Morgunblaðið - 20.09.1947, Síða 10

Morgunblaðið - 20.09.1947, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. sept. 1947 MÁNADALUR JddL áldóacja ej^tie J/acL cJdondo a 7. dagur Þegar Billy var kominn út úr þrönginni bað hann írann að gæta Saxon. Sjálfur rauk hann inn í hringiðuna aftur. Eftir nokkrar mínútur kom hann aftur og clró þau Mary og Bert á eftir sjer. Bert var al- blóðugur, hafði fengið stórt sár á eyrað, en var í besta skapi. Mary var þvæld og æst. „Þetta er ekki íþrótt“, sagði hún hvað eftir annað. „Þetta er hneyksli — reginhneyksli“. „Við skulum komast burtu hjeðan“, sagði Billy. „Þetta er aðeins upphafið“. „Nei, bíddu“, sagði Bert. „Þetta er ódýr skemtun fyrir átta dollara — jafnvel hvað mikið, sem borgað væri fyrir hana. Það er langt síðan að jeg hefi sjeð jafn marga menn snýta rauðu og vera með brot in nef og blá augu“. „Jæja, farðu þá aftur þangað og skemtu þjer“, sagði Billy. „Jeg ætla að fara með stúlk- urnar hjerna upp á hólinn. Það- an getum við sjeð alt sem fram fer. En gáðu að því að augun verða öðruvísi í þjer í kvöld, ef írarnir ná í þig“. Eftir ótrúlega stutta stund voru ólætin gengin um garð. Upp á dómarapallinn kom mað ur með lúður og tilkynnti að nú byrjaði kapphlaup milli drengja. Bert varð fyrir mestu vonbrigðum og kom röltandi á eftir þeim hinum. Þau stóðu nú öll á hólnum og horfðu niður á leikvanginn. Það var ekki aðeins drengja hlaup, sem átti að fara fram, heldur allskonar kapphlaup — kapphlaup stúlkna, kapphlaup kerlinga, kapphlaup ístru- belgja, kapphlaup feitra kvenna, pokahlaup og hafta- hlaup. Keppendur komu fram á sviðið, og aðstoðarmennirnir hrópuðu eins og þeir væri orðn ir vitlausir. Allir höfðu gleymt reipdrættinum. Og nú hugsuðu allir um að skemta sjer að vera glaðir. Fimm ungir piltar gengu fram að marki og beygðu sig niður svo að þeir snertu jörð- ina með fingurgómunum. Þann ig biðu þeir þess að ræsir gæfi merki. Þrír voru á sokkunum, en tveir höfðu hlaupaskó með broddum. „Kapphlaup drengja“, las Billy upphátt úr leikskránni. „Aðeins ein verðlaun — 25 doll arar. Lítið á þennan rauð- hærða á hlaupaskónum — þenn an lengst til vinstri. Hann kepp ir fyrir San Francisko. Hann er uppáhald þeirra og þeir hafa veðjað miklu á hann“. „Hver heldurðu að sigri?“ spurði Mary. „Það veit jeg ekki“, svaraði Billy. „Jeg hefi aldrei sjeð þá hlaupa. Annars eru þetta allra liðlegustu strákar. Og nú er alt undir því komið að sá besti vinni“. I því kvað skotið við og drengirnir ruku af stað. Tveir urðu þegar fremstir, sá rauð- hærði og annar svarthærður. Það var þegar auðsjeð að þeir mundu berjast um sigurinn. Að hálfnuðu hlaupi fór sá svarti fram úr og ætlaði sjer sýnilega að vera fremstur eftir það. Hann var tíu skrefum á undan þeim rauðhærða og nú dró ekkert saman með þeim. „Þetta er röskur piltur", sagði Billy, „og hann tekur enn ekki á öllu sem hann á. E« sá rauðhærði er að þrotum kom- inn“. Sá svarthærði fór yfir mark- ið tíu skrefum á undan hinum, og þá var lostið upp dynjandi fagnaðarópi. En inn á milli heyrðust blístur og öskur. Bert var frá sjer numinn af áhuga. „Heyrið þið, heyrið þið“, hrópaði hann. „Nú eru þeir í San Francisko að verða vitlaus- ir. Bráðum kemur betra, sann- ið þið til. Sko, þeir mótmæla. Dómarinn neitar að afhenda verklaunin. Og allir þorpar- arnir flykkjast um hann. Óhó, jeg hefi ekki skemt mjer eins vel síðan hún tengdamóðir mín lærbrotnaði.“ „Hvers vegna vill dómarinn ekki greiða verðlaunin?“ spurði Saxon. „Sá svarthærði sigraði með sóma“. „Þeir í San Francisko halda því fram að hann sje atvinnu- hlaupari“, sagði Billy. „Um það rífast þeir núna. En það er mesta vitleysa. Allir voru þeir að keppa um peninga, og þess vegna eru þeir allir atvinnu- hlauparar". Fyrir framan dómarapallinn var alt í uppnámi. Mannbröng- in bylgjaðist fram og aftur, menn rifust og öskruðu. Dóm- endapallurinn var Ijelegur tví- lyftur turn. Efri hæðin var op- in fram að leikvanginum, og þar mátti sjá dómendur og voru þeir engu síður æstir en mann- fjöldinn. „Nú gerist eitthvað“, sagði Bert. „Hvert ætlarðu þorpar- inn þinn?“ Nokkrir menn lyftu svart- hærða drengnum upp og hann ætlaði að klífa upp til dómend- anna. „Sá, sem afhendir verðlaun- in er á hans bandi“, sagði Billy. „Sko, honum eru afhent verð- launin. Sumir dómendanna eru með honum, en aðrir mótmæla harðlega. Og þarna koma hin- ir, þeir sem haldið hafa með þeim rauðhærða“. Hann sneri sjer að Saxon og brosti. „Það er gott að við erum utan við hópinn að þessu sinni. Það verða lagleg ólæti niðri á leik- vanginum bráðum“! „Dómararnir reyna að telja hann á það að skila peningun- um aftur“, sagði Bert. „Geri hann það ekki taka hinir þá af honum. Sjáum til, þarna byrja þeir á því að reyna að hrifsa peningana af honum“. Verðlaunin voru 25 silfur- dollarar vafðir innan í pappír. Sá svarthærði hjelt þeim hátt yfir höfði sjer. Fjelagar hans slógu hring um hann og beittu öxlunum til að stjaka frá þeim, sem ætluðu að hrifsa pening- ana. Handalögmál voru ekki byrjuð, en æsingin jókst og svo varð mikill troðningur umhverf is dómendapallinn, að hin veik bygða bygging riðaði fram og aftur. Köll og læti. Sumir köll- uðu til sigurvegarans: „Skil- aðu peningunum undir eins aft ur“. Aðrir kölluðu: „Haltu fast umi þá Tim“ eða „Þú vanst þá með heiðri og sóma, Timmy“. Og svo var öskrað: „Skilaðu peningunum undir eins, ræn-( inginn þinn“. Skammir og hrósyrði, svívirðingar og heil- ræði dundu á Tim. Æsingin jókst. Fjelagar Tims reyndu að halda honum á lofti svo að aðrir næðu ekki að hrifsa peningana. En svo náði einhver í ermi hans og dró handlegginn niður. Aftur kom handleggurinn á loft, en þá var pappírinn rifinn utan af pen- ingunum. í gremju sinni jós Tim því sem eftir var yfir höf- uðin á fólkinu. Þá sljákkaði nokkuð í mönnum, en samt var rifist og skammast. „Jeg vildi að þeir hættu þessu, svo að við getum farið að dansa“, sagði Mary. „Það er ekkert gaman að þessu“. Kallari kom nú fram'á dóm- endapallinum og veifaði báðum handleggjum til merkis um það að hann hefði tilkynningu að flytja. Þá datt alt í dúnalogn. „Dómendur hafa ákveðið, þar sem þessi dagur er helgaður bræðralagi og drengskap byrjaði hann. „Heyr, heyr“, hrópuðu marg ir. „Þetta er rjett“. „Engin ó- læti — engan fjandskap“. „Þess vegna hafa dómendur ákveðið að leggja fram ný verð laun, 25 dollara og láta sömu menn keppa um þá“. „En Tim“, hrópaði fjöldinn. „Hann hefir verið svikinn“ — „Dómendur hafa svik í frammi“. Kallarinn veifaði höndum og aftur þagnaði hávaðinn. „Til þess að gera alla á- ngegða“, hrópaði kallarinn, „þá hafa dómendur ákveðið að Tim othy McManus skuli keppa. Og ef hann sigrar, þá fær hann peningana“. | „Þetta er skammarlegt“, sagði Billy. „Ef Tim hefir rjett til að keppa núna, þá hafði hann líka rjett til þess áðan. Og úr því að hann sigraði þá átti hann að fá verðlaunin“. „Jeg-hugsa að sá rauðhærði sprengi sig af tómum ákafa í þetta skifti“, sagði Bert glott- andi. „Ætli Tim geri það ekki líka“, sagði Billy. „Þú getur reitt þig á það að hann er reið- ur og gerir nú hvað hann get- ur“. Það leið stundarfjórðungur áður en tókst að ryðja fólki af hlaupabrautinni. En að þessu sinni voru það aðeins þeir Tim og sá rauðhærði, sem gengu fram til kepni. Tim varð þegar á undan. Það er svo sem auðsjeð að hann er atvinnuhlaupari“, sagði Billy. „Sjáið þið hvað hann herðir sig“. Þeir voru hálfnaðir með sprettinn og altaf dró sundur með þeim. Nú átti Tim skamt eftir að marki og var þá langt á undan keppinaut sínum. En er hann kom á móts við hólinn sem þau Billy stóðu á, kom óvæntur atburður fyrir. Rjett hjá hlaupabrautinni stóð lag- legur ungur maður, með göngu prik í hendi. Þetta var sýni- lega einhver aðkomumaður og fylti hvorugan flokkinn. Billy sagði að hann væri uppskafn- ingur, en Bert hjelt að hann mundi vera danskennari. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU t SKÓFATNAÐUR niHiiiiitiiiiiEiuiiuinminimiiiiiuiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiHuiiimiiiiiiitinmiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiumnn | HVERSVEGNA | | þjer veljið \ I ÞESSA SKÓ I f§ • Þeir hafa þá fegurð og þæg- | indi, sem aðeins John White | merkið getur veitt yður. i • Þetta frábæra skólag 1 hefir náðst með fram- 1 leiðslu 27.000.000 pörum af 1 karlmannaskóm. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu FRAMLEITT í ENGLANDI Iðnnemar og meistarar í iðnaði Að gefnu tilefni vill stjórn Iðnnemasambands Islands tilkynna hjermeð, að samkv. 108. gr. laga um almanna- tryggingar þá ber iðnmeistara að greiða tryggingargjald fyrir nemendur sína. Þessu til staðfestingar birtum við 108. gr. umræddra laga. „108. gr. Meistarar í iðnaði og stofnanir, er veita verklega kennslu, skulu greiða iðgjöld fyrir nema sína, og er ó- heimilt að draga iðgjöldin frá kaupi þeirra.“ Þetta eru iðnnemar og meistarar í iðnaði beðnir að athuga. Stjórn Iðnnemasambandsins. A. <3>3x$><^k$^<5>3x$>^<5x$x$k$x$x^<5x$k$k£3x^<$x$x$3>3x^^^>3>3>^^^^<$<$x5x^^ Klæðskerasveinn og stúlka geta fengið starf á saumastofu vorri nú þegar. Uppl. i> hjá Brynleifi Jónssyni klæðskerameistara, sími 5, Borg arnesi. -JJaap^je lac^ dJoTCjj-iJiyicja *^®*Íx$x$k$x$><5x5x$x$x$k5x$x$k$x$x$x$x$x$x5x5x£<$x$x5x$k$k$x$x$x$xSx5x$x$x$x$xSxSxSx5x5x$x5x5*> Röskur piltur óskast til afgreiðslustarfa og sendiferða. Silti & Vaiái ! Háteigsveg 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.