Morgunblaðið - 08.05.1946, Síða 5

Morgunblaðið - 08.05.1946, Síða 5
Einn af kunnustu skíðastökksmönnum Norðmanna í Reykjavík Sitthvað um innlenda og erienda knattspyrnu HEFIR þú heyut að Per Coll er stad.dur í Reykjavík? sagði Norðmaður við mig á dögun- um. Jeg komst að því að hann ioýr að .Hótel Borg og er hjer í viðskiftaerindum. Per Coll er 27 ára og var fyrir stríð einn af bestu skíðastökksnönnum Norðmanna. Hann tók meðal annars þátt í Holmenkolienmót- inu 1937, ’38, 39 og ’40 og var venjulega ofarlega. Hann hefir unnið mörg landsmót í Noregi og tók bátt í miiliiandakeppni við Finna 1938. Hann er með- limur í Ullern Skiklubb við Oslo. Coll er útskrifaður frá Verslunarskólanum í Bergen - Dipl., N.H.H. — Viljið þjer segja okkur eitthvað frá íþróttalífinu í Nor- egi á styrjaldarárunum, spyrj- um við Per Coll og komst hann þannig að orði: Nasistar gátu ekki kúgað íþrórtamcnnina. — Þegar hin fimm ára langa nasistanótt gekk yfir Noreg 1940, kæfði hún allt opinbert íþróttalíf í landinu. Um haustið það ár ákvað „herraþjóðin“ að skipuleggja skyldi íþróttirnar eftir nasistiskum fyrirmyndum og árangurinn varð sá að norsk ir íþrottamenn hættu að taka þátt í opinberum íþróttamót- um. Þjóðverjum var ljóst hvað það yrði mikið áróðursatriði fyrir þá, ef þeir gætu fengið íþróttamenn til að taka þátt í íþróttamótum nasista og lögðu hart að okkar fremstu íþróttamönnum að taka þátt í mótum. Sjerstaklega var lagt að tveimur heimsmeisturum á skíðum, þeim Birger Ruud og Lars Bergendahl og þeim hótað með fangabúðavist ef þeir Ijetu ekki undan. En íþróttamenn irnir stóðu fast við sinn keip og Þjoðverjar náðu engum ár- angri. Lars Bergendabl gekk síðar, eins og margir okkar bestu skíðagöngugarpa, í sendi þjónustu milli Noregs og Sví- þjóðar. Þessir skíðamenn fluttu kynstrin öll sf skotfærum og sprengiefni yfir landamærin frá Svíþjóð til heimaliðsins, sem að miklu Ieyti var samsett af íþróttamönnum. íþrótta- menn lögðu nú aðaláhersluna á að æfa sig til þess að vera sem best færir um að vinna íyrir fósturjörðina íþróttakeppni á laun. íþróttakepni fjell þó ekki al- veg niður styrjaldarárin. Á laun voru haldin íþróttamót, þar sem mörg hundruð íþróttamenn tóku þátt í keppni. 1943 komust Þjóð verjar að því að þessi mót voru haldin og virtust þeir ótTast að slíkt myndi torvelda þeiir loka- Viðtal við Per Coll um íþróttir í Noregi styrjaldarárin Per Coll sigurinn. Að minsta kosti fór svo að eftir skíðamót eitt í Oslo voru um 20 af okkar bestu skíðamönnum handteknir, þar á meðal Birger óg Asbjörn Ruud. Skíðamennirnir urðu að ganga hinn erfiða gsng til fangabúðanna í Grini þar sem þeim var haldið í eitt ár. Margir norskir íþróttamenn vcru send ir til kvalastaðaTii\a í Þýska- landi og komu ekki heim fyr en eftir styrjaldarlok. Þann 2. júní 1945 söfnuðust norskir íþróttamenn saman á ný í frjálsum Noregi, eftir fimm löng og erfið ár. Þenna dag var haldið fjölment íþróttamót í Oslo og þar gengu 25.000 íþrótta menn fyrir Olaf krónprms. Því miður var þarria saknað nargra af okkar bestu íþróttamanna, sem höfðu látið lífið í barátt- unni fyrir föðurlandið. Aukin íþróttaáhugi. Áhuginn fyrir íþróttum er nú meiri en hann hefir nokkru sinni áður verið í Noregi. Mest- ur er áhuginn fyrir knattspyrnu og skíðaíþróttinni Fyrsta opin- bera skíðamótið eftir st íð var haldið á nýársdag' í Kor.gsberg, fæðingarbæ Ruud-bræðranna. Sigurvegari .varð Birger Ruud, sem hv ið etfir anne.ð hefir unn- ið heimsmeistaratitilinn og orð- ið olympíumeistari á skíðum. Birger Ruud, sem kom til Is- lands 1939, er nú 33 ára, en talið er að hann sje nú betri en hann hefir áður verið á skíð- um. Í T'ebrúar varð hann svo óheppinn að lenda í bílslysi og meiddist illa á höfði. Hann gat þess v*gna ekki tekið þátt í Noregsmeistaramótinu eða Hol menkollenmótinu, en hann hef- ir nú náð sjer og var farinn að keppa á ný í lok vetrarins. í Tjarveru. hans vaið bróðir hans, , Asbjörn Noregsmeistari og sigr- aði á Holmenkollen. Hann varð heimsmeistari í skíðastökki 1938. Á Holmenkollendaginr. varð ógleymanlegur atburður. 100 þús áhorfendur hyltu konung- inn, þjóðsöngurinn og konungs söngurinn var sunginn af 100 þús. röddum og skíðamennirnir höfðu raðað sjer upp á sljettuna fyrir neðan stökkpallinn og mynduðu risastórt H-7, kon- ungsmerki Norðmanna. Þetta var einingarmerki allra sannra Norðmanna í styrjöídir.ni og var teiknað á húsveggi, götur og í snjóinn. í þeim skíðakappgöngu’n, sem haldnar hafa verið í vetur. hafa gömul og kunn r.öfn Komið fram á ný, t d. Lars Bergen- dahl, Olaf Ökern og Sigurd Vestad Auk þess eru margir nýir skíðagöngumenn, sem við gerum okkur miklar vonir um. Besti slalom og brun maður okkar frá árunum fyrii stríð, Andreas Wyller, er því miður meðal þeirra mörgu, sem ljet lífið fyrir föðurlandið. Hann var herflugmaður og kom ekki aftur til stöðvar sinnar eftir árás á Noregsstrendur 1944. Annar af okkar bestu skíða- mönnum, Marius Eiriksen, var einnig flugmaður og var skot- inn niður yfir Ftakklandi. Hann bjargaði þó lífinu í fallhlíf. Flann tók þó ekki þátt í keppn- um í vetur. I slalom og bruni eigum við marga unga og efnilega skíða- menn, sem við gerum okkur miklar vonir um og þegar al- þjóðamótin hefjast næsta vetur gerum við okkur vonir um að við höldum uppi okkar góða nafni sem skíðamenn. En íbróttirnar í Noregi eru ekki eingöngu fyiir keppendur, þær eru orðnar þjóðareign, ef svo mætti að orði komast. Þýð- ingu heilbrigðs útilífs fyrir þjóðina er ekki hægt að of- meta. Og þegar tækifærið gefst leita ungir og gamlir, konur og karlar út fyrir bæjina til að efla kraftana fyrir vinnuna. Á sumrin fara menn í gönguferð- irir og á skíði á vetrum. Slík íþróttaiðkun heillrar þjóðar er Framh. á hls. 10. Eftir Murdo Macdougall ÞAÐ er heldur snemt fyrir mig enn, að láta í ljós álit á íslenskri knattspyrnu, eins og hún er nú, en af því sem jeg hef sjeð af henni enn, held jeg að henni hafi farið lít-> ið fram frá því 1938. Jeg býst ^við því, að þetta sje að nokkru leyti vegna styrjaldarinnar, leikmenn hafa þurft að vinna mikið og haft lítinn tjma til æfinga, eins og í öðrum lönd- um, en það sem mjer finst lakast hjer, er skorturinn á eikvöllum, sjerstaklega fyrir drengina. Jeg veit ekki hvernig þessu er háttað í hin- ,um fjelögunum, en til mín koma nú á hverju kvöldi 40 —50 drengir, sem fúsir éru að læra, og mjer finst mjög leitt að hafa engin almenni- leg skilyrði til þess að geta kent þeim. Knattspyrnan er íþrótt, sem vel er þess verð að stunda, fyrir utan það að hún er ágæt fyrir drengi, vilja fleiri greiða aðgSngseyri til þess að horfa á knattspyrnu, en nokkra aðra íþrótt. Ef knattspyrnunni væri veitt góð skilyrði, þá held jeg að það yrði hjer eins og í Bretlandi og mörgum öðrum löndum, að þvínær hver drengur í bæn um myndi leika knattspyrnu, og myndum við þá eignast fleiri og betri leikmenn, máske fleiri fjelög og meiri samkepni. Og enn betra væri þó, ef mögulegt reyndist að kenna knattspyrnu í skólunum, eins og gert er í Skotlandi, þar sem við höfum knattspyrnu- tima í skólunum, ásamt tím- um í hinum venjulegu náms- greintim, og í hverjum skóla eru 3 eða 4 knattspyrnulið á j^msum aldri, og mörg mót eru háð milli skólanna, sem auk þe,ss keppa við önnur lið, erlend og innlend. ★ Tveir einkennilegir atburð- ir komu fyrir, í úrslitaleikn- um um Englandsbikarinn, sem háður var að Wembley, laug- ardaginn 27. apríl s. 1. Slíkt hefir ljklega aldrei komið fyrir áður. — Turner, fram- vörður hjá Charlton, var svo óheppinn að skora mark hjá sínu eigin liði, og skoraði svo að eins hálfri mínútu síðar mark fyrir lið sitt úr auka- spyrnu. Og svo sprakk knött- urinn, er lítið var eftir af venjulegum leiktíma. — Þetta ' iar harður og hraður leikur, I allan tímann og átti Derby County yfirleitt heldur meira í leiknum en Charlton, og eft ir að leikurinn hafði verið framlengdur, hafði Derby alveg yfirhöndina og sannaði það með því að skora 3 mörk. Úrslitin urðu 4—1, en Derby hefði óefað skorað 3 mörk í viðbót, ef markmaður Charl- ton hefði ekki verið jafnágæt ur og raun var á. Konungur- inn afhenti Derby bikarinn, er leik var lokið og drottn- ingin leikmönnum heiðurs- peninga. Snörp kepni. Það er þvfnær afráðið um það, að útsláttarkepni verður háð milli 8 bestu fjelaga í Englandi, Skotlandi og ír-> landi, er næsta leiktíma lýk- ur. Verður þetta nefnd Bret- landskepni. Enginn vafi er á því, að mikill áhugi verður á kepni þessari, og að óhemju manngrúi mun horfa á hvern einasta leik, þar sem fjelögin munu gera alt, sem þau geta til þess að vinna þann heiður að verða breskur meistari. — Kepnin verður fyrsta árið haldin í Skotlándi. Bolton-slysið. Skoska knattspyrnusam- bandið hefir stungið upp á því, að ágóðinn af kappleikn- um milli Skota og Englend- inga skildi renna í sjóð þann, sem stofnaður hefir verið til styrktar aðstandendum þeirra, sem fórust eða særð- ust í hinu hryllilega slysi á iþróttavellinum \ Bolton, þar sem 33 manns fórust, en 503- meiddust. Mikil sumarferðalög. Mörg bresk knattspyrnu- fjelög hafa fengið heimboð til Norðurlandanna í sumar, og einnig hefir fjöldi Breta verið ráðinn sem þjálfarar í þessum löndum. I Noregi ein- um eru nú 23 atvinnuleik- menn við þjálfarastörf. Ferðalag Dynamo. Nú hefir komið 1 ljós, hve mikið hinum rússnesku knatt spyrnumönnum úr Dynamo þótti koma til fararinnar til Bretlands. Liðið var boðið vel komið kuldalega og þurrlega, engin hljómlist eða flögg voru við höfð. Þetta ásamt öðru fleira segir útvarpsþuL Framh. á bls: 7.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.