Morgunblaðið - 12.05.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1946, Blaðsíða 7
Sunnudagur 12 maí 1946 MORGUNBLAÐIÐ Vetur og vor. VETURINN, sem nýliðinn er, hefir yfirleitt verið hagstæður og mildur hjer á iandi. Sveita- menn telja flestir að þeir hafi sloppið vel með hrakin og lje- leg hey sín. Og vorið hefir ver- ið áfellalítið það sem af er, tún óðum að grænka hjer sunnan- lands og trje að laufgast, þar sem þau eru til augnagamans. Svo jöklamir ættu að minka þetta ár ekki síður en undan- farin ár. Nú á líka Veðurstofan okk- ar að verða ein af aðalveður- fregnastöðvum í Norður-Atl- antshafi, með svo miklum heim ildum til spádóma að hún geti leiðbeint þeim, sem um loftin fljúga yfir hafið þvert. Því hvort sem fleii' eða færri ílugmenn hafa hjer við- komu liggur leið margra þeirra nálægt „einbúanum í Atlants- hafi“, sem kominn er í þjóð- braut. I hvert sinn, sem vetur er mildur og vel vorar, hækkar á okkur brúnin og vonir glæðast um það, að hlýindatímabilið, sem hier hefir verið síðustu tvo áratugi kunni að boða vax- andi hlýindi hjer á landi í fram tíðinni. Náttúrufræðingar og sagn- fræðingar ættu að taka hönd- um saman og ráða þá gátu, hverjum breytingum islensk veðrátta hefir tekið síðan á landnámsold, svo spáð verði með meiri líkindum um það, hvað f amundan er. Hrakspár og bjartsýni. ÍSLENDINGAR sem komið hafa frá Norðurlöndum í vetur, hafa orð á því, að hjer sjeu menn yfirleitt bjartsýnni en alment gerist meðal frærdþjóða okkar. Þar hvílir skuggi styrj- aldarinnar þungt á mönnum enn. Þar kvíða mcnn rr.orgun- deginum m. a. vegna þess, hve dagurinn í gær var óbærilegur. Sala sjávarafurðanna hefir á þessum vetri gengið eftir von- um. Er ekki enn yfir neinu að kvarta í því efni þegar tekið er tillit til allra aðstæðne. Hafa Bretar sýnt okkur mikla vin- semd og lipurð. við ísíisksöl- una t. d. En eftirspurn eftir síldarafurðum mjög mikil •— og verðið eftir því. Nú verða menn i sumar að herða sig við að finna það ..silfur hafsins", því til mikils er að vinna. Heyrst hefir að von sje á norskum fiskifræðingi hingað i sumar, til þess að taka hönd- um saman við starfsbræður sína, hjer, svo gerð verði gang- skör að því, að fá aukinn kunn- leik á ferðaáætlun síldarinnar yfir sumartímann Vonandi tekst að afla mik- illar síldar, svo Bretar geti fengið feitmeti hjeðan með fiskinum, sem þeir kaupa af okkur. Ovissa er enn um ínikinn hluta af hraðfrysta fiskinum, sem eðlilegt er Þetta er ný vara, og erfitt um greiðslur víða, þar sem matvælaþörf er þó mikil. Kindakjötið. Utflutningur á aðalfram- leiðsluvöru bænda, kjöt', hefir verið mjög lítil. Sem betur fer. Og hefði orðið ennþá minni, ef „bændavinirnir“ í Framsókn- arflokknum hofðu á síðastliðnu hausti getið setið á strák sín- REYKJAVÍKURBRJEF um, og neitað sjer um að örfa | almenning til þess að ganga í j oindindi með neyslu kinda- kjöts. Mest bar á þessum „neyt- endasamtökum“ á Akureyri, sem kunnugt er. En telja má líklegt, að Framsóknarmenn við sjávarsíðuna hafi víðar far- ið eins að ráði sínu, þó .minna hafi borið á því. Eðlilegt að slík „bindindisstarfsemi“ komi gleggst í ljós á þeim stað á landinu, þar sem tiltölulega flestir Framsóknarmenn eru saman komnir á einn stað. Tvent ólíkt. ÞEIM mun meira, sem selt er af sjávarafurðum úr land- 11. maí tæklega orð utanaðkomandi manna fá lýst. Því miður hafa þessar frels- uðu þjóðir átt við ýmsa erfið- leika að stríða á undangengnu ári og vonbrigði gert vart við sig í allstórum mæli. Verða þau mál ekki rakin hjer. Norðmenn virðast hafa feng- ið betri tök á að ýfirvinna af- leiðingar hernámsins með því, að eftir þingkosningar þar í landi hefir sterk flokksstjórn haft taumhaldið. En rineulreið á flokkaskiftir.gu í Danmörku varð til þess að veik minni- hlutastjórn var neydd til þess inu, og þeim mun minna, sem að taka þar völdin. Enn standa selt er úr landi af aðalfram-| Þar yí;r erfið og flókin refsi- leiðslu bænda þeim mun bet- ur vegnar þjóðinni. Þetta sjá allir landsmenn, nema Framsóknarmenn. Fyrst neita þeir sjer um kindakjöt, til þess að bændur verði sjer- staklega fyrir verðlækkun á kjöti. Því fyrir hver 100 tonn, mál út af framkomu ýmsra manna á hernámsárunum. Tek- ur sá málarekstur svo langan tíma, að útlit er fyrir að mjög reyni á þolinmæði almennings áður en þeim málarekstri er lokið. I forustugrein í einu frjáls- sem flytja þarf út, má búastilyndu blaði Dana. var á það við að útborgu.narverð til bænda lækki um 10 aura á hvert kílógramm, þegar ekki fæst fyrir útfiutningskjötið nema brot af framleiðsluverði þess. Manni skilst, að ekki þurfi neina þjóðhagsfræðinga til þess að sjá, að það er lítill bú- hynkkur fyrir þjóðina í heild og bændur sjerstaklega, að kjötframleiðslan verði aukin að miklum murf. Framsóknarmenn á Alþingi halda samt, að kjósendur þeirra hafi ekkert yfirlit yfir þjóðar- búskapinn. Bændum líki það best, að kjötframieiðslan verði örfuð eftir fremstu getu cg öll- um, sem vilja framleiða kjöt, verði gefinn kostur á að selja það ríkissjóði fullu framleiðslu verði, hversu hátt sem það yrði. Samtímis bregða Framsókn- armenn fæti fyrir aukna fram- leiðslu og kaupgetu við sjáv- arsíðuna, hvenær sem þeir geta því við komið, svo möguleikar fyrir innanlandsmarkað rýrni en ríkissjóður verði vanmegn- ugri til þess að styrkja bænd- ur. Þetta er Framsóknarpóli- tíkin í dag í fám orðum. Þ. e. a. s., þegar talað er hjer um Framsóknarmenn, þá er átt við tiltölulega fáa menn, sem ráða nú mestu í Framsókn arflokknum, þeir eru öðrum þræði 5 óða önn að losa sig við fyrverandi formann sinn, stofn anda Framsóknarilokksins og pólitískan fóstra allra þeirra manna, sem þar hafa völd í dag. Það virðast einhver álög á Framsóknarfldkknum, að for- menn hans eru flæmdir þaðan með vissu mdlibili. Mun það vera verkefni fyrir pólitíska sálfræðinga að grafast fyrir sameiginlegar orsakir að þess- konar endurtekningum í ílokki þeim. Vonsviknir menn. NORÐMENN og Danir hafa nýlega minst þeirra daga, er þjóðir þessar leystust undan ánauðaroki Nasista fyrir ári síðan. Fögnuður þeirra vor- dagana 1945, var, sem eðlilegt er, innilegri, stórfeldari en fá- bent nýlega, að erfitt sie að framkvæma þá ,,hreinsun“ sem að er stílað, vegna þess m. a. hve yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar hafði á tímabili glatað.frelsisvon sinni og hugði það eitt gerlegt að sætta sig við orðinn hlut undir járn- hælnum. Vinarkveðjur. ÍSLENDINGAR. sem komið hafa frá Norðurlöndum undan- farna raánuði hafa undantekn- ingarlaust þá sögu að seg'ja, að þeim sje vel tekið naeðal al- mennings frændþjóðanna. Þegar samgöngur hófust milli íslands og meginlandsins á síðastliðnu sumri, bárust hingað ýmiskonar fregnir um kulda í garð okkar íslendinga. En þess var að gæta, að svo margt hafði gerst á þeim fimm árum, sem samgöngur voru rofnar milli landanna, að þeir, sem verið höfðu sitt hvorum megin við þvergirðingu styrj- aldarinnar, áttu erfitt með að skilja hverir aðra. Síðan hefir þetta breyttst mikið. Af einhverjum ástæð- um, sem hjer eru ókunnar •— eða óskýrðar, virðist svo sem blaðamenn í Danmörku taki Islendingum með meiri fáleik- um en aðrir menn þar í landi. í Noregi hafa íslendingar átt alveg sjerstakri vinsemd og gestrisui að fagna síðan Norð- menn endurheimtu frelsi sitt. Væri óskandi, að upp af þeim góðu kynnum geti sprottið varanleg vinátta og samstarf á mörgum sviðum. Hantlritin. EINN, mjög fámennur hóp- ur manna meðal Dana. hefir við og við sent hingað óvin- samlegar kveðjur Menn þessir vilja ala á fornum ríg og óvild, milli þjóðanna, og halda hinum fornu íslensku handritum í Kaupmannahöfn. Enda þótt þau komi þar sárafáum að gagni, og sjeu ekki annað en aðfengnar fornminjar, sem al- menningur þar í lamdi veit ekk- ert um og kærir sig ekkert um. Þegar gengið verður frá samningunum milli íslendinga og Dana á þessu sumri, kemur handritamálið á dagskrá. Og verður þá vonandi leyst á þann hátt, sem báðar þjóðirnar una best — með fullri sanngirni og í vinsemd. Skuggalegt útlit. í HVERT sinn, sem fulltrúar stórveldanna koma saman á fund um þessar mundir, er það segin saga, að þeir skilja ósáttir. Sú ætlar að verða útkoman á undirbúningsfundi stórveldanna í París undir frið- arráðstefnuna. Ágreiningsatriðin smá og stór stafa af einni og sömu undir- rót. Eitt stórveldanna, meðal sigurvígaranna, Rússar. ætla sjer að steypa heiminn upp í sínu móti, sinni mynd, gera aðrar þjóðir að lýðríkjum hins rússneska bandalags, og inn- leiða, hvað sem það kostar, hið skefjalausa einræði kommún- ismans, þar sem iýðræði er af- nun^ið, og eirfctaklingsviljinn er ekki lengur til. Vesturveldin vilja aftUr á móti að þjóðirnar fái að ráða sjer sjálfar, án íhlutunar nokk urs einræðisríkis, byggja fram tíða sína á grundvelli lýðræð- isins. Um þessar tvær gerólíku stefnur er nú barist í heimin- um — ekki með vopnum, held- ur með ræðuhöldum að við- höfðu ýmiskonar rósamáli. Einræðismennirnir h-afa sjer til stuðnings í átökum þessum meira eða minna fjölmenna hópa, út um öll lönd, sem með ofstækisfullri einsýni hafa ját- ast undir yfirráð einræðismann anna, og eru, því miður til þess búnir, að svíkja þjóð sína, ef hinir erlendu einræðismenn heimta að þeir geri svo. Með vestrænum þióðum hefir almenningur svo glögg- ar hugmyndir um bölvun ein- ræðisins, að stjórnmálafiokkar, er hafa einræði á stefnuskrá sinni eiga yfirleitt mjög örðugt uppdráttar. Þess vegna sjá menn ^ú þá nýlundu, að tiltölu lega íámennir kommúnista kvæði sitt. Áhrif „hins aust- ræna lýðræðis“. sem svo hefir verið kallað, verða að hverfa úr íslensku þjóðlífi. Þau verða að hverfa á lýðræðislegan hátt — hverfa við kjöi borðið. Hver einasti frjálshuga ís- lendingur, sem veit fótum sín- um forráð, og lát;ð hefir í Ijós vanþóknun sína á amerískum herstöðvum, hann getur ekki greitt atkvæði með þeim víg- stöðvaflokki kommúnista, sem hefir sagt sig í þjónustu er- lendra einræðismanna. Málpítpurnar. ÞJÓÐVILJAMÖNNUM er til einskis, að reyna að leyna því, að þeir eru skoðanalaus og viljalaus vérkfæri, sem geta engann dag vitað hvaða skoð- un þeim er sagt að hafa á morgun. Þeir hafa tekið upp á því, að reyna að dylja þjóðmni ó- sjálfstæði sitt með því, að bera það upp á Sjálfstæðismenn, að þeir hafi verið vinveittir Hitl- ersstjórninni og Nasismanum. Merkileg er sú starblinda Þjóðviijamanna. og ber vott um ráðleysi þeirra og örvingl- an, að þeir skuli ekki sjá, að í hvert einasta sinn sem þeir minnast einu orði á hliðholl- ustu við Nasisma, þá minna þeir þjóðina einmitt á vesæl- dóm sinn í þessu efni. Við skulum láta það gott heita, að Þjóðviljamenn hafi í hjarta sínu alltaf verið and- vígir Nasismanum. En sje svo, þá verður eymd þeirra ennþá átakanlegri. Því hvað var það þá, sem rak þá til þess að sitja hjer rrieð bliðubrosi framan í Adolf Hitler í nálægt því 22 mánuði á fyrstu styrjaldarár- unum, og kalla það svik við góðan málstað, ef ekki land- ráð, að hreyfa legg eða lið til stuðnings vesturveldunum og þá einkum Bretum? Var það ekki röddm að austan, sem sagði kommúnist- um, að Hitler og Stalin væru kunningjar þessa mánuði, eða vinir og bandamenn? Og urðu þá ekki litlu kommúnistapeðin á íslandi, hvað sem þau heita og hverju skírnarnafni sem þau flokkar víða um heim, mjálma nefnast, að dansa með á þeirri upp á aðra fjölmennari flokka Þnu> sem Þeim var þaðan gefin? og 'biðja um að fá að sarneinast, oeim. Þegar tiltölulega fáir komm- únistar eru komnir í fjöimenna flokka, eiga þeir að fá betri tök á að útbreiða einræðiskenning- ar sínar eða fals og blekkingar. Herstöðvar — vígstöðvar. ElNS og kunnugt er, hefir ríkisstjórn og Alþingi vísað á bug tilmælum Bandarikjanna um að þau hefðu herstöðvar hjer á landi eftir að endi er bundinn á ófriðinn. Þjóðin stendur .samhuga um þdisar aðgerðir þings og stjórnar. En það gefur auga leið, að hjer er ekki nema hálfnað verk. Jafnframt þarf að gera gang- skör að því, að ekkert herveldi hafi hjer pólitískar vígstöðvar. Á meðan hjer er starfandi flokk ur stjómmálamanna, sem játast undir yfirráð herveldis, getur þjóðin ekki talið sig ób.ulta. íslendingar, sem unna frelsi og lýðræði geta ekki greitt flugumönnum erlends rikis at- Hefir íslensk þjóð fengið betra tækifæri til þess að sjá hve gersamlega íslenskir komm únistaforingjar •— sem komm- únistaforingjar annara landa hafa með sál og sannfæring huga og hönd játast unair hin austrænu áhrif? Það væri karl- mannlegra, hreinlegra og við- kunnanlegra í alla staði fyrir foringja hins íslenska komm- únistaflokks, að játa þetta ber- um orðum, segja eins og er. — Meðan Hitler og Stalin voru vinir, urðu þeir líka að vera vinir beggja. Þessir erindrekar hin.3 erlenda valds ættu að hætta öllu laumuspili. Því það kemur þeim að engu gagni. — Segja eins og er og allir vi.ta. Að þeir vilja koma landi sínu og þjóð undir hin austrænu áhrif. Þeir, og þeir einir allra íslendinga vilja ekki Island frjálst í framtíðinni. Þetta er sýnt og sannað og því verður ekki neitað. En krafa íslenskrar frjáls- huga þjóðar er þessi: Engar erlendar pólitískar vígstöðvar á íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.