Morgunblaðið - 26.07.1947, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 26. j úlí 1947 ^
Landbúnaðarsýningin var vel heppnuð
SÝNINGIN, sem opnuð var í
Reykjavík þann 28. júní s.l. er
eitt hið allra þýðingarmesta og
ánægjulegasta fyrirtæki, sem
stofnað hefur verið til á vegum
'iandbúnaðarins á síðari árum.
Kom og öllum er á hana mint
ust saman um það, að hún hafi
heppnast prýðilega vel eftir öll-
um ástæðum. Ber að þakka það
sýningarráðinu og þeim stofn-
unum og aðilum, sem að sýning-
unni stóðu og sem flestir hafa
lagt á sig mikla vinnu til þess
að sem best mætti takast í fram-
kvæmdinni.
Einn maður á þó mestar þakk
:ir skilið ejns og venjulega þegar
vel tekst og það er framkvæmda
Stjóri sýningarinnar, herra Krist
;jón Kristjánsson. Skipulagning
hans og framkvæmd öll reyndist
tneð ágætum.
Þessi sýning er og verður
:merkilegt og þýðingarríkt um-
'hugsunar- og umræðuefni fyrir
alla þá, er starfa að landbún-
aðinum íslenska beint og óbeint,
jg sem unna velferð hans og
framförum. Kemur margt til
greina ef út í væri farið eins og
venja er til þegar stórir atburð-
ir gerast.
FYRRI REYNSLA.
Á þessu sviði eigum við bænd-
Ur góða eldri reynslu, þó tak-
rnörkuð sje. Hún er frá bús-
áhaldasýningunni í Reykjavík
1921. Þá var það áhugasamasti
og víðsýnasti búnaðarfrömuður
landsins Sigurður Sigurðsson
toúnaðarmálastjóri, sena hófst
handa og kom á merkilegri sýn-
ingu við lítil efni og á flestan
hátt ljelega aðstoð þegar borið
er saman við það er nú á sjer
stað.
Hann var þá nýtekinn við for-
mensku Búnaðarfjelags íslands
rg hafði samtímis alla fram-
kvæmdarstjórn þess á hendi. —
Áhugi hans var framúrskarandi
eins og kunnugt er og dugnaður-
inn að sama skapi. Jarðræktin
var hans aðal hugðarefni og því
lagði hann höfuðáhersluna á að
sýningin yrði sem fullkomnust
verkfærasýning. Fleira varð eigi
hægt að sinna í það sinn.
Upp úr þessari sýningu gerð-
ust mjög merkir atburðir í okk-
ar ræktunarsögu, og mun sá á-
hugi sem sýningin vakti hafa átt
drjúgan þátt í því, að svo fór.
Er þar fyrst að nefna komu
þúfnabananna og síðan setn-
ingu jarðræktarlaganna 1923. —
Er þar að finna eins og kunnugt'
sr eina allra þýðingarmestu lög-
gjöf, sem sett hefur verið okkar
landbúnaði til þrifa. Er jafnvel
vafamál hvort nokkur önnur er
'bar til samanburðar.
Vafalaust hafa fleiri góðar af-
leiðingar átt rætur sínar að
rekja til sýningarinnar 1921, en
eigi skal hjer fleiri orðum um
það fara.
SÝNINGIN NÚ.
Á allan hátt eru nú ólíkar á-
stæðurnar því, sem var 1921. Nú
er um að ræoa fjölþætta alls-
herjar landbúnaðarsýningu, sem
stórf je hefur verið Iagt í. Marg-
ar stofnanir, fjelög og einstak-
lingar hafa Iagt saman og tek-
ist: vel. Meiri, fjölþættari og
víðtækari afleiðinga í umbótaátt
mætti því vænta nú og vonandi
verður svo. Til þess hafa for-
og verður
og
merkilegt umhugsunar-
umræðuefni
Eftir Jón
göngumennirnir ætlast og vafa-
laust óska allir þeir sem sýning-
una hafa sjeð, að svo verði.
Á einum stað gaf þarna að
líta alt hið fullkomnasta, sem
framleitt er í landi voru í gárð-
yrkju, jarðrækt og iðnaði, sem
tengdur er við framleiðslu land-
búnaðarins. Var það þýðingar-
mikill fróðleikur, ekki einasta
bændum og sveitafólki, heldur
líka og engu síður, því fólki öllu,
sem ekki þekkir landbúnað og
hefur á því takmarkaða þekk-
ingu, hversu framleiðsla hans er
fjölbreytt og getur verið full-
komin.
Á sviði verkfæra og vjeltækni
mátti líka margt sjá og merki-
legt. Munu þeir menn tiltölulega
fáir, sem áður hafa sjeð alt það
á því sviði, er þarna blasti við
augum og því færri munu hinir
vera, ef þá nokkrir eru hjerlend-
is, sem sjeð hafa öll þau verk-
færi við vinnu, er þarna voru
saman komin.
Varðandi loðdýrarækt og
hlunnindi var sýningin einnig
mjög f jölbreytt og fullkomin, þó
eigi væri þar alt sýnt sem 'til er.
Sama má segja um skógræktar-
sýninguna.
Búfjársýningin hafði versta
aðstöðuna af öllu, en tókst þó
að jeg hygg flestum vonum fram
ar. Landssýning á búfje getur
aldrei orðið fullkomin vegna
f jarlægða og síst án mikils und-
irbúnings með hjeraðssýningum
heima í sýslunum. Ella hlýtur
hún að miklu leyti að verða
handahófssýning og svo var eðli-'
lega að sumu leyti um þessa.
Hrossa sýningin var best enda
minstir örðugleikar á því sviði.
Voru margir ágætlega fallegir
gripir á henni. Skal ekkert um
það sagt, hvort á betra er völ,
en af takmörkuðu svæði lands-
ins voru hrossin þó svo sem að
líkum lætur.
Nautgripasýningin var einnig
góð eftir ástæðum og margt
prýðilegra gripa á henni. Enn
takmarkaðra svæði var það þó,
sem sýningargripir komu af og
ekkert hægt um það að segja,
hvort þar var um það besta að
ræða, sem til er á landinu.
Sauðf jársýningin var eðlilega
lökust, þó nokkrar fallegar kind
ur væri þar að sjá. Fjeð á henni
var af mjög takmörkuðu svæði
sem von er til, og víst eiga þeir
sem lögðu á sig fyrirhöfn og
kostnað við að koma með það
þrátt fyrir alt þakkir skilið. —
Hefði verið leiðinlegt að sjá
enga kind á hinni miklu sýn-
ingu, þó illa sje komin okkar
sauðfjárrækt.
Líklegt má telja, að enn sje
nokkuð til af betra fje, en flest
það er þarna var og víst er um
það, að áður en drepsóttir. fóru
að brytja niður fjárstofninn
hefði verið auðvelt að hafa glæsi
legri sauðfjársýningu. Meðal
annars er nýbúið að drepa
hverja kind í fremsta sauðfjár-
ræktarhjeraði landsins og á
Pálmason
fleira mætti minnast.
Ekkert af þessu er hægt að
ásaka þá fyrir, sem stóðu fyrir
þessari sýningu. Sem slíkur á
enginn þar sök á, en hitt er þó
ljóst, að nokkur skuggi var það
að geta eigi á þessum stað sjeð
einnig það besta af okkar nyt-
sömustu búfjártegund. — Væri
óskandi, að svo yrði fram úr
greitt á því sviði þegar næsta
landbúnaðarsýning verður, að
þess þurfi þá ekki að sakr.a.
Húsabyggingasýningin var
eitt af hinu merkilega á sýning-
unni, bæði sýningin á byggingar
efnum og teikningum frá teikni-
stofu landbúnaðarins o. fl. Má
að vísu segja að slíkt varði all-
an landslýð, en svo er um fleira.
Sumt var þar og sem snertir
eingöngu landbúnað eins og það
er varðar útihúsa-byggingar. —
Fremur þótti sumurn það óvið-
feldið í þessu sambandi, eink-
um varðandi eldri byggingarn-
ar, að sá maður, sem lengst hef-
ur starfað að leiðbeiningum á
því sviði, Jóhann Fr. Kristjáns-
son byggingameistari, virtist lít-
ið koma þar fram.
Þegar alls er gætt hefur í
heild sinni vel tekist, þó nokk-
uð vantaði vegna verkfallsins af
því sem á sýningunni átti að
vera.
Þessi sýning var sem aðrar
fyrst og fremst fræðslusýning,
einskonar búnaðarskóli til vakn
ingar og þekkingarauka. Þar
var framkvæmd sem enginn þarf
að sjá eftir að hafa stutt.
HVERT
VERÐUR SVO GAGNIÐ?
Þannig munu margir spyrja.
Sumir þeir sem sýninguna sóttu
en þó einkum hinir, sem áttu
þess ekki kost, eða kærðu sig
ekki um það.
Að svara spurningunni getur
enginn að svo komnu. Reynsla
komandi ára er það eina svar,
sem er fullnægjandi, verður og
þó án efa. erfitt að sanna hvort
þetta eða hitt sje sýningunni að
þakka eða öðru. — Þrátt fyrir
þetta má gera sjer ýmsar hug-
myndir um það gagn, er sýn-
ingin hefur í för með sjer. Er
þess þá fyrst að geta hjer sem
annarsstaðar að raunhæfur fróð
leikur er mikils virðí. Sjón er
sögu ríkari á hjer við í bestu
merkingu. Þess vegna hlýtur
sýningin að auka skilning á land
búnaðinum íslenska og þýðingu
hans. Er og þess full þörf í
kaupstöðum landsins. Sýningin
ætti því að vera áhriíamikið
meðal til aukins skilnings og
vinfengis milli kaupstaða og
strjálbýlis. Hún var svo glögg
sönnun sem virða má um það,
hve hagsmunirnir eru allir sam-
tvinnaðir meðal allra stjetta
þjóðarinnar.
Að hinu leytinu er þessi sýn-
ing áhrifamikið umhugsunar-
efni fyrir bændur og sveitamenn
um það hve langt er hægt að
komast þegar allir standa sam-
an sem hlut eiga að máli. Hefði
einhver útúrboringsháttur eða
flokkadrættir átt sjer stað um
þessa sýningu, þá hefði verið á
henni alt annar svipur og svo er
um marga hluti. Mætti þetta
sýna mörgum bændum og búa-
liðum sem og fleirum, að ef þeir
hefðu altaf staðið saman og í
fullu vinfengi við þær stofnanir
og stjettir, sem þeir þurfa að
vinna með, þá væri nú alt annar
hagur landbúnaðarins en er. Að
þessu leyti er því sýningin þýð-
ingarmikið fræðslumeðal fyrir
þá sem fastast mæla með stjetta
baráttu og stjetta sjerdrægni.
Er slíka menn því miður víða
að finna í okkar þjóðfjelagi.
Þá er þess ekki síst að minn-
ast fyrir okkur bændur og sveita
menn, að þó sýningin væri glæsi
leg, þá var hún því miður ekki
nema að sumu leyti sýning á því
hvað landbúnaðurinn er. Miklu
fremur var þar mjög margt sem
segir: ,,Svona á landbúnaðurinn
að verða“. Þar í liggur hvatn-
ingin og mörg umhugsunarefni,
sem lengi hljóta að sækja að
hverjum áhugamanni, sem sýn-
inguna sá. Þar í liggur jafnvel
aðal atriði hennar.
Þarna liggur undirstraumur-
inn frá vjela- og verkfærasýn-
ingunni, iðnaðarþáttunum, húsa
teikningunum og mörgu fleira.
— Þó mikið hafi áunnist eftir
stríðslokin í því að bændur hafi
tekið vjelaaflið í sír.a þjónustu
á mörgum sviðum, og þó all-
mikill stuðningur sje til bygg-
inga o. fl., þá er þó langt að því
marki, að öll þau tæki og öll þau
þægindi, sem sýningin hafði að
geyma, sjeu komin inn á bænda
heimilin til afnota. Þar er vand-
inn, þar er framtíðin og þar eru
í veginum margir og miklir örð-
ugleikar, sem aðkallar að yfir-
stíga á næsta tímabili. Væntan-
lega hefur sýningin opnað mörg
augu, sem áður voru lokuð fyrir
þeim sannleika. — Tvent er það
einkum, sem sveitirnar bagar á
þessu sviði og hvort um sig meg
inatriði: Annars vegar skortur
á fjármagni til stofnunar full-
komins vjelabúskapar. Hins veg
ar skortur á raforku. Landbún-
aðarsýningin var áþreifanleg
sönnun um þá vissu, að hjer
þarf meira en lítils við. Þar duga
engar smá upphæðir eða smá-
munalegar ráðagerðir. Margt
sem á sýningunni var hafði
byggst á fjelagsvinnu og stór-
rekstri, sem okkur smábændun-
um er um megm.Margt er öðru-
vísi en víðast er hægt að koma
í gaúg. En því miður er það svo,
að enn er ekki fundin leið til
þess að samrýma fullkomnustu
vjeltækni og nútíma framleiðslu
hætti ásamt raforku við strjál-
býli og smábúskap. Ef til vill
finst aldrei sú leið. Þar í liggur
ótti okkar bændanna. — Þess
vegna þarf þjettari bygð og
stærri búrekstur á sama stað,
ef vel á að fara.
Að finna heppileg form og
gera heppilegar ráðstafanir til
eðlilegrar samræmingar í þess-
um efnum við skilyrði og að-
stöðu okkar íslensku bændanna
er eitt þýðingarmesta úrlausn-«
arefni þjóðarinnar á komandl
tímabili.
-Hin stóra og vel heppnaða
landbúnaðarsýning er á þessu
sviði sem ýmsum öðrum þýðing-
armikið hjálpargagn til hvatn-
ingar, umhugsunar og fram-
kvæmda. Vel sje þeim er að
henni unnu. Láti hamingjan all-
ar hinu björtu vonir sem í kring
um hana svifu rætast í voru
góða landi.
Krónprins Olav
þakkar forsela
íslands alúSar
ntélfökur
FORSETA ÍSLANDS barst í
dag eftirfarandi símskeyti frá
Olav konungsefni Norðmanna:
„Um leið og jeg kem heim til
Noregs, leyfi jeg mjer að senda
yður, herra forseti alúðarþakk-
ir mínar fyrir vinsemd yðar og
gestrisni. Jeg bið yður að færa
öllum íslendingum, sem jeg
kyntist, þakkir mínar fyrir
þeirra miklu alúð og einstöku
gestrisni. Guð blessi ísland og
íslendinga."
Forseta íslands bárust einnig
kveðjur frá norsku ráðherrun-
um, sem komu fram fyrir hönd
Noregs á Snorrahátíðinni, þeim
Kaare Fostervoll og Jens Chr.
Hauge.
Forsetinn hefur svarað og
þakkað kveðjurnar.
Sikonklflugbélur
kemur fil Reykja-
víkur
1 GÆRKVÖLDI lenti stærstí
flugbátur, sem hingað hefur
komið, í flughöfninni í Foss-
vogi.
Flugháturinn er amerískur
og af svonefndri Sikorski-gerð,
en þeir eru nokkru stærri en
bresku flugbátarnir Sunder-
land, sem Islendingar muntí
kannast við frá því á styrjald-
arárunum.
Flugvjel þessi er hingáð
komin á vegurn A.O.A. flug-
fjelagsins og mun hafa flutt
rumlega 40 menn til starfn
fyrir fjelagið hjer á landi.
Ameríkani setur
heimsmef í
kringlukastl í Oslo
Osló í gærkvöldi.
Á ALÞJÓÐA-frjálsíþrótta-
móti, sem haldið var hjer í dag,
setti Ameríkaninn Cordien nýtt
heimsmet í kringlukasti, kast-
aði 54.40. Fyrra heimsmetið var
53.34, svo hann hefur bætt það
um rúman meter.
100 m. hlaupið vann Ame-
ríkumaðurinn Ilarrison Dillard
á 10.6 sek. Annar var Quida á
10,8 sek. 1500 m. hlaupið vann
Pernins á 3.53.0 mín. Finninn.
Heino var» fyrstur í 5000 m„
hlaupi á 14.18.0 mín. Annar var
Curtis Stone á 14.18,6 mín. Há-
stökkið vann Bill Vessie á 1.95
m. — Reuter.