Morgunblaðið - 24.01.1948, Side 2

Morgunblaðið - 24.01.1948, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 24. janúar * 3 Kommúmstar stöðvanir undirbúa vinnu með vorinu Verður Templarahöll reisf í Reykjavík? — NOKKUÐ fer tvennum sögum af því hverra erinda þeir Áki Jakobsson og Sigurður Guðna- son hafi nýlega skroppið til Vest- mannaeyja. Söfnuðurihn í Eyjum sundraður. Segja má raunar, að úr því að ríkissjóður er nú laus við þann bagga að borga ferðareikninga Aka, skipti almenning farir hans ekki ýkja miklu. Eftirtektarvert er þó, að Þjóðviljinn hefur sjeð ástæðu til að mótmæla því, að þeir fjelagar hafi farið til Vest- Tnannaeyja í þeim tilgangi, að setja niður innbyrðis deilur flokksbræðra þeirra í Eyjum. Ekki er alveg fyrir það að synja, að Þjóðviljinn segi hjer rjett frá. Ötilneyddur gerir hann slíkt þó aldrei. Ef um tvennt «r að velja, kýs hann miklu fremur að fara með rangt mál en rjett. Neitun Þjóðviljans skapar þess vegna töluvert miklar líkur fyr- ir því, að sundrungin í söfnuð- inum í Vestmannaeyjum hafi verið orðin svo mögnuð, að kalla hafi orðið til sáttamenn frá Keykjavík. Sigurður Guðna hafður fyrir skálkaskjól. Sumum finnst þó ólíklegt, að Sigurður Guðnason hafi verið val inn til slíkra starfa, í ekki meiri metum en hann er hjá hinum alvöldu flokksforingjum. En ekki þarf að efa, að Aki hefir þarna haft forustuna og Sigurður hef- vir einungis verið sendur til að breiða sakleysisblæju yfir fyrir- Ekipanirnar frá flokksherrunum í Reykjavík. Heiðarleiki Sigurð- ar og einlægni er sú dula, sem flokksbroddarnir eru vanir að breiða yfir sín miður fögrU á- form. Sjáifur hefur Sigurður ekki gert sjer grein fyrir. hvaðan fyr- irskipanirnar koma nje hverra erindi hann í raun og veru rek- tir. Samfylgd Sigurðar við Áka til Eyja sannar því hvorki til nje frá um, hvert erindið hefur ver- ið. Hennar vegna getur það allt eins verið rjett, sem ýmsir segja nú, að ferðalög Áka og annara forystumanna kommúnista um landið að undanförnu, sjeu í því skyni að undirbúa sem víðtæk- asta vinnustöðvun þegar fram á útmánuðina kemur. Annað en dýrtíðarlögin, eem barist er móti. Það verður ljósara með hverj- um deginum sem liður, að bar- áttu kommúnista nú er ekki fyrst og fremst beint gegn hinum sann gjornu og hógværu dýrtíðarráð- stöfunum, er nú í fyrsta skipti í allri baráttunni gegn verðbólg- unni hafa leitt til verulegrar vöruveiðslækkunar. Heiftin gegn Marshall. Frumhlaup Einars Olgeirsson- ai' í haust og rosafrásagnir Þjóð- viljans nú um hörmungar þær, er leiða muni. af Marshallóætlun- Snni sýna, að það er baráttan gegn henni, sem kommúnistum er ríkust í huga. Nú er það víst, að Islendingar muni aldrei ráða úrsljlum um örlög Marshall áætl unarinnar. Hitt er augljóst, að Jslendingar mega vænta sjer mikils óbeins hagræðis af endur- xeisn Evrópu. Um beina þátttöku Islendinga í henni hefir enn ekki verið samið einu orði, enda var J>að rjettilega haft eftir Marshall utanríkisráðherra sjálfum á dög- xinum, að afstaða Isiands til áætl unarinnar væri frekar sem sam- verkamajins en þiggjanda. t Kommúnistar skeyta þessu ! engu. Til kommúnista allra landa jhafa borist fyrirmæli frá hinu í nýendurreista Komintern, um að ;3toma á allsherjar vinnudeilum 'til hindrunar endurreisnar áform 'linum fyrir Evrópu. Liður í upplausnar- áformunum að austan MIKILL á’nugi er nú rikjandi meðal templara um að Reglan í Reykjavík fái sem fyrst nýtísku húsakynni fyrir starfsemi sína, sem síðar gæti orðið miðstöð bindindishreyfingarinnar í landinif cg annarra þeirra menningarmála, sem Reglan vinnur að á hverj* um tíma. M.-planið ljóta. Utanríkisráðuneytið . breska birti á dögunum plögg um þess- ar ófjelegu fyrirætlanir varðandi ar ófjelegu fyrirætlanir varðandi segir að vísu, að þau piögg hafi verið fölsuð, en fáir munu þeir vera, sem frekar leggja trúnað á frásögn Þjóðviljans en skýrslu, er utanríkisráðuneytið breska birtir í embættisnafni, eftir að hafa fullvissað sig um sannleiks- gildi hennar. Menn skyldu þessvegna ekki ætla, að það væri tilviljunin ein- ber ef svo fer, að kommúnistar reyni að koma á vinnustöðvunum hjer um sama leyti og þeim sam- kvæmt M-planinu illrærpda er ætlað að egna til þeirra á megin- landi álfunnar. Það eru ráða- mennirnir austur í hinu endur- reista Komintern, sem hvarvetna kippa í þræðina og láta leikbrúð- ur sínar dansa eftir því, sem í þær er togað. Vita ekki allir um þráðinn, er þeir hanga í. Margar af þessum leikbrúðum vita um þræðina, sem þær dingla í og telja sjer þá til lofs en ekki lasts. Samanber yfirlýsingu Aka Jakobssonar á Alþingi skömmu fyrir jól, þegar hann sagði, að hann sjálfur væri komm únisti en margir af flokksbræðr- um sínum væri það ekki. Margir þeirra, sem ekki vita um þráðarspottann, sem tengir þá við Komintern, eru hafðir á oddi í verkalýðshreyfingunni. Meðal annars þessvegna hefur þeim tekist að skapa þá tyllivon hjá ýmsum, að þeir myndi nokk- urskonar jafnvægi gegn hinum eiginlegu kommúnistum og geri þá síður hættulega en ella. En því miður eru þetta fals- vonír. Það er sama tröllhendin, sem heldur í alla endana, og hin- ir eiginlegu kommúnistar innan flokksins verða þar ætíð ofan á, í öllu því, sem emhverju máli skiptir. Hinir eru ekki annað en verkfæri. Verið á verði gegn yfirráðutn kommúnista. Of snemmt er enn að segja, hvernig áformin um víðtækar vinnustöðvanir hjer á útmánuð- um takast. Kommúnistar hafa ó- spart reynt að egna til ófriðar í sambandi við þá vinnusamn- inga, sem gerðir hafa verið á þessu ári. Enn hefur þetta ekki tekist. En allir þeir, sem vilja, að ís- lenskur verkalýður ráði sjálfur málum sírtum og að óskyldum deiluatriðum stjórnmálanna, hvort heldur innlendra eða út- lendra, sje ekki blandað þar inn í, verða að gæta «ín gegn yfir- ráðum kommúnista. Níðast mest á þeim, sem treysta þeim bcst. Of margir trúa enn á, að komm únistar sjeu ópólitiskir í afskipt- um sínum af verklýðsmálunum. Ef þeir styddust við sitt eigið flokksfylgi eitt í verkalýðsfjelog unum væri vegur þeirra þar lít- ill. Hin rangfengnu völd nota kommúnistar hinsvegar þannig, að ekki bitnar síður á „ópólitísk- um“ fylgismönnum þeirra í verka lýðsfjelögunum en öðrum. Þess verður- að óska, að sú reynsla, sem að lokum mun leiða þessa menn og alla aðra góða Islendinga til virkrar anastöðu gegn kommúnistum, verði ekld of dýru verði keypt fyrir þá og þjóðina í heild. Sú barátta verð- ur eflaust langvinn, en sigur þjóð arinnar er þar fyrirfram viss. Hinir austrænu flugumenn geta gert illt af sjer í bili, en að lok- um verður ósigur þeirra mikill og varanlegur. Styrkur kommúnista er fyrst og fremst fólginn í skorti á sam- heldni meðal andstæðinga þeirra. Ef allir andstæðingar kommún- ista fylktu liði gegn þeim, væri skemdaráformin fyrirfram dauða dæmd. Enn skortir á þá sam- heldni, sem þarf. .Hún lærist með tímanum. En þangað til hún kemst á ríður á, að menn skilji, að þeir, sem eru afskiftalausir, styrkja kommúnista, þótt þeir sjeu þeim með öllu gndsnúnir í huga sínum. Húsráð Templarahallar Reykjavíkur átti tal við blaða- menn í gær í tilefni þessa máls. Rakti formaður húsráðsins, Frevmóður Jóhannesson, nokk- uð húsmál, templara í því sam- bandi og lagði ríka áherslu á nauðsyn húss fyrir Regluna. Benti hann á að hús það, sem hún nú aðallega starfaði í væri,' byg.gt 1886 og því orðið mjög ófullnægjandi, þótt það um margra ára skeið hafi verið að- alsamkomuhús bæjarins. Fríkirkjuvegur 11 er nú að vísu eign Reglunnar, en hún hefir aðeins afnot af kjallara hússins, en báðar hæðirnar hef ir ríkisstjójrnin til afnota fyrir skrifstofu sakadómara og rann* sóknarlögreglu. Snúið sjer til ríkisstjórnarinnar. Hafa templarar snúið sjer til ríkisstjórnarinnar og Alþingis um þyggingarstyrk, en það hef ir ekki enn borið árangur. Nú hefir dómsmálaráðherra aftun á móti borið fram fjáröflunar- frumvarp, sem þessari fyrirhug uðu byggingu er ætlað að njóta góðs af, og hefir Stórstúka ís- lands og Þingstúlka Reykjavík ur eindreigið mælt með sam- þykkt þess. Frh. á bls. 8. FÓLKSFJÖLGUNIINI EYKUR HEILD ARÚT G JÖLDIN Utsvarsstiginn hækkar væntanlega ekki Úr ræðu horgarsijóra á fimtudagimt ER BORGARSTJÓRI hafði gert grein fyrir einstökum lið- um fjárhagsáætlunarinnar á síðasta bæjarstjórnarfundi, tal- aði hann um málið, alment og komst m. a. að orði á þessa leið: Þetta frumvarp til f járhags- áætlunar gerir ráð fyrir mjög svipuðum heildarútgjöldum og var á s.l. ári, þ. e. a. s. heildar- upphæðin á þessu frumvarpi er 850.000 kr. hærri. Vegna dýrtíðarlaganna munu launagreiðslur bæjarins lækka um 3% frá fjárhagsáætlun 1947, en hún var miðuð vu5 310 stig. En á móti þessari Jækku.n koma svo ýmsar minniháttar hækkanir á ýmsum liðum fjár- hagsáætlunarinnar frá því sem áður var en aðrir standa í stað. Að öðru jöfnu hljóta heildarút- gjöld bæjarsjóðs að fara hækk- andi, eftir því sem fólki fjölgar í bænum. 15 þúsund manns á 8 árum Fólksfjölgun í Reykjavík hef ur frá því í árslok 1939 numið um 15.000 manns. Á árinu 1946 fjölgaði bæjarbúum um 2800. Ekki er vitað með vissu, hve fólksfjölgunin hefur orðið mikil árið 1947, en gera má rá/ð fyrir því, að hún hafi verið um 2500. Fólksfjölgun þessi og útþensla bæjarins af þeim orsökum veld- ur vitaskuld vaxandi útgjöldurn fyrir bæjarfjelagið m. a. vegna Þar kemur og mjög til greina hin sívaxandi og mikla þörf fyr- ir barnaskóla en nýju fræðslulög in, fjölga börnum á skólaskyldu aldri. Samkvæmt þeim nýju lögum er ákveðið hve mikinn bamafjölda hver kennari á að hafa. Veldur þetta og auknum útgjöldum til barnakennara- launa. Ákveðið er að tveir lögreglu- þjónar skuli vera fyrir hveria 1000 íbúa bæjarins, svo fólks- fjölgunin hefur bein áhrif á auk in útgjöld til lögreglunnar. Ny- lega hafa verið skipaðir 9 lög- regluþjónar. Laun til þessara manna r.ema samt. um 200.000 kr. á ári. Bærinn verður að standa straum af kostnaði við lögregluliðið, enda þótt bæjar- stjórnin ráði sáralitlu eða engu um rekstur lögreglumálanna. Tryggingar og' byggingar Þá koma og til greina hin miklu framlög vegna hinna al- mennu tryggingarlaga, sein nema á þessu ári í beinum út- gjöldum Tcr. 9 millj. Alþingi hefur samþykt lög, sem hækka styrk bæjarins til sjúkrasam- laga um 50% frá því sem áður var. Framlög til verkamannabú- staða eru og miðuð við fólks- fjölda, þar sem ákveðið tillag á að leggja fram fyrir hvern íbúa bæjarins. Eykur þetta byrðar bæjarsjóðs til þeirra fram- kvæmda. Enn koma hjer til greina ýms- ar framkvæmdir sem nauðsvn- legar eru og hljóta að auka út- gjöld bæjarsjóðs á þessu ári. — Þar er t. d. að taka íbúðarhúsa- byggingarnar við Miklubraut m. a., en þær stöðvuðust í bili á síð- astliðnu sumri. Þá eru dagheim- ili og barnaheimili, sem heimta sín útgjöld. Mjög er það aðkallandi mál, að byggð verði ný slökkvistöð. Henni hefur verið ákveðinn stað ur suður undir.Öskjuhlíðinni. — Slökkviliðsstjóri fór til útlanda á síðastliðnu ári til þess að kynna sjer þessi mál. Auk þess kemur svo til greina framlagið til síldarverksmiðjunn ar, sem nú hefur verið ákveðið á þessum fundi. Sogsvirkjunin Rjett er og að skýra frá því að Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri hefur lagt þær til- lögur fyrir bæjarráð, að á þessu ári legði bæjarsjóður fram 3 miljónir króna til þess að standa straum af byrjunarfr.kv. við Sog ið. Sogsvirkjunin nýja er vissu- lega eitt mesta framfaramál bæj arins, eða öllu heldur landsins, því svo knýjandi þörf er á_því. að auka raforkuna hjer að mikl um mun. Bæjarráð hefur ekkx tekið ákveðna afstöðu til þessai máls,- en búast má við að eitt- hvað verði að leggja úr bæjar- sjóði á þessu ári í því skyni. Þá er nauðsynlegt að koma hið fyrsta upp sorpeyðingarstöð. Útsvarsstiginn hækkar ckki Þegar bæjarsfjórnin ákveður heildarútgjöldin, hefur hún litla hugmynd um hvort hægt verður að lækka útsvarsstigann frá því sem hann var árið áður. Vitnesk j an um það kemur ekki fyrr en framtölin fara að koma fram. og vitað er hvernig tekjum bæj- arbúa hefur verið háttað árið áð ur. En menn, sem kunnugastir eru þessum málum, hafa haldið því fram við mig, að ef heildar- útgjöldin yrðu ekki mikið hærrl en þau voru í fyrra, þá mundl ekki þurfa að hækka útsvarsstigr ann. Flestir telja að þó að út- svarsupphæðin hækki um 2—3 miljónir, þá muni vera hægt að nota sama útsvarsstiga í ár og í fyrra. En ekkert er hægt að fullyrða um það. Eins og frumvarpið liggur nú fyrir, er heildarupphæð útsvara sú sáma og árið áður. En vegna óhjákvæmilegra framkvæmda, verður að gera ráð fyrir nokkr- um útgjöldum að auki, nema ef vera skyldi að háttvirtir bæjar- fulltrúar áður en umræðum lýk- ur, fyndu einhverjar slungnar að ferðir til þess að lækka útgjölc? bæjarins frá því sém þau hafa verið, á einhverjum liðum. Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.