Morgunblaðið - 19.05.1946, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1946, Blaðsíða 4
MOBGCNBLAfolÐ Sunnudagur 19. maí 1946 (i wnuttMtafrio Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriítargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandi. kr. 12.00 utanlands. lausasölu 60 aura cintakið, 60 aura með Lecbók. Ekki umferðarhæfur Fynr skómmu kvaddi lögreglustjórinn í Reykjavík blaðamenn á sinn fund og ræddi við þá drykkjuskap og óreglu hjer í bænum, sem virðist fara ískyggilega í vöxt. Lýsti lögreglustjórinn nokkuð ástandinu fyrir blaðamönnunum og þeim erfiCíieikum, sem lögreglan ætti við að stríða, einkum vegna þess hve fáliðuð lög- reglan væri, ófullnægjandi húsnæðis til þess að geyma í ölvaða menn og algerri vöntun á hæli fyrir ofdrykkju- tnenn. í samtalinu við blaðamennina ljet lögreglustjórinn orð falla á þá leið, að hann hefði verið að velta því fyrir sjer, „hvort drykkjuskapurinn og óreglan hjer í Reykja- vík sje heimsmet.“ Auðvitað meinti lögreglustjórinn þetta ekki bókstaf- lega. Til slíkrar fullyrðingar hafði hann engin fram- bærileg gögn. Hann ljet blaðamönnunum að vísu í tje rokkrar tölur, sem sýndu hve oft ölóðir menn höfðu verið settir inn í „kjallarann“ í lögreglustöðinni. Þessar töl- ur sýndu öran' vöxt í þessa vistarveru síðustu árin. En lögreglustjórinn tók það skýrt fram, að skýrslur lægju ekki fyrir um það, hve margir menn raunverulega gistu „kjallarann“, því að oft væru það sömu mennirnir, sem þangað kæmu æ ofan í æ. Það er vitanlega mjög orðum aukið hjá lögreglustjóra, að drykkjuskapur og óregla sje hjer heimsmet. Svo slæmt er ástandið ekki, sem betur fer. Og það er síst til að auka hróður þjóðar vorrar út á við, að halda slíku fram, án þess að hafa þar nokkur gögn við að styðjast. Hitt er rjett, að drykkjuskapur er hjer mikill og hann fer í vöxt. Þetta er staðreynd, sem ekki er hægt að vefengja. Og það er ekki Reykjavík ein, sem hefir þessa sögu að segja. Ástandið er síst betra víða út um land. ★ Tilgangur lögreglustjórans með að kveðja blaðamenn til viðtals og skýra fyrir þeim ástandið, var áreiðanlega sá, að fá blöðin í lið með sjer til áhrifa á almenning í landinu í þessu mikla þjóðfjelagsvandamáli. Og að .sjálfsögðu hafa öll blöð talið skyldu sína, að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til þess að ráða bót á ástand- inu, að einu einasta blaði undanskildu, Tímanum. Tíminn hefir tekið þá afstöðu til þessa vandamáls, að nota það til heimskulegrar og illkvitnislegrar árásar á ríkisstjórnina. „Undir handleiðslu ríkisstjórnarinnar eru íslendingar orðnir methafar í drykkjuskap“, segir í stór- letraðri fyrirsögn yfir þvera forsíðu Tímans. Og undir- fyrirsögnin er á þessa leið: „Stjórnin á líf sitt undir drykkjuskapnum og reynir því að auka hann í stað þess að vinna gegn honum“! Ut frá þessari forskrift fer svo ritstjóri Tímans að hugleiða ástandið í áfengismálunum. Og hann klykkir út á þessa leið og feitletrar: „Úr þeim ófarnaði, sem fíinn sívaxandi drykkjuskapur veldur þjóðinni, verður ekki bætt, nema með nýrri stjórnarstefnu og nýrri stjórn. Þetta verða þeir, sem vilja vinna gegn drykkju- skapnum og ómenningunni, að hafa hugfast við kjör- borðið 30. júní í vor“!! ★ Það verður erfitt að ræða og finna skynsamlega lausn á þessu mikla vandamáli þjóðfjelagsins, meðan svo ger- spiltir menn eru leiðbeinendur og fræðarar fólksins sem ritstjóri Tímans. Heldur ritstjóri Tímans virkilega, að hann fái þjóðina til að trúa því, að núverandi ríkisstjórn eigi sök á því, aö hjer er selt áfengi? Einfiverntíma var það, að rjkisstjórnin hækkaði út- söluverð á áfengi. Þó kofn óskaplegt óp í Tímanum, að nú vantaði stjórnina fje í kassann! Nú þurfti hún að selja meira áfengi. Rjett eins og að það yki áfengisneysluna, að selja það sem dýrast! Nei, ritstjóri Tímans er ekki umferðarhæfurÚá vett- vangi stjórnmálanna, fremur en rónarnir á götunni. ÚR DAGLEGA LÍFINU „Taboo“. FRUMSTÆÐAR þjóðir hafa það, sem kallað er á útlendu máli ,,taboo“. En „taboo“ er alt, sem ekki má gera. Eskimóar mega ekki banna börnum sín- um, vegna þess að þá yrði verndarandinn, sál einhvers framliðins Eskimóa, sem tekið hefir sjer bólfestu í sál barns- ins og ræður gjörðum þess, reið, og myndi, ef til vill, yf- irgefa barnið, og skilja það eft- ir verndarlaust. Það er taboo og vei þeim Eskimóa, sem vog- aði sjer að brjóta þessa reglu. Ef að börn Eskimóa hafa óeðli- lega«stór eyru, eða eru fávitar, þá segja nábúarnir: „Það er engin furða þó barnið sje svona. Móðir þess bannaði því, þegar það var lítið“. Hjá okkur íslendingum er líka til „taboo“, þótt við mynd- um ekki vilja telja okkur til frumstæðra þjóða. Það virðist til dæmis, vera algjörlega ósæmilegt að fara viðurkenningarorðum um bjór á Islandi, ef hann inniheldur meira en sem svarar V2 % af áfengi. En jeg er nú samt að hugsa um að brjóta þetta „taboo“ og rabba dálítið um áfengt öl. 50 þúsund kassar í _________ Keflavík. BANDARÍKJAMENN eru talsverðir öldrykkjumenn. Áfengt öl er selt í matvöru- verslunum hvað þá ajmars staðar í flestum ríkjum Banda-( ríkjanna og það er ekki skatt- lagt eins og áfengi, heldur skoðað sem næringarvara. Það eru einkum menn af þýskum ættum, sem hafa lagt fyrir sig ölbrugg í Vesturheimi og þykir þeim takast vel upp, sem þeirra var von og vísa, því Þjóðverjar eru sem kunnugt er slyngir öl- gerðarmenn. Á meðan hjer dvaldi fjöl- ment setulið var flutt inn tals-, liðsins, sem sjá má af því að menn kaupa varla svo lýsis- flösku, eða hóstameðal í apó- teki, að ekki sje nú talað um edik og sósulit, að það sje ekki á amerískri bjórflösku. Þegar meginþorri setuliðsins var sent heim til sín eftir styrj- aldarlokin, voru hjer miklar birgðir af amerísku öli. Alt að 50.000 kassar, en í hverjum kassa munu vera tvö dúsin öl- flaskna eða krúsa. Samtals hef- ir þetta öl því numið 1.200.000 flöskum. Mest af því mun hafa verið geymt í eðá við Keflavík. • Olið sprengt. EFTIR ÞVÍ, sem mjer hefir verið sagt af manni, sem ætti að vita hvað hann segir í þess- um efnum, var Áfengisversl- uninni, eða ríkinu boðið þetta öl til kaups, þar sem það þótti varla svara kostnaði að flytja það aftur til Bandaríkjanna og þess utan hætta á að það myndi skemmast ef það yrði geymt lengi. En íslenska ríkið hefir enga heimild til að kaupa nema brennivín, og aðra sterka drykki, eða þá borðvín. Þar sem áfengt öl er ,,taboo“ hjex-, jafnvel fyrir æðstu völd lands- irjs, gat ekki orðið úr þessum kaupum. Bandaríkjamenn tóku það til sinna ráða, settu dynmit í öl- kassabirgðirnar og sprengdu þær í loft upp. Þetta öl svalar því ekki þorsta nokkurs manns, nje ger- ir hinum, sem ekki mega heyra öl nefnt gramt í geði. • Furðuleg þröngsýni. ÞAÐ ER ANNARS furðuleg þröngsýni, sem því ræður, að hjer skuli ekki mega framleiða og selja öl með litlu áfengis- magni, þar sem sterkir drykkir eru seldir hverjum, sem hafa vill. Munu þeir menn hafa ráðið hjer mestu um, sem komu því til leiðar, að ekki er hægt að fá keypt brennivín nema á þriggja pela flöskum, svo ráðleg og viturleg, sem sú ráðstöfun er. - Það er ekki nema gott eitt um_það að segja, að bindindis- starfsemi sje öflug í landinu og þökk sje þeim mönnum, sem leggja fram tíma og krafta sína til að efla vínbindindi meðal þjóðarinnar. En þeir mega ekki láta áhug- ann hlaupa með sig í gönur og koma því til leiðar, sem veikir málstað þeirra. • • Stæi’ri sigarettur, meira nikotin! HVAÐ ÆTLI yrði sagt, ef tóbaksbindindismenn stofnuðu öflugan fjelagsskap og kæmu því til leiðar, að Alþingi Setti lög um það að eftirleiðis væri bannað að selja á Islandi sigar- ettur, nema að þær væri fjór- um fimm sinnum lengri en sigarettur þær sem nú tíðkast og jafnvel væri heimtað að nikotin-innihald í slíkri sígar ettu væri 10—20 sinnum meira en nú er. Það væri sannarlega ekki vitlausara en það að bannað er nú að selja hjer öl með litlu áfengisinnihaldi, en sala sterkra áfengra drykkja leyfð. • Ekld eru allar frúr ennþá. TVÍTUGUR biður um upp- lýsingar um hvort Alþingi hafi lögfest að allar konur skuli nefndar frúr hjeðan í frá á þessu landi. Vitnar hann þar í þingályktunartillögu Jónasar frá Hriflu frá síðasta þingi. Nei, þær eru ekki allar orðn- ar frúr að lögum ennþá. Al- þingi samþykti þingsályktun- artillögu þess efnis að fela rík- isstjórninni að undirbúa málið. ' Það verður því að bíða fram yfir kosningar og næsta Al- þingis, að allar meyjar og mæður þessa lands beri heitið frú. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Sjálfsfæðlsmenn bafa haff forysfuna Þeir togast á. — Það var jeg sem átti upp- tökin! — Nei. Það var jeg sem byrjaði! — Það var þó okkar maður, sem hjelt fyrstu ræðuna. -r- Nei! Það var okkar mað- ur, sem skrifaði fyrstu grein- ina. Eitthvað á þessa leið er inni- haldið og „kjarninn" í grein- um Þjóðviljans og Alþýðu- blaðsins um þessar mundir, er blöð þessi kíta um það sín á milli, hvort það sje Alþýðu- eða kommúnistaflokkurinn, sem á meiri þátt í framfaramálum þeim, er núverandi ríkisstjórn hefir beitt sjer fyrir, og einu nafni hafa verið nefnd „ný- sköpun atvinnuveganna“. Framfaramálin vinsæl. Sjálfstæðismenn hafa að mestu leyti leitt þenna nábúa- krit hinna stjórnarflokkanna hjá sjer. Því hann er fullkom- ið aukaatriði. Að öðru leyti en því, að hann sýnir, að flokks- i menn beggja þessara flokka hafa orðið þess greinilega var- ir, hve aðgerðir núverandi rík- isstjórnar í atvinnumálunum. hafa orðið vinsælar, með þjóð- inni. Framsókn vaknar seint. Svo eindregið fylgi hafa framfaramál ríkisstjórnarinnar hlotið, að hinir kyrrstæðu Fram sóknarmenn telja sjer nú heppi legast til brautargengis við kosningarnar að segjast vera ennþá meiri framfaramenn en nokkrir aðrir hjerlendir menn. I hverri viku hefir Tíminn lýst því, hvílíkur háski þjóðinni væri búinn, að áliti Framsókn- armanna, ef ríkisstjórnin og fylgismenn hennar drægju ekki verulega úr framkvæmd- um sínum. Eftir allan þann afturhalds- og barlómssöng hefir Tíminn nú tilkynnt þjóðinni að Fram- sóknarmenn sjeu andvígir stjórninni af því þeir sjeu meii'i framfaramenn en nokkrir aðr- ir íslendingar. Hætt er við að þessi snöggu sinnaskifti Tímans rjett fyrir kosningar sýni kjósendum nokkuð greinilega, að forráða- menn Framsóknar eru farnir að sjá, að þeir hafa orðið sjer til minkunar í 19—20 mánuði með heimSkulegri illkvitni gagnvart öllum aðgerðum rík- isstjórnarinnar. Forysta Sjálfstæðis- flokksins. Orðaskak kommúnista og Al- þýðuflokksins út af því, hver flokkanna eigi meiri þátt í ný- sköpun atvinnuveganna skiftir engu máli. Það er innbyrðis ágreiningur milli þessara skyldu og jafnframt óskyldu flokka. Iðrun Tímans á síðustu stundu er hlægileg. Aðalatriið er þetta. Fyrir forgöngu og undir forystu Sjálfstæðisflokksins —• og þá fyrst og fremst formanns flokksins Ólafs Thors •— var ríkisstjórn mynduð. Það var óhugsandi að slík stjórnarsam- vinna kæmist á, fyrir for- .göngu hinna stjórnarflokkanna tveggja. Þetta vita allir, og verður ekki um deilt. Enda hefir það ekki verið dregið í efa, þegar kommúnistar og Al- Framhald á 8. iiíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.