Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 14.08.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.08.1946, Blaðsíða 8
8 'iORGUNBLAÐIB Vliðvikudagur 14. ágúst 1946 -- Meðal annara crða... Framh. af bls. 6. verstöð eina nálægt Hammer- fest og liði skipshöfninni vel. Nú hittust þeir aftur, er skilið höfðu langt norður í ís í mars árið áður. Og hjeldu síðan skipi sínu til höfuðborg- arinnar. Var sú ferð sannköll- uð sigurför, enda var Nansen nú kominn í tölu frægustu landkönnuða heimsins. Síðar jók hann sem kunnugt er á heimsfrægð sína, fyrir ýms afskifti af alþjóðamálum. En það þótti einkenna ferðir Nan- sens og alt hans starf, á hvaða sviði sem var, hve vel hann undirbjó alla hluti, og lagði ná- kvæmlega niður fyrir sjer, hvernig öllu skyldi haga. Eft- ir hinu fornkveðna: I upphafi skal endirinn skoða. Nansen varpaði ekki aðeins frægðarljóma yfir land sitt og þjóð með afrekum sínum í hin- um frægu rannsóknarferðum. Hann varð hin glæsta fyrir- mynd fyrir æskulýð Noregs, er lærði af honum að leita sjer hollustu og hressingar, í ferða- lög og útilíf. Hann varð í aug- um landa sinna hinn endur- fæddi víkingur að hreysti og hugprýði. En lagði þó jafnan mesta áherslu á drengskapinn. Norðmenn minnast á þessu sumri hinna gleðilegu tíðinda fyrir 50 árum, er þeir heimtu þessa þjóðhetju sína úr helju eftir að Nansen hafði, sem sagt verið í burtu í þrjú ár, og eng- inn vissi allan þann tíma, hvort þeir fjelagar voru lífs eða liðnir. 'IIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIII | Hæstinpkonu 1 vantar oss nú þegar vQCympl&s i Vesturgötu 11. Sími 5186. I IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMI IReglusamurmaður I óskar eftir að keyra vöru- i | bíl. — Tilboð sendist af- | i greiðslu Mbl. fyrir laug- f | ardag, merkt: „Reglu- | i samur — 660“. tlflllllllllllllllllMtlMtlllMIIIIIIIIIMIIIMIflllflllMIMIIIIMIII \ Söngskemmtun Britfa Heldt og Magnús Gíslason ÞVÍ miður hefir, ýmsra or- saka vegna, dregist að geta um góða söngskemtun, sem þau Britta Heldt og Magnús Gísla- son hjeldu í Gl. Bíó um mán- aðamótin. Hjer var um nokk- urskonar nemendatónleika að ræða, eins og hjá Enari Sturlu syni, sem söng rjett áður, en þetta eru alt mjög efnilegir nemendur, sem þegar hafa aflað sjer góðrar mentunar í sönglistinni, enda auðheyrt, að þau hafa notið mjög góðrar kenslu í Svíþjóð. Ungfrú Britta Heldt er mjög efnileg söngkona. Yfir söng hennar var yndisleiki og hlýja. Röddin er að vísu ekki ýkja sterk, svo að þeir, sem aðeins sækjast eftir styrkleika radd- arinnar, hafa máske orðið fyr- ir vonbrigðum; en það er ekki raddmagnið, sem gerir söngv- arann að listamanni, heldur túlkun hans og skilningur á við fangsefninu. Og ungfrúin gerði viðfangsefnunum að þessu leyti ágæt skil, og bar meðferðin vott um að hún er þegar fær um að standa á eigin fótum í listinni. Magnús Gíslason hefir áður látið til sín heyra í útvarpinu. Hann stundar ríorrænu við há- skólann í Stokkhólmi. Hann hefir tekið þátt í sönglífi þar í borg, og minnist jeg þess, hversu miklum viðurkenning- arorðum Einar Rolf, forstjóri tónlistarháskólans í Stokk- hólmi fór um söng Magnúsar. Rödd hans er hreimmikil og karlmannleg, en þó eftir að ná enn meiri fyllingu í dýptinni. Hann hefir tekið miklum fram förum og söng hann margt lag- ið prýðilega vel. En hann fer enn nokkuð með löndum, og er nokkuð hikandi, en þó gætti góðrar smekkvísi alstaðar. Vel gæti jeg trúað því, að hann ætti eftir að heilla áheyrendur með söng sínum, þegar hann er kom inn svo langt í náminu, að hann treysti sjer til að steypa sjer ofan af háa brettinu niður í hyldýpið. P. í. Björn Bjarnarson í Gralarholti níræður EINN af elstu núlifandi bændaöldungum í Kjósarsýslu1 er níræður í dag, Björn Bjarn- arson fyrv. alþingismaður og hreppstjóri Mosfellshrepps um 40 ára skeið. Björn byrjaði búskap árið 1887 á Reykjarhvoli, og bjó þar til ársins 1898, en þá fór hann að Grafarholti, og þar bjó hann til 1919, er sonur hans Björn Birnir tók við jörðinni. Björn hefir starfað mikið fyr ir sveit sína og hjerað og auk þess tekið mikinn þátt í af- greiðslu ýmissa merkra þjóð- mála, og alstaðar getið sjer hinn besta orðstí fyrir góða athug- un á málum, samviskusemi í störfum. Mun jeg eigi hjer rekja ítar- lega starfsferil Björns, en að- eins geta til viðbótar, — að sýslunefndarmaður hefir hann verið yfir 40 ár. Formaður yfir- kjörnefndar við alþingiskosn- ingar í Kjósarsýslu yfir 20 ár, og form. yfirfasteignamats- nefndar Kjósarsýslu þrisvar sinnum. Þá hefir hann verið einn af stofnendum Mjólkurfjelags Reykjavíkur og Sláturfjelags Suðurlands og í stjórn og end- urskoðun þeirra fjelaga. Einnig Búnaðarþingsmaður og endurskoðandi Búnaðarfje- lags íslands. Tel jeg ekki upp fleiri störf Bjarnar, en öll þessi störf hef- ir hann unnið með frábærum dugnaði og nákvæmni manns- ins, sem ekki vill vamm sitt vita í neinu. A yngri árum sínum starfaði Björn allmikið við að leiðbeina bændum í jarðrækt og ferðað- ist mikið um hjeraðið, og ávann sjer traust og vinsældir fyrir það starf, enda hafði hann stund að landbúnaðarnám erlendis. Þegar ritað er og rætt um BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBLAÐINU best í Breiðfirðingabúð, Skólavörðustíg 6B. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? þróun landbúnaðar hinn síð- asta mannsaldur, og sögu hjer- aðsins er ekki hægt að snið- gangá Björn í Grafarholti, og einnig nær starfsþáttur hans til annara hjeraða, og má þar nefna t. d. Borgarfjarðarhjerað, þaðan sem hann er ættaður, — og dvaldist 2 ár, sem bóndi á Hvanneyri, og mun hans minst, sem nýtasta og þjóðhollasta manns. Öldungurinn, hvítur fyrir hærum, virðulegur og andlega hraustur, dvelst nú hjá syni sínum og ágætri tengdadóttur, Bryndísi Einarsdóttur, og börn- um þeirra í góðri sambúð. Lítur farinn veg —, langa og viðburðaríka ævi, — með skúr og skinum, — því að svo vill ætíð vera og sjerstaklega fyrir þá, sem hafa verið athafnasam- ir, og unir nú vel við sitt. Spekingur at viti, og margir sóttu ráð at honum, — var sagt um þá forfeður vora, sem báru af samtíð sinni af vitsmunum og góðvilja. Þessi ummæli eiga vel við Björn Bjarnarson. Að síðustu vil jeg árna af- mælisbarninu allra heilla frá vinum hans og velunnurum og óska honum allrar gæfu. Guð blessi afmælisbarnið. Ólafur Bjarnason. Útlendingar fluttir London í gærkveldi. HAFIST verður handa um það bráðlega að flytja nokkur þúsund útlendinga frá Java, en margt af þessu fólki hefir ver- ið í haldi hjá Javabúum, en nú hafa samningar tekist um brott flutning þess. -Leggja banda- menn til flugvjelar til flutn- inganna. Meðal þess fólks, sem flutt verður brott, eru 2800 manns, sem enn eru eftir á eynni af því fólki, sem Japan- ar höfðu í haldi þar meðan þeir rjeðu yfir eynni. — Reuter 'IIIIIIIIIIMI MHIIIIIIIIIIIIIIMIIIII IMIMMIMMIMMMMMMMMI „Vega64 Strokkar oy Skilvindur IIMMIIMIMIIMMIMIIMIMMIIMIIIMIMIIMIIMMIIIIIIIIMIMMII Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstar j ettarlögmenn Oddfellowhúsið. — Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. Sendi isvem vantar á Hótel Borg. Uppl. á skrifstofunni. $ STÚLKUR Nokkrar stúlkur, helst vanar saumaskap, óskast nú þegar. Upplýsingar á staðnum kl. 9—6 1 dag. HERKULES H.E Ægisgötu 7. HWTirmimimmilHIHIIIIMIIM»llimiHIHIHIIII»l«HimillHHIUIIIIIIIIIIIHMIMMIIIMIMMMMMMIMMMMMMMMMIMMMMMMIHIIIMIMIIIMIIIMMMMHIMIIMIIMMMMIIHMMIIIb Efllr Reberl Storm X—9: Þjer virðist ákveðnir í að drepa fnig. En hvernig hafið þjer þá hugsað yður að komast buft frá eynni? Kröger: Heldurðu að jeg sje hálfviti. Það er vjelbátur hjerna útifyrir. X—9: Jú,' víst. en hvað gögnar þjer að sigla? — Kröger: fyrir kafbátsforingja bátur, sem þjer kunnið ekki Jafnvel flotaforingi gæti ekki siglt þcssum bát. Það er nú heldur lítill vandi Jeg treysti ekki Krudd svo jeg tók ráfkertin úr að sfgla vjelbát. —- X—9: vjelinni!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 180. tölublað (14.08.1946)
https://timarit.is/issue/106986

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

180. tölublað (14.08.1946)

Aðgerðir: