Morgunblaðið - 15.09.1946, Side 4

Morgunblaðið - 15.09.1946, Side 4
Sunnudagur 15. sept. 1946 4 MORGUNBLAÐIÐ Ötg.; H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askrifíargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlanda, kr. 12.00 utanlands. t Iausasolu ðO aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Á rjettrí leið HÚN var eftirtektarverð og lærdómsrík skýrslan, sem vegamálastjórinn gaf blöðunum nú í lok vikunnar sem sem leið. Samkvæmt skýrslu vegamálastjórans voru vegafram- kvæmdir miklu meiri á þessu sumri en nokkru sinni íyr. Þó voru færri menn við vegavinnuna nú er oft áður. En afköstin hafa aldrei orðið svipað því eins mikil og nú. Ber að þakka þetta hinum stórvirku vjelum, sem teknar hafa verið í þjónustu vegagerðarinnar. Þessar stórvirku vjelar hafa áorkað því, að vegaframkvæmdirnar hafa aukist stórlega, án þess að kostnaður ríkissjóðs ykist að sama skapi. Þróunin er með öðrum orðum þessi: Hin aukna vjelanotkun við vegagerðina hefir ekki aðeins aukið afköstin stórlega, heldur hefir hún einnig spjarað ríkissjóði stórfje. ★ Hjer erum við vissulega á rjettri leið. Vegakerfið á iandinu er nú orðið svo mikið bákn, að það er óvinnandi verk að halda vegunum við, svo að í lagi verði, nema með stórvirkum vjelum. Og altaf bætast við nýir vegir, því að enn vantar mikið á, að fullnægt sje þörf allra hjeraða á landinu, hvað akvegi snertir. Á þessu sumri hefir t. d. verið unnið við 100 nýja vegi og vegakafla víðsvegar á landinu. Það ræður að líkum, að vegagerðin kostar ríkissjóð mikið fje. Sennilega fara nú nálægt 20 milj. kr. á ári til nýbygginga og viðhalds vega. Reynslan frá í sumar sýn- ir, að ráðið til .þess að gera þenna kostnað viðráðan- legan fyrir ríkissjóð í framtíðinni, er einmitt aukin vjela- notkun. Vegagerðin hefir þegar eignast allmargar stór- virkar vjelar, en hún þarf miklu fleiri svo vel sje. Með því að láta vegagerðinni í tje vinnuvjelar, sparar ríkið stórfje árlega. ★ Af merkum samgöngubótum, sem unnið hefir verið að á þessu sumri, má nefna veginn yfir Þorskafjarðar- heiði, yfir Siglufjarðarskarð og brúarsmíðina á Jökulsá á Fjöllum. I lok s. 1. mánaðar var lokið við að gera Þorskafjarðar- heiði bílfæra. Er þá orðið bílfært alla leik frá Reykja- vík til Arngerðareyrar við Djúp, og er leiðin öll 350 km. Er þetta stór áfangi í samgöngumálum Vestfjarða, þar sem nú er hægt yfir sumarmánuðina að fara á einum degi frá Reykavík til ísafjarðar. Vegurinn yfir Siglufjarðarskarð, er mikið mannvirki, og verður lagningu hans lokið í þessum mánuði. Kemst þá Siglufjörður í þjóðvegasaynband, en fram að þessu hefir ekki verið að ræða um aðrar samgöngur þangað en sjóleiðina. Verða mikil viðbrigði fyrir Siglufjörð að fá þenna veg og komast í beint samband við blómlegar sveitir. Þetta hefir ekki síður mikla þýðingu fyrir sveit- irnar, því með veginum opnast möguleikar fyrir dag- iegri sölu afurða til kaupstaðarins yfir sumarmánuðina. Unnið er einnig að sams konar tengslum við tvo kaup- staði aðra, Ólafsfjörð og Neskaupstað. Er ráðgert að þeir komist í samband við vegakerfið á næsta ári. Brúin á Jökulsá á Fjöllum verður ekki fullgerð fyr en næsta sumar. Er þetta hengibrú (104 metrar) og mikið mannvirki. Brúin er smíðuð í Englandi af sömu verk- smiðju og smíðaði nýju Ölfusárbrúna. Þegar lokið verður við smíði þessarar brúar styttist leiðin til Austurlands um 80 km. Verður þá aðalleiðin um Mývatnssveit og Mývatnsöræfi. ★ Samgöngumálin verða altaf höfuðmál íslensku þjóðar- innar. Góðar samgöngur eru frumskilyrði athafna og, íramfara bæði í sveit og við sjó. Þessvegna fagnar þjöð- j in sjerhverjum nýjum áganga, nýjum sigri, sem vinnst í samgöngumálunum. I ÚE DACLEGA LlFINU Laugardagsfríum lýkur. EITT MERKI þess að sum- arið er að syngja sitt síðasta að þessu sinni er það, að laugar- dagsfríunum er lokið í flestum atvinnugreinum. Eftirleiðis fara menn að vinna laugardaga sem aðra daga til kvölds í stað þess að ljúka vinnu um hádegi, eða vinna hreint ekki neitt tvo daga í vikulokin. Laugardags- fríin eru siður, sem hefir verið að ryðja sjer æ meira til rúms undanfárni ár. Og þetta er góð- ur siður, þar sem hægt er að koma honum við. Menn, ■ sem unnið hafa alla vikuna vel og dýggilega eiga skilið að fá hvíld um helgar og helst að komast eitthvað út í náttúruna. Laug- ardagsfríin hafa orðið til þess að fjölda mörgum, sem annars hefðu setið heima í bænum finst það ómaksins vert að leggja upp í stutt ferðalag, eða koma sjer upp sumarbústað einhvernstaðar upp í sveit. En sem sagt, nú er þessum frístundum lokið að sinni hjá flestum. Hornaleikur á Austurvelli. EINKENNILEGT, ef hugsað er út í það, hvað Lúðrasveit Reykjavíkur á miklum vinsæld um að fagna hja Reykvíking- um. Það bregst ekki, að þegar húh lætur til sín heyra, hvort, sem það er á Austurvelli, fyrir framan Mentaskólann, eða á Arnarhólstúni, þá fyllist alt riá- grennið af fólki, sem hlustar með ánægju á hornaleikinn. I fyrrakvöld ljek lúðrasveit- in á Austurvelli. Það var komið myrkur og veðrið var hálf hrá- slagalegt, en samt voru margir áheyrendur. Austurvöllur er vinsælasti staðurinn, sem Lúðrasveitin leikur á, vegna þess sjálfsagt, að áheyrendur geta labbað saman umhverfis völlinn og hlustað á músík á kvöldgöngunni sinni. Maður skyldi ekki halda, að hornaflokkur væri þetta vin- sæll á öld útvarps og rafmagns garmmófóna. En þannig er það nú samt og bæjarbúum þætti mikið vanta í bæjarlífið, ef hornaflokkurinn hætti að láta til sín heyra. ★ Ökuljós. ÞAÐ er margsannað og það fyrir rjetti að misbeiting öku- ljósa hefir valdið stórslysum og þar á meðal dauðaslysum. En þrátt fyrir þessa staðreynd brýtur svo að segja hver einn og einasti bifreiðastjóri reglur þær, sem gilda um notkun öku- ljósa. Sumir aka ljóslausir, eða ,,eineygðir“, en aðrir gera það, sem verra er að þeir blinda ökumenn, sem koma á móti þeim á vegunum með of sterk- um Ijósum. Nú er sá tími árs kominn, að bifreiðar aka mikið með Ijósum og þá er um leið tíma- bært fyrir lögregluna, að fara að athuga hvernig ljósum far- artækja er beitt, hvort sem um er að ræða of eða van. I sama orðinu mætti og nefna reiðhjólamenn, sem brjóta regl- urnar manna mest, með því að vanrækja að hafa ökuljós á farartækjum sínum. • Svar lögreglu- þjónsins. EINU SINNI í fyrravetur gekk jeg með lögregluþjóni all- lengi eftir einni af aðalum- ferðargötum bæjarins að kvöld- lagi. Að gamni mínu taldi jeg bifreiðar þær sem ekki höfðu ljós sín í lagi og ,er jeg var kominn upp í 10 án þess að lög- regluþjónninn ljeti sjer bregða, spurði jeg hann hvers vegna hann stöðvaði ekki bíla þessa og segði bifreiðastjórunum til syndanna, eða kærði þá. „Það er ekki til neins“, svar- aði pólitíið. Þeir segja bara, að þeir ætli að laga ljósin, en geti ekki fengið perur, eða það fá- ist ekki gler“. Þannig var nú áhuginn hjá þessum verði laganna. Ekki von að vel færi á meðan laga- brjótar sleppa með slíkar af- sakanir. Ökutæki, sem ekki hefir ljósaútbúnað sinn í lagi á tafarlaust að takast úr um- ferð. Bifreið, sem ekki hefir ökuljós í lagi er morðtól, sem getur drepið áður en minst var- ir. MiIIibylgjuútvarps- stöð. ÞAÐ HAFÐI GLEYMST að skrúfa fyrir útvarpið 1 gær, þegar auglýsingabunan byrj- aði að loknum hádegisfrjettun- um, eins og venja er nú orðið á flestum heimilum. Datt mjer þá í hug hvern hljómgrunn sú hugmynd hefði fengið, sem stungið var upp á hjer í dálk- unum á miðju sumri s. 1., en hugmyndin var sú að Ríkisút- varpið kæmi sjer upp milli- bylgjustöð, þar sem útvarpað væri ljettu efni, aðallega af hljómplötum, eða stálþræði, til ánægju fyrir fólk, sem hefir út- varp á vinnustöðvum, sjúkra- hús og fyrir aðra, sem vilja hlusta á útvarp að deginum til. í slíku útvarpi mætti hafa auglýsingar inn á milli án veru- legra leiðinda fyrir hlustendur, þótt hinsvegar útvarpsauglýs- ingar sjeu ávalt þrautleiðin- legar • Nýtt útvarpshús óþarfi. ÞESSI HUGMYND hefir m. a. þann kost, að það væri hægt að framkvæma hana strax, áð- ur en nýja útvarpshreysið, sem að sögn á ekki að kosta nema litlar 9 miljónir króna, „(en ekki 15 miljónir, eins og sum- ir halda fram), kemst undir þak. Innan sviga væri freistandi að minnast á þakið á nýju út- varpskitrunni, því það verður flatt, eins og billiardborð og mætti ef til vill nota það, sem skautasvæði fyrir höfuðstaðar- búa, eftir rigningarsamt haust, þar sem ekki er nokkur vafi á, að þar myndast dálaglegt stöðu- vatn í bleytutíð. Jeg er viss um að útvarps- hlustendur myndu hreint ekki sjá eftir því þótt amerískir sjerfræðingar yrðu spurðir til ráða um uppsetningu slíkrar stöðvar, sem hver loftskeyta- skólastrákur gæti þó sett ,upp. Eins mætti gjarna senda nokkra af helstu forystumönnum og stjórum útvarpsins í smásigl- ingu til þess að koma þessu í framkvæmd, ef það yrði trygt að iðgjöldin hækkuðu þá ekki á næsta ári upp í 150'krónur á tæki, fyrir vikið. ..................................... | MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I i - ................................ Dardenellasundin DEILUMÁLIN um Dardan- ellasundið, sem alltaf eru að skjóta upp kollinum öðru hvoru, bar ekki eins hátt og deilu Bandaríkjamanna og Jugoslava hjer á dögunum, en ekki er gott að vita nema þau verði erfiðari viðureignar þeg- ar til kastanna kemur. Á Potsdamráðstefnunni fyrir ári síðan, komu Bandaríkja- menn, Bretar og Rússar sjer saman um að koma með uppá- stungur varðandi endurskoðun Montreauxsáttmálans (sáttmála varðandi siglingar um sundin), þannig að þjóðirnar sem búa við Svartahafið fengju meiri fríðindi, þ. e. a. s. Rússar og fylgiríki þeirra, Búlgaría og Rúmenía. Vesturveldin settu fram skoðanir sínar, en Rússar hjeldu aðeins áfram taugastríði í blöðum og útvarpi á hendur Tyrkjum, sögðu að þeir hefðu hjálpað Möndulveldunum, gáfu! í skyn landakröfur, vörpuðu! fram spurningum eins og þess- ari: „Ef Bretar geta haft um- sjón með Gibraltar og Suez, og Bandaríkjamenn með Paflama- skurðinum, hví skyldu þá ekki Rússar ráða yfir Dardanella- sundinu?“ — Moskva endur- nýjaði ekki hinn tuttugu ára gamla vináttusamning sinn við Tyrki, en hann gekk úr gildi síðastliðið haust. Fyrir hálfum mánuði var á- ætlun Rússa um Dardanella- sundin birt í Kremlin. Kröfð- ust Sovjetríkin þar sameigin- legs eftirlits með sundunum jafnframt Tyrkjum. Einnig var gefið í skyn að Rússar vildu gjarna fá herstöðvar á tyrkn- eskri grund. — Svo krafðist Búlgaría á frlð- arráðstefnunni austurhelmings Þrakíu, sem Grikkir hafa ráðið. ' Þetta myndi í rauninni veita ! Rússum aðgang að Eyjahafi og smáhöfn þar (Dede Agach). Og það sem þýðingarmeira er, þetta myndi loka sundunum og ógna Grikkjum og Tyrkj- um. I tveim orðsendingum sögðu Bandaríkja- og Bretastjórnir fjelaga sínum frá Potsdamráð- stefnunni, að kröfur hans (Sov- jetríkjanna) varðandi Dardan- ellasundin væri ekki hægt að taka til greina. Tyrkir, sem óx kjarkur við þetta, neituðu að verða við kröfum Moskva. Rússar voru tæplega meira hissa á hinu fljóta og ákveðna afsvari Bandaríkjamanna, en Bretar, en margir þeirra, sem eru kunnugir utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna eru hræddir um að Bretar verði látnir einir um að glíma við Framhald á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.