Morgunblaðið - 19.09.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.09.1947, Blaðsíða 5
! Fdijtudagur. 19, sept.11947 I MORGVNBLAÐIÐ \ 5 Sigurður Sigurðsson sýslEimaður Skagfirðinga sexfugur 1 DAG er Sigurður Sigurðs- son sýsluniaður á Sauðárkróki sextugur. Vinir hans, innan hjeraðs og utan, senda honum nú árnaðaróskir og vinarkveðj ur, og minnast jafnframt með þakklæti margra ánægjulegra stunda frá viðkynningu og samstarfi við hann. Sigurður er fæddur í Vigur á Isafjarðardjúpi 19. sept. 1887 sonur merkishjónanna sjera Sigurðar Stefánssonar frá Heiði í Gönguskörðum og konu hans Vórunnar Bjarnadóttur. Eftir að hafa lokið lögfræðinámi 1914, gengdi Sigurður ýmsura störfum, var yfirdómslögmað- ur, málflutningsmaður á Isa- firði, fulltrúi í fjármálaráðu- neytinu og settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, svo nokkuð sje talið, en 1. des. 1924 var hann skipaður sýslumaður í Skagafjarðarsýslu og hefir síð an gengt því embætti. Kona Sigurðar er Stefanía, dóttir Arnórs Árnasonar prests í Hvammi í Laxárdal. Er frú Stefanía gáfuð og góð kona, sem nýtur virðingar þeirra er henni hafa kynnst. Sigurður sýslumaður, en svo er hann oftast nefndur í Skaga firði, er eins og hann á kyn til, gæddur fjölhæfum gáfum gleði maður, hispurslaus og hinn besti drengur. Hann hefir því sem vonlegt er eignast marga vini í Skagafirði og væri ástæða til að skrifa ítarlega um marg- háttuð störf hans i þágu al- mennings, þó það verði ekki gert nú. Vera má að Sigurði vini mínum þyki óþarfi, að far ið sje með nafn hans í blöðin í sambandi við sextugsafmæhð ef svo er, hefi jeg þá afsökun að hann verður að sætta sig við það eins og aðrir, að þess sje getið sem gert er. Stjórn Sigurðar á málum sýslufjelagsins hefir verið með ágætum og þar farið saman hjá honum gætni í fjármálum og örugg forusta um framgang þeirra mála er hann taldi horfa til framfara fyrir hjeraðið. Get ur hann nú eftir hjer um bil aldarfjórðungsstarf í Skagafirði sjeð ávöxt verka sinna í mörg um þeim framförum sem þar hafa orðið á þessu tímabili. Veit jeg að honum er það ánægja og oft hefi jeg heyrt hann hafa orð á því, að samstaríið við Skagfirðinga hafi verið sjer mjög að skapi. 1 sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu hefir verið hin besta sam yinna og hefir sýslumaðurinn átt sinn rika þátt í því. Eiga nefndarmennirnir margar góð- ar minningar frá fundunum og eru honum þakklátir fyrir trausta vinsemd og ágæta for ustu. Sigurður sýslumaður er sann ur Skagfirðingur, áhugasanmr og ótrauður til liðveislu við framfara og menningarmál hjeraðsins cg má fullyrða að hann hafi kcmið við sögur allra þeirra hjcraðsmála, sem mikils hefir verið um vert. Verðnr það ekki rakið hjer, en látið nægja að nefna fátt eitt, og stiklað á stóru. Sigurður sýslumaður hefir yerið einn meðal bestu forvigis ju helgihaldi ábótavant eg skemtanalíf óhollt manna Búnaðarsambands Skagafjarðar og átt sæti í stjórn þess. Er Búnaðarsambandið tvímælalaust líklegt til mikilla afreka í ræktun og bygginga- málum sýslunnar og hefir þeg ar hafist handa með miklum myndarbrag. 1 samgöngumálum hefir Sig urður verið hinn öruggasti odd viti og jafnan haft á því fullan skilning, hvert undirstöðu at- riði góðar samgöngur eru fyrir framleiðslu og menningu sveit arinnar. Að eflingu sýslubókasafnsins hefir Sigurður unnið af hinum mesta áhuga og er það nú orðið í röð bestu hjeraðsbókasafna. Gekkst hann fyrir því að bygt var yfir safnið gott hús, þar sem almenningur hefir að því greiðan aðgang. Sjálfur er Sig urður bókamaður víðlesinn og fróður, þrátt fyrir miklar em- bættisannir og sjerlega dómbær á orðsins list, enda iðkar hann hana sjálfur þó lítið hafi birst á prenti eftir hann hingað til. Mætti lengi telja störf Sig- urðar sýslumanns í Skagafirði þó það verði ekki gert hjer, en Skagfirðingar muna þau og orð stýr deyr ekki. Það er skemmtilegt að heirn sækja Sigurð sýslumann, hann er manna glaðastur, traustur vinur vina sinna og svo hrein- skilinn að hann segir hug sinn hvort sem öðrum líkar betur eða ver. Llafa margir notið gest risni cg mikillar ánægju á sýslumnnnsheimilinu á Sauðár króki og svo mun einnig verða i dag. Sigurður sýslunaaður er frjáls huga og í sjálfstæðismálum þjóðarinnar hefir hann jafnan verið liiklaus cg öruggur, enda er hann hinn vaskasti baráttu maöur f}rir sigri þeirra mála, sem honiun eru hjartfólgin. Jeg veit að hann hefir áhuga fyrir því, að sjálfstæði herjað- anna verði aukið svo, að þau verði fær um að halda uppi öflugu athafnalífi og hollri menningu hvert hjá sjer. Jeg vona að honum endist lengi þrek til að vinna fyrir áhuga- mál sin, og íyrir Skagafjörð, okkar góða og fágra hjerað, sem lcngi mun geyma nafn hans i þakklátum minningum margra samferðamanna. Jcg og aðrir Skagfirðingar þökkum Sigurði sýslumanni störf hans fyrir hjeraðið, og óskum á þessum tímamótum i lífi hans, honum og fjölskyldu hans allrar blessunar. HJERAÐSFUNDUR Skaga fjarðarprófastsdæmis var hald- inn að Gtaumbæ sunnudaginn 14. september s.l. og hófst með guðsþjónustu í kirkju staðarins kl. 2 síðdegis. Sóknarpresturinn sr. Gunnar Gíslason þjónaði fyr ir altari, en sr. Bjartmar Kristj- ánsson á Mælifelli prjedikaði. í messulok flutti Jón H. Þorbergs s.on bóndi á Laxamýri erindi um safnaðarlíf. Síðan sátu fundarmenn og aðrir kirkjugestir kaffiboð á heimili prestshjónanna í Glaum bæ, en eftir það hófst fundurinn og voru mættir á honum allir prestar hjeraðsins, 8, og 7 safn- aðarfulltrúar. Frá hjeraðsfundi Skaga- íjarðarprófastsdæmi Örðugleikar með kirkjusöng o. fl. Prófastur hóf fundinn með á- varpi til fundarmanna og gaf síðan skýrslu um hag íslensku kirkjunnar á síðasta ári og Skagafjarðarprófastsdæmis sjer staklega. — Gat prófastur þess, að nú væri upphitun í öllum kirkjum hjeraðsins nema dóm- kirkjunni á Hólum. Einnig mint ist hann örðugleika sumra safn aða hjeraðsins með kirkjusöng. Þá mintist hann hinnar nýaf- stöðnu komu sr, Friðriks Frið- rikssonar dr. theol. hingað í hjeraðið, og sendi fundurinn sr. Friðrik svohljóðandi símskeyti: „Hjeraðsíundarmenn í Skaga' fjarðarprófastsdæmi þakka þjer innilega fyrir komuna og óska þjer blessunar Guðs". Lagðir voru fram reikningar Eliiheimilissjóðs Skagaf jarðar, og er hann nú að upphæð kr. 35.314,81. Hafa verið gefin út minningarspjöld til ágóða fyrir sjóðinn. Eyþór Stefánsson formaður Kirkjukórasambands Skagafj. skýrði fundinum frá því, að á- kveðið væri að halda opinbert söngmót allra kirkjukóra hjer- aðsins í nóvember n.k. og taldi vel viðeigandi, að þar yrðu ftutt ar stuttar ræður kristilegs efn- is. Var því boði tekið með þókk um og kosnir menn til að undir- búa þetta með honum. Aðalmál fundarins var helgi- hald og skemmtanalíf. Var á hjeraðsfundi 1946 kosin milli- fundanefnd „til að íhuga mögu- leika og gera tillögur um, hvern ig unt væri að efla helgihald safnaðanna og vernda rjett kirkjulífs og kristnihalds, eink um með tilliti til skemtanalífs- í ins.“ í nefnd þessa höfðu verið kosnir sr. Guðbrandur Björns- son prófessor, sr. Helgi Kon- ráðsson, sr. Lárus Arnórsson, Jón Sigurðsson alþm. og Jón Björnsson skólastjóri. Jón Sig- urösson alþm. var framsögu- maður nefndarinnar og bar fram tillögur hennar. er síðan voru ræddar og svo samþyktar einróma. Voru þær þannig: Helgihaldi ábótavant I. Fundurinn lítur svo á, að helgihaldi í prófastsdæminu sje stórlega ábótavant, sjerstaklega að því leyti, að kirkjan sje ekki rækt sem skyldi, ónauðsynleg þjóðkirkjunnar og óheilbrigt skemtanalíf iðkað. Fyrir því beinir fundurinn þeirri áskorun til allra íbúa pró- fastsdæmisins, að efla helgihald sunnudagsins og annarra helgi- daga kirkjunnar með því: 1) Að friða messudag hvers safnaðar fyrir öllu, er truflar kirkjugöngur og guðsþjónustu- hald. — Skv. því vill fundurinn beina þeim tilmælum til allra þeirra, er standa fyrir almenn- um fundum í hjeraðinu eða skemmtisamkomum að hefja þetta ekki fyrr en kl. 4 síðdegis þessa daga. 2) Að menn sæki sóknarkirkju sína eftir föngum, og láti hvorki skemmtanir nje vinnu, sem verð ur hjá komist, aftra því. 3) Að sóknarnefndir skipu- leggi í samráði við sóknarprest kirkjuferðir með bifreiðum, þar sem auðvelda þarf mönnum kirkjusókn. 4) Að starfandi sje við hverja kirkju meðhjálpari, organleik- ari og söngflokkur, og mæti þessir aðilar, ef ekki hamla for- föll. -— Safnaðarmenn hafi ætíð með sjer sálmabækur og fylgist með söngnum. yfir vetrarmán. megi skemrnt- anir standa einni klukkustund lengur. Sæluvikan undanþegin Fundurinn beinir þeirri áskor un til sýslunefndar Skagafjarð- arsýslu, og bæjarstjórnar Sauð- árkróks, að setja inn í lögreglu- samþykktir sýslunnar og bæjar- ins það ákvæði, að leyfa opin- berar skemmtisamkomur aldrei lengur en til kl. 2 aðfaranótt sunnudaga, en til kl. 12 aðrar nætur. — Um vetrarmánuðina megi þó veita leyfi einni stund lengur. — Þetta ákvæði sje sett til samræmis milli einstakra hreppa sýslunnar og milli sýsl- unnar og bæjarins. Þó sje hjer- aðsfagnaður Skagfirðinga hald- inn á Sauðárkróki („Sæluvik- an“) undanþeginn þessu ákvæði enda sje ákvæðum lögreglusam- þykktanna um eftirlit þar stranglega fylgt. 1 dymbilviku sjeu engar skemmtanir leyfðar. Fundinum lauk svo með því, að prófastur flutti stutta ræðu og bæn og sungið var Son Guðs ertu með sanni. Síðan var aftUr gengið heim á prestssetrið og þar þegnar góðgerðir. Skemtanalífið II. Fundurinn beinir þeirri á- skorun til þeirra aðila, sem standa fyrir skemtisamkomum, að þeir geri ráðstafanir til að samkomurnar hafi einhvern menningar-tilgang. í því sam- bandi vill fundurinn benda á sönglist, upplestur, stutt erindi, góðar kvikmyndir og stutta sjón leiki. Þá vill fundurinn benda á hóp íerðir til fagurra staða, sem holla og heilbrigða skemmtun. III. Fundurinn skorar á þá að ila, sem skv. lögreglusamþykkt Skagafjarðarsýslu ber rjettur til að leyfa skemtisamkomur, en það eru: bæjarfógetinn á Sauð- árkróki og hreppstjórarnir í Skagafjaarðarsýslu, — að fram fylgja stranglega ákvæðum lög- reglusamþyktarinnar áhrærandi opinberar skemmtisamkomur. svo sem: Pjetur Hannesson. vinna sje stunduð á helgidögum 1) Að leyfis sje ávalt aflað til samkomuhalds, 2) að tryggt sje af hálfu ieyf- ishafa lögboðið eftirlit með hverri samkomu. 3) Fundurinn æskir þess, að í hverri auglýsingu um almenna skemtisamkomu sje tekið fram. að ölvun sje bönnuð á samkom- unni. 4) Um tímatakmörk skemti- samkomu hverrar vill fundur- inn beina þeirri áskorun til framangreindra embættismanna að þeir veiti ekki leyfi til opin- berra skemtana á aðfaranótt- urn sunnudaga lengur en til kl 1, er megi þó framlengja til kl. 2 e. miðnætti, en aðra daga að- eins til kl. 12 á lágnætti. Þetta gildir yfir sumarmánuðina, en Kári Björgvirj Sig- urðsson í DAG kveðjum við einn af okkar efnilegustu æskumönn- um, Karl Björgvin Sigurðsson, járnsmíðanema, Hverfisgötu 117, hjer í bæ. Fæddur 28. febr. 1930. Dáinn 13. sept. 1947. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Ingimundardóttur og Sigurðar Sveinbjörnssonar, vjelsmíðameistara. Karl bjó yfir mjög miklum hæfileikum, bæði til munns o§f handa, og voru tengdar við hann allar þær björtustu fram- tíðarvonir, sem hægt er að binda við svo ungan mann. Hann byriaði ungur nám hjá föður sínum og sýndi snemma framúrskarandi hæfileika og dugnað, og munu margir cakna hans góðu og lipru framkomu, sem var öll til fyrirmyndar. En honum hefur verið ætlað æðra og meira starf hinum meg in, og er það huggun hinum syrgjandi foreldrum og systur. Sár er söknuður foreldra- og syst ur yfir að missa svo góðan dreng á æskuskeiði, en guðsveg- ir eru órannsakanlegir. Bjartar og yndislegar endur- minningar okkar allra, sem þekktum þig best, bæta okkur upp það skarð, sem okkur finnst að höggvið hafi verið. Um leið og við kveðjum þig í síðasta sinn, elsku vinur, þá biöjum við algóðan guð að varð veita og s*yrkja þína elsku- íegu foreldra og systur. Vert þú guðs örmum vafinn. Vinur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.