Morgunblaðið - 27.09.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.09.1947, Blaðsíða 7
MORGUlSBLAÐlb 7 Laugardagur 27. sept. 1947 1T ÞE6AR ISLEND UIMUM Á Bl ,STALU‘ AHORFEIMD LET FRÁ AMERfKÖIMUM Frá utanför frjálsíþróttamanna IR Efíir Þorbjörn Guðmundsson Haukur, Dillard og«Finnbjörn eftir 100 m hlaupið. KJEHOLMEN heitir eyjan — en meðan hún var íslensk ný- lenda nokkra dásamlega ágúst- daga (því miður alt of fáa) í sumar var hún aldrei kölluð ann að en „Paradísareyjan“. Norska frjálsíþróttasambandið hafði leigt hana handa íslensku í- þróttamönnunum á meðan þeir dveldu í Noregi, og yndislegri stað er vart hægt að hugsa sjer. í forsælunni undir trjánum gátu menn hvílt sig, en þegar samt varð of heitt beið sjórinn fyrir utan, svalur og hressandi. En það var ekki erindið til Noregs að liggja þar í leti, þótt gestgjafar okkar væru svo góð- ir og ljetu fara svo vel um okk- ur að freistingin hafi verið nokkur. Oslo-leikirtiir Miðvikudagurinn 27. ágúst var runninn upp, og þá átti fyrri hluti Osló-leikjanna að fara fram. Við vorum bjartsýn- ir, er Ludvig ferjaði okkur í land, og hann hjet þeim melónu, sem kæmi með sigur heim — og svo mikill „íslendingur" var hann orðinn, að hann, eins og við, óskaði þess ,að þær yrðu sem flestar. JSœslur á ejlir indíánanum Perkins íslendingarnir voru kyntir á Bislet, þegar fyrsta greinin, sem þeir tóku þátt í, fór fram, en það var 800 m. hlaup, og það var tekið innilega á móti þeim af þúsundunum á áhorfenda- bekkjunum. Það var fyrirfram vitað, að Ameríkaninn Tarvar Perkins myndi vinna með mikl- um yfirburðum, sem hann og gerði, hljóp á 1.50,0 mín., sem er nýtt brautarmet, en baráttan stóð um annað sætið milli Kjart ans Jóhannssonar og Norðmann anna Terje Lilleseth og Leif Mikkelsen. Kjartan lá þriðji eftir fyrri hringinn, en á næst síðustu beinu brautinni tókst báðum Norðmönnunum að kom- ast fram úr honum, en það var þó ekki lengi, því að þegar að beygjunni kom og um 200 m. voru eftir fór hann fram úr þeim báðum og þrátt fyrir ítrek aðar tilraunir uröu þeir að sætta sig við 3. og 4. sætið, því að Kjartan gaf ekki eftir, og kom næstur í mark á eftir indí- ánanum Perkins, og hafa marg- ir gert sig ánægða með minna. Tími Kjartans var 1.56,2 mín., persónulegt met og aðeins 1/10 sek. frá íslenska metinu. NWPWNi*s«^iflpirt(htr:. éWl Tveir fslendingar vinna Bloch „Það er of heitt hjer í Osló“, ljet negrinn Harrison Dillard hafa eftir sjer áður en 100 m. hlaupið byrjaði, en hvað hefðu þá /slendingarnir mátt segja. En nú voru 100 metra hlaupar- arnir komnir í ,,start“-holurnar. Ameríkanarnir Dillard og Guida voru 'á 1. og 2. braut, Ilaukur á 3., Bloch á 4. og Finnbjörn á 5. Finnbjörn þaut upp eins og f jöð ur og gaf Ameríkönunum ekk- ert eftir í „startinu", en Hauk- ur var þar ljelegastur. Dillard var í sjerflokki og vann á 10,4 sek., en Guida, aldrei þessu vant á Norðurlöndum, fjekk harða keppni um annað sætið og „mátti hafa sig allan við til þess að vinna Thorvaldsson“, svo maður vitni í norsku blöðin. —- Tími Guida var 10,7, en Finn- björns 10,8. Mesta furðu vakti það og, að þeir Finnbjörn og Haukur (hljóp á 10,9) skyldu báðir vinna Peter Bloch. Hann varð siðastur, en slíkt hafði al- drei hent hann fyrr. „Óvenju- legur staður fyrir Bloch“, sagði þulurinn. „Er ekki Islendingur mefi?“ Næst var 400 m. hlaup, og var þar Reynir Sigurðsson með. Hann hljóp vel og var fyrstur, er á síðustu beinu brautina kom, en hann skorti úthaldið og kom fjórði í mark. Tíminn var 52,1 sek., en sigurvegarinn, Roy Hansen, var á 51,2. Og nú var svo komið að á á- horíendabekkjunum heyrðist allsstaðar spurt: „Er ekki ís- lendingur með í þessari grein?“ „Hvar er íslendingurinn?“ eða „Mikið ægilega eru þetta ungar og skemmtilegar ,,típur“ (fyrir- gefið orðið) þarna frá íslandi". Og íslendingar voru enn þá með. ( Mesta íþróttaafrek íslendings Nú var komið að 1500 m. hlaupinu. Strax eftir startið var Óskar næst síðastur, eða í 8. sæti og lá þar fyrsta hringinn, en í öðrum hringnum fór hann að vinna á og var kominn í 5. sæti eftir 800 metra, og er einn hringur var eftir (400 m.) var hann í 4. sæti, um 25 metrum á eftir Norðmanninum Sponberg og Ameríkananum Hulse. Er 300 m. voru eftir ,,tók“ hann Norðmanninn, cem var næstur á undan honum og var kominn í þriðja sæti. Og þar ljet hann heldur ekki staðar numið. — Hulse og Sponberg voru að vísu langt á undan, en óskar byrj- aði samt að elta þá uppi. Og einmitt, þegar Sþonberg hafði losað sig við Ameríkanann og sigurinn virtist auðunnin'n skýst Óskar fram úr honum á síðustu beinu brautinni. „íslendingur- inn vinnur", bergmálaði um völlinn og undruninni var ekki hægt að leyna. Óskar hljóp á nýju íslensku meti, 3.53,4 mín., hafði bætt það um 5 sek. og vann einnig með þessu hlaupi mesta íþróttaafrek, sem nokkur íslendingur hafði til þessa unn- ið. Sponberg, sem var annar, hljóp á persónulegu meti, 3.54,0 og Hules á þeim besta tíma, sem hann hefur náð í Evrópu, 3.55,0 mín. 3. og 4. í langstökki 1 langstökki skipuðu Norð- menn tvö fyrstu sætin, Stene- rud var fyrstur með 6,93 og Langbakke annar með 6,85, en í þriðja og f jórða sæti komu ÍR- ingar. Örn Clausen, sem keppti nú í fyrsta sinn eftir að hann meiddi sig í sumar, stökk 6,77 og Magnús Ealdvinsson, 6,61. íslandsmel í 4xlG0 Eíðasta keppni dagsins var 4x100 m. boðhlaup. ÍR-sveitin var skipuð þeim Finnbimi, Reyni, Erni og Hauk. Finnbjörn hljóp fyrsta spreítinn og var fyrstur, m.a. á undan Gordian, en skipting hans og Reynis var vond og var ÍR-sveitin komin í fjórða sæti við aðra skiptingu, og þótt Örn Clausen hlypi vel var hún 6—7 metrum á eftir Tjavle og 2 metrum á eftir Ready, þegar Haukur tók við. Og nú skeði það ótrúlega. Haukur ekki einungis náði Bloch, sem hljóp síðasta sprett- inn fyrir Ready, heldur kom meter á undan honum í mark og jafnhliða Tjavle-manninum, sem fjekk keflið 6-«—7 metrum á undan. Og var nema von að Norðmennirnir yrðu undrandi á þessum 18 ára íslending. Það vorum við Islendingarnir líka, því að þetta var næstum því allt of ótrúlegt til þess að það gæti verið satt. „Það var eitthvað „Dillardskt" við Clausen í þessu hlaupi", sagði Arbejder- bladet daginn eftir. Tíminn var 43,2 á ÍR og Tjavle, en 43,3 á Ready. Blaðaummœlin Þetta var fyrri daginn, og í blöðunum daginn eftir var Is- iendinganna allsstaðar getið mjög lofsamlega. •— „Dagur Bandaríkjanna og íslands á Bislet í gær“, segir „Arbejder- bladet“ í aðalfyrirsögn, og i greininni segir m.a.: „íslend- ingarnir vöktu alveg sjerstaka athygli í gær. Glöggt kom í ljós, hve góðir þeir eru sprett- hlaupararnir Thorvaldsson og Haukur Clausen og 300 metra endaspretturinn hjá Óskari Jónssyni í 1500 m. hlaupinu var hrein „sensasjon“, þegar hann úr slæmri stöðu geystist fram úr Norðmanninum Sponberg og Ameríkumanninum Hulse og hljóp á nýju íslensku meti — 3,53,4 — sem var 5 sek. betra en hans eigið fyrra met“ .... Og ennfremur segir: „íþrótta- fjelag Reykjavíkur heitir fje- lagið, sem íslensku íþróttamenn irnir, sem taka þátt í Oslo-leikj unum, eru í. Það er leiðándi fje- lag í frjálsum íþróttum á ís- landi og í flokknum, sem hjer er nú, eru allt mjög ungir menn .... íslendingarnir voru afar vinsælir á Bislet í gær og kepptu mjög við amerísku íþróttamenn- ina um hylli áhorfenda". Og „Morgenposten" segir: „En þó Ameríkanarnir hefði náð frá- bærum árangri, voru það engu síður fulltrúarnir frá sögueyj- unni, sem nutu hylli okkar í gær.“ „Stór dagur fyrir ísiendinga"' Aðalfyrirsögnin í „Aftenpost- en“ er þessi: „íslendingurinn Óskar Jónsson setti nýtt lands- met í 1500 m. — Sló Sponberg og Hulse óvænt. — Stór dagur fyrir Islendinga". Og í grein- inni segir m.a.: „Það voru skemmtilegir drengir, sem komu í heimsókn frá Sögueyj- unni. I gær tóku þeir ein fyrstu verðlaun, 3 önnur verðlaun og 3 þriðju verðlaun .... I 1500 m. hlaupinu gerði maður rá3 fyrir að keppnin stæði milli Sponberg og Hulse . . . . en þa<5 var íslendingur með í spilinu, Óskar Jónsson, og með honum hafði ekki verið reiknað". Og ennfremur: „Islendingarnir Thorvaldsson og Clausen eru eins og kunnugt er báðir í Nor<5 urlandaliði á móti Svíþjóð. —- Þess vegna var fylgst með þátt- töku þeirra af enn meiri áhuga. Og menn urðu ekki fyrir von- brigðum. Það er öruggt. Við höfum sjaldan sjeð betra ,start‘ en hjá Thorvaldsson í gær. Hann hljóp fyrstu 60 metrana alveg sjerstaklega vel og um tíma leit út fyrir að hann ynni Guida“. Jónsson og Perkíns menn dagsins „Perkins og Islendingurinn Jónsson menn dagsins", segir „Várt land" í fyrirsögn og ,,ís- lendingurinn Óskar Jónsson var „sensasjon" í 1500 m.“, er aðal- fyrirsögnin hjá „Verdens Gang“ og í greininni segir: „Öllum til undrunar voru 1500 m. unnir af íslendingnum Ósk- ari Jónssyni’á hinum glæsilega tíma 3,53,4, þar sem hann bætti íslenska metið um heilar 5 sek. Sigurinn á hann fyrst og fremst að þakka hve hann hljóp tækn- islega rjett" .... „I 100 m. hlaupi barðist Peter Bloch við íslendingana Thorvaldsson og Clausen og varð að láta sjer lynda síðasta sætið í fyrsta skipti á æfinni“. „íslenskur sigur og íslenskt met í 1500 m.“, segir Nationen. „1500 m. voru óvænt unnir af íslendingnum óskari Jónssyni, sem í lok hlaupsins með frá- bærum endaspretti fór fram úr Ameríkananum Hulse og Spon- berg, sem höfðu leitt allt hlaup- ið. Sigri Jónsson var tekið með óhemju fögnuði og tíminn var nýtt íslenskt met“. Sjaldgœft hjá norrœnum spretthlaupara „íslendingurinn Jónsson vann Sponberg og Hulse í 1500 m. og hlaut 3,53,4“, segir „Sports- manden" í fyrirsögn, og enn- fremur í greininni: „Einmitt þegar við sáum sigur Sponberg í 1500 m. kom fram íslendingur, sem við heiðarlega sagt höfðum alls ekki reiknað með. Hann tók fyrst Hulse og síðan Sponberg og sleit marksnúruna sem hreinn sigurvegari. Þessi hái og sporljetti Islendingur 3jet eklci mikið á sjer bera fyrr en. 300 m. voru eftir. Þá fór hann fram úr Per Andresen og byrj- aði baráttuna um fyrsta sætið Framh. á bls. 12 Óskar Jónsson og 'William Ilulse kasta mæðinni eftir 1500 metra hlappið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.