Morgunblaðið - 07.11.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.11.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. nóv. 1946 BmiiiiiiiiiiMiiii!iiiiiiiii!iiiii!iiii!iiiiiiiiii''niiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi!imiii!iiiiiiiiiiii!iiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiim!miiiimimiuiimmuuumimiiii!ii!iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!ii| 1 1 BLÓÐSUGAN Cftir Joli n, Cjo dujin, gmiimiiimimmimimimmmnmmmiuimmimmmmmi iimmmmmmmmmmmimmimmimiimmmmmiiiiiiís Að jarðarmiðjul Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 32. dagur Tólf dögum síðar hófst yfir- heyrslan yfir Ducros. Þrátt fyrir allar fullyrðingar Cra- vens, voru hinir fjelagarnir með lífið í lúkunum. Craven var ekki sjálfur viðstaddur yfir- heyrsluna, en Ijet sjer næ^ja að senda þann taugastyrkari af fjelögum sínum, til að sjá og heyra hverju fram færi. Rjett- arsalurinn var troðfullur. Ducros sat í ákærðrastólnum, rólegur og að því er virtist, hafði það, sem fram fór, engin áhrif á hann. Svörtu augun voru algerlega sviplaus og störðu beint fram. Þessi rósemi með örlögin minnti næstum á Austurlandabúa. Opinberi ákærandinn tók til máls: — Akærði hefir, eins og þjer vitið, herra dómari, játað það á sig að hafa tekið þátt 1 mann- ráni og fjárprettum, með kúg- un og ofbeldi, eins og segir í skjölunum, sem þegar hafa verið lögð fram. Þessvegna eru vitanlega engin vitni að kalla til varnar og jeg vísa málinu til yðar hágöfgi til dóms. Gula andlitið á Culebra sást meðal áheyrenda aftarlega í salnum. Uppi á svölunum sat frú Garth í loðkápu, föl og köld á svip, og augnaráðið óútreikn- anlegt, eins og sagt er um augnaráð Sfinxins. Nú heyrðist óánægjukliður meðal áheyrendanna víðsveg- ar í salnum, þegar ákærandinn hafði lokið þessari stuttu ræðu sinni. Blöðin höfðu vakið hjá fólki vonir um, að ýmislegt ,,spennandi“ myndi koma fram, og að sagan, sem smátt og smátt yrði rakin, mundi gera bergmál um alla borgina. I stað þess heyrðu þeir nú aðeins lesna upp kæru, fulla af lagamáli og svo þessi fáu orð ákærandans. Það var sýnilegt, að rjettvísin hafði allar sann- anir í sinni hendi, og engin þörf á að fara að lesa þær upp, úr því sakborningurinn játaði sekt sína. Meira að segja var ekki þörf á kviðdómnum, sem sat þarna lokaður inni í stúku sinni. Gamlir stöðugir gestir í rjettarsalnum, sem voru kunn- ugir gangi glæpamála, skildu þetta. En meiri hluti áheyr- endanna skildi það ekki, og fannst þeir hafa verið prettað- ir. Dómarinn kvað samt ekki upp dóminn tafarlaust. Hann beið ofurlitla stund og leit til opinbera ákærandans. — Aður en dómur er kveð- inn upp, sagði hann, — vil jeg segja nokkur orð, sem mjer finnst eigi að segja opinber- lega. Jeg hefi kynnt mjer ná- kvæmlega allan vitnaframburð í málinu. Akærður játar á sig ákæruna, enda er hún nægi- lega sönnuð. — En í þessu máli hafa ekki fjártjón og þjáningar verið einu afleiðingarnar af glæpn- um. Það er sannað, að einn maður ef ekki tveir, eru dánir, enda þótt líkin hafi ekki fund- ist, og verði sennilega aldrei fundin. Það er * fljótu bragði sennilegt, að verkið, sem varð þeim að bana hafi verið fram- ið til þess að verða öðrum að bana, þótt það, sem betur fór, mishepnaðist. Þessvegna gæti hlutdrægur áhorfandi látið sjer detta í hug, að rjettvísin gæti höfðað mál gegn ákærða fyrir þátttöku í morðtilraun. Aheyrendur spertu eyrun. Kannske var eitthvað sem tíð- indum sætti, í vændum, þrátt fyrir alt. — Herra dómari, sagði ákær- andinn með lotningu, — þetta atriði hefir, að jeg held, verið vandlega athugað, en jeg skip- aði svo fyrir, að kæran skyldi ekki verða tekin upp, þar eð rjettvísin fær ekki sjeð, að það geti orðið að neinu liði. En þar sem þjer, herra dómari, hafið vikið að málinu, er rjett að rifja það upp í stuttu máli. — Konan, sem varð fyrir þessu fantalega tilræði, var numin burt, er hún var stödd í leiguhúsi einu í Wo'olwich. Tilgangurinn með glæpnum leynir sjer ekki, því hún er dóttir mjög auðugrar konu, frú Garth. Síðan var hún flutt út í. vöruflutningabát, sem iá við festar úti á ánni. Þessi bátur var undir stjórn " manns, sem hjet James Vance og var glæpamaður, sem lögreglan þekti mjög vel. — Ungfrú Garth hafði verið bundin og kefluð og flutt þann- ig út á skipið, að hún gat ekk- ert sjeð — og var raunveru- lega ekki með fullri meðvit- und — fyrr en hún var búin að vera góða stund úti á bátn- um. Þá var hún leyst, að nokkru leyti og sá þá manninn, sem átti að gæta hennar, vel- nefndan Vance, og lögreglan hefir kannast við hann eftir lýsingu hennar. Henni var haldið þarna fangi og í bönd- um. „ En á meðan fór ákærði Du- cros, fjelagi Vance, og heim- sótti frú Garth heima hjá henni og heimtaði fje fyrir að leysa dóttur hennar, og fór loks með henni áleiðis þangað, sem bát- urinn var. — Vance hafði, til þess að engin merki skyldu sjást eft- ir glæpinn, komið fyrir vítis- vjel og miklu af sprengiefni í vöruflutningabátnum, en klukka var höfð til þess að kveikja í með. Hver tilgangur- inn hefir verið með þessu — morð eða annað — er ekki hægt að vita, nema samkvæmt framburði ákærða Ducros, hversu mikils virði sem hann kann að vera. Því bæði Vance og óþekti maðurinn, sem með honum var eru horfnir úr lif- cnda tölu — fjellu á sínu eig- in bragði. Einu leifarnar, sem fundist hafa af þeim, er sviðin húfa, sem Vance hefir átt. Það er haldið, að tilgangurinn hafi verið að eyðileggja bátinn og alt sem á honum var, til þess, að engin verksummerki skyldu sjást eftir glæpinn, ef svo færi, að mönnunum yrði hætta á upp ljóstrun. — Það er sama sem sannað, að ungfrú Garth hefði látið lífið, ef hr. Orme hefði ekki með frábæru hugrekki bjargað henni. Hr. Orme er þingmaður og vinur Garth-fjölskyldunnar, og hafði farið með ungfrúnni til Woolwich. Honum tókst að komast að því, hvar hún var geymd, áður en það var um seinan, og hann synti út í bát- inn og lenti í handalögmáli við dólgana tvo, sem þar voru. Og bar þá ofurliði. Hann sló þá í rot, eða að minsta kosti gerði þá óferðafæra og fann síðan ungfrú Garth niðri í káetunni í bátnum, bundna og ósjálf- bjarga. Þó vissi hún fullvel um hættuna, sem hún var í stödd, því Vance hafði sýnilega þá þegar sett klukkuna í gang, þegar hann varð þess var, að hætta var á ferðum. Hr. Orme hafði enga löngun til að stofna ungfrúnni í frekari hættu, en kaus heldur að kasta sjer í ána með hana, þar eð hann er góð- ur sundmaður, og fór þá auð- vitað ekki að forvitnast frekar um líðan fantanna, sem eftir voru í bátnum, og höfðu nú fengið þau málagjöld, sem þeir höfðu vafalaust ætlað honum. Loks björguðust þau bæði í annað vöruflutningaskip á ánni og komust þannig af. Að líf þessara tveggja ágætu persóna týndust ekki, ber eingöngu að þakka hugrekki, flýti ,og ráð- snilld hr. Orme — sem annars er áður þekktur sem hraustur hermaður og hefir verið sæmd- ur Viktoríukrossinum. Nú gullu við fagnaðaróp í öllum rjettarsalnum, sem stóðu nokkra stund, án þess að hægt væri að þagga þau niður. Sag- an um björgunina, hafði þegar borist út til almennings í ýms- um útgáfum, og verið básúnuð í blöðunum og ekki dregið af fremur en endranær, þegar blaðamönnum berst einhver sælgætisbiti. Orme var sjálfur í salnum, kraminn inn á milli annara áhorfenda, og var því fegnastur, að hann var þar, án þess að þekkjast. — Það er rjett að bæta því við, gagði ákærandinn, þegar þysinn tók að lægja, — að brottnám ungfrúarinnar var uppgötvað af litlum dreng, sem heitir Flynn. Þessi drengur elti glæpamennina niður að ánni, þar sem báturinn lá út undan, og sagði síðan hr. Orme frá öllu saman, en hann þekti drenginn og hafði áður reynst honum vel. Þannig varð slóðin rakin. Drengurinn Flynn, hef- ir verið prófaður og þekt á- kærða — Ducros eða Latour, hvort sem nú rjettara er —* aftur sem brottnámsmanninn. — Það er víst, að Ducros hefir ekkert um þessa björgun vitað, því hans hlutverk var að fá lausnargjaldið greitt. Hann var á leið á vettvang með frú Garth, sem heimtaði að fá að komast til dóttur sinnar, en þá varð sprengingin og vöru- pramminn fór í þúsund mola. Hefðu þau verið einni mínútu fyr á férðinni, hefðu þau aldrei komist lífs af. En ákærði var tekinn af hafnarlögreglunni og játaði þegar á sig brottnámið. .'iitKtrtiiiiiiiiiffiifmiiimiiiiitfimiMnMiiiitiiiiifiiiiiiiíf* í MATVÆLAGEFMSLAN H.F. I | — SÍMI 7415 — miaimifiimiiiiMiniiiiiiiimfiiiiiiiiriiimiiKiinnnilM* 12. vissu að við sjeum . . . byrjaði Perry, en komst svo ekki lengra. Fyrir aftan okkur drundi eitthvert ógurlegasta öskur, sem jeg hefi nokkurn tíma heyrt. Við snarsnerumst á hæli til þess að athuga hvaðan þessi óhljóð kæmu. Ef jeg hefði enn verið í vafa um að við værum ofan- jarðar . þá gerði sú sjón, sem nú blasti við. alveg út af við þann efa. Út úr skóginum kom ægilega stórt dýr, sem mest virtist líkjast bjarndýri. En það var að minnsta kosti eins stórt og stærsti fíll, sem jeg hafði sjeð og hafði feikn- stórar klær á hinum miklu hrömmum. Nefið stóð langt fram neðri skoliinn, eins og þetta væru leifar af rana. Hinn mikli skrokkur var hulinn stórgerðu, úfnu hári. Dýrið hjelt áfram að öskra og kom áleiðis til okkar á einhverskonar klunnalegu brokki. Jeg sneri mjer að Perry til þess að stinga upp á því við hann, að viturlegt mætti vera að koma sjer á burtu, en Perry var þá kominn að minstakosti fimmtíu metra í butru, svo honum hafði þá dottið þetta í hug og hann jók hraðann á hverri sekúndu. Jeg hafði aldrei vitað að þessi aldraði heiðursmaður væri slíkur spretthlaupari. Jeg sá hann stefndi á skógarodda eiiin og hraðaði mjer á eftir honum. Skepnan sem elti okkur var ekki neitt hröð áhlaupunum svo jeg þurfti ekki að leggja að mjer. Allt sem mjer fannst vera nauðsynlegt var að komast upp í Þótt mjer væri ekki hlátur í hug, gat jeg ekki annað en brosað að því hve Perry gekk illa að klifra upp í trjeð sem hann hafði valið sjer. Hann datt niður aftur hvað eftir annað. Að lokum náði hann í vafningsjurt eina digra og komst' upp á henni eins og þegar maður vegur sig upp eftir kaðli. Hann hafði næstum því komist upp í neðstu grcin trjesins, þcgar vafningsjurtin slitnaði og Perry fjell til jarðar aftur endilangur rjett við fætur mjer. Nú fór gamanið heldur að kárna, þar sem ófreskjan var nú farin að nálgast okkur. Jeg þreif í öxi Perry og tog- aði hann á fætur og síðan dró jeg hann með mjer að öðru, smærra trje, sem hann náði utan um með handleggjum Drengur nokkur hafði feng- ið skriflegt leyfi til að veiða í á, sem rann um land bónda nokk- urs. Eitt sinn var hann að veiða með fjelaga sínum, þegar vinnu maður bóndans birtist skyndi- lega. Strákurinn rak upp hræðsluóp og tók til fótanna. Vinnumaðurinn elti. Eftir að hafa hlaupið um tvo kílómetra, náði hann strákn- um og stundi upp: — Hefirðu leyfi til að fiska í ánni? — Auðvitað, -svaraði strák- ur. — Svo, já? Sýndu það. Drengurinn dró leyfisbrjefið upp úr vasa sínum og sýndi honum. Vinnumaðurinn bölv- aði gremjulega. — Hvers vegná varstu þá að hlaupa? spurði hann. — Svo að hinn strákurinn kæmist undan, var svarið. Hann hafði ekki leyfi. ★ I Danmörku var eitlr sinn á stríðsárunum sýnd þýsk kvik- mynd, þar sem brugðið var upp myndum af uppskipun í Kaup- mannahöfn. Skipin áttu að heita að vera þýsk, og upp úr þeim kom gnægð matvara — ket, ostur, grænmeti o. fl. Einn kvikmyndahúsgestanna hrópaði reiðilega: — En hvers vegna í skratt- anum sýna þeir myndina aftur á bak? ★ Enskt flugfjelag flutti ný- lega allstóran hóp pílagríma flugleiðis frá Bagdad til Mekka, hinnar heilugu borgar Mú- hameðstrúarmanna. Þetta er talið vera í fyrsta skipti, að pílagrímar ferðist loftleiðis. ★ Hann var þlfinninganæmur unglingur, sem um tíma hafði liðið allar kvalir elskhugans. — Hvað er að þjer? spurði faðir hans. — Jeg get varla sagt þjer það, andvarpaði sonurinn. Jeg er loks búinn að biðja hennar og hún sagði nei. — Blessaður vertu, sagði faðirinn glaðlega, þetta verður allt í lagi. „Nei“ konunnar er oft sama og ,,Já“. — Máske þú hafir rjett fyr- ir þjer, stundi sonurinn, en þessi kona sagði ekki ,,Nei“. Hún sagði „Snautaðu“. ★ Þegar verið var að kvik- mynda bandarísku myndina „Lydia“, varð Merle Oberon að þola það, að vera slegin ut- an undir 54 sinnum sama dag- inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.