sagði konan blíðlega. „En þjer losnið nú samt ekki við það“, sagði stýrimaðurinn. „Drengurinn er orðinn það stór, að það fer eins mikið fyrir hon um og fullorðnum. Hvað er hann gamall?“ „Jeg hefi ekki minstu hug- mynd um það“, sagði konan, „jeg hefi aldrei sjeð hann fyr“. ★ Vinkonan: — Hvað sagði maðurinn þinn, þegar hann kom heim í morgun? Frúin: — Hik. ★ Jón: — Sjáið þið feitu kerl- ingargribbuna þarria yfirfrá, jeg held að hún sje að reyna að blikka mig. Sveinn: — Jeg skal spyrja hana að því. Hún er konan mín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.