Morgunblaðið - 28.04.1946, Side 1
16 síður
33. árgangur.
94. tbl. — Sunnudagur 28. apríl 1946
ísafoldarprentsmiðja h.f.
BANDARÍKJASTJÓRN BIRTIR SKÝRSLU
UM HERSTÖÐVAMÁLIÐ
Vantrðuststiliaga
Franisóknar feld
meb 33 atkv.
gegn 14
UTVARPSUMRÆÐURNAR
um vantrauststillögu Hermanns
Jónassonar og Eysteins Jóns-
sonar hjeldu áfram á laugar-
dagslívöldið. Hafði hver þing-
flokkur klukkustund til um-
ráða, er skift var í þrent, 30
mín., 20 mín og 10 mín. ræðu-
tíma.
Framsóknarmenn höfðu fyrsta
ræðutíma hverrar umferðar,
sem hið fyrra kvöld, og tók
Eysteinn Jónsson fyrstur til
máls. Þá talaði Pjetur Magnús-
son fjármálaráðherra næstur,
gaf m. a. stuttort yfirlit yfir
stjórnarstefnu Framsóknar
1934—38, hvernig hún hefði
leitt til ófarnaðar, og hve ger-
ólík hún væri framfarastefnu
Sjálfstæðismanna. Hann gaf í
ræðulok yfirlit yfir fjárhags-
afkomu ríkissjóðs síðastl. ár.
Næstur talaði f. h. Alþýðu-
flokksins Emil Jónsson sam-
göngumálaráðherra, og að síð-
ustu í þessari fyrstu umferð f.
h. Sósíalistaflokksins Ásmund-
ur Sigurðsson og Steirigrímur
Aðalsteinsson.
.Skúli Guðmundsson flutti
fyrstu ræðu í 2. umferð f. h.
Framsóknar. Þá talaði Gunnar
Thoroddsen, rakti m. a. og
hrakti fjölmargar blekkingar
og rangfærslur Framsóknar-
manna og sýndi fram á stuðn-
ing stjórnarinnar og Sjálfstæð-
isflokksins sjerstaklega við
fjölmörg nytja- og framfara-
mál bænda.
Þá talaði Haraldur Guð-
mundsson f. h. Alþýðuflokksins
um ýms atriði alþýðutrygging-
anna.
Síðastur tók til máls í ann-
ari umferð, Lúðvík Jósepson.
Ræðumenn í síðustu umferð
voru þessir: Eysteinn Jónsson,
Ólafur Thors, Haraldur Guð-
‘mundsson ^og Áki Jakobsson.
. Síðan var gengið til atkvæða
að viðhöfðu nafnakalli og var
vantrauststillaga Framsóknar
feld með 33 atkvæðum gegn 14.
Þrír þingmenn greiddu ekki at-
kvæði, þeir Pjetur Ottesen,
Þorsteinn Þorsteinsson og Jón
Sigurðsson, en tveir voru fjar-
staddir, þeir Gísli Sveinsaon og
Sveinbjörn Högnason.
Homsteinn lagður að kapellu
Forsetinn leggur hornsteininn að Fossvogskapellunni.
Austurríki að verða
matarlaust
London í gærkvöldi.
FULLTRÚI UNRRA í Austurríki, Hynds ofursi, hefir
lýst Jdví yfir, að Austurríki sje að verða matarlaust, og engin
Jeið sje fyrir hendi til þess að koma í veg fyrir allsherjar
hungursneyð, en að minka matarskamtinn ákaflega mikið
þegar í stað.
Ekki mánaðarjorði.
Hynds sagði ennfremur, að
alt hveiti í Austurríki yrði
búið um 25. maí, og væri eina
leiðin til þess að ráða bót á
þessu, sú, að láta einhver
hveitiskip, sem lögð væru af
stað með fram, fara til hafna,
þar sem hægt væri með skjót
um hætti að flytja hveiíið til
Austurríkis.
Alvarlegar afleiðingar.
Fulitrúinn sagði ennfrem-
ur að það gæti valdið mikl-
um erfiðleikum í landinu,
bæði stjórnmálalegum og at-
vinnulegum, ef matarskamt-
inn yrði að minka niður í
,hungurskamt“, eins og hann
orðaði það, og kynni þetta að
koma bandamönnum ákaf-
lega illa. Reuter.
Sýning Gt<3níundar
frá Miðdal fjölsótt
í DAG er síðasti dagur list-
sýningar Guðmundar Einars
sonar frá Miðdal, og verður
sýningunni lokað kl. 22 í
kvöld. Hefir sýningin verið
fjölsótt, en alls hafa hátt á
annað þúsund manns sjeð
hana. Um þriðjungur af mál-
verkum þeim, sem sýning-
unni eru, hafa selst.
Hún var gefin útíVVash-
ington í gterkveldi
Washington í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna tilkynti í dag,
að Bandaríkjamenn óski eftir að hafa herstöðvar á íslandi
uns friður hafi verið saminn, eða þar um bii.
Ráðuneytið staðfesti yfirlýsingu íslensku ríkisstjórnarinn
ar, um að Bandaríkin hefðu fárið fram á það hinn 1 „olctóber
i 945, að fá að hafa slíkar stöðvar.
Enfremur skýrði ráðuneytið svo frá, að íslepska stjórnin.
hafi látið Bandaríkjastjórn vita í nóvembermánuði síðast-
liðnum, að hún væri ekki reiðubúin að ræða þessa uppá-
stungu og að engar samningaumleitanir hefðu farið fram
síðan.
K.höfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
VERKFÖLLIN valda vax-
andi erfiðleikum. Þannig hefir
verkfall ófaglærðra t. d. stöðv-
Ejð málmsteypufyrirtæki stórra
vjelsmiðja, og veldur það því
að sífellt feiri fagl§erðum mönn
um er sagt upp. Er járniðnað-
urinn þannig hjerumbil alveg
lamaður.
Vonast er eftir, að hægt verði
að leysa deilurnar án þess að
ríkisvaldið þurfi að taka í taum
ana. Jafnaðarmenn vilja láta
leysa málin með skjótum samn-
ingum milli verkamanna og
vinnuveitenda, til þess að kom-
ast hjá því að löggjafarvaldið
skerist í málið, en slíkt virðist
óhjákvæmilegt, ef verkföllin
halda áfram. Jafnaðarmenn
telja óheppilegt ef beitt verður
valdi ríkisins, og halda því
fram að hvorki vinnuveitendur
nje verkamenn vilji hafa ríkis-
Valdið sem miðlara sín í milli.
Leggja þingmenn jafnaðar-
manna hart að formanni hinna
ófaglærðu að hætta hinu óvin-
sæla verkfalli áður en ríkis-
valdið taki í taumana. — Páll.
Árás á gríska
fögreglu .
London í gærkveldi.
GRÍSKA stjórnin hefir til-
kynnt, að átta lögreglumenn
hafi fallið í bardaga í þorpi einu
nærri Larissa. Kom til bardag-
ans vegna þess að því er stjórn-
in skýrir frá, að kommúnistar
vopnaðir rjeðust inn í þorpið.
—Reuter.
Herstyrkur Bandaríkjanna
á íslandi hefir verið minkað-
ur úr 45,000 manns og niður
í eitt þúsund manns og eru
þetta ekki herbúnir menn,
sagði ráðuneytið.
Þá bætti ráðuneytið því við,
að það hefði stungið upp á
nýjum samningaumleitunum
um það, að veita hernaðar-
stöðvar á íslandi fram vfir
styrjaldarlokin.
Ásamt þessari uppástungu
fullvissaði Bandaríkjastjórn
íslensku stjórnina um það, að
Bandaríkin skyldu styðja það,
að ísland væri tekið í tölu
hinna sameinuðu þjóða, og
stungið var upp á því, að all-
ar herstöðvar,- sem ísland
ljeti Bandaríkjunum í tje,
skyldu einnig tiltækar örygg
isráði þinna sameinuðu þjóða.
Hryllilegf ásland á
japönskum skipum
London í gærkvöldi.
EITT hundrað þrjátíu og sex
menn ,af 80.000 Japönum, sem
eru á 14 skipum fyrir utan
Uraga höfn, hafa þegar dáið úr
hungri og vofir hungurdauði
yfir öllum þeim, sem eftir eru
á skipum þessum.
Uraga er um 56 km. fyrir
sunnan Tokio.
Kólera hefir komið upp á
skipunum, og hafa þegar 953
menn tekið veikina svo víst
sje, en talið er að 1874 sjeu þar
að auki gýktir.
Japanska hafnarstjórnin hef-
ir tilkynnt að matvæli á skip-
unura heftíu gengið til þurðar,
vegna þess, að þau voru í sótt-
kví, og var ekki hægt að fá
nokurn mann til þess að flytja
matvæli út í skipin og ekki
heldur vatn. — Reuter.