Morgunblaðið - 24.01.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstuðagur 24. jan. 1947 GRÍPTU ÚLFINN (CCJ^tir oCeólie (Charterió ————* +— Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. | 70. Hann greip aldin og ljet það falla til jarðar. — Líttu á, sagði hann, jafnvel þetta örsmáa aldin fellur, sje því sleppt, þar til það kemur niður á eitthvað, sem stöðvar það. Ef Pellucidar væri ekki haldið uppi af eldhafinu, mundi það einnig falla niður, eins og aldin- ið. Þú hefir sjálfur sannað þetta. Þetta virtist vonlaust verk, og jeg gafst upp, í bili að minnsta kosti, því þegar jeg hugsaði til þess, að jeg mundi verða að skýra fyrir Ja sólkerfið og himintungl- in, gerði jeg mjer ljóst, hversu vonlaust þetta var. — Jæja, Ja, sagði jeg hlægjandi, hvort sem við stönd- um á höfðinu eða ekki, þá er það staðreynd, að hjer erum við staddir, og það sem mestu máli skiptir, er ekki hvaðan við komum, heldur hitt, hvert við ætlum nú að halda. Hvað sjálfan mig snertir, vildi jeg helst, að þú vísaðir mjer leiðina til Phutra, þar sem jeg get gefið mig á vald Mahörunum, svo að jeg og vinir mínir getum enn einu sinni lagt drögin að þeim flótta, sem Sagoth- arnir komu í veg fyrir, þegar þeir. smöluðu okkur sam- an, til að vera viðstadda hegningu þrælanna, sem drápu vörðinn. Jeg -vildi óska, hjelt jeg áfram, að jeg hefði ekki yfirgefið hringleikahúsið, því vel hefði svo getað farið, að við hefðum sloppið. — Ætlarðu að framselja þig? hrópaði Ja. — Vinir mínir eru þarna, svaraði jeg, einu vinirnir, sem jeg á á Pellucidar, að þjer undanskildum. Hvað annað get jeg gert, þegar svona stendur á? Hann hugsaði sig andartak um. Svo hristi hann höf- uðið dapurlega. — Hugrakkur maður ög vinfastur getur ekki annað gert, sagði hann, og þó virðist þetta vera svo heimsku- legt, því Maharar munu áreiðanlega dæma þig til dauða fyrir að flýja, og þú munt því ekkert geta liðsint vinum þínum, þótt þú snúir aftur. Aldrei á ævinni hefi jeg heyrt þess getið, að strokufangi sneri aftur til Mahara af frjáls- um vilja. Aðeins örfáir komast undan þeim, og þeir mundu frekar láta lífið, en verða fangaðir á ný. — Jeg sje enga leið aðra, Ja, sagði jeg, þó að jeg getj, fullvissað þig um það, að jeg vildi frekar leita Perrys í Sheol en Phutra. En Perry er trúræknari en svo, að nokk- uð bendi til þess, að jeg muni nokkru sinni verða að gera tilraun til að bjarga honum úr fyrnefndum stað. 17. dagur — Það er best að hann skýri dómaranum frá þessu, mælti lögregluþjónninn. — Jeg ímynda mjer, sagði Bloem, að mitt góða mannorð verði þyngra á metunum en lygaframburður yðar. Helga brá ekki hið minsta. — Þjer segið að við höfum flogist á, mælti hann, og jeg vérð að viðurkenna það að jeg lít nú út eins og jeg hafi verið í áflogum. En sjer þá ekkert á yður? Bloem brosti drýgindalega og hnepti frá sjer frakkann. Mátti þá sjá að hann var víða blár og bólginn eins og honum hefði verið misþyrmt. Jú, úlf- urinn kunni að gera ráð fyrir öllu. Helgi sá að nú fór að hall- ast ískyggilega á sig. en hann var ekki á því að gefast upp. — Það er þýðingarlaust fyr- ir yður að þrjóskast, sagði Bloem, og lögregluþjónninn tók undir það. — Hvað var það, sem hann sagði og þjer skilduð ekki? spurði nú Corn, jeg á við þarna þegar hann ógnaði yður með marghleypimni. — Það var alveg óskiljan- legt, sagði Bloem. Hann sagði: Jeg er að leita að bæli úlfsins og nú held jeg að jeg .sje á rjettri leið. Þetta sagði hann, og jeg skil það ekki enn. Helgi tók upp vindlingaveski sitt, tók upp úr því vindling og hamraði með honum á þumal- nögl sinni. Hann Ijet sem hann tæki ekki eftir neinu, en hann sá glögt að Corn hnykti mjög við er hann heyrði þetta. Hann gaf Bloem líka hornauga og sá að hann var mjög hróðugur yf- ir því að hafa fundið upp á þessu. Helga datt snöggvast í hug, að þeir mundu hafa Corn grunaðan, en Bloem leit ekki á hann. Nei, þeir gátu ekkert um það vitað hver Corn var í raun og veru. Bloem hafði aðeins slegið þessu fram til þess að sauma betur að honum sjálf- um, og þóttist nú hafa ráð hans í hendi sjer. Helgi var ónéitanlega kom- inn í klípu. Patricia gat ekki hjálpað honum, og Corn ekki heldur^þótt hann hefði viljað. Það var varla efi á því, að dómarinn mundi taka kæru Bloems til greina. Bloem vissi eins vél og hann, að ekki þýddi að fara að segja frá því, sem skeð hefði heima hjá Bittle. Bittle mundi ekki hika við að Ijúga, og úlfurinn hafði auð- vitað fundið upp einhverja skýringu á þeim hávaða, sem hafði verið þar í garðinum. Helgi vissi ósköp vel, að úlf- urinn ætlaði sjer að koma hon- um út úr spilinu. Hann mátti þakka fyrir ef hann fjekk ekki þyngri refsingu en 6 mánaða varðhald fyrir árásina á Bloem og aðra sex mánuði fyrir að leggja hönd á lögregluþjón, sem var að skyldustarfi. En á meðan mundi T. T. Deeps vera úr sögunni og úlfurinn og fje- lagar hans horfnir út í veður og vind. Hjer var sannarlega úr vöndu að ráða. Samt sem áður hafði hann enn yfirhöndina, því að þeir biðu eftir því að hann gæfi’st upp. Bloem var enn með marg- hleypuna á lofti og þóttist hafa ráð hans í hendi sjer. En lög- regluþjónninn hafði fengið nóg af viðureigninni og hímdi úti í horni. Patricia var mjög á- hyggjufull, því að hún sá ekki neina leið honum til bjargar. En auðvitað trúði hún ekki einu orði af því, sem Bloem sagði. Ef öðru vísi hefði staðið á, mundi hún máske hafa trú- að, en hún hafði nú sjálf kom- ist í kynni við þennan bófa- flokk og vissi hvernig þeir voru innrættir. Corn gat ekki skift sjer neitt af þessu. Frá hans sjónarmiði gat saga Bloems hvort heldur var verið sönn eða uppspuni frá rótum. Þó þótti honum líklegra að hún væri sönn, eftir þeim kynnum, sem hann hafði af Helga. Og þeir Helgi voru andstæðingar, þótt báðir vildu hafa hendur í hári úlfsins. Og Corn mátti auðvitað ekki skerast í leikinn, því þá varð hann að koma upp um sig að hann væri leynilög- reglumaður frá Skotland Yard, og þá væri loku fyrir það skot- ið að honum yrði nokkuð á- gengt í rannsókn sinni. — Við bíðum eftir yður, sagði Bloem að lokum. — Jeg sje það, mælti Helgi, og ef þjer getið biðið svolítið lengur, þá getum við athugað málið ofurlítið betur. Hafið þjer nokkuð á móti því að lofa lækninum að sjá meiðslin eftir höfuðhöggið, sem jeg greiddi yður og varð til þess að þjer rotuðust? Hann gaf Bloem nákvæmar gætur og varð ekki um sel þeg- ar hann sá að þetta kom ekkert flatt upp á hann. Corn gekk til Bloems. — Góði vinur, en hvað þjer hafið lagt á yður, sagði Helgi. Corn leit á Helga og var á- hyggjusamlegur. — Hann hefir fengið slæmt högg aftan við eyrað, sagði hann. Jeg er hræddur um að þjer losið yður ekki úr þessari klípu. — Þá skuluð við ekki eyða meiri tíma í þetta, sagði Bloem. Lögregluþjónn, þjer eruð með handjárnin. Setjið þau á hann og jeg skal skjóta, ef hann þrjóskast aftur. En í sama bili kom maður í opinn gluggann og þrumaði: — Hvað er hjer á seiði? Það var Orace. VIII. Helgi ver sig. Bloem hnykti stórkostlega við, því að hann sneri baki að glugganum. Svo leit hann við og fjellust hendur, því að Orace miðaði á hann stóru marghleyp unni sinni. Orace hallaði sjer inn úr glugganum og var sýni- lega hróðugur út af því að hafa komið nógu snemma. — Upp með hendurnar, þrumaði hann. Það virðist hættulega að láta yður ganga lausan. Lögregluþjónn, þjer eruð með handjárnin. Gerið skyldu yðar. . — En góði maður------stam aði Bloem. — Látið vera að kalla mig góðap mann, sagði Orace og skók byssuna framan í hann. Þjer eruð staðinn að verki, og þjer getið ekki smeygt yður út úr þessu. Hvað hugsið þjer, lögregluþjónn? Smellið hand- járnunum á hann undir eins, eða jeg þruma á hann. Bloem misti marghleypuna og hún datt á gólfið, en Hélgi tók hana upp til vonar og vara. — Jeg get gefið skýringu, sagði Bloem. — Fjandinn hafi að þjer get- ið það, mælti Orace reiður. En allir bófar þykjast geta gefið skýringu. — Hann getur gefið skýr- ingu, sagði Helgi. Hættu að veifa þessu morðvopni, Orace, og komdu hingað inn. Jeg var einmitt að hugsa um það, hvar þú væri niður kominn. Orace var nokkra stund á báðum áttum, en hlýddi svo. Hann klifraðist inn um glugg- ann, en hafði ekki augun af Bloem eitt andartak. — Þetta er alt saman mis- skilningur, sagði Helgi. Og það er því að kenna hvað Bloem var ákafur. Má jeg kynna yður — þetta er Orace úr sjóliði hans hátignar og nú þjónn minn. Hann getur skýrt yður frá því að jeg var heima hjá mjer klukkan ellefu og fór ekki út fyr en klukkan langt gengin tólf. Helgi leit ekki einu sinni á Orace meðan hann sagði þetta. Hann þurfti þess ekki. Hann þekti manninn. En Corn gaf Orace nánar gætur og sá að honum kom þetta á óvart. — Það er alveg satt. sagði Orace. Hver segir annað? — Sannleikurinn er sá, mæiti Helgi, að einhver ó- kunnugur maður braust inn til Bloems í kvöld, og hann hjelt að það hefði verið jeg, svo að hann ætlaði að láta taka mig fastan. Orace fussaði eins og honum byði við Bloem. — Er það nú ímyndun! sagði hann. Helgi sneri sjer þá að Bloem. — Máske þjer viljið nú biðja mig afsökunar, mælti hann. Segið eins og er, að þjer hafið ekki sjeð árásarmanninn greinilega, og þjer hafið bara haldið að það væri jeg. Hann hefir líka máske haft grímu .. Þeir horfðust' í augu um stund. Það var alveg ljóst hvað Helgi var að fara. Hann gaf Bloem tækifæri til þess að smeygja sjer út úr þessu. Bloem vissi með sjálfum sjer, að honum hafði sjest yfir að segja, að enginn hefði sjeð á- rásarmanninn nema hann einn, og að ásökunin ge£n Helga mundi því ekki duga gegn framburði Orace um það að Helgi hefði verið heima hjá sjer á sama tíma. Ulfurinn hafði gleymt Orace þegar hann lagði ráðin á. Eða máske hafði hann búist við því, að Orace mundi ekkert fá að vita um handtöku Helga, og þá væri hægt að veiða þá játningu upp úr honum, að Helgi hefði ekki verið heima alt kvöldið. En nú hafði Orace komið þarna eins og þjófur á nóttu, þegar allra verst gengdi, og hafði þar með kollvarpað fyrirætlunum úlfs- ins. — Hvað liggur þjer svona þungt á hjarta? _spurði vinur- inn. — Skrifarinn minn er kom- inn aftur frá vígvellinum sem ofursti, og jeg þorj varla orðið að tala við hann. ★ Börn Mussolini höfðu ofan af fyrir sjer í sumar með sinni eigin danshljómsveit. Nú hafa þau einnig sett á stofn brauð- búð í Ischia. Eftirlætisdóttir Mussolinis, Anna-María, er af- greiðslustúlka. ★ Þeir heyra bækur. 25 þúsund blindir Amerík- anar geta nú ,,lesið“ nýjustu bækurnar — með eyrunum, þar sem stofnsett hefir verið bókasafn með nokkurskonar ,,diktafón“. 1200 bækur hafa verið „talaðar inn“, og gert er ráð fyrir, að aukningin nemi 150 bækur á þessu ári. ★ La Guardia stakk því að full trúum sameinuðu þjóðanna, að aka ekki eins hratt um götur New York þorgar og þeir gerðu, heldur ættu þeir að hafa hraðann á störfum sínum og framkvæmdum. ★ Nýlega kom til Málmeyjar með flutningaskipi 15 ára gam all drengur frá Suður-Amer- íku. Hann var ekki skráður á skipið og hafði ekki heldur ætlað að fara með því sem laumufarþegi. Hann átti erindi við skipstjórann, er skipið lá í höfn í Rio de Janeiro. Skip- stjórinn var aftur á móti ekki við, þegar drengurinn'kom um borð. Gert var ráð fyrir að hann kæmi fljotlega, svo að drengurinn ákvað að bíða. Lagði hann sig á bekk og stein- sofnaði. Vaknaði hann ekki fyr en skipið var komið á haf út. ★ Samkvæmt amerísku mjólk- urtímariti er kaplamjólk bæði mjög nærandi og heilbrigð handa ungbörnum. í sumum Asíu-löndum þykir kaplamjólk hið mesta sælgæti, og er mjög sóst eftir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.