Morgunblaðið - 09.05.1946, Page 14

Morgunblaðið - 09.05.1946, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 9. maí 1946 32. dagur „Á mánudagsmorguninn“, — skipaði Theo, „skuluð þið fá fleiri stúlkur ykkur til að- stoðar, og steyta nægilega mikið af grjónum til vikunnar. Við losnum þá við þennan dag- lega hávaða — og öll óhrein- indin, sem þessari athöfn fyigja“. Stúlkurnar störðu bjánalega á hana, þar til loks að sú, sem virtist skynugust, kinkaði kolli. Morguninn eftir hjeldu bar- smíðarnar áfram eins og venju- lega. Theo veitti stúlkunum harðar ákúrur. Daginn eftir heyrðist enginn hávaði — en það voru heldur engin hrís- grjón á borðum. Theo stóð á sama, en Jósep var fokreiður. Þegar hún skýrði fyrir hon- um, hvað fyrir henni vekti, ansaði hann gremjulega: ,— „Láttu þær í friði. Þær eru vanar því að steyta hrísgrjón- in á hverjum degi“. „Jæja. En er ekki hægt að gera það einhvers staðar ann- ars staðar en fyrir utan svefn- herbergis gluggann minn?“ „Vitanlega ekki. Það er ekki hægt að gera það annars stað- ar. en á hellunum fyrir mtan eldhúsið“. Stúlkurnar hjeldu þyí áfram að steyta hrísgrjónin. Alveg eins og allt þjónustufólkið hjelt áfram að. virða íyrirskipanir hennar að vettugi og fara sínu fram. „Húsfreyjan á og að upp- fræða negrana í kristinni trú“. Fyrst í stað hafði Theo einn- ig reynt að breyta eftir þessu. Fyrsta sunnudaginn, sAn hún dvaldi að Eikabæ, hafði hún fúslega farið með Jósep til litlu sóknarkirkj.unnar, sem var um það bil þrjár mílur í burtu. Þar hafði hún hlýtt á langa og leiðinlega prjedikun. og þegar heim kom hafði hún safnað öllum negrabörnunum saman, til þess að lesa fyrir þau'biblíu- sögur. Krakkarnir hlógu og skríktu og horfðu löngunaraugum út um gluggann — og Theo leið hreint ekki sem best. Hún hafði ekki hugmynd, um, hvaða fræðslu þau hefðu fengið í kristindómi til þessa — og hún gerði sjer ljóst, að hún myndi ekki sem best fallin til þess að bæta andlegt heilsufar þeirra. Aaron, sem var lítill trúmað- ur, hafði ekki lagt ýkja mikla áherslu á, að hún lærði krist- in fræði. En það gat ekki ver- ið svo erfitt, að lesa eina biblíu- sögu og í trausti þess tók hún að lesa um Jónas og hvalinn. Þegar hún hafði lokið lestr- inum, leit hún upp. Börnin störðu öll á haná, eins og naut á nývirki. „Þið sjaið það“, bætti hún við, þar eð henni fannst hlýða áð koma með einhverja skýr- ingu: „Guð refsaði Jónasi fyrir það, hvað hann var vondur“. Börnin hjeldu áfram að góna á hana, og virtust hvorki botna upþ nje niður í því, sem hún var að segja. „Þið skiljið söguna — er það ekki?“ Dauðaþögn andartak. Svo rjetti lítill hnokki upp hönd- ina, og sagði: „Jú, jeg skil hana!“ Hún sneri sjer að honum og brosti. Hann var eina barnið, sem hún kannaðist við —- son- ur Phæbe. „Þú veist, hvað hvalur er — er það ekki, Chance?“ Hann kinkaði kolli; og svart andlitið ljómaði af hreykni. „Jú. Það er voða'stórt dýr inni í skóginum“. „Nei. Jeg sagði ykkur áðan, að það væri stór fiskur. Hann gleypti Jónasí'. Chance kinkaði aftur kolli. „Já, jeg veit það. Dýrin í skóg- inum jeía oft stóra fiska“. Hún leit á hin börnin. „Var ekkert ykkar, sem skildi það, sem jeg var að lesa fyrir ykk- ur?“ Þau urðu niðurlút — og sum þeirra flissuðu. Hún varp öndinni. ,,.Jæja. Þið megið fara“. Þau hreyfðu sig ekki, fyrr en Chance gaf þeim bendingu um að rísa á fætur — og um leið varð henni ljóst, að þau myndu ekki hafa skilið orð af því, sem hún sagði. ÞaU skildu ekki annað en Gullah-mállýsk- una. Smám saman hætti hún öll- um tilraunum í þá átt, að reyna að tjónka við negrana. Hún hafði ekki hugmynd um, að Venus átti drjúgan þátt í því að ala á óánægju negranna í hennar garð. Venus ljet ekkert tækifæri ónotað til þess að reyna að æsa negrana til upp- reisnar. En henni varð lítið ágengt í því. Þeir voru tryggir húsbónda sínum. Oðru máli gengdi um húsmóður þeirra. Hún var af allt öðru sauðahúsi. Hún var frá Norður-ríkjun- um. Henni var trúandi til alls. Hafði hún ekki gert gys að galdramanninum? sagði Venus. Sjálf trúði hún ekki á galdra — en hún vissi mætavel, hve hjátrúarfullir negramir voru. Hún sagði þeim að unga hús- móðirin tryði ekki á nokkurn skapaðan hlut. Hún væri alveg heiðin. Kvöld eftir kvöld, sagði Venus, hafði jeg gætur á því, hvort hún læsi ekki bænirnar sínar. En hún gerði það aldrei. Jeg sá hana aldrei opna biblí- una. Hún fer aðeins í kirkju af því að húsbóndinn skipar henni það. Hún er vond. Þetta tal hennar hafði samt ekki eins mikil áhrif, og hún hafði gert sjer vonir um, því að Venus var illa þokkuð meðal negranna. Konurnar öfunduðu hana af fegurð hennar. Karl- mennirnir' óttuðust hana — einkum og sjer í lagi þeir, sem eitthvað höfðu reynt að leggja lag sitt við hana, og ekki haft annað upp úr því en skrámur í andlitið. Venus gætti þess vandlega, að vinna störf sín vel og gefa Theo enga ástæðu til umkvört- unar. Þar til dag einn í mars, að henni brást bogalistin. Næstyngsti bróðir Jóseps, John Ashe, hafði nýlega kvænst stúlku úr Santee-fylkinu, að nafni Sally McPherson, og var fyrir skömmu komin með hana til Waccamaw. William ofursti hafði samkvæmt venjunni gefið syni sínum plantekru, Hagley, og þangað voru ungu hjónin nýlega flutt. Theo hafði verið lasin, svo að þau hjónin höfðu ekki get- að verið í brúðkaupinu, en nú lögðu þau af stað, þennan dag í marz, til þess að heimsækja John Ashe og konu hans. Theo geðjaðist þegar vel að . Sally. Hún iðaði af fjöri og kátínu, var síhlægjandi og flissandi — og minti Theo talsvert á Katie Brown. Hún var átján ára — jafngömul Theo. Þær höfðu ótal margt að segja hvor ann- ari og um stund tókst Theo að gleyma óþægindum sínum. En kiukkan fimm var hún orðin dauðþreytt. Nú voru að- eins eftir tveir mánuðir af meðgöngutímanum :— og lík- amlegar þjáningar hennar vorli stöðugar. Hún staulaðist á fætur og muldraði einhver afsökunarorð við Sally. Hún þráði það eitt. að komast heim — í rúmið. Þar gæti hún leg- ið hræringarlaus — og ef til vill án þess að hugsa líka. Sally sá, að henni myndi líða illa. Hún var áhyggjufull og vildi kalla í Jósep. Þeir höfðu farið út bræðurnir, til þess að skoða plantekruna. „Ó — nei, nei“, sagði Theo, og reyndi að brosa. „Þú skalt ekki ónáða hann. Pompey bíð- ur hjerna fyrir utan, og getur ekið mjer heim — og sótt Jósep seinna“. „Jæja þá“, sagði Sally. En hún var óróleg. Theodosia leit út fyrir að vera sárlasin. Sally fannst harla ótrúleg sú stað- hæfing John Ashe, að Theo hefði verið óvenju falleg stúlka fyrir nokkrum mánuðum. En vitanlega afþokkuðust konur oft, meðan þær gengu með barn — og það varð að fyr- irgefa þeim, þótt þær væru duttlungafullar — eins og t. d. þetta, að rjúka af stað heim að Eikabæ á undan Jósep. Enginn á Eikabæ átti von á Theo svona snemma — og þús- ið virtist algjörlega mann- laust. En hún heyrði hlátra- sköll og söng úr fjarska. Negr- arnir höfðu auðvitað allir not- að tækifærið til þess að svíkj- ast um það, sem þeir áttu að gera, meðan húsbændurnir voru að heiman. Hún varp öndinni þreytulega. Þegar hún kom upp á loft- skörina sá hún, að dyrnar að herbergi hennar voru opnar í hálfa gátt. Það vakti svo sem ekki undrun hennar. Hún hafði gefið strangar fyrirskipanir um það, að þær væru lokaðar, því að óvenju kalt var þennan dag og hún vildi hafa hlýtt og nota- legt inni hjá sjer. En þjón- ustufólkið mundi aldrei stund- inni lengur það, sem því var sagt. Sigu'rgeir Sigurjórisson hœstaréttorlögmaður ■ '. '■ ' M ' : ."' ' SkrlfítQjtýtjmi 10-12 .og1-6. / . . V-V’ ’ ' :!••? ' ■ -> Aftálstriíttre ' ;'JSlmM()43‘r ' ■- ..••,;. -r> •-•.••- ■^a.~\ ,v • !*■ c ‘ ?xrr'í.~** • y&*>*i**i#$ Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 44. glápa á eitthvað allan liðlangan daginn. Ætli jeg sje ekki búin að eyða upp öllu, sem jég á til? Ja, jeg skal ekki gera það meir. Og hún lokaði augunum í skyndi. En bráðlega fór hún að opna annað augað svolítið, og hún ranghvolfdi því líka Mjer er sama hvað það kostar, sagði hún. Nú verð jeg að glápa dálítið. Að lokum tókst Önnu og Tuma að útskýra það fyrir Lóu, hvað fjölleikahús væri eiginlega, og þá fór hún og náði í nokkra gullpeninga úr töskunni sinni. Síðan setti hún á sig hattinn sinn, sem var eins stór og heilt kerru- hjól að ummáli, og því næst lögðu þau af stað í fjöl- leikahúsið. Það var nú að vísu ekkert hús, heldur stórt tjald, og það var alveg krökkt af fólki fyrir utan það, og langar raðir fyrir utan kcmpuna, þar sem aðgöngumiðarnir voru seldir, en loksins komst Lóa þó að. Hún stakk höfð- inu inn um gatið, starði á gömiu konuna, sem sat þar inni og sagði: — Hvað kostarmikið að horfa á þig, kona góð? — En þessi gamla kona var útlend, og hún skyldi ekk- ert hvað Lóa var að fara, en svaraði: — Lítla stolka, tad kostarr fumm krúnurr í frimmstu sæten, og trjár krúnurr í hin, en eina krónu kostarr tad ad standa uppi. — Jæja, sagði Lóa. En þá verður þú líka að ganga á streng. Nú skarst Tumi í leikinn og sagði að Lóa ætti að fá miða í ódýrari sætin. Lóa rjetti fram gullpening, og gamla konan leit tortryggnislega á hann. Hún beit líka í hann, til þess að vita, hvort hann væri ekki falskur. Að lokum hafði hún sannfært sig um, að hann væri raun- verulega úr gulli, og Lóa fjekk miðann sinn Þar að auki fjekk hún einhver ósköp af smápeningum til baka. — Hvað á jeg að gera með alla þessa litlu ljótu peninga, sagði Lóa gröm. Eigðu þá bara, svo jeg geti fengið að horfa á þig aftur seinna. Jeg get þá staðið uppi. • Jón meðhjálpari var heyrn- arsljór en mesti dugnaðarmað- ur. Honum hafði verið falið að selja kirkjugestunum nýtt kristilegt rit. Sunnudag nokkurn, eftir að presturinn hafði lokið ræðu sinni, sagði hann: „Allir þeir, sem eiga börn og þurfa að láta ^skíra þau geta komið með þau til kirkju næstkomandi sunnu- dag“. Jón meðhjálpari, sami kraft- > urinn í honum og ætíð og hald- andi það, að ummæli prestsins hefðu fjallað um nýja ritið, stóð upp og kallaði: „Þeir, sem engin eiga, geta fengið eins mörg og þeir vilja, með því að kaupa þau af mjer á 15 krón- ur“. ★ Auglýsing í ísafold, miðviku- daginn, 30. janúar, 1884: ANCKOR-LÍNAN ' í Glasgow á Skotlandi tekur að sjer að flytja menn frá íslandi til Vesturheims næsta sumar, með jafnvægum kjörum og hver önnur ,,lína“, og flytur vesturfarána með póstgufuskipunum hjeðan til Skotlands, en ekki í hinum sí- strandandi hrossa-skútum hr. Slimons í Leith .... k Nýgiftu hjónin eyddu hveiti- brauðsdögUm sínum á þektu sveitahóteli. Sama dag og þau komu þangað, skrapp brúðurin út, en kom fljótlega inn aftur. Hún gekk inn ganginn og bank ’ aði á hurðina. „Elskan mín, elskan mín“, hvíslaði hún, „opnaðu — það er jeg“. Ekkert svar. Hún barði aftur og nú fast- ar en áður. „Það er jeg, gullið mitt. — Hleyptu mjer inn“. Þá kom svarið: „Það getur vel verið, að þjer sjeuð frjálslyndar, fröken“, var sagt kuldalega, „en mjer þykir þjer ganga of langt. Þetta er baðherbergið“. v ★ Sjálfboðaliði nokkur sá eftir flýti sýnum að ganga í herinn, er hörmungar vígvallarins fóru að gera vart við sig. Kvöld eitt,- skömmu eftir geysiharða or- ustu, kom yfirmaður þans að honum, þar sem hanrT sat og grjet hástöfum. „Hvers vegna ertu að gráta, maður?“ spurði liðsforinginn. „Jeg vildi jeg væri í fjósinu hans pabba“, stundi hermað- urinn. „I fjósinu hans pabba þíns! Hvað meinarðu. Hvað mund- irðu gera ef þú værir þar?“ „Flýta mjer inn í bæ“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.