Morgunblaðið - 05.03.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1946, Blaðsíða 1
KANADANJÓSNIRNAR FYRIR- SKIPAÐAR FRÁ N. «*. Úeirðir í Teheran vegna land- setu rússneska setuliðsins Rússar rjúfa samninga um -áf að flylja brofl her sinn úr landinu. Teheran í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TIL ÓEIRÐA KOM fyrir utan persneska þingið í dag í sam- bandi við þá yfirlýsingu rússnesku stjórnarinnar, að rússneska setuliðið í landinu verði ekki flutt heim, eins og ráð er fyrir gert i samningum og loforðum Rússa, en samkvæmt þeim áttu Rússar að fara með her sinn frá Persíu 2. mars 6.1., Bretar hafa haldið sín loforð og flutt herlið sitt frá Persíu. Mannerhelm forseti MOSKVA Einn njósnari játar sekt sína Yfirlýsing Kings forsætís- ráðherra OTTAWA í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá REUTER. MACKENZIE KING, forsætisráðherra Kanada, skýrði frá því í dag opinberlega, að það sje sannað, að njósnir Rússa í Kanada voru framkvæmdar samkvæmt skipun frá Moskva. Konimgleg rannsóknarnefnd, sem rannsakað hefir málið, hefir fyrirskipað málshöfðun gegn fjórum mönnum. Tvær konur eru meðal hinna ákærðu og hefir önnur konan játað sekt sína og viðurkennt að hún hafi unnið að njósnastarfsemi fyrir Rússa. Karlmennirnir, sem ákærðir eru, voru kapteinn í hernum og raffræðingur, sem vann að radarrannsóknum. Vekur ugg í London og Washington. Þessi samningsrof Rússa í Persíu hafa valdið nokkrum ugg í London og hefir Bevin utanríkisráðherra lýst því yf ir, að hann hafði beðið sendi- herra Breta að biðja um skýr nigu á þessum samningsrof- um Rússa.. Ennfremur til- kynnti Bevin að hann stæði í nánu sambandi við Byrnes utanríkisráðherra um mál þetta. Breska stjórnin frjetti fyrst um þá ákvörðun Rússastjórn- ar að halda ekki samninga um brottfluíning setuliðs frá Persíu. gegnum bresk blöð, en ekki eftir venjulegum diplomatiskum leiðum. • Rússar gengust inn á að flytja herlið sitt brott úr Persíu með samkomulagi, er gert var á sínutn tíma á Teh- Persum var heitið því, að alt erlent setulið myndi hverfa úr landi 6 mánuðum eftir stríðslok og síðan var þetta loforð endurnýjað með samn- ingi í september í haust, þar sem bandamenn gengust inn á að flytja alt herlið sitt úr landinu fyrir 2. mars 1946. Samningsrof Rússa og þaul- seta setuliðs þeirra í Persíu vekja að vonum athygli um allan heim og þykja ill tíð- indi. EIGA AÐ VERA FÍNIR LONDON: Besti sverðasmið- ir og gimsteinasmiðir í Lenin- grad eru önnum kafnir við að smíða sverð handa marskálkum Sovjetríkjanna. Eiga þeir að bera sverð þessi við hina nýju viðhafnarbúninga sína. sep a! sjer Helsingfcfrs í gær. GUSTAV MANNERHEIM forseti Finnlands sagði af sjer embætti í dag. Maðnerheim hefir verið veikur undan farna mánuði 9g fór hann í haust til Ma- deira sjer til heilsubótar, en er kominn heim til Finn lands fyrir skömmu. Mannerheim var yfirfor- ingi finska hersins, er Rússar rjeðust á Finna 1939 — og aft- ur er Finnar fóru í stríðið með Þjóðverjum. Uppþof í álexandria ALEXANDRÍA í gærkvöldi: — í dag kom til uppþots hjer í borginni og urðu alvarlegir árekstrar milli egypsku lögregl unnar og bresku lögreglunnar annars vegar og egypskra borg ara hinsvegar, sem vildu sýna andúð sína á Bretum. Vitað er, að tveir breskir lögregluþjónar voru barðir til bana og 8 Egypt ar hafa látið lífið, en um 200 manns særst. Uppþotið hófst með því, að Egyptar rjeðust á breskan flotaspítala og kveiktu í hon- um. Stjórnin hafði bannað all- ar hópgöngur í dag, en dagur- inn var sorgardagur í Egypta- landi til minningar um stúd- enta þá, sem fórust í óeirðun- um á dögunmu. I Kairo hefir alt verið með kyrrum kjörum í dag. Brelar verða að hafa slóran her næsía ár LONDON í gær: — Attlee forsætisráðherra skýrði frá því í dag' í umræðum um landvarna mál í neðri deild breska þings- ins, að Bretar yrðu að hafa stór an her næstu ár og ungir menn yrðu kallaðir í herinn áfram eins og verið hefir, þó ekki sje vitað, hve lengi þeir þurfi að þjóna. Attlee sagði, að Bretar hefðu enn miklar og margar skyldur víðsvegar um heim. Hernám Þýskalands krefðist mikils hers, því það væri ekki hægt að ganga fram hjá þeirri hættu, að til óeirða og jafnvel uppþota gæti komið þar í landi. Attlee sagði, að í lok júní- mánaðar næstkomandi myndi her Breta nema 1.900.000 manns, en í lok ársins vonað- ist hann til þess, að 175.000 manns yrðu í flotanum, 650 þús und í landhernum og 275 þús. í flughernum. — Reuter. Mikiil matvælaskort- ur í Þýskalandi London í gærkvöldi. ATTLEE forsætisráðherra mun ræða við Montgomery marskálk á morgun um mat- vælaástandið á hernámssvæði Breta í Þýskalandi, en mat- vælaskortur er þar nú mjög til finnanlegur. — Montgomery kom nýlega til London til að ræða við bresku stjórnina um hið bága ástand í þessum efn- um í Þýskalandi. — Reuter. Talið er víst, að í yfirlýs- ingunni verði lýðræðisflokkar Spánar hvattir til að gera það, sem í þeirra valdi stendur til að gefa spönsku þjóðinni kost á að velja sjer sína eigin stjórn og þar með leggi lýðræðisríkin blessun sína á, að lýðræðisflokk arnir reyni að hrinda Franco völdum. Brelar og Frakkar (ara frá Sýrfandl PARÍS í gær: — Tilkynnt var í París í dag að nefnd fulltrúa frá bresku stjórninni og frönsku stjórninni, hefði komið sjer saman um að Bretar og Frakkar flytji lið sitt burt frá Sýrlandi. Eiga brottflutningar hersins að hefjast 11. þ. m. og verða lokið 30. apríl. Ekki er búið að taka neina ákvörðun um brottflutning her- liðs frá Lebanon. —Reuter. BEDINN AÐ KOMA AFTUR LONDON: Forgöngumenn um hljómlist í Berlín, hafa boð ið hljómsveitarstjórann fræga Furtchtwángler, að koma þang að aftur. Hann hefir að undan- förnu dvalið í Vínarborg. Brjefaviðskifti Francos og Hitlers. Bandaríkjamenn komu.st yfir brjefaviðskifti Francos og Hitl- ers í sumar í Þýskalandi og hafa þessi brjef nú verið send frönsku stjórninni. í brjefum þesum, sem eru frá 1940, 1941 Frairih. á 2. siöu. Njósnuðu'um ferðir amerískra her- manna. Rússar vildu ekki aðeins fá upplýsingar um atóm-leyndar- málið, radar og önnur tæknis- leg málefni,held ur sóttust þeir líka eftir upp- lýsingum um til flutninga amer- \skra hermanna, sem vérið var að flytja til Kyrrahafsvíg- stöðvanna og frá beim. Var gefin skipun um það frá Moskva í Wiliiam ágústmánuði s.l. MacKenzie Klng ----að þessum upp- lýsingum skyldi safnað. Það voru starfsmenn rússn- eska sendiráðsins í Ottawa, sem fengu Kanadamennina til að njósna fyrir sig. Ekki munu Rússar hafa greitt njósnurum sínum mikið fje fyrir landráðastarfsemina. heldur unnu njósnararnir land ráð sín af pólitískum ástæðum, eða til þes« að vera góðir kommúnistar. Njósnari tekinn í Bretlandi. í sambandi við þetta njósna mál er þess getið í frjettum frá London í gærkveldi, að þar í landi hafi verið tekinn fastur maður nokkur, sem hefir njósnað fyrir erlenda þjóð í Bretlandi. Er það kenn ari við mentaskóla í London. Er búist við að njósnamál þetta muni vera enn víðtæk- ara, en látið hefir verið uppi til þessa og að búast megi við handtökum í Bandaríkj- unum. Lýðræitisríkin þjarma ú Franco LONDON í gærkvöldi: — Yfirlýsing sú um afstöðu lýðræðis- ríkjanna til stjórnar Francos hersöfðingja, sem beðið hefir verið eftir undanfarna daga, mun verða birt á morgun (þriðjudag). Undir yfirlýsinguna munu skrifa Frakkar, Bretar og Banda- ríkjamenn. Búist er við að í yfirlýsingunni verði þjarmað mjög að Francomg stjórn hans, en lögð meiri áhersla á að Franco láti af völdum, heldur en að víta hann persónulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.