Morgunblaðið - 29.03.1947, Side 16

Morgunblaðið - 29.03.1947, Side 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: MEÐ Reykjavík og Kaup Æustan- og NA-kaldi. — Ljett- skýjað. Yfirfærslur vinnu launa lækka VIÐSKIPTARÁÐ hefur á- Ivveðið að lækka stórlega yf- irfærslu á vinnulaunum er- lendra manna, er vinnu hafa hjer á landi. Tilkynning’ þessi var birt í gærkvöldi og er hún svohljóð- andi: Viðskiparáð hefur ákveðið, að veita framvegis þeim er- lendum mönnum, sem hjer Sdvelja og fengið hafa atvinnu leyfi hjer á landi, leyfi til yf- irfærslna á vinnulaunum, sem samsvarar Í5 af hundraði af sannanlegum tekjum um- sækjenda, þó aldrei hærri upp hæð en 300 íslenskar krónur á mánuði. Til þessa munu útlendingar hafa fengið yfirfært í bönk- um því sem næst, fyrir 800 kr. ísl. á mánuði hverjum. (nnkaupasiofnun ríkislns STJÓRNARFRUMVARP er fram komið á Alþingi um inn- kaupastofnun ríkisins. Skal ríkisstjórnin setja á stofn innkaupastofnun, sem hefir það hlutv. að annast inn- kaup vegna rí kisstofnana og sjerstakra framkvæmda ríkis- ins. Ríkisstjórnin ræður for- stöoumann stofnunarinnar, og sjer henni fyrir starfsfje. í 5. gr. segir svo: „Skylt er öllum ríkisstofn- unum, sem 'reknar eru fyrir reikning ríkissjóðs, svo og þeim sem hafa með höndum stjórn sjerstakra framkvæmda, sem kostaðar eru af ríkissjóði, að fela innkaupastofnuninni inn- kaup þeirra nauðsynja, sem falla undir starfssvið hennar, nema ráðherra heimili annað. Ákvæði þessi iaka ekki til þeirra innkaupa, sem einkasöl- um ríksins eru falin, sam- kvæmt lögum þar um“. 80 manns milli Akur- eyrar og Reykja- víkur • ALDREI hafa flugvjelar Flug/jelags íslands flutt jafn- marga farþega á einum degi, að vetrarlagi milli Reykjavíkur og Akureyrar og í gærdag. Farþegar voru samtals 83 flugvjelarnar fluttu rúml l; tonn af pósti og annar flutning- ur var rúmlega 400 kg. Til fróðleiks má geta þess, að flesta farþega á einum degi hafa flugvjelarnar flutt á þess- ari leið 120 og var það í júlí- már.úði í fyrra. Snjór var lítill á flugvellin- um á Melgerðismelum, vegna þess að hann hefir skafið af jafnóðum. Laugardagur 29. mars 1947 mannahöfn yfir Atlantshaf. Grein á bls. 9. George Bretakonungur hjá negrum Londsflokkaglíman 1 LANDSFLOKKAGLÍMAN fór fram í gærkveldi í íþrótta- húsinu við Hálogaland. Þátttakendur voru 18, en keppt var í þrem þyngdarflokkum. Mikill fjöldi áhorfenda var og fór glím- an vel og drengilega fram. Ný ákvæði um afurðasölumál landbúnaðarins A Afríkuferðalagi sínu heimsóttu bresku konungshjónin negra- þorp í King Williamstovvn í Kap-hjeraði. Hjer sjást George Rretakonungur að tala við negrastúdent frá Lovedal-háskóla. þjóð". Fyrsla greln mannanna HINGAÐ HEFIR borist úr- klippa af fyrstu greininni, sem einn af amerísku ‘blaðamönn- unum skrifaði eftir heimkom- una. Rirtist greinin í ,,The New York Sun“ s. 1. mánudag og. er eftir Robert Mountsier flug- málaritstjóra blaðsins. Mountsier ber- landinu og þjóðinni vel söguna. Hann er sjálfur mikill ferðalangur og var nýkominn úr ferð til Vest- ur-Indía, er hann lagði upp í Islandsflugið. Hann bendir á, að ísland sje þýðingarmikill áfangi á At- lantshafsleiðum, bæði vegna flugs á friðar og stríðstímum. „Þessvegna hafi Rússar fjöl- menna sendisveit í Reykjavík og þess vegna leiki lítilJ hópur íslenskra kommúnista það hlut verk að spilla vináttu Banda- ríkjamanna og íslendinga með allskonar apakattalátum“. „Island er skemtilegt lítið land fyrir ferðamenn, sem vilja kynnast einhverju nýju og ís- lenska þjóðin er mérk þjóð — að kommúnistunum undan- skildum“, segir Mountsier. ' Yfirleitt er greinin mjög vin- gjarnleg og virðist höfundur- inn hafa gert sjer far um að kynnast því, sem hann skrifar um. Breyfing I vændum é stjórn flugmálanna FRAM er komið á Alþingi stjórnarfrumvarp, þar sem Jagt er til að önnur skipan verði á yfirstjórn flugmálanna hjá okk ur. — Samkvæmt þessu frumvarpi er lagt til, að yfirstjórn flug- málanna verði á höndum 5 manna flugráðs, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Ráðherra skipar flugmála- stjóra og' flugvallastjóra að fengnum tillögum flugráðs. Flugmálastjóri annast þessi störf: Nýbyggingu flugvalla, loftferðaeftirlit, öryggisþjón- ustu og önnur störf, er flugið varða og ekki snertir rekstur flugvalla. Flugvallastjóri annast rekst- ur og viðhald flugvalla ríkis- ins. Báðir þessir aðalstarfsmenn flugmálanna eru undir yfir- stjórn flugráðs og ráðherra. Segir í greinargerð, að st 'órn flugmálanna og rekstur flug- vallanna sje orðið svo umfangs mikið og kostnaðarsamt, að nauðsynlegt sje að koma fast- ari skipan á þessi mál. Búnaðarþingi slitið BÚNAÐARÞINGI var slitið síodegis í gær. Hafði það hald- ið 35 fundi og fengið 75 mál til meðferðar. Af þeim fengu 68 fullnaðarafgreiðslu, 6 voru óaf- greidd þegar þingið hætti störf um, en 1 var vísað frá, þar sem of langt var liðið á þingið, þeg- ar það kom fram. Forseti Bjarni Ásgeirsson landbúnaðarráðherra þakkaði fulltrúum og starfsmönnum | búnaðarþingsins góða sam- vinnu og óskaði þeim góðrar , heimkomu. Þoryaldur Skúlason opnar málverka- sýningu í dag ÞORVALDUR Skúlason, listmálari, opnar í dag kl. 2 í Listamannaskálanum, mál- verkasýningu. Þorvaldur hef- ur ekki haldið sýningu hjer í borginni síðan haustið 1946. Á sýningunni verða því sem næst 50 vatnslita- og pastel- myndir, sem hann hefur gert síðustu 12 árin. Ekkert af þessum myndum hafa áður verið á sýningum hans. Þá verða þar nærri 30 olíumál- verk. Elsta þeirra er frá 1935, nokkur eru frá 1939, en flest hefur Þorvaldur gert á árunum 1944 til 1947. Sýningin verður opin þar til að kvöldi 8. apríl og verð- ur hún opin daglega frá kl. 10 árd. til kl. 10 síðd. FRAM er Itomið á Alþingi stjórnarfrumvarp „um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verð skráningu, verðmiðlun og sölu á landbúnaðarvörum o. fl.“ Samkvæmt þessu frumvarpi tekur nú 9 manna framleiðslu- ráð við yfirstjórn framleiðslu- mála landbúnaðarins. Fram- leisluráð skal þannig skipað: 5 menn kjörnir á aðalfundi Stjett arsambands bænda, og 4 skip- aðir samkvæmt tilnefningu eft- irgreindra aðila, einn frá hverj um: Samb., ísl. samvinnufje- laga, Mjólkursamsölunni í Reykjavík, Sláturfjel. Suður- lands og mjólkurbúnunum ut- an sölusvæðis Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. í 2. kafla frv. eru ákvæði um verðskráningu landbúnaðar- vara á innlendum markaði. Skal Hagstofa íslands árlega afla undirstöðugagna og á grundvelli þeirra gagna skal reikna út verðlagsvísitölu land búnaðarvara. I fyrsta sinn skal verðlags- vísitalan ákveðin af* 6 manna nefnd, þrem kjörnum af Stjett- arfjelagi bænda, og þrem af eftirtöldum aðilum, einum frá hverjum: Alþýðusambandi ís- lands, Landssambandi iðnaðar- manna og Sjómannafjelagi Reykjavíkur. Nefndinni til aðstoðar eru hagstofustjóri og formaður búreikningastofu landbúnaðar- ins. Ef nefndin verður sammál, er það bindandi. Ef hinsvegar verður ágrein- ingum um einstök aðriði, skal þeim vísað til sjerstakrar yfir- nefndar, sem skipuð er þrem mönnum: Einum tilnefndum af fulltrúum Stjettarsambands bænda, öðrum af fulltrúum neytenda og hagstofustjóra sem oddamanni. í frv. þessu eru færð saman í einn lagabálk ákvæði í gild- andi lögum um afurðasöluna. Úrslit í hverjum einstökum þyngdarflokki urðu sem hjer segir: í fyrsta þyngdarflokki sigraði Guðmundur Ágústsson úr Ármann. Hann hiaut fjóra vinninga. Að auki fegurðar- glímuverðlaun fyrir þenna flokk. Annar varð Friðrik Guð mundsson úr K.R., með þrjá vinninga og 3. varð Guðmund- ur Guðmundsson, Á., með 2 vinninga. — í þessum flokki voru keppendur 5. í öðrum -þyngdarflokki var sigurvegari Rögnvaldur Gunn laugsson, K.R., með 3 vinn- inga. Hann hlaut og fegurðar- glímuverðlaunin. 2. varð Ág- úst Steindórsson úr K.R., með 2 vinninga og 3. varð Kristján Sigurðsson, Á., með 2 vinn- inga. í þessum flokki glímdu sex. í þriðja þyngdarflokki urðu úrslitin þau að Sigurður Hall- björnsson, Á., fór með sigur af hólmi, og hann hlaut einnig fegurðarverðlaun þessa þyngd arflokks. Hann hlaut 5 vinn- inga. Annar varð Ólafur Jóns son, K.K., með 4 vinninga og 3. varð Ingólfur Guðnason, Á, með þrjá vinninga. í þessum flokki voru kepp- endur flestir^ eða 7. Að glímunni lokinni þakk- aði forseti Í.S.Í., Benedikt G. Waage glímumönnum drengi- legan leik og afhenti þeim verð launin. Forseli slaðfeslir lör Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær staðfesti forseti íslands 3 eftir- talin lög: Lög um breytingu á lögum nr. 115 19. nóvember 1936 um þingsköp Alþingis. Lög um breytingu á lögum nr. 21 1. febrúar 1936 um Há- skóla íslands. Lög um breytingu á ljós- mæðralögunum nr. 17 19. júní 1933. Togarakaup Slykkishólms í GÆR var fundur í sam- einuðu þingi, og voru nokkr- ar þingsályktunartillögur á (dagskrá. I Togarakaup til StykkishólmS Samþykt var þáltill. Gunn- ars Thoroddsens um ríkisá- . byrgð vegna togarakaupa, [ fyrir Stykkishólm með breyt- ingu frá fjárveitinganefnd, svohljóðandi: „Alþingi álykt ar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast fyrir hönd ríkis sjóðs lán, alt að 850 þús. kr., sem tekið verði af Stykkis- hólmshreppi vegna togara- kaupa, gegn tryggingu er rílc isstjórnin telur gilda, endai verði lánið greitt með jöfn- um afborgunum á næstu 5 árum og ársvextir eigi vfir, 2,5 af hundraði. Innflutningur heimilisvjela Ennfremur var samþykí einróma tillagan um innflutn ing heimilisvjela. Alsherjar- nefnd hafði haft hana til at- hugunar og lagði til að húni yrði samþykt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.