Morgunblaðið - 04.10.1947, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.1947, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 4. okt. 1947. MÁNADAL - - - - - ■ »■■■■4 U R JJháldóacja eftir J/acl? cJdondo n 20. dagur „En hvað við erum lík“, sagði Billy. „Mjer þykir líka ákaf- lega gaman að hestum. Og hús- bóndi minn segir að jeg hafi vit á hestum. En hann er heimskingi og jeg tek ekkert mark á honum. Og svo á hann auk þessara klára rúmlega tvö hundruð stóra dráttarhesta, en jeg á engan hest“. „Guð hefir skapað bestana handa þeim, sem kunna með þá að fara“, sagði Saxon. „Hvers vegna skyldi hús- bóndi minn þá eiga svona' marga hesta — rúmlega tvö hundruð? Hann segir að sjer þyki vænt um hesta. En hon- um þykir ekki jafn vænt um þá og mjer þykir um ljelegasta hárið í Ijelegasta taglinu á lje- legasta hestinum. Samt á hann þá alla saman. Er það ekki grátlegt?“ „Jú, satt er það“, sagði hún og brosti. „Mig langar ekki eins mikið til að eiga neitt eins og fallegar treyjur. En það er at- vinna mín að handfjatla og strjúka á hverjum degi hinar dýrustu og skrautlegustu treyj- ur, sem aðrir eiga. Það er hart og mjer finst það ekki rjett- látt“. Billy beit á jaxlinn. „Og svo þegar maður hugsar um það á hvern hátt sumar eignast þessar dýru treyjur", sagði hann. „Mjer býður við því að þjer skuluð þurfa að hand- fjatla þær. Þjer skiljið mig? Jeg kæri mig ekki um að út- lista þetta nánar. Þjer vitið þetta, jeg veit það og allir vita það. Og það væri Ijóti heimur- inn, ef menn og konur mættu ekki einustaka sinnum minnast á það. En jeg minnist aldrei á þetta við aðrar stúlkur — þær mundu aðeins halda að eitthvað annað búi undir því, sem mað- ur segir. En þjer eruð ekki þannig. Það er óhætt að tala við yður. Þjer eruð eins og Bill Murphy eða einhver annar góð ur vinur, sem hægt er að tala við“. „Jeg hefi sömu sögu að segja“, sagði hún. „Aldrei hefi jeg þorað að tala um þetta við neinn pilt, vegna þess að þeir mundu misskilja það. Satt að segja hefir mjer altaf fundist, þegar jeg hefi verið með ein- hverjum pilti, að við fara í fel- ur hvort fyrir öðru, eða við værum að látast eins og þegar maður fer á grímudans". Hún þagnaði sem snöggvast, eins og hún væri að hugsa sig um, en mælti svo í lægri nótunum. „Jeg hefi ekki gengið blind- andi í gegn um lífið. Jeg hefi bæði heyrt og sjeð ýmislegt. Mjer hafa gefist tækifæri — og stundum hefi jeg verið svo leið á atvinnunni, að jeg hefi verið komin á fremsta hlunn með að grípa hið fyrsta tækifæri. Jeg hefði getað eignast fallegar treyjur og máske vagn og hesta — hver veit? Einu sinni komst jeg í kynni við bankagjaldkera — hann var að vísu giftur, en hvað um það? Hann var ekki myrkur í máli við mig. Hann hjelt víst að jeg mætti þakka fyrir. Hann var ekki að hugsa um það að jeg hefði neinar til- finningar. Þetta átti að vera hrein og bein verslun. Hann sagði mjer hvað hann skyldi gera fyrir mig. Hann-------“. Hún gat ekki sagt meira og hún heyrði að Billy nísti tönn- um. „Þjer þurfið ekki að segja mjer meira“,. sagði hann. „Jeg veit hvernig þetta hefir verið. Þetta er versti óþverra heimur, sem við lifum í. Jeg skil hann ekki. Mjer finst ekkert rjett- læti. Það er verslað með konur eins og hesta og. ekkert tillit tekið til þess að þær hafa sál. Jeg skil ekki þær konur, sem láta fara þannig með sig. Jeg skil ekki þá menn, sem leggja sig niður við slíkt. Mjer finst að- þeir hljóti að svíkja sjálfa sig. Það er nú til dæmis hús- bóndi minn, sem á þessa mörgu hesta. Hann á líka konur, hann getur leyft sjer það af því, að hann er ríkur. En þjer, Saxon, þjer eigið skilið að eiga þær fallegustu treyjur, sem til eru í heiminum, en guð veit að jeg þyldi það ekki að þjer keyptuð þær því verði. Það væri glæp- ur---------“. Hann þagnaði og tók fastara í taumana. Þarna var beygja á veginum og á móti þeim kom bíll þeysandi. Hann hemlaði snögglega rjett fyrir framan þau. Þeir sem voru í bílnum gægðust út um gluggana og gláptu á þau. Billy rjetti upp hendina. „Farðu út á vegbrún“, kallaði hann til bílstjórans. „Það er ekki hægt“, sagði bílstjórinn og leit á háa og lausa vegbrúnina. „Þá bíðum við“, sagði Billy. „Jeg þekki reglurnar. Þessir klárar eru hræddir við bíla, og jeg kæri mig ekki um að þeir fælist hjer á þessum háa vegi“. Óánægjuraddir heyrðust úr bílnum. „Það er óþarfi fyrir þig að haga þjer eins og stigamaður, þótt þú sjert vinnumaður“, sagði bílstjórinn. „Við ætlum ekki að fæla hestana þína. Víktu svo að við komust fram hjá þjer. Og ef þú gerir það ekki, þá------“. „Þú átt sjálfur að víkja“, sagði Billy. „Og það er best fyr ir þig að haga þjer sæmilega, því að jeg hefi tekið eftir núm- erinu á bílnum þínum. Aftur á bak með þig, upp á brekku- brúnina og bíddu svo þar það utarlega á veginum að við get- um ekið fram hjá þjer“. Bílstjórinn ráðgaðist um við þá, sem voru í bílnum og svo ók hann aftur á bak þangað til bíllinn var ho/finn upp af brekkubrúninni. „Skárri er það nú ósvífnin“, mælti Billy gremjulega. „Þessir kónar halda að þeir eigi veg- ina, sem forfeður mínir gerðu, aðeins vegna þess að þeir eiga hjólatík og nokkra lítra af bens íni“. „Ætlarðu að hengslast þarna fram á nótt“, kvað nú við rödd bílstjórans. „Reyndu að komast áfram. Vegurinn er opinn“. „Haltu þjer saman“, kallaði Billy á móti. „Jeg kem þegar mjer sýnist, og ef þú lætur mig ekki hafa nóg svigrúm, þá ek jeg hiklaust yfir þig og þetta drasl, sem þú ert með í bíln- um“. Hann slakaði á taumhaldinu og hestarnir runnu á stað. Hræddir og frísandi fóru þeir út á vegarbrún fram hjá bíln- um. Þegar þau voru ein aftur sagði Billy. „Um hvað vorum við nú að tala? Já, um húsbónda minn. Hvers vegna á hann tvö hundr uð hesta og margar konur, en við eigum ekki neitt?“ v „Þjer eigið góða heilsu, Billy“, sagði hún blíðlega. „Og þjer líka. En við erum smám saman að selja hana öðrum, eins og menn selja ljer- eft í búð. Þjer vitið ósköp vel hvernig margra ára strit í þvottahúsinu mun fara með yð-^ ur. Og jeg slít heilsu minni dag- lega. Lítið þjer hjerna á litla fingurinn“. Hann slepti annari hendi af taumunum og sýndi henni. „Jeg get ekki rjett úr honum eins og hinum fingrun- um og hann er að kreppa. Það stafar af því að halda altaf um taumana. Þarna er brot af heilsu minni farið. Hafið þjer nokkurn tíma sjeð hendurnar á gömlum ökumanni? Þær eru kreptar eins og klær“. „Lífið var öðru vísi á dög- um feðra okkar, sem fóru yfir sljetturnar“, sagði Saxon. „Þeir hafa máske fengið krepta fing- ur, en þeir voru að vinna fyrir sjálfa sig og þeir áttu hestana, sem þeir voru með, og alt ann- að“. „Það er rjett. Þeir unnu fyrir sjálfa sig. Þeir fengu krepta fingur af því að vinna fyrir sjálfa sig. En jeg fæ krepta fingur af því að vinna fyrir húsbónda minn. En hendurnar á honum eru eins hvítar og á konu, sem aldrei hefir difið hönd í kalt vatn. Hann gerir aldrei neitt, og samt á hann alla hestana. En jeg þræla til þess að hafa í mig og á. Þetta öfugstreymi. En hver á sök á því? Það þætti mjer gaman að vita. Tímarnir eru breyttir, en hver hefir breytt þeim?“ „Guð hefir ekki gert það“, sagði hún. „Nei, þjer getið reitt yður á að hann hefir ekki gert það. En þá kemur önnur spurning. Hver er guð, þegar alt kemur til alls? Til hvers er hann ef hann stjórnar ekki öllu? Og ef hann stjórnar öllu, hvernig getur hann þá liðið það, að menn eins og húsbóndi minn og banka- gjaldkerinn, sem þjer mintust á áðan, kaupi hesta og konur — kaupi ungar stúlkur, sem eiga rjett til að eignast góðan mann og börn, sem þær þurfa ekki að skammast sín fyrir, og vera hamingjusamar“. XI. KAFLI. Hestarnir höfðu fengið að lötra við og við, en samt voru þeir kófsveittir. Nú var líka orðið bratt á fótinn og upp að Moraga dalnum. En þar sem vegirnir skiftast hjá Contra Costa hæðunum, lá leiðin nið- ur bratta brekku niður í Red- wood gilið. Þarna var mjög grösugt og kyrð og friður yfir öllu. „Er ekki dásamlega fagurt hjer?“ spurði Billy, og hann átti ekki aðeins við gróðurinn og skjólið, heldur einnig trjen, lækjaniðinn og suðið í býflug- unum. GULLN! SPORINN 104. Um hádegisbil sá jeg haíið og skömmu seinna kom jeg auga á Gleys. Höllin stóð á kletti alveg niður við sjó, en slilrótt reykj- arsúla, sem kom upp úr einum skorsteina hennar, var það eina, sem gaf til kynna, að í henni væri búið. Porthliðið var lokað, en cftir nokkra leit, kom jeg áuga á klukkustreng. Jeg stökk af baki og kippti í hann af öllum mætti. Langt í burtu heyrði jeg bjölluhljóm, en enginn svaraði. Jeg togaði því aftur í strenginn. og skömmu seinna heyrði jeg veiklulegt fótatak' handán við portið. Svo opnaðist smá hleri í porthurðinni, og rödd, sem var alveg eins gjallandi og bjallan, spurði hvað jeg vildi.1 „Jeg vildi gjarnan fá að tala við Hannibal Tingcomb“, svaraði jeg. „Hvað heitið þjer?“ „Það skal jeg segja honum, þegar jeg sje hann. Segið bara. að jeg þurfi að tala við hann um herrasetrið hjerna.“ Jeg heyrði lágt muldur og þvínæst fótatak, sem fjar- lægðist. Jeg beið í einar fimmtán mínútur, en þá kom náunginn aftur og endurtók spurningu sína. „Hvað heitið þjer?“ Hin langa bið hafði gert mjer svo gramt í geðli að jeg nú bar mig að eins og kjáni. Jeg dró upp byssu mína og beindi henni að manninum. En þótt einkennilegt sje frá að segja, bar þetta árangur, því porthurðin var opnuð gætilega. Maðurinn, sem nú stóð andspænis mjer, var næsta einkennilegur. Hann var eldgamall, lotinn, eineygður, klæddur mjög óhreinum fötum og nötraði í raun og veru af elli. „Herra Tingcomb hefur ekkert á móti því að tala við yður,“ skrækti hann, „en hann er þessa stundina niður- sokkinn í biblíulestur.“ „Ágætis lestur“, svaraði jeg, sótti hest minn og teymdi hann inn um porthliðið. „En þetta kemur sjer svolítið illa fyrir mig, þar sem jeg hefi við hann brýnt erindi.“ „Elskan mín“, hvíslaði hinn ástfangni elskhugi. „Jeg legg framtíð mína við fætur þínar“. „Framtíð þírta?“ svaraði hún steini lostin. „Jeg hjelt að þú ættir enga framtíð“. „Jæja, það er ekki svo mikil framtíð, en hún sýnist miklu stærri hjá þessum litlu fótum“. ★ — Þeð er einkenilegt, að í hvert sinn, sem jeg dansa við þig, virðast dansarnir svo stuttir. — Þeir eru það líka, því að unnustinn minn er hljómsveit- arstjóri. ★ — Af hverju giftistu henni ekki? — Hún á svo bágt með að tala. — En hvað það er leiðinlegt. Hvað er að henni? — Hún getur ekki sagt já. — Hversvegna ertu að gráta, hr. Smith? Er ríki maðurinn, sem dó, skyldur þjer? — Nei, það er hann ekki, þess vegna er jeg að gráta. ★ Villi: Jeg hefi alveg hræði- lega tannpínu. Tommi: Ef jeg hefði skemda tönn, mundi jeg láta draga úr mjer undir eins. Villi: Já ef hún (tönnin) væri í þjer, mundi jeg líka láta taka hana. ★ — Hversvegna tekur þú svo stór skref, þegar þú gengur upp tröppurnar, sagði Skoti nokkur við son sinn. — Það geri jeg til að spara teppið, faðir, svaraði sonurinn. — Það er rjett af þjer, dreng ur minn, en passaðu að rífa ekki buxurnar þínar. ★ Ameríkani sýndi einu sinni skoskum vini sínum Niagara- fossana og spurði hann hvort þeir væru ekki dásamlegir. — Oh-jús sagði Skotinn, en heima í Skotlandi hefi jeg sjeð hænu með trjefót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.