Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.1947, Blaðsíða 12
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói: í. S. í. 35 ÁRA. Suðvestan stinnings kaldi. — Skúrir. Þriðjudagur 28. janúar 1947 Sjá bls. 2. Stefán Jóhann á að Frá Tónlistarsýningunni svara forseta fyrir hádegi á morgun FULLYRT var á Alþingi í gær, að forseti íslands hafi tjáð Stefáni Jóhanni Stefánssyni, að hann yrði að hafa lokið tilraun um sínum til stjórnarmyndun- ar fyrir hádegi á morgun, þ. e. miðvikudag. Ekki var í gær með neinni vissu hægt að segja, hvað ofan á yrði. Flokkarni^ hafa undanfarið verið að ræða drög að málefna- samningi, sem Stefán Jóhann lagði fyrir þá. Sjálfstæðismenn voru á fundi mikinn hluta dags ins í gær, fyrst þingflokkurinn og síðan flokksráðið. Halda þeir fundir áfram í dag. Sennilega verður úr því skor ið í dag, hvort tilraun Stefáns Jóhanns til stórnarmyndunar ber árangur. Skipverji af ms. Hafborg hverfur Hluti af tónlistarsýningunni í Listamannaskálanum. — Tónlistar- líf í Reykjavík. (Ljósm.: Vignir). CyHingar nema breskan dómara á brott Paiesfínulandstjóiinn hóiar herlðgum UNGUR sjómaður hvarf hjer í bænum s. 1. föstudagskvöld og hefir síðan ekkert til hans spurst. Hann heitir Bjarni Árna son frá Bolungarvík, skipverji á m. s. Hafborg frá Borgarnesi. En hjer í Reykjayjk átti hann heima að Miðtúni 50. Um kl. 11.15 um kvöldið fór hann frá bróður sínum, sem býr á Hringbraut 211. Hann ætlaði þá að fara niður í skip. Rannsóknarlögreglan lýsti eftir Bjarna í útvarpinu í gær, en um kl. 6 í gærkveldi höfðu rannsóknarlögreglunni ekki bor ist neinar frettir frá honum síð an hann fór frá bróður sínum. Bjarni Ágústsson var ber- höfðaður í grárri duggarabands- peysu teinóttum buxum, í full- háum stígvjelum. Hann er með almaður á hæð fremur þrekinn, dökkt hár og blá augu og með ör við vinstra auga. líafborg 3.—4. skip frá l>ryggju. Eftir því sem skipverjar á m.s. Hafborg hafa sagt var tals verðum erfiðleikum bundið að komast út í skipið. Það var þriðja eða fjórða skip frá kryggju (Löngulínu) og tals- vert bil var á milli allra skip- anna. Jerúsalem í gærkveldi. SIR Allan Cunningham, landstjóri Breta í Palestínu, tilkynti í dag, að nokkur landsvæði í landinu mundu verða sett undir yfirstjórn breska hersins, ef þeir tveir menn, sem Gyðingar hafa numið á brott, verði ekki komnir fram innan 48 klukkustunda. Dómari brottnuminn. Þessi tilkynning landstjór- ans var birt skömmu eftir að breskur dómari, Windham að nafni, hafði verið numinn á brott, þar sem hann gegndi dómarastörfum í rjetti sínum í Tel Aviv. Óaldarmennirnir, sem voru tíu að tölu, ógnuðu dómaran- um með byssum sínum og neyddu hann til að koma með sjer. Höfðu tveir Gyðinganna komið inn um hliðardyr, en átta sátu í áheyrendastúku rjettar- ins. Dómarinn er 42 ára gamall. Umferðabann í Jerúsalem. Þetta er annað mannránið í Palestínu á einum sólarhring. Hefir öllum breskum borgurum í landinu verið skipað að halda sjer innan dyra, þar sem hætt sje við að þeir verði numdir á brott.. Mikil leit er nú hafin að ræn- ingjunum og mönnum þeim, sem rænt hefir verið, en um- ferðabann hefir verið sett á í Jerúsalem. Faðirinn og sonur hans komnir fram Á sunnudagskvöld fór mað ur að heiman frá sjer moð þriggja eða fjögurra ára son sinn með sjer. Þeir voru ekki komnir fram um hádegi í gær og var þá lýst eftir þeim í út- varpinu. Skömmu et'tir hádegi komu þeir feðgar í leitirnar og höfðu þeir gist hjá einhverjum kumi inga mannsins. Kommúnislar iapa við sfjómarkosn- ingu í „Þróffi" VIÐ stjórnarkosningu, sem fram fór í vörubifreiðastjóra fjelaginu Þrótti á sunnudag- inn töpuðu kommúnistar meirihlutaaðstöðu í stjórn- inni. Einar Ögmundsson, sem verið hefur formaður fjolags- ins náði ekki endurkosningu, en í hans stað var kjörinn Ásgrímur Gísiason. — Hlaut hann 66 atkvæði, en Einar 60. Aðrir, sem kosnir voru í stjórn eru: Jón Guðlaugsson, varaformaður; Sveinbjörn Guðlaugsson, ritari og Pjetur Guðfinnsson, gjaldkeri. Með- stjórnandi var kjörinn Stefán Hannesson. MIKILL afli var hjá síld- veiðibáturíum á Kollafirði nú um helgina. í gær ráðslafaði Landssam band ísl. útvegsmanna afla 12 rekneta báta. Þeir öfluðu samtals 400 tunnur síldar. — Cawerock tók við afla þeirra. Þrjú skip etu hjer nú að iesta síld til bræðslu á Siglu- firði: Fagriklettur, Eldborg- in og vöruflutningaskipið Hrímfaxi, sem ber um 4000 mál síld§r. llm 10 fiiis. utanbæjarmenn hafa fiutzt til Reykjavíkur 8íisn 1940 SAivlKVÆMT athugun, sem Fasteignaeigendafjelag Reykjavíkur hefir látið fara fram á manntali Reykjavíkur 1945, hafa 7753 utanbæjarmenn flutst til Reykjavíkur og lekið þar bólfestu á árunum 1940—1945, og þar af 2837 síðasta árið. Þessi tala er þó lágmarkstala, þar sem í tölu aðfluttra utanbæjarmanna eru aðeins taldir þeir, sem telja lögheimili sitt í Reykjavík. Allir aðrir, nemendur og fleiri, sem í bænum dveljast, eru ekki taldir með, en vitað er að ú árinu 1946 hefir mikill straumur verið til bæjarins af innflytjendum, m. a. útlend- ingum svo að gera má ráð fyrir að tala utanbæjarmanna sje nú ekki innan við 10,000. í þessu sambandi hefir Fast- eignafjefagið ritað húsaleigu- nefnd brjef þar sem lagðar eru fyrir nefndina fyrirspurnir þess efnis, hvernig á þessari öru fjölgun utanbæjarmanna geti staðið, þar sem í húsaleigulög- unum sje bannað að leigja ut- anbæjarmönnum húsnæði hjer og einnig að selja þeim hús. Þá dregur Fasteignaeigenda- fjelagið það heldur ekki í efa, að ef húsaleigunefnd hefði not- fært sjer jafn eindregið heim- ild 4. mgr. 3. gr. húsaléigulag- anna og hún hefir framfylgt uppsagnarbanninu, þá væri allt húsnæðisleysi í Reykjavík löngu úr sögunni. Stjérn Sjómannafjel- ags Reykjavíkur endurkjörin STJÓRNARKOSNING hefir staðið yfir í Sjómannafjelagi Reykjavíkur frá því í nóvember eins og lög fjelagsins mæla fyr- | ir. Er bæði kosið í landi og um borð í skipunum. Stjórn fjelagsins var öll end- urkjörin. Sigurjón Á. Ólafsspn var kjörinn formaður í 27. sinn. Varaformaður Ólafur Frið- riksson í 20. sinn og Garðar Jónsson ritari. Sigurður Ólafs- son var kjörinn gjaldkeri { 20 sinn og vara-gjaldkeri Karl Karlsson. Samþykkt var að verja 10 þús. krónum úr fjelagssjóði til að stofna ekknasjóð innan fjel- agsins. Verkfali á vjelbáia- flotanum í Eyjum VERKFALLIÐ á vjelbáta- flotanum í Vestmn nnaeyj um' er skollið á. Þar eð samníng- ar tókust ekki um kauptrygg- ingu sjómanna og vjelstjóra á vjelbátaflotanum. Verkfallið nær til alls vjel- bátaflotans, 60 báta. Samningaumleitanir hafa farið fram fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, en hafa enn ekki borið árangur. Listi TrúnaðarráSs sigraði í stjórnar- kjori AÐALFUNDUR Dagsbrúnar var haldinn í gærkveldi. Fund- inn sátu 150—200 manns. A-Iisti (listi Trúnaðarráðs) hlaut 1104 atkvæði. B-listi (óháðir, sem Alþýðu- flokksmenn stóðu að) hlaut 374 atkv. Auðir seðlar voru 72, en einn ógildur. Alls voru á- kjörskrá rúmir 3000, svo að aðeins röskur helm ingur meðlima fjelagsins hefir tekið þátt í atkvæmagreiðsl- unni. í fyrra fjekk listi Trúnaðar- ráðs um 200 atkv. fleira við stjórnarkosninguna. Sjálfstæðisverkamann Ijetu stjórnarkosninguna í Dagsbrún afskiftalausa að þessu sinni. Aðalfundurinn samþykti þá tillögu fjelagsstjórnar, að hækka árgjald fjelagsins um 30%, úr 50 kr. upp í 65 kr. Einnig samþykti fundurinn, að þeir meðlimir annarra fjel- aga, sem vinna á fjelagssvæði Dagsbrúnar, skyldu greiða mis muninn, þannig að gjald þeirra yrði ekki lægra pn Dagsbrúnar- gjaldið. A fundinum upplýstist, að Dagsbrún ætti um 40 þús. úti- standandi í ógreiddum árgjöld- um. Ákveðið mun að Dagsbrún haldi fund n. k. fimtudag, og verði þar tekin ákvörðun um hvort segja skuli upp samn- ingum. Stjórnarkosning í Sjómannafjeiagi Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Sjómímna' fjelags Hafnarfjarðar var haldinn í gærkvöldi og var lýst stjórnarkosningu, sem fór þannig, að formaður 'Var kjörinn Þórarinn Kr. Guðs mundsson og varaformaðui; Borgþór Sigfússon, sem þar með skiptu um sæti í stjórn-: jnni. Ritari var kjörinn Pjeti, ur Oskarsson og gjaldkeri Kristján Jónsson. Varag.jald- keri var kjörinn Pálmi Jóns- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.