Morgunblaðið - 15.09.1946, Síða 5

Morgunblaðið - 15.09.1946, Síða 5
Sunnudagur 15. sept. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 íslandsmiO öruggnst alSru miða um vegnu legu teidsius DANSKA hafrannsóknaskip- ið ,,Dana“ hefir lokið rannsókn- um sínum hjer við land að þessu sinni og var á förum hjeðan í gær, er tíðindamað- ur frá blaðinu -hitti foringja fararinnar, dr. phil F. Tháning Hann kvaðst vera mjög ánægð- ur yfir ferðinni, komunni hing- að, og allri þeirrri gestrisni og hjálpsemi, sem hann hefði not- ið. — Það mun vera langt síðan þjer í fyrsta skipti komuð hing- að til landsins. — Jeg kom hingað, segir dokt orinn, fyrst árið 1924. Svo Faxa flóamálið er mjer nú orðið kunnugt eftir langa viðkynn- ingu og starf. En á því ári hófu þeir máls á því, Sir. Johs. Schmith og Bjaini Sæmunds- soh, að rjett myndi vera að athuga, hvort ekki ætti að friða fiskistofninn í Faxaflóa fyrir svo aðsópsmiklum veiðarfærum sem botnvörpu og dragnót. Meðal fiskifræðinga vakti til- laga þessi mikla athygli. Nú, þegar búist er við. að friðunin komi til framkvæmda, var það mikils virði, að sama rann- sóknarskipið kæmi hjer í fló- ann, sem undanfarna áratugi hefir verið notað, til þess að rannsaka fiskistofninn, svo að athuganirnar, sem nú væru gerðar, færu fram á sama hátt og á árunum fyrir stríð. Þess vegna fór íslenska ríkisstjórn- in fram á það, að „Dana“ kæmi hingað enn einu sinni, til þess að leita vitneskju um það, hvernig fiskistofninn reyndist vera, eftir að nokkuð hafði dregið úr veiðunum hjer, meðan á stríðinu stóð. Danska stjórn- in tók vel í þetta mál. Og þess vegna fengum við tækifæri til að koma hingað enn einu sinni. Við urðum síðbúnari heldur en við vildum. Því skipið þurfti talsverðrar viðgerðar við, eftir að það hafði legið í höfn öll stríðsárin. Sem betur fór tókst að bjarga því úr klóm Þjóð- verja, er hvað eftir annað vildu nota það sem varðskip, en allt- af var sjeð um, að eitthvað væri í ólagi í skipinu, þegar til mála kom, að þýski heriim tæki það í notkun. Það kom sjer líka vferr fyrir Þjóðverja, að diesel- mótor er í skipinu, svo að þeir hefðu þurft að nota olíu í skip- ið. Lítið um rannsóknir eftir stríð. — Hafið þið ekki tekið upp hafrannsóknir á dönskum fiski miðum, eftir að ófriðnum lauk? — Ekki svo teljandi sje. Með- al annars vegna þess, að í Norð- ursjónum, sem er aðalrannsókn svæði okkar, er ennþá mjög mikið af tundurduflum, sem ekki hafa verið hreinsuð. — Þjer komuð hingað síðast sumarið 1939. — Já, þá vcru með okkur nokkrir menn úr alþjóða Faxa- flóanefndinni og höfðum við bæði ísl. togara og vjelbáta, okkur til aðstoðar við rannsókn irnar. —Að hvaða niðurstöðu kom- ust þjer að þessu sinni með En aflasæld rannsóknum, þarf að tryggja með segir dr. V. Thaaning breytingar- á fiskistofninum flóanum? — Árni Friðriksson hafði J gert á þessu nokkrar athuganir áður, og komist að þeirri nið- urstöðu, að enda þótt dregið hafi úr veiðunum á undan- förnum stríðsárum, þá hafi fiskistofninn ekki verulega aukist. Athuganir okkar benda eindregið í sömu átt. Ef veiði-' skipaflotinn hefði verið hinn sami undanfarin sex ár og hann var fyrir styrjöld, eru því all- ar líkur til, að stofninn hefði verulega gengið úr sjer. Nú er, eins og kunnugt er, lagt til, að gerð verði tilraun með að friðá flóann fyrir hin- um áðurgreindu veiðarfærum. En þá vitaskuld bráðnauðsyn- legt, að rannsóknirnar á fiski- stofninum haldi áfram, meðan á friðuninni stendur, sva að full vissa fáist fyrir því, að hvaða gagni hún kemur. Aðalatriðið: hafrannsóknaskip. — Kem jeg þá að því, segir dr. Taaning, sem jeg tel eitt aðalatriði þessa máls, að þið íslendingar eignist hafrann- sóknaskip. Það mun reynast ó- gjörningur, að fá erlend rann- sóknaskip hingað til að fram- kvæma þær skipulögðu athug- anir,._§em gera þarf í Flóanum, eftir að friðunin er komin á. Áhugi danskra fiskimanna á Islandsmiðum hlýtur að verða minni í framtíðinni en hann áður hefir verið,, enda höfum við mörg verkefni á öðrum sviðum. Að vísu á hafrann- sóknaráðið að standa straum af þessum athugunum. En hætt er við, að þær komist ekki í framkvæmd, nema þær sjeu að verulegu leyti í höndum Is- lendinga sjálfra. Talið barst síðan að öðrum athhgunum, sem dr. Taaning og aðstoðarmenn hans hafa gert hjer við land að þessu sinni. Skýrði hann meðál annars svo frá: -— Eitt af því, sem vakti mesta athygli okkar, var það, hve gífurlega mikið reyndist vera af síldarseiðum hjer við Vestur- landið og alla leið norður í ísa- fjarðardjúp. En lengra fórum við ekki. Hin geysilega mergð síldarseiðanna sannar það, að á hrygningarstöðvum sumar- göngusíldarinnar, eða Faxasíld- arinnar hefir að þessu sinni verið ákaflega mikið síldar- magn. Gallinn er, að maður ,veit ekki nákvæmlega1, hvar þessar gotstöðvar eru. Þær eru einhversstaðar á svæðinu frá Selvogsbanka og norður að Snæ fellsnesi: Hryggningarstöðvar síldarinnar. Þegar' fiskifræðingar geta bent á með nokkurri vissu, hvað Faxasíldin hrygnir, þá ætti að vera hægðarleikur að veiða síldina þar í síldarvörpur eins og hún er veidd við Sviþjóð og Danmörku. Sennilegt er, að hrygningarstöðvamar færist nokkuð til eftir sjávarhitanum, sje norðar, sem sjeu þaér norðar þegar Golfstraumurinn er sterkur. Allar líkur benda til þess, að hægt sje að fylgjast með þessum breytingum með skipulögðum mælingum á sjávarhita. \Þykir mjer líklegt, að hjer ætti að vera hægt að efna til nýrra síldarvertíðar, þegar rannsóknir í þessu efni eru nægilega vel á veg komn- ar. Jeg tek þetta sem eitt lítið dæmi af þeim fjölda viðfangs- efna, er blasa við fiskifræðing- um, sem hafa fiskirannsóknir með höndum hjer við land. Jeg tel íslensku fiskimiðin vera eitt hið merkasta rannsóknasvæði fyrir fiskifræðinga, sem til er í heiminum. Hin alveg sjerstöku hita- og straumskilyrði hjer við land gera þetta að verk- um. Þar sem landið er eyja á inn að sunnan og vestan, Pól- straumurinn að norðan og aust- an „berjast um yfirráðin“ í sjónum kringum landið. Afli getur ekki brugðist. Þes/ú. viðureign gerir lífs- skilyrðin fyrir nytjafiskana svo tilbréytileg, að sjávarafli ætti hjer aldrei að geta brugðist, ef landsmenn þekkjá nægilega vel, hvaða áhrif tilbrigði í straumum og öðrum lífsskilyrð um nytjafiskanna hafa á fiski- göngurnar. Það .eru með öðr- um orðum fiskirannsóknir, sem geta gert sjávarafla landsmanna óbrigðulan. Þetta er ekkert stundarfyrirbrigði. Þótt styrk- leiki straumanna sje nokkuð breytilegur, verða íslensku fiskimiðin á þessari jarðöld ein þau tryggustu í heiminum. En svo jeg komi að því aft- ur, sem jeg nefndi áðan. Það nær engri átt fyrir þjóð með fiskveiðar að hafa ekkert rann sóknaskip. Norðmenn til dæmis hafa nú sex rannsóknaskip í notkun, Englendingar byggja nú þrjú. Fiskiafli Norðmanna í meðalári er þó ekki nema tæp- lega þrefaldur á við meðalafla ykkar íslendinga. Og þegar afli hefir verið hjer mestur hefir hann nálgast það að vera helm- ingar af meðalafla Norðmanna. Þetta sagði dr. Thaaning. Hann hefir lengst núlifandi manna haft afskipti af fiski- rannsóknum hjer við land. Hann er víí^kunnur vísinda- maður og íslendingum velvilj- aður. Tveir farast í eldi. LONDON. Tveir breskir sjó- menn, sem ekki er vitað hverj- ir voru, fórust í eldi, sem kom upp í sjómannaheimili einu í Gamle Karleby á vesturströnd Finnlands nýlega. Húsið brann til grunna. A morgan eru liðin 10 ár frá því er Pourquoi Pas? fórst. Dr. Charcot 16. september kvæði eftir Jens Her- mannsson, með myndum. Gefið út í tilefni dagsins. Fæst hjá bóksölum. Aðalsala: ÞORVALDUR KOLBEINS Sími 7377. Pósthólf 1001. Skipaeigendur Tökum að okkur allskonar viðgerðir á skipum og vjelum. Ketilhreinsum. Byggjum ný skip, alt að 300 tonn. Höfum bæði efni og vjelar fyrirliggjandi. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. Nánari upplýsingar gefur aðalumboðsmað- ur okkar fyrir ísland: JJahol JJiíýurÉí 'óóon <> Markmandsgade 3, Köbenhavn S., A.S. AARHUS STAALSKIBSVÆRFT. & <> & Námsgreinar: íslenska, danska, enska, sænska, reikningur, bókfærsla, skrift, handavinna og upplestur. Ennfremur: saga, landafræði og náttúrufræði (dýrafræði), ef nægilega margir þátt- takendur óska eftir kenslu í þessum námsgreinum. Innritun byrjar mánudaginn 16. sept. í Mentaskólanum (bakhúsinu) og lýkur miðvikudaginn 25. sept. Innritað verður daglega kl. 5—7 og 8—9 síðdegis. — Innritunargjald er kr. 20 fðrrir hverja námsgrein. Ekkert annað kenslugjald. Innritunargjaldið greiðist við innritun. Sjerdeildir fyrir fullorðið fólk. Framhaldsdeildir. í flestum námsgreinum. — Sjerstök athygli skal vakin á framhaldsflokkum í tungumálum, þar sem sendikennararnir við Háskólann kenna þeim, sem lengst eru komnir (5. fl. í ensku, 4. fl. í dönsku og 2. fl. í sænsku).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.