Morgunblaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. jan, 1947 | GRÍPTU ÚLFINN 5. dagur Corn virti hann gaumgæfi- lega fyrir sjer, en Helgi horfði út á hafið og var hinn alvar- legasti, nema hvað ofurlitlar viprur komu í kringum munn- vikin. — Þjer eruð glöggskygn, Mr. Templar. — Kallið mig ekki Mr. Templar, það er allt of hátíð- legt. Kallið mig Helga. Auð- vitað er jeg glöggskygn. Ef jeg væri það ekki, þá væri jeg dauður. Sjerstaklega er jeg glöggur á að þekkja menn. — Þjer eruð glöggskygn, Mr. Templar, en að þessu sinni skjátlast yður og þess vegna gerið þjer yður of dælt við ó- kunnan mann. Helgi brosti. — Jæja, það er mannlegt að skjátlast, er ekki svo? En seg- ið mjer Dr. Corn hvernig stendur á því, að þjer látið marghleypu skemma sniðið á fallegu fötunum yðar. Eða eruð þjer hræddur við að mæta ein- hverjum draug hjer á heið- inni? Helgi veifaði stafnum sínum og horfði gletnislega framan 1 eldrautt snjáldrið á Dr. Corn. Og það var eins 'og Corn yrði ekki um sel. — Herra minn, sagði hann að lokum af þrjósti, jeg skal segja yður .... — Jeg var líka einu sinni fulltrúi í riddaraliði sviss- neska flotans, greip Helgi fram í góðlátlega og þá var eins og Corn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. En Helgi venti sínu kvæði í kross: — Ósköp er jeg annars ó- kurteis. Gerið svo vel að koma með mjer heim í Hjallinn og borða með mjer. Það er að vísu ekki upp á mikið að bjóða. Við hættum við nýja kjötið hjerna eftir að mávur drapst af því að jeta það. Eft jeg á gott brennivín og Orace er snilling- ur í að steikja síld. Svo tók hann undir arm Corns og dró hann með sjer. Hann ljet dæluna ganga og það er til marks um það, hvað hann gat verið skemtilegur og við- kunnanlegur, að Corn fylgdi honum mótstöðulaust heim í Hjallinn. A meðan þeir sátu að snæð- ingi töluðu þeir um alla heima og geima, þar á meðal um stjórnmál og hafði Helgi þar mjög einkennilegar skoðanir. Eftir að þeir höfðu drukkið kaffi fór Orace fram fyrir og þeir sátu einir eftir. Corn dró þá upp vindlahylki sitt og bauð Helga. — Nei, jeg þigg ekki vindil, ekki einu sinni af yður, kæri vinur, sagði Helgi. Corn sárn- aði. — Það er ekkert að vindl- unum. — Þá þykir mjer vænt um það, að þjer hafið sparað einn vindil. — Ef jeg gef yður dreng- skaparorð .... — Drengskaparorð yðar vil jeg þiggja, en ekki vindilinn. Corn ypti öxlum. Svo kveikti hann sjer í vindli. — Mjer þykir vænt um að sjá það að þjer eruð ekki vopn- aður marghleypu, sagði Com svo. — Það gerir mann óvinsælan að ganga með vopn, sagði Helgi. Lögreglan er líka vön því að koma með allskonar ó- þægilegar spurningar, ef menn efu skotnir vegna þess að þeir gefa ilt auga. En jeg ræð eng- um til þess að treysta á að jeg taki tillit til þess heima hjá mjer. Corn kiptist við. — Við höfum nú verið í skollaleik í rúmar tvær klukku stundir, sagði hann. Er ekki best að við reynum að vera hreinskilnir? — Jeg felst á allar óskir yð- ar, Sagði Helgi. — Jeg veit það að þjer eruð á hnotskóg eftir einhverju. En jeg hefi aflað mjer upplýsinga og veit að þjer eruð ekki leyni- lögreglumaður. Þjer eruð ekki heldur í leyniþjónustu ríkisins. Jeg veit þó nokkuð um ævifer- il yðar og jeg geri ráð fyrir því að þjer sjeuð ekki kominn hing að til þess að setjast í helgan stein og rækta kartöflur. Þjer eruð einn af þeim sem vilja komast yfir fje með hægu móti, þótt nokkrar hættur fylgi. En hvað haldið þjer svo að jeg sje að gera hjer? — Þjer eruð sennilega að eltast við afturgöngu. Corn gerðist óþolinmóður. — Jeg sagði áðan að þjer væruð glöggskygn og jeg stend við það. En þjer skuluð ekki láta eins og þjer haldið að jeg sje asni, því að það er upp- gerð. Þjer sitjið hjer um tæki- færi og jeg held að jeg viti hvað það er. Og ef jeg hefi rjett fyrir mj^r, þá neyðist jeg til þess að vera yður alls staðar þrándur í götu, nema því að- eins að þjer viljið taka höndum saman við mig. Jeg legg nú spilin á borðið fyrir yður og sýni yður með því traust og jeg vil heldur vinna með yður en á móti yður. Viljið þjer það? Það var komið myrkur og ekki annað ljós í herberginu en lítill olíulampi sem Orace hafði komið með. — Það er nákvæmlega ein miljón, sem er ástæða til þess að jeg vil ekki, mælti Helgi. Hún hvarf úr Confederated Bank í Chicago fyrir nokkru, og jeg ætla mjer hana einum, Corn minn góður. — Þjer haldið þó ekki að þjer komist undan með hana? — Það eru engin takmörk fyrir hyggjuviti mínu, þegar um það er að ræða að komast undan með eitthvað, sagði Helgi blátt áfram. Svo var þögn dálitla stund og það var eins og Helgi hnipr aði sig niður í hægindastólinn. — Og miljónasta og fyrsta ástæðan er sú, að jeg læt ekki Úlfshvolpana hlusta á það, sem jeg hefi að segja. — Hvað eigið þjer við? spurði Corn. —■ Jeg á við það, mælti Helgi hátt og snjalt, að einmitt á þessari stundu er einn þeirra að reyna að gægjast hjer inn bak við gluggatjöldin. Jeg miða á hann og ef hann aðeins deplar augunum," þá skýt jeg af honum augnalokin. III. Stryk í reikninginn. Corns stökk á fætur og greip til bakvasans, en Helgi skelli- hló. — Hann er farinn, sagði hann. Hann hvarf um leið og jeg hækkaði róminn. En nú getið þjer máske sannfærst um hve ilt er að komast hjá því að vera drepinn, þegar ein- hverjum er það áhugamál að stúta manni. Hann talaði ósköp blátt á- fram, en var þó ekki aðgerða- laus á meðan. Um leið og Car- us stökk á fætur slökti hann ljósið og Corn heyrði að hann var kominn út í dyr. — Jeg sje ekkert. Hann hefir verið jafn kvikur og mús, sem ætlar sjer að bíta í kampana á kisu. Jeg ætla að skreppa út. Standið kyn þarna, vinur. Svo heyrði Corn að hann fór út ög litlu seinna heyrði hann skraf í eldhúsinu. Svo kom Orace inn með kertaljps í annari hendi og stóru marg- hleypuna sína í hinni. Hann setti kertið út í horn, svo að það kastaði ekki geisla út um gluggann. — Það er svei mjer glatt á hjalla hjá ykkur, sagði Corn. — Uss, sagði Orace og skók marghleypuna. I sama bili kom Helgi inn aftur. — Ekki varð -sú för til fjár, sagði hann. Það er svo bik- svart úti, að ekki sjer handa skil, og hann hefir sjálfsagt tekið til fótanna þegar hami vissi að jeg hafði orðið hans var. Komdu með öl, Orace. — Já, já, svaraði hann og læddist fram. Corn horfði á eftir honúm og var skrítinn á svip. — Eruð þið fleiri hjer? spurði hann. ^ — Nei, sagði Helgi. Hann kveikti nú á lampan- um aftur og blossinn af eld- spýtunni ljómaði snöggvást á andliti hans. Corn varð þungt hugsandi. Hann hafði árum saman fengist við allskonar menn. Hann hafði kynst mörg- um vitrum mönnum, ýmsum hættulegum mönnum og fjölda af óútreiknanlegum mönnum. En á þessari stundu var hann að velta því fyrir sjer hvort hann hefði nokkurn tíma kynst manni, sem væri jafn vitur, jafn hættulegur og jafn óút- reiknanlegur eins og þessi Helgi. — Jeg vil heldur hafa yður með mjer en móti, sagði hann. Hugsið um það, að það er líka betra fyrir yður. Helgi studdi höndum á mjaðmirnar og horfði gletnis- lega framan í Corn. — Á jeg að taka þetta sem opinbert tilboð? — Auðvitað ekki. En við getum unnið saman fyrir því. Ward, Z)L oriaciud hæstarj ettarlðgmaður ABalstræti t. Sími 1875 Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 60. Til allrar hamingju var vatnsgeymirinn djúpur, þar sem jeg kom niður, svo jeg meiddist ekkert við fallið, en um leið og jeg nálgaðist vatnsyfirborðið á leiðinni upp, fylltist hugur minn af skelfingu, þegar jeg hugsaði til þeirra örlaga, sem biðu mín, strax og skriðdýrs-ófreskjurnar kæmu auga á þann, sem á svo sviplegan hátt hafði raskað svefnró þeirra. Jeg hjelt mjer í kafi eins lengi og mjer var unt og synti hratt í áttina að gerfieyjunum, til að gera mitt ýtr- asta til að bjarga lífi mínu. Að því kom þó, að jeg neydd- ist til að koma upp á vatnsyfirborðið til að anda, og er jeg leit óttasleginn í áttina til Maharanna og Thiptar- anna, brá mjer illilega í brún, er jeg sá, að þeir voru allir horfnir að steinum sínum og hvergi sjáanlegir í musterinu. í fyrstu var mjer ómögulegt að skilja þetta, þar til mjer varð það ljóst, að skriðdýrs-ófreskjurnar, sem voru heyrnarlausar, höfðu auðvitað ekki getað heyrt, er jeg fjell í vatnið, og þar sem tími er ekki til á Pellucidar, var ómögulegt að segja, hversu lengi jeg hafði verið í kafi. Það var erfitt að reyna að mæla tímann samkvæmt venjum jarðbúa, en þegar jeg gerði tilraun til þess, fór mjer að skiljast, að vel gat verið að jeg hefði verið í kafi í eina sekúndu, eða mánuð, eða þá als ekki. Þú getur ekki gert þjer í hugarlund, hversu allt er öfugt og einkennilegt, þegar aðferðir þær, sem við jarðbúar notum til tímamælinga, eru als ekki til. Jeg ætlaði að fara að óska sjálfum mjer til hamingju með kraftaverkið, sem hafði bjargað mjer, þegar jeg minntist dáleiðslueiginleika Mahara og mjer datt í hug, hvort þeir væru nú að leika þessa list á mjer, þannig, að það væri aðeins hugarburður minn að jeg væri einn í musterinu. Við tilhugsunina rann mjer kalt vatn milli skinns og hörunds, og er jeg skreið upp úr vatninu upp á eina hinna litlu gerfieyja, skalf jeg eins og hrísla. Enginn getur gert sjer í hugarlund, hversu jafnvel til- hugsunin ein um hina viðbjóðslegu Mahara getur gert mann óttasleginn, eða að hafa það á tilfinningunni, að maður sje á valdi þeirra — að þeir sjeu að skreiðast á eftir þjer, til þess að draga þig niður í vatnið og jeta þig. Þetta er voðaleg tilfinning. Gamli póstmeistarinn hafði mjög gaman af veiðiferðum og veiðisögurnar han^ voru víð- frægar. Dag nokkurn fóru nokkrir vinir hans á fiskirí og buðu honum með, en hann hafði ekki tíma til þess. Fjell honum það mjög illa, sem von- legt var, en hann var fyrsti maður, sem tók á móti þeim, er þeir komu að landi. „Veidduð þið vel?“ spurði hann. „Nei,“ svöruðu þeir, „en það beit hákarl á hjá okkur. Við drógum hann'alveg upp að borðstokknum og er snoppan kom upp úr spurði hann hvort póstmeistarinn væri ekki með. Við sögðum honum að svo væri ekki, og þá sló hann til sporð- inum, sleit sig lausan og hvarf. ★ Einstæðingsskapur * á einn góðan vin — vinnuna. — Auerbach. ★ Hún gretti sig. Prestur einn í„ Philadelphia að nafni Isaac Bobst hefir far- ir fram á skilnað við konu sína. Ástæðan er sú, að konan grett- ir sig altaf framan í mann sinn, hóstar og rekur út úr sjer tunguna á meðan á predikun stendur í kirkjunni. ★ Fjell 350 m. og lifði. Nýlega fjell 15 ára námu- maður við kolanámuna í Golt- horpe í Englandi 350 m. niður og lifði það af. Það var niður um námuop, sem hann datt. Hann kom niður á lyftu, sem var á niðurleið, og það varð honum til lífs. Eini stóri áverk- inn, sem hann hlaut,. var fót- brot. ★ Ahuginn á knattspyrnu er hvergi meiri í víðri veröld en í Englandi, enda er knattspyrn an þjóðaríþrótt Englendinga. Nýlega er fótboltakappleikur for fram í Glasgow milli Skota og íra voru áhorfendur 98 þús. — 50 þús. þeirra voru verka- menn, sem öðrum störfum áttu að sinna á sama tíma. Þeir tóku sjer frí. — Atvinnurekendur hafa nú farið fram á það við ríkisstjórnina að hún banni knattspyrnukappleiki í miðri viku, því að þá er ekki nokkur leið að halda nokkrum manni á vinnustað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.