Morgunblaðið - 31.08.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1947, Blaðsíða 2
2 i'Vfl* MORGIJJSBLAÐIÐ Sunnudagur 31. ágúst 1947, ] Sjera Árni Sigurðsson Fríkirkjuprestur i 25 ár HANN á 25 ára starfsafmæli í dag. Það er í raun og veru ó- þarfi að kynna sjera Árna. Hann er fyrir löngu þjóðkunnur mað ur fyrir starf sitt bæði í Reykja vík, þar sem hann hefir öll þessi ár gegnt umsvifamiklu preststarfi í fríkirkjusöfniðinum og úti um landið með prjedikun arstarfi sínu, því hann er í hópi þeirra presta, sem oftast hafa flutt prjedikanir í útvarp. Sjera Árni hefir tekið þátt í mörgum nytsemdar- og menningarstörf- um, sem ekki heyrðu beinlínis til prestsstarfi hans, eða embættis verkum. Hann hefir í mörg ár átt sæti í stjórn Barnavinafje- lagsins „ Sumargjöf“, sem nú á að baki sjer dáðríka og fagra sögu. Hann hefir verið góður starfsmaður í reglu Góðtempl- ara og átti um skeið sæti í stjórn Stórstúku íslands. Lengi hefir hann verið einn af stjórnarmeð limum í Prestafjelagi íslands, prófdómari í Guðfræðideild Há skólans o. fl. En sjerstaklega hef ir hann þó beitt kröftum sínum í þjónustu kirkju og kristni þessa lands. Þótt söfnuður sá, sem hann veitir þjónustu, sje ekki í þjóð- kirkju íslands, þá er sem kunn ugt er ekkert, sem kenningar- lega sjeð skilur þessa tvo aðilja. Fríkirkjusöfnuðurinn notar helgisiðabók þjóðkirkjunnar, og er mjer ekki kunnugt um, að liann víki frá henni í neinu atriði sem máli skiftir. Á sjera Árna er litið af þjóðkirkjuprestum sem nákominn starfsbróður. Hann situr synodus þjóðkirkj- unnar, er, eins og áður er sagt, í stjórn Prestafjelagsinsð enda vígöur prestsvígslu af biskup Island. Vona jeg, að sá samhugur og skilningur, sem ríkt hefir milli þjóðkirkju íslands og fríkirkj- unnar í Reykjavík megi fram- vegis haldast. Hygg jeg að þótt víða um heim væri leitað, þá findist naumast dæmi um jafn gott samkomulag milli þjóð- kirkju og safnaða, sem utan hennar standa. Enda er mörg um útifrá þetta fyrirbrigði lítt skiljanlegt. Sjera Árni á vissu- lega sinn stóra þátt í að sam- komulagið er svo gott. Hann er samvinnuþýður og hefir glöggan skilning á því hve brýnt það er kristnum mönnum að standa saman í starfi. Það er ánægju- legt, að nú virðast þjónar kirkj unnar í hinum ólíkustu kirkju- deildum víðsvegar um heiminn opna æ betur augun fyrír þess- um mikla sannleika. Sjera Árni er mjög vinsæll í söínuði sínum. Enda er hann að- laðandi maðúr og öllum góðvilj aður. Hann er innilegur áhuga- maður um kirkju- og menningar mál og á sterka og bjarta trú a þroska mannanna og batnandi heim, þrátt fyrir skugga þá, sem yfir svífa. Hann er ræðumaður ágætur, enda án efa einn af vin- sælustu útvarpsprjedikurum vor um, íslenskumaður góður, vel menntaður og ágætlega ritfær, þótt tími hafi ekki verið mikill eim, í öllu annríkinu, til bóka- gerða. Sjera Árni er einlægur trú- maður, víðsýnn og frjálslyndur og traustur og góður vinur. Það er ekki hægt að minnast starfsafmælis sjera Árna án þess að geta frú Bryndísar Þórarins- dóttur konu hans. Hún hefir átt sinn stóra þátt í farsælu starfi hans á liðnum 25 árum, og heim ilið, sem hún hefir hlúð að og fegrað í umhyggju sinni hefir verið bæði þeim hjónum og söfn uðinum til sæmdar. Starfstíminn — 25 ár — er enn ekki langur. Vjer skulum vona að hann verði langur. Jeg veit, að þess óslcar safnaðarfólk sjera Árna í dag, vjer starfsbræður hans og allir, sem á einhvern hátt njóta starfs hans' og þjónustu. Jeg held að íslenska þjóðin mætti fagna því að eignast sem flesta menn með lífsskoðun og starfsáhuga sjera Árna. Sigurgeir Sigurösson. ★ „UNGUR var jeg-, gamall er jeg orðinn“. Þessi orð eru í bibl íunni. En síra Árni getur ekki gert þau að sínum eigin orðurh á þessum tímamótum æfinnar, nema þá að nokkru leyti. Það var ungur maður, sem varð frí- kirkjuprestur fyrir 25 árum. En hann er ungur enn, og getur alls ekki sagt: „Gamall er jeg orð- inn“. Það sjest ékki, að árin færist yfir síra Árna. Ávallt er hann í því skapi, sem æskunni sæmir, ríkur er hann af lífsfjöri og hinn áhugasamasti í því starfi ,sem honum er hjartfólgið. Síra Árni hefir ekki átt marg ar næðisstundir. En fer ekki ein mitt best á því? Er ekki hætta á því, að verkfærið ryðgi, ef þao er ekki notað? Hvernig a letin að samrýmast prestsstarfinu? Söderblom erkibiskup Svía brýndi það sí og æ fyrir prestun um, að þeir ættu að vera sístarf- andi og hugsa sem minst um að leita sjer hvíldar; þeir ættu blátt áfram að vera vinnuþjarkar. Það er öllum kunnugt, sem til þekkja, að fríkirkjuprestur- inn hefir rækt hið vandasama stai í méð alúð og dugnaði. Marg ar prjedikanir hefir hann flutt, og tækifærisræður enn fleiri. Inn á fjölmörg heimili hefir hann komið á hátíðlegum gleði- stundum og á döprum sorgar- dögum. Vinur safnaðarmanna hefir hann verið í fögnuði þeirra og hrygð. Hann hefir flur.t bless- unarkveðjur, er ársól lísins var heilsað, talað til hinna mörgu fermingarbarna, árnað rnörgum brúðhjónum heilla og ótalin eru sporin, sem hann hefir gengið um kirkjugarðana. Söfnuðurinn vill ekki, að síra Árni hverfi frá starfinu, og prest urinn vill ekki yfirgefa söfnuö inn. Presturinn er vinur safnað arins, og söfnuðurinn hefir svo oft sýnt það, að prestinum er óhætt að treysta trygð og vir,- áttu sóknarbarnar.na. Það þarf ekki að lýsa síra Árna, því að hann er svo mörg um vel kunnur. Þar er fróður maöur, sem kann vel við sig i heimi bókmentanna, og fáa þekki jeg, sem eru jafn minnug ir á orð skáldanna eins og hann enda er það auðheyrt á ræðum hans, að hann veit, hvar hvért erindi, vers og vísu er að finna. íslenskar bókmentir eiga góðan vin, þar sem síra Árni er. En fyrst og fremst er það áhuga- mál hans að reynast góður þjónn þess safnaðar, sem kallaði hann tiP prestsþjónustu. Jeg sendi bæði prestinum og söfnuðinum heillaóskir mínar. Á liðnum prestsárum mínum hefi jeg átt því láni að fagna að eiga marga góða vini í fríkirkjusöfn uðinum, og mjer hefir verið það gleðiefni, að ágætt samband hef ir verið milli fríkirkjunnar og dómkirkjunnar. Það eru mörg skyldustörf, sem gera kröfur til prestsins. Það er margt nauðsynlegt, sem þarf vandlega um að hugsa. En um fram alt er eitt nauðsynlegt. Sú er þrá mín í fylgd með bless unaróskum, að þetta verði sam- eiginleg eign og gleði presta og safnaða, að þeim fjölgi, sem sjá að eitt er nauðsynlegt, að eitt er aðalatriðið, svo að menn ekki aðeins heyri Guðs orð við og við, en varðveiti það og styrkist af því, lifi af því orði, sem Guð gefur þeim. Prestarnir eru sendir með þetta orð til mannanna. Þeir eiga að vera eins og þjónarnir, sem sendir voru tjl þess að bjóða mönnum til hinnar miklu kvöld- máltíðar. Ávalt eiga þjónarnir að hlýða, er þeir eru sendir, halda áfram að bjóða mönnun um, svo að þeir eignist hið dýr asta hnoss. Þpónarnir eiga aö flytja mönnunum kveðjuna frá Drotni, hverni sem kveðjunni kann að verða tekið. Þeir eiga að vinna verkið trúlega, hvort sem það er í hávegum haft eöa menn láta sjer fátt um finnast. Prestarnir eiga að vera trúir starfsmenn bæði í meðlæti og mótlæti. Það er talað um hinar mis- munandi skoðanir, flokkaskift- ingu og hinar mörgu stefnur. Slíkt er eðlilegt, því að menn eru mjög ólíkir, einnig prestarnir. En á þetta skulum vjer leggja ríka áherslu, að það er til bless unar söfnuðum og prestum, að menn ,um fram alt fylgi einni stefnu, að þeirri stefnu sje fylgt að hlýða rödd Drottins, sem seg ir: „Fylgið mjer“. Sú rödd blekk ir engan. Þessvegna skal þetta vera áhugamálið, aðalatriðið, að vjer köllum til mannanna: „Kom ið og heyrið orð Drottins". Því orði má treysta. Þar er á örugg um grundvelli byggt, því að orð Guðs verður ekki fjötrað. Um leið og jeg óska síra Árna og fríkirkjusöfnuðinum blessun ar Guðs, bið jeg þess að allir söfnuðir hjer í bæ og á þessu landi .verði ein hjörö, sem /ylgir hinum eina hiröi, Jesú Kristi. Þaö er rjetta stefnan. Á þeim vegi er gott að verða samferða. Guð gefi kirkju vorri þá heill, að vjer megum „uppbyggjast sem lífandi steinar í andlegt hús til heilags prestafjelags, til aö frambera andlegar fórnir Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist.“ Vonandi bíða enn mörg starfs (Framhald á bls. 8) Bandarikjaaiaður kynnist kvalafangelsum Ungverja -------- ] j Fyrir að andmæla lygum kommúnisia ’ -------- í New York BANDAItfKJAMAÐUR, sem var settur í kvalafangelsi hjá ungversku lögreglunni er nýlega kominn til New York frá Ungverjalandi. Það var bandaríski sendiherrann í Budapest scm bjargaði honum úr klóm Ungverja. Mótmælti lygum kommunista' Maður þessi heitir Stephan Thuransky og er fæddur Ung- verji, en langt er síðan hann flutti til Bandaríkjanna og sett ist að í Ohio Hann var á ferða lagi í sínu gamla landi, þegar hann hlustaði á er kommúnistar voru á fundi að skíta Bandarík in út með lognum rógi. Þá reis hann upp og sagði áheyrendun um, að frásagnir kommúnista væru ósannur óhróður. Fapr&ur í kvalafangelsi...... Ungverskir lögreglumenn tóku hann þá og hann var færður í kvalafangelsi hennar í Budapest þar sem hann var laminn með sandpokum þar til hann missti meðvit.und. Kona hans og dóttir sneru sjer til sendiráðsins banda ríska, sem kom honum undan. — Kemsley. Baðgesllr flýja frá Florída vegna fisk- hr&ja New York. BAÐSTRENDURNAR á Flor rida í Bandaríkjunum hafa fyllst af fiskhræjum, sem enginn getur vitað með vissu hvaðan koma. Hefur þetta valdið því að gestir sem hafa ætlað sjer að njóta sjávarbaða flýja nú burt frá Florida. Það þykir mjög undarlegt, að margir, sem hafa snert við þess um hræjum hafa orðið veikir af sjúkdómi, sem enginn læknir þekkir, og hafa baðgestir verið fluttir í hundraðatali á sjúkra- hús. Vísindamenn telja það ekki útilokað, að þessir fiskar hafi drepist við kjarnsprengingarnar við Bikini s.l. sumar, en ótrúlegt er það því að langa leið hafa þeir þá synt og það meira að segja dauðir. — Kemsley. Milar.o. EFTIR langvarandi borunar- tilraunir við Casaposta I hjerað inu Ferrara á Norður ítalíu, hef ur nú loksins fengist árangur. Ilefur mikil olía fundist þar í jörðu og er 50 loftþyhgda þrýst ingur á henni. Þegar komið var niður að henni vildi svo til að olíurörið sneri framopinu að stór um vörubíl, sem var þar nálæg ur. Olíubunan þeyttist á hann og var þrýstingurinn svo mikill, að hann kastaðist burtu langar leiðir. — Kemsley Kaufhnann siyður j Islendinga í hand- rilamálinu STÚDENTARÁÐI ÍSLANDS hefur nýlega borist mjög vinsam legt brjef frá Henrik Kauffmanra sendiherra Dana í Washington. Brjefið fjallar um lausn hanð ritamálsins, en ýms skjöl varð- andi það barst sendiherranum er hann dvaldi hjer í Reykiavík, Var þar m.a. gerð grein fyrir hinn vinsamlegu afstöðu danskra lýðháskólastjóra í hand ritamálinu. Sendiherrann lætur í ljós þakk læti sitt til Stúdentasambandsins og segir það Von sína, að hand- ritamálið megi leysast á þanm hátt að íslendingar megi vel við una. Telur hann þá lausn megi verða grundvöll varanlegri og hreinskilinni vináttu milli hinna tveggja bræðraþjóða. Málstaður íslendinga í hand- ritamálinu, fær stöðugt betri byr málsmetandi manna í Dan- mörku og er það oss íslending- um fagnaðarefni. Við getum tek ið undir orð sendiherrans, að lausn þessa mikilsverða máls, sem er aðeins ein, megi verða báðum þjóðunum til fyrirmynd ar. Þannig ættu þjóðir heims að útkljá deilumál sín. Sængurkona deyr af arsenikeifruB París. ÞAÐ hefur komið í ljós, að kóna í Tullins, nærri Grenoble, sem dó stuttu eftir að hafa fætt barn, hefur látist af arsenik- eitrun. Ilefur þetta valdið skelf ingu um allt Frakkland, sjer í lagi vegna þess, að fyrir nokkr um vikum fór fram lögreglu- rannsókn vegna dauða margra sængurkvenna í bænum Macon. Konan, sem nú Ijest, heitir Philomele> Girar. Hún kom til sjúkrahússins 4. j_úní, fæddi hraustan dreng, sem enn lifir. Skömmu síðar varð hún fár- veik og dó 3. júlí. Lögregl- unni var ekki strax gert að- vart, en hún tók rpálið föstum tökum og ljet grafa líkið upp. Fannst greinilega Arsenik í líkinu. Aukaflugvjel frá 1 A, 0. á. BANDARÍSKA flugfjelagið A. O. A. hefur ákveðið að senda aukaflugvjel frá Keflavík til New York næstkomandi þriðju- dagskvöld. Iíafa öll sæti vjelar, innar þegar verið pöntuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.