Morgunblaðið - 29.04.1947, Side 8
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritótjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrg5arm.)
/’rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsaon.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðslau
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innaniand*.
kr. 12,00 utanlands.
1 lausasðlu 60 aura eintakið, 60 aura með Leibók.
Þá ynnu þau þarít verk
BERSÝNILEGT er, að kommúnistar eru staðráðnir í
að beita því valdi sem þeir hafa í verklýðsfjelögunum, til
jjess að knýja fram uppsögn samninga hvarvetna sem því
verður við komið og krefjast nýrra kauphækkana.
Dagsbrún er ætlað að ríða hjer á vaðið. Trúnaðarráð
íjelagsins hefir nýlega samþykt fyrir sitt leyti, að sagt
verði upp samningum við atvinnurekendur, en svo sem
kunnugt er, má segja þeim samningum upp hvenær sem
er með mánaðarfyrirvara. Fjelagið sjálft hefir ekki enn
tekið ákvörðun í málinu. Ganga verður út frá, að alis-
herjaratkvæðagreiðsla meðal fjelagsmanna Dagsbrúnar
verða látin skera úr um þetta. Annað væri óverjandi.
Kommúnistar fara ekki dult með, að það sje vegna
hinna nýju tolla, sem Alþingi samþykti nýlega, að þessi
kaupkröfuherferð er hafin.
Hinir nýju tollar voru á lagðir í tvennum tilgangi. í
íyrsta lagi, til þess að rjetta tekjuhalla, sem orðinn var
á fjárlögunum. í öðru lagi til þess að halda vísitölunni
niðri í 310 stigum, en atvinnuvegirnir eru að sligast
undir þessari vísitölu, hvað þá ef hún hækkar enn meir.
Hinir nýju tollar hljóta óhjákvæmilega að koma niður
á þjóðinni í heild. Hitt er vísvitandi blekking, að tollunum
sje stefnt gegn verkamönnum eða launastjettum sjerstak-
lega. Þvert á móti. Fyrst er þess að gæta, að allar helstu
nauðsynjar almennings eru undanþegnar tollahækkun-
inni. Svo er hitt, að ef vöruverð hækkar vegna tollanna,
kemur sú hækkun fram í útreikningi vísitölunnar. Verður
þá annað tveggja: að vísitalan hækkar og þar með allt
kaupgjald, eða að aðrar nauðsynjar verði greiddar niður
sem svarar hækkun vísitölunnar.
Af þessu er ljóst, að verklýðsfjelögin geta ekki rökstutt
nýja grunnkaupshækkun með tollunum.
Að ætla sjer að æsa til verkfalla á þessum forsendum
er því í raun og veru sama og að stofna til uppreignar gegn
æðstu valdastofnun þjóðarinnar, Alþingi. Að óreyndu
verður ekki trúað, að verkalýðsfjelögin láti teyma sig út
í slík&r ógöngur.
★
Morgunblaðið hefir ekki farið dult með þá skoðun sína,
eið það telur þá stefnu ranga, sem Alþingi hefir tekið í
íjármálum og atvinnumálum. Blaðið telur, að með engu
móti sje hægt að skjóta því lengur á frest, að hef ja raun-
liæfar aðgerðir í dýrtíðarmálunum.
Við vitum hvemig ástandið er. Allur bátafiskur frá
vetrarvertíðinni liggur óseldur í landinu. Orsök er kunn.
Vegna hins mikla framleiðslukostnaðar verðum við að
krefjast miklu hærra verðs fyrir fiskinn en keppinautar
okkar selja sinn fisk með góðum hagnaði. Við erum búnir
að eta upp gjaldeyrisforða okkar, og megum þakka fyrir,
að í tæka tíð tókst að bjarga verulegum hluta gjaldeyr-
isins, til nýsköpunarinnar. Annars værum við illa komnir.
Tollarnir nýju koma að sjálfsögðu þungt niður á þjóð-
inni í heild. En þeir eru óhjákvæmileg afleiðing hinnar
röngu stefnu. Ef verðbólgan og þar með vísitalan fengist
lækkuð með raunhæfum aðgerðum, myndu kröfur
ríkisvaldsins til skattþegnanna minka sjálfkrafa.
Væri hægt að sameina þjóðina um skynsamlega niður-
færslu dýrtíðarinnar, myndi þar með fenginn grundvöllur
að lækkun skatta og tolla, og framtíð atvinnuveganna
væri trygð.
Hjer er verkefni að vinna fyrir verklýðsfjelögin. Ef
pau tækju upp baráttu fyrir lækkun dýrtíðarinnar, ynnu
þau þarft verk. Sú barátta væri líklegri til góðs árangurs
fyrir verkalýðinn en hin, sem nú er stefnt að. Hún myndi
tryggja atvinnuvegina og framtíð nýsköpunarinnar, og
þar með afkomu verkalýðsins og allrar þjóðarinnar.
Bæru verklýðsfjelögin gæfu til að taka upp þessa bar-
áttu og vinna að farsælli lausn þessa vandamáls, væri
öllu vel borgið í okkar landi.
MORGUNBLÁBI®
Þriðjudagur 29. apríl 1947
UR DAGLEGA LIFINU
„IIa?“ — , Hvur?“
...Hglló! Ha? Hvur?“ — Þetta
er algengasta kveðjan, sem
heyrist þegar hringt er í síma
hjer í bænum. Lýsir það einkar
vel, bví sem kalla mætti síma-
menningu okkar — eða þó öllu
heldUr símaómenningu. Kæru-
leysi og dónaskapur er mjög
algengt í símasamtölum.
I símasamtölum leyfa menn
sjer framkomu og orðaval, sem
þá myndi ekki dreyma um,
ef þeir stæðu augliti til aug-
litis við þann, sem talað er við.
Ekki er jeg svo svartsýnn, að
jeg telji að íslensk tunga sje í
voða út af þessu, eða við getum
talist dónaþjóð af þessum or-
sökum, en hitt er sönnu nær,
að við gætum okkur að skað-
lausu breytt um venjur, þegar
talað er í síma og slept með
öllu ,,ha“ og „hvur“, þótt halló
inu væri haldið.
«
Hið sífelda ónæði.
OG EF SVO skyldi nú fara
að símanotendur alment færu
eftir tilmælum um að tala eðli-
lega og uppgerðarlaust í síma,
þá væri hægt að slá tvær flug-
ur í einu höggi með því að
dra,ga úr ónæði því, sem mönn-
um er gert í símanum af því
að hringja upp á hvaða tima
dags. sem er og oft að þarf-
lausu.
Síminn, sem ætti að vera
þarfatæki hið mesta og spara
mönnum sporin Þg fyrirhöfn,
verður mörgum hin mesta
plága. Menn eru ónáðaðir í
matrnálstíma, að næturlagi, eða
öðrum hvíldartímum með upp-
hrir^ingum, sem gætu beðið.
Hvernig væri að símnotend-
ur tækju sig saman um, að vera
kurteisari og taka meira tillit
til meðbræðra sinna, en nú er
•almentr' tíðkað?
«
Vitlausu klukkurnar.
MIKIÐ SKELFINGAR ósköp
fara vitlausu klukkurnar á al-
mannáfæri í taugarnar á vég-
farepdum. Það væri hreint ekki
undarlegt, þótt einhverjir menn
tækju sig saman og tækju nið-
ur klukkuna á-Lækjartorginu,
sem aldrei er rje.tt.
Það er engu líkara, en að
þeir. sem eiga að sjá um þá
klukku sjeu að gera grín að
mönnum og plata vegfarendur
með, því að hafa þessa klukku
sífelt hringavitlausa.
Þannig er um fleiri klukkur,
sem komið hefir verið á al-
manna færi víða í bænum. Það
er vjrsulega þægilegt að hafa
klukkur á áberandi stöðum til
hægðarauka fyrir vegfarendur,
en hitt ætti að banna og hafa
eftirlit með því, að menn geti
ekki sett upp þessi ferlegu sig-
urverk til þess eins að gabba
fólk.
Ni*ur með þann ósóma.
•
Veiðarnar á
„Rúntinum“,
ÞAÐ ÞYKJA FRJETTIR,
þegpx síldin veður á Kollafirði,
á Sundunum og alla leið inn
við hafnarhausa. En hvað er
það á móti þeim veiðum, sem
eiga_sjer stað á hverju kvöldi
hjer á „Rúntinum“ okkar
gamla. Þar vaða stelpurnar í
torfum, sem strákarnir „slowa“
í bílum á eftir torfunum 1
þeirri von að krækja í þær,
eina_og eina eða í hópum.
Blöðin segja ekki frá þessari
vertíð. sem virðist vera í full-
um yangi alt árið og nær há-
marki um helgar og á frídög-
um, þegar veðrið er gott.
•
Hin endalausa
bílastrolla.
í GAMLA DAGA, áður en
bílarnir urðu eins almennir og
þeir eru nú, urðu ungir Reyk-
víkingar að láta sjer nægja að
fara fótgangandi um „Rúnt-
inn“ eða standa á götuhornum
og vera buxnavasa-sígarettu-
henffilmænur. En með aukinni
tækni. og framförum breytast
veiðiaðferðirnar, í ástamálum
sem á þorskveiðum og „Rúnt-
urinn“ á sína nýsköpun eins og
aðrar verstöðvar.
„Grásleppan veiðist
suður með sjó,
það sýnir hvað hún
er gáfnasljó“
var einhverntíma sagt og enn
mætti endurtaka þau orð er
merw fylgjast með veiðiaðferð-
unurp í miðbænum í henni Vík.
Þegar líða fer að háttatíma
heiðarlegra manna eru bíla-
strollurnar eftir Austurstræti
endalausar og ekki er hægt að
komast yfir götu þótt líf liggi
við.
•
Gott stálþráðarefni.
ÞAÐ HRINGDI kona til
Morgunblaðsins fyrir helgi og
sagðist hafa sjeð kríuhóp. Úr
þessu varð áköf deila. Sam-
kvæmt gamallri reglu á krían
ekki að koma hingað fyr en á
krossmessunni. Eftir nokkrar
umræður og stælur var það úr
að~ það var dregið að birta
þessa rosafrjett um kríuna.
Hanry væri orðinn meira en
lítið bilaður fuglinn, ef hann
kæmi þremur vikum fyrir tím-
ann.
Annars er það einkennilegt
hve kríukoman veldur miklum
spenningi hjá okkur. Það
myndi t. d. heldur en ekki
verða uppi fótur og fit í bæn-
um ef kríunni seinkaði eitt-
hvert vorið. Og þetta er því
einkennilegra sem að allir eru
samrpála um að kalla þenna
fjöruga litla fugl varg, þegar
líða.fer að Jónsmessu. — En ef
skortur skyldi vera á stálþráð-
arefni um það leyti sem krían
kemur í Tjarnarhólmann væri
upplagt að taka gargið í henni
upp á stálþráð og leika það
eins og þrisvar fjórum sinnum
á dag á vorin, þegar menn er
farið að lengja eftir kríunni.
■1,. -------- ... - - - - -- - ■ ■ - - ‘'
MEÐAL ANNARA ORDA ....
., -----------------------------— .
Sameinuðu þjóðirnar og Palesfínuvandamálið
AUKAFUNDUR sameinuðu
þjóðanna kom saman í gær, til
að ræða þá tillögu Breta, að
skipuð verði nefnd til að rann
saka Palestínumálin og leggja
síðan álit sitt fyrir reglulegan
fund S. Þ. í september næst-
komandi.
Aúgljóst er, að hinn nýbyrj-
aði fundur mun reka sig á erf-
iðleika, þegar frá upphafi.
Arabaríkin fimm krefjast þess.
að fundurinn ræði Palestínu-
málin í heild; þau telja nefnd-
arrannsókn ekki aðkallandi,
vilja að meðlimaþjóðir samein-
uðu þjóðanna taki þegar í stað
afstöðu til þess, hvort Palestína
skuli gerð að fullvalda ríki.
Umfram alt vilja þau koma í
veg fyrir frekari innflutning
Gyðinga til Palestínu, enda ótt
ast Arabar, að Gýðingar kunni
að verða svo mannmargir í
lancjinu, að þeir nái þar alger-
lega yfirhöfninni.
Á öðru máli.
Bretar og Bandaríkjamenn
eru andvígir því, að aukafund-
urinn geri annað en skiþa
nefnd í málinu. Þeir munu því
beita sjer gegn tillögum Araba
og að öllum líkindum fá máli
sínu framgengt.
Fríettaritarar telja þó, að
þetta kunni að valda Bretum
og Bandaríkjamönnum nokkr-
um erfiðleikum, enda talið lík-
legt. að Rússar styðji kröfur
Arabaríkjanna. Annars er af-
staða Rússa að öðru leyti óljós,
t. d. alls ekki vitað, hvort þeir
hafi samúð með Gyðingum í
Palestínu, eða telji kröfur
Araba í landinu rjettmætar.
Ekki eru menn yfirleitt bjart
sýnir á, að sameinuðu þjóð-
irnar fái leyst svo Palestínu-
vandamálið, að friður fáist á
næstunni í þessu umdeilda
landi. Bretar hafa ekki getað
leyst málið, enda þótt þeir sjeu
mönnum kunnastir öllum stað-
háttur þarna, tilfifThingum og
stefnu Palestínubúa. En að ein-
hver lausn verði að finnast á
þessu vandamáli er augljóst,
enda líður varla sá dagur, að
ekki sje gripið til vopna í
Landinu helga.
Þolinmæðin á þrotum.
Arabar hafa að undanförnu
ekki gripið til ógnarstefnu ein-
staka Gyðingaflokka. En þolin-
mæði þeirra er að þrjóta, þeir
eru bráðlyndir og blóðheitir og
hafa oftsýnis sýnt það, að þeim
er jafn tamt að taka sjer byssu
í hönd og þeir Gyðingar, sem
undanfarna mánuði hafa orðið
yfir 200 breskum borgurum að
bana.
Og á meðan sameinuðu þjóð-
irnar ræða Palestínuvandamál
ið, halda óaldarflokkarnir Irg-
un Zvai Leumi og Sternflokkur
inn uppi uppteknum hætti,
róstusamara verður dag frá
degi og friðarhættan eykst með
degi hverjum í landinu fyrir
botni Miðjarðarhafs. S.Þ. hljóta
því að gera sjer það ljóst, að
árangurinn af umræðum þeirra
um Palestínu verður að verða
meiri en til dæmis Moskvafund
arins. sem nú er nýlokið.
Bevin í Bsrlín
Berlín í gær.
BEVIN utaíiríkisráðherra
kom til Berlín í dag á leið
sinni frá Moskva til London.
Yfirmaður breska setuliðsins
í Þýskalandi tók á móti utan
ríkisráðherranum. *
Bevin var í Varsjá í gær-
kvöldi og ræddi þá við pólska
forsætisráðherrann og utan-
ríkisráðherrann. — Reuter.