Morgunblaðið - 29.01.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.01.1946, Qupperneq 12
VEÐURÚTLITIÐ. Faxaflói: ÚRSLITIN í bæja- og sveita- Austan og norð-austan kaldi. Víðast úrkomulaust. Ottjtítt Þriðjudagur 29. janúar 1946 stjórnakosningunum eru birt á 1. og 2. síðu. Nína Tryggvadóitir fær góða dómi í TILEFNI af málverkasýn- ingu ungfrú Nínu Tryggva- dóttur í New York fyrri hluta nóyember 1945, birtu mörg blöð gagnrýni á listir hennar, og fer hjer á eftir útdráttur úr ummælum merkustu blaðanna: The Times, 4. nóv. Islensk listakona, Nína Tryggvadóttir, sýnir um þessar mundir hálf- expressjóniskar og hálf-ab- strakt myndir, karlmannlega gerðar, í New Art Circle. Svo öflugar eru myndirnar, að það er erfitt að hugsa sjer að þær sjeu verk listakonunnar sjálfr- ar. sem er ung ljóshærð stúlka. Verkin bera vitni um sjálfstæð an listasmekk og persónulega afstöðu til viðfangsefnanna. Herald Tribune, 11. nóv. Auðlegð í litum.' Nína Tryggvadóttir, íslensk listakona, sem komin er hing- að til lands til að þroska hæfi- leika sína, sýnir nýleg olíumál- vek sín í New Art Circle. Hún byggir myndir sínar upp með einföldum formum.... og bera þær vitni um hæfileika til að skapa hálf-abstrakt mynstur. . auðlegð í litameðíerð ber lista- smekk hennar gott vitni. Art News, 15. nóv. Sýning Nínu Tryggvadóttur á lands- lagsmyndum, kyrramyndum og lifandi verum lofar góðu um framtíð hennar. Hún hefir unn ið Kaupmannahöfn og París og lært að nota aðferðir kúbisma og frumstæðrar listar í rösk- legum, stuttaralegum samstill- ingum. Ann hún mjög löng- um pensilstrikum og grófgerð- um flötum í óvæntum litum.... Hún sýnir frumleg tök á efn- inu og óvenjulega tilfinningu. Art Digest, 15. nóv. Dóttir íslands. íslensk stúlka, Tryggvadótt^ ir, sýnir málverk í New Art Circle í New York. . . . Á sýn- ingunni gætir mest abstrakstra og hálf-abstraktra mynda af lífverum og kyrralífi. Hún er ekki rög við litina, notar þá ó- spart og þó viturlega, skapar rúm og form með djörfum pens ilstrikum. Litirnir .... eru ým ist fínlegir eða í hörkulegri mót j sögn. Forstjóri sýningarskálans j J. B. Neumann, getur þess að islenska ríkið hafi kostað lista- konuna til náms hjer í landi. — B. W. The New Yorker, 17. nóvj .. Og rjett til að sýna ykkur, hve listaheimurinn er stór, má NÝLEGA VAR haldinn alþjóða matvaélaráðstefna í Quebeck í Kanada. Thor Thors sendi- herra íslands í Washington var fulltrúi íslands á ráðstefnunn og var hann kjörinn formaður fiskimálanefndar ráðstefnunnar. Sjest hann hjer á myndinni (fyrir miðju) með nefndinni. Þing Sameinuðu þjóðanna: Ákærur Persu fyrir Öryggisrúðinu Afgreiðslu málsins frestað til miðvikudags London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ÖRYGGISRÁÐ bandalags Sameinuðu þjóðanna kom sam- an á fund kl. 2 í dag. Var þar tekin fyrir orðsending Persíu- stjórnar um atferli Rússa í Persíu. Samþykkti ráðið einróma að bjóða formælanda sendinefndar Persíu að sitja fund ráðs- ins og gera grein fyrir afstöðu Persa. Hjelt formælandinn langa ræðu og fór hörðum orðum um íhlutun Rússa í Persíu. Sagði hann, að stjórn Persíu færi fram á það, að hersveitir hennar fengju að fara frjálsar ferða sinna um landið til þess að halda uppi lögum og regiu. Sagði hann að Rússar hefðu , ýtt undir uppreistina í Azerbaij Un og síðan komið í veg fyrir, iað stjórn Persíu gæti sent her- sveitir sínar til þess að bæla (hana niður. Væri alt þetta at- jferli Rússa hið freklegasta brot á samningum, sem gerðir voru er Rússar og Bretar fluttu heri sína til Persíu. Vyshinsky svarar. Er fulltrúi Persa hafði lokið máli sínu, tók Vyshinsky, full- trúi Rússa í öryggisráðinu, til geta þess, að í New Art Circle máls. — Fulltrúar Breta og er sýning á málverkum íslenskr ! Bandaríkjamanna í ráðinu eru ar stúlku, sem heitir Nína þeir Ernest Bevin, utanríkisráð- Tryggvadóttir og er nýlega komin hingað. Þó að verk henn ar eigi að mörgu skylt við for- ystumenn . þýska expressjón- ismans, þá getur þarna að líta hófsemi í tilfinningum, sem jeg ímynda mjer að sje norrænt einkenni Þegar þess er gætt að hjer nr um fyrstu sýningu að ræða, þá verð jeg að segja að hún gefur mjög góðar vonir. — Robert M. Coates. (Frjettatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu.) herra Breta, og Edward Stetti- nius. — Vyshinsky sagði, að samkvæmt lögum bandalags Saminuðu þjóðanna, ætti banda lagið, eða einstakar greinar þess, ekki að taka til meðferðar ágreiningsmál einstakra ríkja, fyrr en deiluaðiljar hefðu sjálf- ir reynt að sættast á þau með samningom sín á milli. Rússar hefðu ætíð verið fúsir að ræða við fulltrúa Persíu um þessi mál og hinn nýji forsætisráðherra Persíu hefði lýst því yfir, að hann æskti samninga við Rússa. Það væri því, að ólögum, að ör- yggisráðið tæki mál þetta til meðferðar að svo stöddu. — Er Vyshirisky hafði lokið máli sínu samþykkti ráðið, gegn mótmæl- um hans, að fre§ta frekari með ferð málsins til miðvikudags. Innganga Albaníu. Fyrir fundi öryggisráðsins lá, auk þessa máls, beiðni frá Júgóslavíu, þess efnis að Al- baníu væri veitt innganga í bandalag Sameinuðu þjóðanna. Vyshinsky vildi, að við þessari beiðni yrði orðið þegar, en ráð ið frestaði um óákveðinn tíma að taka afstöðu til málsins. Samsæri gegn Tjekkum LONDON: Nýlega var gefin út opinber tilkynning í Prag, þess efnis, að komist hefði upp um samsæri gegn tjekknesku stjórninni. Var talið, að bak við samsæri þetta stæði tjekkneski hershöfðinginn Prchla, sem er forsprakki fámenns flokks í London, sem er á móti stjórn dr. Benes. Grein um Háskólann í New Yorkblaði THE NEW YORK TIMES flutti 27. des. s.l. langa og fróð lega grein um Háskóla Islands undir fyrirsögninni „Hásköla- nám kostar íslending 2 doll- ara“. Er þar sagt frá starfstil- högun Háskólans og happdrætti hans og loks minnsf á nám ís- lenskra stúdenta vestanhafs. — Greinin er eftir frjettaritara frjettastofunnar Associasted Press í Reykjavík. (Frjettatilkynning frá utan- ríkisráðuneytinu). Viðræður að hefjast á Java London í gærkveldi: INNAN skamms munu hefj- ast á Java viðræður milli þjóð- ernissinna og Hollendinga. Að- iljunum til ráðgjafar og aðstoð ar verður Sir Archibald Clark- Kerr, fyrrverandi sendiherra Breta í Moskva. Er hann á leið til Batavíu. Lenti flugvjel hans í Kairo í dag, en hafði þar skamma viðdvöl. — Van Mook, landsstjóri Hollendinga á Java, er kominn til Batavíu, en hann hefir dvalist í Hol- landi um hríð og einnig farið, ásamt öðrum fullljrúum hol- lensku stjórnarinnar, til Lond- on og átt viðræður um Indó- nesíumál við bresku stjórnina. Hefir van Mook kallað saman ýmsa starfsmenn sína á Java til þess að fá hjá þeim full- komnar skýrslur, áður en við- ræðurnar hefjast. — Undan- farna daga hefir alt verið rólegt á eynni. Menn eru vongóðir um, að æskilegur árangur verði af viðræðunum. — Reuter. — Kosningarnar Framh. af Dls 2. Stokkseyri. Þar voru 347 á kjörskrá, en 337 kusu. Auðir seðlar og ó- gildir voru 12. — Úrslit urðu þau, að A-listi, verkalýðsfje- lagsins hlaut 127 atkvæði og 3 menn kjörna, B-listi, Framsókn armanna fjekk 43 atkvæði og 1 mann kjörinn og C-listi, Sjálf- stæðismenn hlaut 155 átkvæði og 3 menn kjörna. Stykkishólmur. Þar fengu Sjálfstæðismenn hreinan meirihluta. Listi þeirra, D-listi, fjekk 173 atkvæði og 4 menn kjörna, en 7 eru í hreppsneíndinni. B-listi, Fram- sóknarflokksins hlaut 76 atkv., og 2 menn kjörna, A-listi, Al- þýðuflokksins hlaut 70 atkvæði og 1 mann kjörinn og C-listi, kommúnistanna fjekk 33 atkv. og engan mann kjörinn. Á kjör skrá voru 399, en af þeim greiddu 352 atkvæði. Níu seðl- ar voru auðir og 7 ógildir. Við síðustu kosningar fengu Sjálfstæðismenn 152 atkvæði, Framsókn 71, Alþýðufl. 55 og óháðir 33. * Borgarnes. Þar hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn hreinan meirihluta, 4 menn kjörna af sjö. — Listi hans, A- listi, hlaut 165 atkvæði. Listi Framsóknarmanna, B-listi, hlaut 99 atkvæði og 2 menn kosna, listi sósíalista, C-listi, fjekk 61 atkvæði og 1 mann kosinn, og listi Alþýðuflokks- ins og óháðra, hlaut 28 atkv. og engan mann kjörinn. Á kjör skrá voru 431, en atkvæði greiddu 370. 17 seðlar voru auðir. — Við síðustu kosningar fengu Sjálfstæðismenn 150 atkv Framsókn 124 og Sósíalistar 43. Ólafsvík. Þar kusu 187 af 245 á kjör- skrá. A-listi, frjálsra vinstri manna hlaut 106 atkvæði og 3 menn kjörna og B-listi, Sjálf- stæðisflokksins 68 atkvæði og 2 menn kjörna. Þrettán seðlar voru auðir. Sýslunefndarmaður var kjör- inn Jónas Þorvaldsson skóla- stjóri með 106 atkvæðum. Hann er Framsóknarmaður. Eliníus Jónsson kaupfjelagsstjóri, Sjálf stæðismaður, hlaut 65 atkvæði. Hellissandur. í Neshreppi, utan ennis, — Hellissandi — kusu 149 af 223 á kjörskrá. A-listi, Alþýðu- flokksins fjekk 40 atkvæði og 1 mann kjörinn, B-listi Sjálf- stæðisflokksins hlaut 60 atkv. og 2 menn kjörna, C-listi, sósíal ista og óháðra fekk 24 atkvæði og einn mann kjörinn og D-listi, Framsóknarmanna og þeirra er starfa að umbóta- málum á samvinnugrundvelli, 20 atkv. og einn mann kjörinn með hlutkesti milli annars manns af A-lista og þriðja manns af B-lista. Einn seðill auður, 4 ógildir. Sýslunefndar- maður var kjÖrinn Hjörtur Jónsson hreppsstjóri, Sjálfstæð- ismaður, með 100 atkvæðum. — Guðmundur P. Einarsson verka maður, Alþýðuflokks, hlaut 31 atkvæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.