Morgunblaðið - 24.01.1948, Page 5

Morgunblaðið - 24.01.1948, Page 5
Laugardaginn 24. janúar MORGUNBLAÐIÐ 3 l Samanburður á íslenskum og bandarískum kvennasíðum ÞAÐ er nú nokkuð langt síðan íslensk dagblöð tóku að auka fjölbreytni sína með kvennasíð- um. Morgunblaðið birti fyrst allra dagblaða hjer kvennasíðu árið 1933 og hin tíagblöðin tóku síðan upp þá nýbreytni koll af kolli. Þar hefir þó í mörgum til-. fellum viljað verða misbrestur á. Sumar þessar kvennasíður hafa fengið hægt andlát, aðrar birst aðeins með höppum og glöppum. En ýmsu kennt um. Sumar kenna því um, að dagblöðunum sje stjórnað af karlmönnum sem telji stjórnmái og auglýsingar mikilvægara lestrarefni heldur en skrif um kvenríettindi, tísku éða þvíumlíkt. Aðrir kenna um sinnuleysi kvennanna sjálfra ög kvenlegri hljedrægni þeirra á vettvangi dagblaðanna. Er sú hljedrægni næsta furðuleg þegar þess er gætt hve margar prýðis- vel ritfærar konur við eigum, sem sjá má t. d. af tímaritum, sem þær gefa út og aðallega mun unnið að í hjáverkum. Til þess að kvehnasíður dag- blaða geti þróast og dafnað og orðið skelegg málgögn kvenn- anna sjálfra er nahðsynleg náin samvinna milli þeii'ra og biað- anna. Sú samvinna liefir löngum viljað verða stopui, og má í sam- bandi við það t. d. benda á, hve treglega gengur að fá konur til þess að skrifa kvennasíðum og .kvennadálkum dagblaða um á- hugamál sín. Bandarískar kvennasíðar. Undanfarið hefi jeg átt þess kost að kynnast nokkuð kvenna- síðum í Bandarískum blöðum. Þær eru, eins og vænta má, í ýmsu frábrugðnar íslenskum kvennasíðpm. En við nánari at- hugun er munurinn þó ekki eins mikill og virðist við fyrstu sýn. Hvorttveggja flytja iískufrjettir, mataruppskrifíir, greinar um kvenrjettindi og ýms mál er varða konttr sjer í lagi, grein- ar um og viðtöl við konur, frjettir af kvenfjelögum og öðr- nm samtökum kvenna, greinar Tjm upþeldismál.'Vandamál hjóna foandsins, innanhússkreýtingat og annað er varðar heimilið, ráð- leggingar um það, hvernig kon- ur eigi að snyrta sig og fegra og ganga í augun á karlmörm- unum, o. s. frv. Aðalmunurinn er vitanlega sá, að hinar Bandarísku kvennasíður birtas* daglega, eru jafn fastur liður í blaðinu og framhaldssagan eða. nýjustu frjettir. Sum blöð birta daglega tvær síður, sem helgaðar eru hugðarmálum kvenna, en vill þá brenna við að allt að þvi helm- ingur sje auglýsingar. — Þá leiða kvennasíður þar stjórnmál algjör iega hjá sjer — jainvel líka þeg- ar kosningar eru a næstu grös- um — og skýringin, sem jcg fjekk á því var sú, áð konur, er áhuga hefðu á stjórnmálum gætu les- ið um þau á öðrum stöðum í blaðinu. Myndir eru meira notaðar þar en hjer. Með giftingar og trúiof- unarfregnum fygja t; d. oftast myndif, en slikar fregnir eru venjulega birtar á kvennasíðun- nm, þykja hinar merkilegustu og foera allt að því 8 dálka feitletr- aðar fyrirsagnir. Fer það vitan- lega eftír því hvað viðkomandi er háttsettur í mánnfjelaginu. Öft er skrifað um brúðkaup af allt að því vísindalegri nákvæmni og natni, jafnvel ekki látið hjá líða að geta þess, hvernig vasaklútur brúðarinnar hafi verið litur. Hjer sjáið þið frumlegan jakka- kjól úr dökku ullarefni. Iflíska kápa s Tískusjcrfræðingar í París hljóta að vera bjartsýnir e? þeir halda að nútímakonan fáist til þess að klæðast í kápu þá serrs sjest lijer á myndinni. Axlirnar mjáar, mjaðmirnar stoppaðar, síðdin nið ur á ökla. En vitaniega er aldrei hægt að fuliyrða um neitt, þeg- ar tískan er anuars vegar. Slúðursögu dálkar. Annað er það, sem Bandarisk- ar kvennasíður hafa, en mun með öllu óþekkt fyrirbæri í íslenskri blaðamennsku. Eru það daglegir dálkar, sem sameiginlega munu kallaðir á ensku „society col- umns“. Fjalla þeir eingöngu um menn, ekki málefni, og þá eink- um og sjer í lagi um menn og konur sem almenningur kannast við einhverra hluta vegna, t. d. vegna fræg?$ar á sviði péninga, íþrótta, samkvæmislífs, stjórn- mála eða lista. Dálkar þessir eru eitt víðlesnasta efni bandarískra baða, sagði mjer greinargóður amerískur blaðamaður (og hristi höfuðið um leið), og þá einkum vinsælir hjá kvenþjóðinni. Þeir fjalla ýmist um fólkið á staðn- um, þar sem blaðið er gefið út, eða þeir eru ritaðir af sjerfræð- ingum í þessari grein í New York eða Hollywood, sem síðan selja þá blöðum um' gjörvallt landið. Oft gætir mikillar illkvittni í dálkurh þessum — athugasemdir eru gerðar undir rós um fræga menn og talandi þankastrik og tvíræðir púnktar látnir fylgja. Það fer aftur á móti minna fyrir sannleiksgiidi þess, sém þar stend ur. Þessir dálkar eru ekki ein- skorðaðir við kvennasíðurnar, þó að í mörgum blöðum birtist þeir eingöngu þat. Matiir óg tíska vinsælasía cfnið. Jeg spurði kvennasíðuritstjóra blaðsins „St. Paul Pioneer Press“ í St. Paul að því, hvað kvenles- endur blaðsihs myndu síst vilja án vera á kvennasíðura sínum. Hún svaraði: „Mataruppskriftir og tískufrjettir myndu þær síst vilja missa“. Ritstjóri kvenna- síðu blaðsins „Minneapolis Morn- ing Tribune“ kvað vinsælasta efn ið tískufrjettir, fregnir af ýms- um kvennasamtökum þar i borg- inni og viðtöl við konur. í Los Angeles hitti jeg að máli tísku- frjettaritara stórblaðsins „Los Angeles Examiner“. Þegar hún kornst að því að jeg var íslensk, sagði hún mjer í óspurðum frjett um að hún ætti tvær mjög falleg ar dragtir úr íslensku ullarefni, sem hún hefði fengið sent frá manni sínum er dvaldi hjer á landi stríðsárin. Hún sagði hiic- laust að vínsælasta efnið á kvennasíðu „Examiner" væri „society“-frjettir, og þar næst kæmu tískufrjettir Hvað vilja íslenskar konur hafa á kvenhasíðum sínum? Sonnilegt er, að smékkur þeirra í þeim efnum sje talsvert frá- brugðinn smekk kynsystra þeirra í Bandaríkjunum. Æth þeim þætti t. d. ekki súrt í brotið að lesa eingöngu bollaleggingar um mat, föt og náungann? Eða hvað sýnist lesendum um það? M. I. Sljém Indonetá se;g- ir af sfer INDONESISKA stjórnin, undir forystu Amir Sjarifuddin, sagði af sjer í kvöld, nákvæmlega viku eftir að hafa undirritað sam- lcomulagið um vopnahlje vi<l Hollendinga. Soekarno forseti boðaði skömmu síðar í útvarps ræðu, að hann hefði falið vara- forsetanum, dr. Mohamed Hatta að mynda nýja ríkisstjórn. Tvær stúlkur vandvirkar í NEGTIV og POSETí\ -RF.I)OUSHE geta komist að, á oL.jóám ijndció to^a LOFTS Loftur gefur nánari upplýsingar. Heimasimi 3129. Alllit A „HEl44! Kirkjustræti 2 I kvöld kl. 11: MIÐNÆTURSAMKOMA. Sunnudag: kl. 11 Helgunarsamkoma, kl. 2 SuRiiuxiagaskí'di kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma 2ja herbergja íbúð í nýju steinhúsi víð Miklubraut er til sölu. Ibúðin er á annari hæð: 2 íierbergi í rishæð fylgja með i kaup- unum. —- Náuari upplýsingar gefur HÖRÐUR ÖLAFSSON bdl. Austurstræti 14 simi 7673. / Eidtraustur skjafaskápur óskast tií kaups. CJ. JJolmáon LjT* ^JJaaLer ^JJ.i. Sími 1740. ítaííuviðskipti önnumst hverskonar viðskifti við Ítalíu. Leitið upp- lýsinga hjá oss, áður en þjer gerið ráðstafanir. úátöLin ^JJ.f. Vesturgötu 20. Sími 1067. f JÚLFð'7 Úrval af Karlmannafötum — aSallega úr íálensk- um efnum. WWo ií Rergstaðastræti 28.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.